Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
13
Siðfræðilegur
merarostur
Sumir munu án efa
telja það vera að bera
í bakkafullan lækinn
að leggja fleiri orð í
siðferðis- umræðu-
belginn sem bólgnað
hefur nú á vordögum
eins og merarostur á
síðsumri. Ekkert for-
skeyti sést og heyrist
nú jafnoft í opinberri
og almennri umræðu
og forskeytiö SIÐ-.
Talað er um siðferði,
siðleysi, siðblindu,
siðgæði, siðfræði og
siðvæðingu, likt og
orðið hafi skyndilega
meiri háttar siðbylt-
ing hjá þessari þjóð,
hverrar siðferði
Tómas. Guðmundsson lýsti um
miðja öldina „eins og hurð á hjör-
um“.
góðra siða og vondra.
Þetta vita stjórnmála-
menn og reyna að við-
halda siðferðislegu
jafnvægi með því að
sjá gegnum fingur
með siðum sem eru á
gráu svæði milli
góðra siða og vondra.
En þetta er ekki alltaf
auðvelt. Þannig er
það góður siður að
bjóða vinum sínum,
þar á meðal viðskipta-
vinum, í laxveiði, en
siðurinn færist á
grátt svæði þegar
annar en sá sem býð-
ur er látinn borga, án
þess að hann hafi ver-
ið spurður.
Þá er það talinn góður siður að
leysa vanda vina sinna, til að
mynda fjárhagsvanda, en spurn-
ingar vakna þegar vandinn er
leystur með fé sem velgerðarmað-
urinn á ekki og hefur ekki fengið
heimild eigandans til að nota á
þennan hátt. En í þessum dæmum
felst í hnotskurn siðferðisvandi is-
lensks þjóðfélags.
Springur hann?
í raun er það hlutverk Alþingis
að sjá um að halda jafnvægi milli
góðra og vondra siða í þjóðfélag-
inu. Það hefur raskast og því er
þörf á siðbót. Sú spurning gæti
vaknað hvort þjóðin treystir sið-
sjón þeirra sem hafa í skjóli að-
stöðu sinnar talið að þeir eigi að
búa við aðra
siði en almenn-
ingur, til dæmis
hvað varðar líf-
eyri og dagpen-
inga. Er það
ekki vottur af
siðblindu? En
þjóðin á víst
ekki kost á öðr-
um siðum fram
að kosningum.
Fróðlegt verður að sjá hvort
hinn siðferðilegi merarostur, sem
bólgnað hefur svo mjög á vordög-
um, springur ekki sem fýsibelgur
á haustdögum eins og aðrir mer-
arostar.
Árni Björnsson
Kjallarinn
Árni Björnsson
læknir
„Sú spurning gæti vaknað hvort
þjóðin treystir siðsjón þeirra sem
hafa í skjóli aðstöðu sinnar talið
að þeir eigi að búa við aðra siði
en almenningur, til dæmis hvað
varðar lífeyri og dagpeninga. “
Hefur eitthvað
breyst, og þá hvað?
Sá sem kominn er á efri
ár og hefur staðið til hlið-
ar við stjórnmál, en þó
fylgst nokkuð grannt með
þeim, getur eiginlega ekki
komið auga á að neitt hafi
breyst eða að verið sé að
ljóstra einhverju upp sem
allir hafa ekki vitað.
Það vita allir að forrétt-
indastétt er í landinu og
að i þessari stétt er fólk
sem ekki hefur þurft að
fylgja almennum leikregl-
um þjóðfélagsins. Þessi
stétt hefur, í góðu sam-
starfi við forystumenn
stærstu stjórnmálaflokk-
anna og stundum með
misvirku hlutleysi hinna
smærri, „siövætt" ís-
lenskt þjóðfélag frá síðari
heimsstyrjöld, eða lengur,
til vorra daga.
Einn býöur, annar
borgar
Það að siðvæða er ekki
endilega að væða með
góðum siðum, það er líka
hægt að siðvæða með
ósiðum og siðferði þjóðfé-
lagsins byggist á jafnvægi Greinarhöfundur telur þaö hlutverk Alþingis aö halda jafnvægi milli góöra og vondra siöa í þjóöfélaginu hafa raskast.
Punt í Sverri með svuntu
Það var ólíkt geðslegri mynd af
Sverri Hermannssyni, fyrrverandi
bankastjóra, sem birtist af honum
sunnudaginn 10. maí á Stöð 2 í
veiðigallanum við Hrútafjarðará,
en sú sem hann hefur kosið að
gefa af sér í fréttaviðtölum og
Morgunblaðsgreinum um hríð.
í myndinni dólaði hann með
ánni og talaði um veiðimennskuna
og sjálfan sig lágum rómi, sáttur
við umhverfið og stöðu sína í líf-
inu þótt hann fengi varla nart.
„Nennirðu að vera að eltast við
bleikju?" spurði viðmælandinn.
„Já, það er mikið punt í þessu,“
sagði Sverrir. Heima í skála setti
hann upp svuntu og dundaði sér
við matargerð og bauð gestum sín-
um eðalvín og osta. Notalegasti
kall. Hvert hann sendi reikning-
inn er látið liggja á milli hluta.
Frá því myndin var tekin hefur
enn runnið vatn til sjávar í Hrúta-
firði og alkunn tíðindi orðið í
Landsbankanum sem umturnuðu
Sverri. I Morgunblaðinu hefur
hann hvorki brúkað kurteisi né
mannasiði en
látið fúkyrðum,
bölbænum og
hótunum rigna
yfir hóp sam-
ferðamanna
sinna sem hann
titlar skíthæla
og tíkarsyni eftir
atvikum, enda
að eigin sögn
orðið fyrir bit-
urri reynslu af
ólíklegasta fólki,
meira að segja
Kjartani Gunnarssyni.
í myndinni segir Sverrir reynd-
ar að aldrei hafi tekist að ala hann
upp og vissulega hlýtur maður að
fallast á að pottur sé brotinn í upp-
eldi manns með jafn soralegan
munnsöfnuð hátt á sjötugsaldri.
Þó var hann yfirmaður uppeldis-
og menntamála í land-
inu eina tíð.
Tíkarsonur
Það er opinberri
umræðu á íslandi
ekki til framdráttar
að nota svívirðinga-
stíl þann sem Sverrir
hefur tamið sér þótt
þörf sé á að kveða fast
að orði. Án þess að
gera ákæru- eða efnis-
atriði í málflutningi
bankastjórans fyrr-
verandi að umræðu-
efni í þessari grein -
það er lýðum ljóst að
fleiri toppar maka
krókinn en Sverrir -
þá ætla ég að huga
nánar að orðfærinu.
Tökum tíkarsoninn. Þrátt fyrir
þriggja dálka leiðara í Morgun-
blaðinu til að útskýra meinleysi
orðsins i vöm fyrir Sverri era
margar konur í landinu ósáttar
við málflutninginn. íslenska er
gegnsætt tungumál. Það er einn af
höfuðkostum móðurmálsins að við
skiljum vandræðalítið mjög mikið
af orðunum sem við notum. Tíkar-
sonur er á íslensku niðrandi
skammaryrði sem
tekur til tveggja per-
sóna, sonarins og
móður hans. Að kalla
konu tik af þeirri
ástæðu einni að hún
er móðir sonar síns
er annað tveggja, sví-
virðing við tiltekna
konu eða kyn hennar
allt. Jarlinn af Hrúta-
fjarðará segir það að
vísu prýði á karl-
manni að vera nátt-
úrumikill og graður
en konur eru tikur
hvort sem honum er
uppsigað við þær eða
ekki.
Með svuntu
Sverrir lýsti vel í
myndinni fyrirlitningu sinni á
náttúruleysingjum og gufumenn-
um, slíkir menn festa aldrei í fisk.
Og svo stóð hann þarna á grjóteyr-
inni með þennan litla titt. Tveggja
punda bleikja öll veiðin. Elli kerl-
ing álengdar. Eftir allan djöful-
ganginn, hrokann og svívirðing-
arnar verð ég að lokum að játa að
það er punt í Sverri með svuntu.
Steinunn Jóhannesdóttir
„Sverrir lýsti vel í myndinni fyrir-
litningu sinni á náttúruleysingjum
og gufumennum, slíkir menn
festa aldrei í físk. Og svo stóð
hann þarna á grjóteyrinni með
þennan litla titt. Tveggja punda
bleikja öll veiðin. Elli kerling
álengdar
Kjallarinn
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
Með og
á móti
Húsnæðisfrumvarp fé-
lagsmálaráðherra
Fyrirkomulag
sem mun
sanna sig
Arni Gunnarsson,
aöstoðarmaöur fé-
lagsmálaráöherra.
„Þetta er nauðsynleg breyt-
ing þar sem núgildandi fyrir-
komulag tekur mið af þeim
tíma þegar
bæði var
skortur á
fjármagni og
íbúðarhæfu
húsnæði. í
dag er á
hvorugu
skortur.
Meginatriðið
er það að við
erum að
leggja til ein-
földun, sam-
ræmingu og aukið frelsi á
þessum félagslega húsnæðis-
markaði. Samhliða eram við
að leggja til að í fyrsta skipti
verði ráðist i heildarúttekt á
leigumarkaði og gerð fram-
kvæmdaáætlun til lengri tíma.
Það er einnig mjög mikilvægt
atriði í þessu. Ég tel að þegar
frá líður muni þetta fyrii-
komulag, sem við leggjum til,
sanna sig. Ég er alls ekkert
hræddur við dóm reynslunnar
þegar þar að kemur.“
Lagasmíðin
mjög
óvönduð
„Lagasmíðin er mjög óvönd-
uð og greinilegt að ráðgjöf sem
ráðherra fær við að semja
frumvarpið
er mjög
slæm. Það er
ekkert sam-
ráð haft við
verkalýðs-
hreyfinguna,
hvað sem
sagt er. Það
er enginn
formlega frá
verkalýðs-
hreyfíngunni
sem kemur
Þama er lögð áhersla á að
leysa vanda sveitarfélaganna.
Vandinn sem fjölskyldan á við
í kerfinu í dag er hins vegar
ekki leystur. I stað þess að fólk
fái félagslega aðstoð í gegnum
lága vexti er stefnt að því að
þessi aðstoð fari i gegnum
vaxtabótakerfi. Það kerfi er
mjög óöraggt og flókíð fyrir
fólk og mjög auðvelt að breyta
því. Færri en áður geta keypt
eignaríbúðir og verða þess
vegná áö fara á leigumarkað-
inn. Félagslegur leigumark-
aður er ekki bættur eins og
þarf vegna þessara breytinga.
Óöryggi í leigumálum er mjög
mikið og því verður að
breyta.s Reynt er að selja
frumvarpið með ótrúlegum út-
reikningum sem sýna bjarta
framtið. Útreikingar þessir
byggjast til dæmis á því að hér
verði engin verðbólga um ald-
ur og ævi. -RR
Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ.
þarna nærri.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is