Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1998 Spurt í Hafnarfirði Hver verða úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í Hafnarfirði? Berglind Jónsdóttir af- greiðsludama: Þær verða alveg örugglega spennandi. Jón Rúnar Arilíusson köku- gerðarmaður: Þær fara vel. Allir verða ánægðir, aldrei þessu vant. Kristinn Guðmundsson mál- ari: Það er erfitt að spá. Ætli D- listinn taki þetta ekki núna. Júlía Henningsdóttir, verka- maður í álverinu: Ég hef ekki hugmynd því ég hef ekki spáð í það. Guðný Einarsdóttir, húsmóðir með meiru: Ætli D-listinn vinni ekki. Viðs viljum ekki fleiri kratakringlur. Guðrún Eysteinsdóttir versl- unarmaður: Læknirinn (B-list- inn) fer inn. Alþýöuflokkurinn hefur sjálfstæðismennina, F-list- inn fær tvo og H-listinn nær manni. Sveitarstjórnarkosningar 1998 Bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði: Pólítísk háspenna Hafnarfirði rikir nú mikil póli- tísk spenna. Eftir stormasamar hrókeringar siðasta kjörtímabils undir forystu krata - bæði með og án bæjarstjóra frá Alþýðubandalag- inu og síðan klofinna sjálfstæðis- manna - hafa sex framboð nú stillt upp fyrir næsta leik. Kjósendur velja liðin. Blikur eru á lofti. „Upp- stokkun" heyrist gjaman nefnd þrátt fyrir í raun flókna stöðu. Það sem helst verður tekist á um í Hafnarfirði eru breytingar, fjármá- HAFNARFJÖRÐUR - úrslit kosninga '94 A: 37,9% laumsýsla og greiðslur hárra skulda bæjarfélags- ins. Stóru listarnir A (6 kjörnir síðast) og D (4 kjömir síðast) era báðir klofnir. Ellert Borgar Þor- valdsson og fleiri hafa klofnað frá sjálfstæðis- mönnum og stilla upp H- listanum. Kratar stilla hins vegar fram mannafla með eina A-lista framboðið á landinu. Alþýðubanda- lagið býður ekki lengur fram en hinn nýi Fjarð- arlisti, F-listinn, er sam- fylking fólks úr Alþýðu- bandalaginu, Alþýðu- flokknum, kvennalistakon- um og óflokksbundins fólks. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- un myndi B-listinn, sem ekki hefur fengið mann kjörinn í Firðinum í 12 ár, ná einum manni inn, lækninum Þorsteini Njálssyni. T-listinn, Tón- listinn, er einnig nálægt þvi að fá mann kjörinn. Fjarðarlistinn fengi tvo menn kjörna - sama og Alþýðu- bandalagið fékk síðast. D-listinn kom best út úr í könnuninni, með 5 og gæti jafnvel náð 6 manna meirihluta. Alþýðuflokkurinn virðist eiga undir högg að sækja eftir langvarandi deil- ur á kjörtímabilinu. Athygli vekur þó að um 40 prósent eru enn óákveð- in. Það er því mikil pólitísk spenna í Hafnarfirði. -Ótt A er kjölfestan „Alþýðuflokkurinn ætlar að halda áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem hófst eftir kosningar 1986 og stend- ur enn. Flokkurinn hefúr á þessum 12 árum verið kjölfestan í hafnfirskri pólitík. Það sem helst brennur á íbúun- um er einsetning grunnskólanna - áætlun sem menn ætla að ljúka 2 árum fyrir lögbundinn frest. Varðandi leikskólana er áætl- un sem allir flokk- ar hafa sameinast um. Stefhan er að árið 2000 verði öll 2ja ára böm komin i leikskólapláss. Við leggjum ríka áherslu á atvinnu- mál en þau em í hlutfallslega langbestu ástandi á höfuð- borgarsvæðinu. Við höfúm gert átak og byltingu í iþrótta- og æskulýðsmál- um. Ekkert sveitarfélag stendur Hafn- arfirði á sporði þar enda sýnir æska bæjarins það. Við höfum einnig tekið verulega á málum eldri borgara. Ný og glæsileg félagsmiðstöð hefur verið opn- uð. Ég bendi einnig á nýtt skátaheim- Oi og nýjar félagsmiðstöðvar í Set- bergshverfi og Holtahverfi. Nú er ver- ið að opna nýja skolphreinsistöð." Fólkið skiptir meginmáli „Fjölskyldan og einstaklingurinn era þungamiðja stefnuskrár B-list- ans. Fólkið skiptir meginmáli í bæjar- félaginu - það rek- ur bæinn fjárhags- lega. Því á fólkið rétt á þjónustu ffá bænum. Við viljum að skólinn sé einset- inn heilsdagsskóli með skólamáltíðum og að leikskólamál séu sambærileg og hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu. Viö viljum að heilsugæslu- málum sé komið í lag, svo og samgöng- um fyrir íbúana - þar með talin Mjódd- in. Skapa verður jákvætt umhverfi fyr- ir atvinnustarfsemi i bænum og tekin Þorsteinn Njáls- son, oddviti B-listans. Ingvar Viktorsson, oddviti A-listans. verði hið bráðasta í notkun ný bygg- ingarsvæði með hagkvæmni í bygging- um og lóðum í huga. B-lista fólkið vill bjóða Hafnfirðingum upp á jákvæðan kost í þeirri stöðu sem nú er i bæjar- málum. Við bjóðum framsókn í Fjörð- inn.“ Hagræðing og sparnaður sveitarfélagsins. grunnskólanna, „Fram undan era ögrandi verkefni sem ný bæjarstjóm þarf að takast á við. Þar ber hæst hagræðingu og spamað i rekstri Einnig einsetning stækkun hafnar- innar, bygging íþróttamannvirkja og átak í skipulagn- ingu nýrra íbúða- hverfa. Það ber að gæta sín í fjármálum, sérstaklega vegna þess að búið er að „ . _ ávisa töluvert á Magnus Gunnars- avisa toiuvert a son oddviti næstu Stiom. D-listans. Einnig er einsetn- ingin bundin lagaskyldu. Við ætlum að koma öllum bömum, 2ja ára og eldri, í leikskólapláss árið 2000. Fram að þeim tíma ætlum við að greiða for- eldrum þeirra bama sem ekki fá inni fyrir þau mismun á leikskólagjöldum og dagvistargjöldum dagmæðra. Hafn- arfjörður er ekki nógu vel kominn varðandi t.d. útrásar- og umhverfis- mál. Þar þarf að taka verulega til hend- inni.“ Mikilvægustu kosningarnar „Kosningamar nú eru trúlega þær mikilvægustu um langt árabil. Óstjómin, spilling- in og sérhyggjan sem hefur verið ríkjandi of lengi era hlutir sem bæj- arbúar munu ekki og ætla ekki að láta viðgangast lengur. Hér verður að stokka upp spilin og horfa til ffamtíðar. Lúðvík Geirsson, oddviti F- listans. F-listinn vill nýtt, opið og lýðræðis- legt stjómkerfi. Hann ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra og taka fjár- mál og ffamkvæmdamál föstum tök- um. Stóra verkefnin era einsetning grunnskólanna og átak í dagvistarmál- um en umhverfis- og atvinnumál era ekki síðri verkefhi sem bíða okkar. F- listinn vill tryggja að Hainfirðingar geti litið með stolti til ábyrgrar og ffamsýnnar stjómar hér í bænum." Ópólitískan bæjarstjóra „Höfúðáhersla H-listans er bætt stjómsýsla og að stjómskipun bæjar- ins verði að fullu komin til ffam- kvæmda í upphafi nýs kjörtímabils. Til að undirstrika það munum við auglýsa m.a. stöðu bæjarstjóra og leggjum þar með áherslu á að í þá stöðu ráðist ekki pólitískt kjörinn fulltrúi. Fram undan er mikil glíma við fjár- mál bæjarins. Ekki síst með það i huga að hann er að ráðast í stór verkefni í skóla og íþróttamálum. Að auki hlýtur það að verða stórt áhersluatriði að vinna að því að lækka skuldir bæjar- ins og skuldbreyta eldri lánum eins og kostur er. Ýmsir þættir sem skipta bæjarfélagið miklu era einnig ofarlega á stefnuskrá H-listans, s.s. umhverfis- og skipulagsmál, ferða- og menningar- mál og jafnréttis- og fjölskyldumál." Ofurlausnir 3 milljarðar vora tekjur bæjarins á síðasta ári. Við viljum tvöfalda þá upp- hæð með því að fá Keikó hingað heim. Síðan ætlum við að reisa styttu af Kristjáni Arasyni. Við ætlum að kaupa stóran bor til að bora eftir olíu í Hafnarfirði. Finnist hún ekki ætlum við að stela henni úr Norðursjó - bora sem leið liggur í gegnum jörðina. Síðan verðum við með Stjömuland fyrir Hollywood- stjömumar sem koma og baða sig í heilsulind í Kaldár- seh. Keikólandið verður nokkurs konar Disneyworld, bara helmingi stærra. Við viljum byrja sérhæfmguna í skól- unum strax í 6 ára deild. Eftir 10 ár verðum við t.d. komin með 20 Superm- an, 30 Batman og 40 Spice- girls hár- greiðslukonur. Dagvistarmálin leysum við með því að fara með biðlistabömin upp á Sólvang. og Hrafnistu. Þannig brúum við kynslóðabilið." -Ótt Frambjóðendur í Hafnarfirði A-listi 1. Ingvar Viktorsson 2. Jóna Dóra Karlsdóttir 3. Tryggvi Haröarson 4 Ómar Smári Ármannsson 5. Hafrún Dóra Júlíusdóttir 6. Unnur A. Hauksdóttir 7. Eyjólfur Sæmundsson 8. Jóhanna Margrét Fleckenstein 9. Gísli Ó. Valdimarsson 10. Eyjólfur Magnús Kristinsson 11. Hrafnhildur Pálsdóttir B-listi 1. Þorsteinn Njálsson 2. Guðrún Hjörleifsdóttir 3. Hildur Helga Gísladóttir 4. Ingvar Kristinsson 5. Þórarinn Þórhallsson 6. Sigurgeir Ómar Sigmundsson 7. Hilmar Heiöar Eiríksson 8. Svava Guðnadóttir 9. Gunnar Bessi Þórisson 10. Eggert Bogason 11. Sigriður Þórðardóttir D-listi 1. Magnús Gunnarsson 2. Valgerður Sigurðardóttir 3. Þorgils Óttar Mathiesen 4. Gissur Guðmundsson 5. Steinunn Guðnadóttir 6. Skarphéöinn Orri Bjömsson 7. Ágúst Sindri Karlsson 8. Halla Snorradóttir 9. Sigurður Einarsson 10. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir 11. Svavar Halldórsson F-listi 1. Lúðvík Geirsson 2. Valgerður Halldórsdóttir 3. Guömundur Rúnar Ámason 4. Ásta Maria Bjömsdóttir 5. Sigurgeir Ólafsson 6. Gunnur Baldursdóttir 7. Herdís Hjörleifsdóttir 8. Hörður Þorsteinsson 9. Guðríður Einarsdótir 10. Guðrún Sæmundsdóttir 11. Örn Ólafsson H-listi 1. Ellert Borgar Þorvaldsson 2. Birgir Finnbogason, 3. Helga Ingólfsdóttir 4. Magnús Kjartansson 5. Sturla Haraldsson 6. Ása María Valdimarsdóttir 7. Guðmundur Á. Tryggvason 8. Alda Ingibergsdóttir 9. Rúnar Brynjólfsson 10. Fjóla Rún Þorleifsdóttir 11. Bergþór Jónsson l-listi 1. Kristján Hjálmarsson 2. Hermann Fannar Valgarðsson 3. Ingibjörg Hrefna Bjömsdóttir 4. Jón Ingvi Reimarsson 5. Gunnar Axel Axelsson 6. Kjartan Þórisson 7 Hulda Óskarsdóttir 8. Smári Johnsen 9. Friðrik Snær Friðriksson 10. Haraldur Freyr Gíslason 11. Heiðar Öm Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.