Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
9
Utlönd
París:
Borgarstjóra-
frú handtekin
Xaviére Tiberi, eiginkona borgar-
stjórans í París, Jeans Tiberis, var
handtekin í gær vegna rannsóknar
á spillingarmáli. Borgarstjórafrúin
var handtekin sama dag og franska
blaðið Le Parisien birti frétt um að
hundruð starfsmanna og ættingja
háttsettra embættismanna hefðu,
undir stjórnartíð Jacques Chiracs,
fengið greidd laun fyrir vinnu sem
þeir inntu ekki af hendi.
Saksóknarar fengu í fyrra áhuga
á borgarstjórafrúnni vegna greiðslu
upp á um 2,5 milljónir íslenskra
króna sem hún fékk fyrir að skrifa
skýrslu um fjárhagsleg tengsl
stjórnar Essonne-héraðsins við
frönskumælandi lönd. Skýrslan var
að miklu leyti samsett úr öðrum
bókum. Málið var lagt niður í fyrra
vegna formgalla. Það var hins vegar
vakið til lífsins á ný í kjölfar réttar-
halda yfir formanni stjórnar
Essonne-héraðsins, Xavier Dugoin,
sem pantaði skýrsluna. Hann var í
síðustu viku dæmdur í eins og háifs
árs fangelsi fyrir að hafa greitt eig-
inkonu sinni laun fyrir vinnu sem
hún innti ekki af hendi. Dugoin
greiddi einnig heimilishjálp þeirra
hjóna af opinberu fé.
Borgarstjórafrúin var fyrst yfir-
heyrð og siðan flutt til heimilis síns
þar sem gerð var húsleit. Yfirvöld
kanna hvers vegna hún fékk greitt
bæði mörgum mánuðum áður og
eftir að skýrslan var tilbúin.
Samkvæmt frásögn blaðsins Le
Parisien eiga um 300 manns að hafa
verið á launalista Ráðhússins i Par-
ís þrátt fyrir að þeir störfuðu ekki
Xaviére Tiberi, borgarstjórafrú
Parísar. Símamynd Reuter
hjá borginni. Á þetta að hafa kostað
skattgreiðendur rúmlega 1 milljarð
íslenskra króna. Hefur blaðið þetta
eftir starfsmannastjóra Ráðhússins
á níunda áratugnum, Georges
Quemar.
Þeir sem þáðu laun voru meðal
annars eiginkonur og börn borgar-
fulltrúa, stuðningsmenn úr kjör-
dæminu Correze og vinir, meðcd
annars rithöfundar og dansarar.
Skattgreiðendur í París greiddu
einnig laun starfsmanna í flokki
Chiracs. Það á að hafa verið Tiberi,
sem var aðstoðarborgarstjóri í
borgarstjóratíð Chiracs, sem kom
þessu launakerfi á.
sjötiltíu
MORGUIUMENN
Rutltcntht
Matthildar FM 88.5
www.matthildur.com
f fyrramáliö