Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
„Hver er sinnar gæfu smiður" er máltæki sem á vel viðfólkið á þessum síðum Til-
verunnar. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera stórhuga og ófeimin við að
spreyta sig á ögrandi viðfangsefnum. Hér er áferðinni ungtfólk sem hóf eigin at-
vinnurekstur snemma á ævinni og sjá - nú, nokkrum árum síðar, stendur það bet-
ur að vígi en margan óraði fyrir í upphafi.
atvinnurekstri
Byrjaði
eigin
Hann var aðeins tveggja ára
þegar hann byrjaði á sjónum
með foreldrum sínum. Fann
þá strax að sjómennskan var eitt-
hvað sem heillaði. Átti sér drauma
og markmið - hann skyldi verða
sjómaður er hann yrði stór.
Nú, 20 árum síðar, er hann enn á
sjó með foreldrunum, auk þess sem
hann býr enn í föðurhúsum. Þess
vegna eyðir hann kannski meiri
tíma með þeim en títt er um jafn-
aldra hans og kann því bara vel.
Allt snýst jú í kringum útgerðina.
Það sem helst hefur breyst á þess-
um árum er að nú er útgerðin hans,
þau eru á sjónum með honum, hann
er skipstjórinn.
„Jú, það hafði alltaf verið draum-
urinn að eignast bát sjálfur. Sá
draumur varð að veruleika þegar ég
var 13 ára gamall í Neskaupstað.
Keypti ég þar Guðna NK, 3ja tonna
trébát. Til að fjármagna þau kaup
notaði ég fermingarpeningana, auk
þess sem ég hafði kinnað og gellað
og selt og stórlöxunum ánamaðka.
Kostaði sá bátur 150 þúsund krón-
ur. Ég gerði hann út á kolanet og
færi. Eftir að hafa átt Guðna í eitt
ár fannst mér tími til kominn að
stækka útgerðina og keypti Ósk,
plastbát, á eina milljón. Þegar ég
hafði svo eignast Ósk skuldlausa
ákvað ég að fá mér enn stærri bát
og varð úr að ég keypti Haförninn,
5 tonna plastbát, á 3,2 milljónir. Ég
hef átt hann síðan. Mér telst til að
núna sé hann metinn á 15 til 20
milljónir ásamt kvóta,“ segir Guðni
Jóhannsson á Djúpavogi.
Enginn tími
fyrir kvenfólk
Um þessar mundir er
Guðni að vinna hjá
Búlandstindi hf. í
fiskvinnslu þar sem
hann og foreldrarnir
hafa fiskað upp nán-
ast allan kvótann
þetta kvótaárið.
„Það er kosturinn
við kvótakerflð að þá
fær maður að ráða
róðrardögunum í
stað þess að þegar
krókaleyfið var á
mátti maður bara
róa í 47 daga og þeir
dagar voru yflrleitt
bræludagar. Þá mátti
meira að segja róa á
sjómannadaginn.
Það gat ég nú aldrei
skilið."
En hvernig eyðir
þessi ungi og ólofaði
maður frítíma sín-
um? Er enginn tími
fyrir kærustur?
„Ég er mikill útivist-
armaður og helst fer
ég á veiðar, hvort
sem um er að ræða
silungs- eða fugla-
veiðar. Ég er lítið fyrir að skemmta
mér og hef engan tíma fyrir kvenfólk.
Einhvern tíma varð mér að orði þeg-
ar ég var spurður þessarar spuming-
ar að það væri enginn afgangur, það
færu allir peningarnir í útgerðina.
Það er enn dýrt að gera út trUlu svo
það verður að biða enn um sinn,“ seg-
ir Guðni og brosir kankvíslega.
-heb
13 ára í
útgerð
Guðni Jóhannsson með einn
vænan.
Tveggja ára á sjó með foreldrunum. „Við fórum eitt kvöldið út á sjó f mjög
góðu veðri. Ætluðum ekki langt, aðeins út fyrir Norðfjarðarhorn. Renndum
aðeins færi og það var á hverjum krók. Fengum 800 kfló á stuttum tíma.
Tíminn leið hratt og fyrr en varði var klukkan orðin 4 um nótt. Sást þá koma
varðskip og mamma skammaðist sín einhver lifandis býsn fyrir að vera að
þvælast með mig, litla pollann, á þessum tíma sólarhrings. Ætlaði pabbi þá
að senda mig oní lúkar. En ég hélt nú ekki, svaraði bara að það væri fiskur
á. Svo ég var ekki hár í loftinu þegar ég var kominn með bakteríuna."
Vilhjálmur Þorsteinsson forritari:
Átti ekki tölvu
- en stofnaði samt hugbúnaðarfyrirtæki 17 ára gamall
Lítið hugbúnaðarfyrirtæki
tveggja ungra manna fæddist
og ólst upp á eldhúsborði
heima hjá öðrum þeirra. Um er að
ræða fyrirtækið fslenska forritaþró-
un sem félagamir Vilhjálmur Þor-
steinsson og Örn Karlsson stofnuðu
árið 1983, þá 17 og 22 ára gamlir.
„Við drifum bara í þessu þegar
IBM- og PC-tölvumar komu á mark-
að,“ segir Vilhjálmur. „Við áttum
ekki einu sinni tölvu. Það var ekki
fyrr en ég fékk lán hjá mömmu sem
ég gat komið mér upp einni slíkri.
Þá vora tölvur líka miklu dýrari en
þær eru í dag þannig að þetta var
Félagarnir Vilhjálmur og Órn stofnuðu saman fyrirtæki ungir að árum. Byrj-
uðu á eldhúsborðinu heima hjá Erni en síðan hefur leiðin legið upp á við og
nú velta þeir fleiri tugum milljóna. DV-mynd E.ÓI.
heilmikil fjárfesting. Mig minnir að
ein tölva hafi kostað álíka mikið og
Utill bm.“
Eins og áður segir var Vilhjálm-
ur aðeins 17 ára þegar hann stofn-
aði fyrirtækið ásamt félaga sínum
Erni. í upphafi var Öm einn skráð-
ur eigandi þar sem Vilhjálmur var
ekki nógu gamall til að skrifa und-
ir. Ári seinna gerðu þeir fyrirtækið
að sameign þeirra beggja.
Blanda af heppni og
framsýni
Á mjög skömmum tíma óx fyrir-
tækinu fiskur um hrygg og félag-
arnir seldu strax um
hundrað fyrirtækjum
viðskiptahugbúnað. Nú,
sextán árum síðar, starfa
þeir enn saman og árið
1996 velti fyrirtækið
þeirra um 100 milljónum
króna. Erlendir aðilar,
CODA, keyptu annan
helming fyrirtækisins
fyrir tæpum tveimur
árum en hinn hlutinn
var sameinaður Hug hf. í
Kópavogi. Nú starfa Vil-
hjálmur og Öm að þróun
viðskiptahugbúnaðar hjá
CODA.
„Það er heilmikil vinna
að byggja upp svona fyr-
irtæki og í byrjun tókum
við mikla áhættu. Þetta
gat brugðist til beggja
vona. Líklega var það
einhver blanda af heppni
og framsýni að dæmið
gekk upp. Hvað sem þvi
líður er búið að vera
mjög gaman að þessu all-
an tímann og stofnun Is-
lenskrar forritaþróunar
var líklega ein besta ákvörðun ævi
okkar,“ segir Vilhjálmur og hætir
við að aldrei á þessum 16 árum hafi
þeir félagar rifist um nokkum skap-
aðan hlut.
„Ég hvet alla sem ganga með
góða hugmynd í maganum, ekki
síst ungt fólk, til að láta vaða. Það
er aldrei að vita nema dæmið gangi
upp.“
-ilk