Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 19! Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn írtgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreit@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hliðvarzlan er úrelt Flestir fjölmiðlar landsins höfðu um miðjan vetur nasasjón af þeim fjármálum borgarstjómarframbjóð- anda, sem hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síð- ustu tvær vikur. Á öllum fréttastofunum var ákveðið að láta kyrrt liggja, þar sem pólitík gat verið í spilinu. Þetta er hefðbundin hliðvarzla fjölmiðla, eins konar skömmtun á upplýsingum. Afar sjaldan er samkomulag milli Qölmiðla um slíka hliðvörzlu og svo var ekki held- ur að þessu sinni. Á hverjum íjölmiðli fyrir sig var sama ákvörðun tekin án samráðs við hina fjölmiðlana. Ástæður hliðvörzlunnar eru oftast þær, að fjölmiðill- inn þarf að varðveita traust lesenda og telur hlaup á eft- ir viðkvæmum rokufréttum geta skaðað þetta traust, einkum ef síðar kemur í ljós, að hagsmunaaðilar úti í bæ hafi komið rokufréttinni á flot í eigin þágu. Skylt þessari hliðvörzlu er samkomulag íjölmiðla og annarra aðila um að fresta birtingu upplýsinga fram til ákveðinna tímamarka. Þannig hefur fjármálaráðuneytið til dæmis kynnt fjölmiðlum efni fjárlagafrumvarps fyrir- fram, svo að þeir fái góðan tíma til að skoða það. Þetta hefur sett fjölmiðla í vanda, ef þeir hafa verið að afla sömu upplýsinga eftir öðrum leiðum. Með samkomu- lagi við ráðuneytið er fjölmiðillinn að binda hendur sín- ar, því að engin leið er að greina á milli þess, sem lekið er í fjölmiðla og hins, sem liggur á lausu. Þannig hefúr DV undanfarin ár hafnað að taka þátt í fundum ráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið. Með þeim hætti einum telur blaðið sér unnt að birta fyrirfram frétt- ir af innihaldi íjárlagafrumvarps. Þannig hætti sam- komulag um hliðvörzlu að virka á því sviði. Hliðvarzla fjölmiðla hefur byggzt á fákeppni. Full- burða fréttastofur eru aðeins fimm á landinu. Fimm fréttastofur geta þagað yfir rokufréttum, annað hvort með samráði eða án samráðs. Þegar fréttastofurnar eru orðnar hundrað eða þúsund, hrynur hliðvarzlan. Netið gerir hliðvörzluna úrelta. Hver einasti borgari getur sett upp eigin fréttastofu á sinni heimasíðu. Hann þarf ekki að kaupa dýr tæki, prentvél upp á hálfan millj- arð eða ljósvakakerfi upp á annað eins. Hann kaupir bara forrit fyrir nokkur þúsund krónur. Fyrstir á vettvang eru hagsmunaaðilar, sem telja sig þurfa að koma sjónarmiðum eða upplýsingum ómenguð- um á framfæri. Þannig hefur menntaráðherra um nokk- urt skeið rekið eigin heimasíðu, þar sem hann gefur til dæmis fjölmiðlum einkunn fyrir frammistöðu. Þannig var hliðvarzla fjölmiðla í fjármálum borgarfull- trúans sprengd í loft upp af heimasíðu tveggja manna, sem töldu sig hafa harma að hefna. Nánast samtímis og án samráðs ákváðu þá hefðbundnu fjölmiðlamir, að mál- ið hefði verið opnað og væri orðið húsum hæft. Með þessum atburði lýkur formlegri hliðvörzlu af hálfu hinna hefðbundnu fjölmiðla. Þróunin hefur gert hana úrelta. Sú breyting er í sjálfu sér hvorki góð né vond. Hún felur bara í sér nýjan tíma með nýjum leik- reglum, sem starfsmenn fjölmiðla þurfa að venjast. Áfram munu hefðbundnir fjölmiðlar telja sig þurfa að varðveita og efla traust notenda sinna. Þeir geta hins vegar ekki lengur gert það með því að þegja þunnu hljóði, meðan rokufréttir leika lausum hala á Netinu. Þeir verða að taka á málum og gera það hratt. Vandi fólksins er þó meiri en íjölmiðlanna. Þegar hlið- varzlan hverfur, þarf fólk að leggja harðar að sér við að meta fréttir, sem steðja að úr þúsund áttum. Jónas Kristjánsson Um alllangt skeið hefur ríkt þögn um fóstureyðingar á ís- landi. Fólk veigrar sér við að ræða opin- berlega þessi annars viðkvæmu og margsl- ungnu mál sem erfitt er að henda reiður á. Ég ákvað eftir nokkra umhugsun að rjúfa þögnina með því að beina spumingum til heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar á íslandi, meðal annars vegna þess að ég hafði hugboð um að e.t.v. væri óvarlega farið hér á landi hvað fóst- ureyðingar varðar. í þögninni hafa þessi mál þróast á uggvænlegan hátt að mínu mati og virðist kerfið vera verulega misnotað á þann hátt að í einhverjum til- fellum virðast fóstur- eyðingar vera notaðar sem getnaðarvöm þó að i öðmm tiifellum séu fóstureyðingar gerðar af félagslegum og læknisfræðilegum orsökum. Óhætt er að segja að svör við spurningum mínum hafa vakið nokkra at- ,Ljóst er að fóstureyöingar valda viðvarandi sárum,“ segir ísólfur Gylfi m.a. í greininni Fóstureyðingar • dauðans alvara hygli. í svari heilbrigðis- ráðherra kemur m.a. fram að um 40 % aukn- ing hefur orðið á fóstur- eyðingum á íslandi á ára- bilinu 1991- 1997. Lætur nærri að fimmta hver kona sem verður þunguð láti eyða fóstri. Einungis einni konu var synjaö um fóstureyðingu árið 1997 af hálfu nefndar sem fjallar um þessi mái skv. 28. gr. laga nr. 25/1975. Á Landspítalanum hættu 35 konur við að láta eyða fóstri þetta sama ár en þar fara fram um 80% af öllum fóstureyðingum á landinu. Ekki liggja fyrir tölur frá árinu 1997 um fjölda þeirra kvenna sem farið hafa oftar en einu sinni í fóstureyöingu en árið 1995 höföu 170 konur farið í þessa aðgerð í ann- að sinn, 30 konur í þriðja sinn og 13 konur í fjórða sinn. Kjallarinn Abyrgðin einnig karla Fóstureyðingar eru samfélagslegt vandamál og ábyrgðin er ekkert síð- ur karla en kvenna. Við verðum að spoma við þessari þró- un og snúast til varnar. Heilbrigð- Isóifur Gylfi Pálmason alþingismaður isráðherra hefur bmgðist fljótt við og falið land- lækni að vera í forystu fyrir nefnd sérfræð- inga vegna máls- ins. Viðbrögð manna eru mis- munandi og út- skýringar á fjölda fóstureyðinga af mismunandi toga. Þannig benti ágætur yfir- læknir á að getn- aðarvamir á ís- landi væra dýrar og fella þyrfti nið- ur virðisauka- skatt af þeim. „Virðist kerfið vera verulega misnotað á þann hátt að í ein- hverjum tilfellum virðast fóstur- eyðingar vera notaðar sem getnaðarvörn þó að í öðrum til- fellum séu fóstureyðingar gerð- ar af félagslegum og læknis- fræðilegum orsökum.u Við nánari athugun kemur í ljós að „piUan“ svokölluð kostar um 300 krónur mánaðarskammt- urinn og þriggja mánaða skammt- ur um 800 krónur. Þetta em ekki háar tölur sé miðað við sólbaðs- stofutíma, vindlingapakka, bjór- dós eða annað. Annar ágætur maður benti á að lausnin fælist e.t.v. í að dreifa „piilunni" end- urgjaldslaust til kvenna á aldrin- um 16 til 20 ára. Sú lausn er lítils- viröandi fyrir sjálfstæði kvenna og gefur sérkennileg skilaboð til ungs fólks. Hvorug þessara til- lagna finnst mér geðþekk né skipta sköpum í málinu. Hvað er til ráða? Ljóst er að fóstureyðingar valda viðvarandi sámm. Þess vegna er það skylda samfélags okkar og heilbrigðisstéttarinnar —^ að stuðla að fækkun fóstur- eyðinga. Það er hægt að gera með fræðslu, upplýs- ingum og sálgæslu. í of mörgum tilfellum virðist of auðvelt fyrir konur að fá fóstri eytt. Ég óska þeirri nefnd, sem landlæknir stýrir og kann- ar þessi viðkvæmu mál, velfamaðar í starfi og það er einlæg von mín að fóst- ureyðingum fækki á íslandi á komandi árum. Tíðni fóst- ureyðinga á íslandi er dauðans alvara. ísólfur Gylfi Pálmason Skoðanir annarra Sameiginlegir hagsmunir „Frá sjónarmiði fjölmiðla er ekki auðvelt að nálg- ast flokka og frambjóðendur. Það getur meira að segja verið mjög erfitt að ná sambandi við frambjóð- endur. Kannski þurfa flokkar og framboðslistar að leggja meiri áherslu á fjölmiðlatengsl í kosningabar- áttu og gera það á faglegri hátt en þekkst hefúr fram að þessu. ...Það em sameiginlegir hagsmunir stjóm- málaflokkanna og fjölmiðlanna að finna upplýsinga- miðlun til kjósenda eðlilegan og jákvæðan farveg." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 17. maí. Mörg glerhúsin „Ég er bundinn bankaleynd og get ekki sagt það sem ég gjaman vildi en ég les greinamar hans Sverris og fmnst þær mjög góðar. Ég hef mikið álit á Sverri og við höfum á margan hátt sömu skoðan- ir. Sverrir hefur unnið alveg feikilega gott starf hjá Landsbankanum og mér frnnst illt að sumir úthrópi hann sem sukkara. ... Glerhúsin í landinu er mörg og margir þeirra sem kastað hafa steinum i banka- stjórana þrjá að undanförnu ættu nú að slaka á. ... Ef spurt er um mína afstöðu þá þyrfti ekkert að neyða mig til að standa við hliðina á Sverri.“ Eiríkur S. Jóhannsson i Degi 16. maí. Öryggistilfinning í starfi „Ég legg áherslu á að ég hef ekki keypt hlutabréf í Kögun í langan tíma, bréf mín og konu minnar vom keypt á verðbréfamörkuðum. ... Þessi kaup vom mér nauðsynleg af ýmsum ástæðum, ekki sist til þess að skapa mér öryggistilfinningu í starfi, ég hafði lent í ýmsu á þeim vettvangi og vildi hafa vað- ið fyrir neðan mig eins og hægt væri. Ég bendi líka á að lengst af voru þessi hlutabréf ekki mjög mikils virði. ... Hlutabréf í Kögun fóm ekki að hækka í verði fyrr en á síðasta ári þegar félagið var farið að sinna margvíslegri verkefnum en áður, svo sem hug- búnaðarverkefnum." Gunnlaugur M. Sigmundsson í Mbl. 16. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.