Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 T>V nn Ummæ|| Smá fótaleik- fimi bjargar „Það eina sem ég fann fyrir var þreyta í fótun- | um. Þá fer maður í bara úr skónum í ræðustólnum og | gerir svolitla fótaleikfimi og | t þá er allt í lagi aftur.“ Jóhanna Sigurö- ardóttir alþingismaður, eftir af hafa haldið ræðu í tíu klukkutíma, í Degi. Þjóðin situr uppi með það sem hún velur „Málið vandast þegar sög- unni víkur að misvitrum og duglitlum alþingismönnum og ráðherrum. Meðan þjóðin kýs slíka yfir sig verður hún vísast að sitja uppi með þá og gera sér þá að góðu.“ Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, í DV. Hafi þeir skömm fyrir „Þarna er einungis verið að reyna að klekkja \ á mér pólitískt. Megi þeir sem að því standa hafa skömm fyrir.“ f Gunnar I. Birgis- son, bæjarfull- trúi í Kópavogi, ÍDV. I Hrifinn af Dönu ■*Að öðru leyti bar ekkert til tíðinda nema hvað islenski þulurinn gat ekki leynt hrifii- f ingu sinni á Dönu Intemational og boðaði það fagnaöarerindi fyrir íslend- inga að hann ætlaöi í partí j með henni (honum) á eftir.“ Indriði G. Þorsteinsson, í fjölmiðtarýni um Eurovision, í Morgunblað- inu. Fannst hún ekki um mig „Ég las hana aftur nýlega og hafði gaman af ! henni. Ég les mikið af ævisög- um og mér % fannst þessi j saga vönduð og skemmtileg - i en mér fannst hún ekki vera um mig.“ Erró, um ævisögu sína, í DV. Eins og í bíómynd „Við vildum ekki taka hann upp með höndunum. Við erum búnir að sjá of margar bíómyndir. Þetta er ekta biómyndahryllingur.“ Guðmundur Sigurvaldason steinsmiður, sem fann snák í kjallararústum, í DV. Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður: Er kominn með það sjálfstraust sem nauðsynlegt er í atvinnumennskunni Nokkrir íslenskir knattspyrnu- menn sem eru í atvinnumennskunni hafa blómstrað á undanförnum miss- erum, enginn þó jafn mikið og Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson sem leikur með belgíska liðinu Genk. Lokahnykkurinn á knatt- spyrnutímabilinu var glæsilegur þegar liðið varð belgískur bikar- meistari um síðustu helgi og í kjöl- farið var Þórður valinn besti leik- maður liðsins af aðdáendaklúbbum. í stuttu spjalli var Þórður fyrst spurður um bikarúrslitaleikinn: „Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, við unnum 4-0 og er óhætt að segja að hver og einn hafi gert betur en hann hefur áður gert, enda þarf það í svona leik, og tölumar segja til um hvað við vorum að gera góða hluti. Sjálfur er ég sáttur við minn leik, náði að skora eitt mark og átti þátt í öðru. Þetta var hápunkturinn á tímabilinu en annars má segja að gengi okkar í vetur hafi verið meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Genk varð í áttunda sæti í deildinni i fyrra, endar nú í öðru sæti og er bikarmeistari svo þetta getur ekki orðið öllu betra.“ Þórður segir að viðtökur borg- arbúa í Genk hafi verið stórkostleg- ar þegar liðið kom heim: „Það hefur verið kamivalstemning hérna frá því við komum. Eitthvað um fimmt- án til tuttugu þúsund borgarbúar voru samankomnir í miðbænum þegar viö komum heim með bikar- inn og var standandi gleði fram eftir nóttu. Síð- Þórður an byrjaði þetta allt aftur í gær með móttöku í ráðhúsinu og gleðin hélt áfram langt fram á nótt. Og þetta er ekki búið enn þvi það verða veislu- höld alveg fram á fimmtudag og svo er ég kominn í frí.“ Þórður segir að hann hafi eflst mikið sem knattspyrnumaður þetta tímabil sem hann hefur leikið með Maður dagsins Genk: „Ég finn það vel hversu vel ég hef þroskast, hef tvimæla- laust bætt mig. Þegar leikið er reglulega meirihluta ársins og gangur liðsins sem maður leik- ur með er góður þá fær maður það sjálfstraust sem nauðsynlegt er í atvinnumennskunni til að ná árangri.“ Þórður er búinn að vera hjá Genk í eitt ár: „Ég er samnings bundinn til ársins 2000 og geri ráð fyrir að vera út samr ingstímann. Mér líður vel hér og sama er að segja um Qöl- skyldu mína. Nú þegar fótboltinn er búinn þá ætla ég að taka mér gott frí, við förum til Frakk- lands í Guðjónsson. tvær vikur, ég ætla samt að forða mér þaðan áður en heimsmeistara- keppnin hefst, horfi kannski á einn og einn leik í sjónvarpinu. Við ætl- um síðan að koma heim í sumar, hitta fjölskyldu, vini og kunningja og það má segja að ég ætli að eyða sumrinu án þess að vera í fótbolta því það er ekkert um að vera hjá — landsliðinu fyrr en í haust." Þórður sagðist eyða tima sínum í Belgíu, sem ekki fer í fótboltann, með fjöl- skyldunni. Eigin- kona hans heitir Anna Lilja Vals- dóttir og þau eiga tvær dætur, Valdísi Marsilíu, þriggja ára, og Veróníku Líf, níu mánaða. -HK KR og Valur eigast við í kvöld. Myndin er frá viðureign þeirra í ís- landsmótinu í fyrra. Fjórir leikir í fótboltanum íslandsmótið í knattspyrnu hófst í gærkvöld með leik Þróttar og ÍBV. í kvöld eru fjórir leikir á dagskrá. Á Akranesi taka heima- menn í ÍA á móti Keflvíkingum sem nýlega urðu meistarar meist- aranna. í Grindavík taka heima- menn á móti nýliðum ÍR og ef far- ið verður eftir bókinni þá ættu Grindvíkingar að vinna því ÍR er spáð neðsta sæti í deildinni. Á KR- velli verður hart barist þegar Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast. Fjórði leikurinn fer svo fram á Ólafsfirði þar sem Leiftur og Fram keppa. Allir leikirnir hefjast kl. 20. íþróttir Hvítasunnubikarinn hjá GR Undankeppni fyrir hvítasunnu- bikarinn í golfi, sem átti að vera á Grafarholtsvelli síðastliðinn laug- ardag, en var frestaö, verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí, og hefst keppni kl. 9 um morguninn. Skráning er í golf- skálanum í Grafarholti. Bridge Til þess að spila trompsamning þarf yfirleitt að hafa fleiri tromp heldur en andstæðingarnir. Á því eru þó nokkrar undantekningar, sérstaklega þegar tromp sóknarinn- ar liggja að mestu leyti á annarri hendinni og eru að mestu í háspil- um. í þessu spili var þó staðan önn- ur en Daninn Johannes Hulgaard endaði í þessu spili í 4 spöðum á suðurhöndina. Hulgaard þurfti smá- hjálp frá andstöðunni til þess að vinna spilið. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og n-s á hættu: * K3 VÁG 4 K10764 * 8542 4 965 » KD1072 ♦ G52 * 63 4 ÁD82 V 643 4 Á8 * KG107 Portrett af forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Menn í forsæti Nýlega var opnuð sýning á portrettverkum Ara Alex- anders Ergis Magnússonar í Forsetastofu Herrafataversl- unar Kormáks og Skjaldar. I samræmi við stefnu Forseta- stofu eru verkin öll máluð með olíulitum á striga og innrömmuð. Forsetastofan hefur verið sett upp í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar til að heiðra góðar hefðir í listum, framkomu og samskiptum manna á meðal. Verkin sem Ari Alexander sýnir nú á Forsetastofu eru portrett- myndir af ýmsum mönnum sem sitja í forsæti og for- svari I samfélagi okkar. Sýningar Málverk í kaffihúsi Um siðusti helgi opnaöi Guðmundur Björgvinsson málverkasýningu í kaffi- húsi Te & kaffibúðarinnar, Laugavegi 27. Guðmundur, sem numið hefur myndlist í Bandaríkjunum og á ís- landi, hefur haldiö fjölda einkasýninga hér heima og erlendis, meöal annars á Kjarvalsstöðum og í Nor- ræna húsinmu. Þúfnakollar. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Norður Austur Suður Vestur 1 4 pass 1 4 pass 2 * pass 2 •* dobl pass pass 3 * pass 3 grönd pass 4 * pass 4 4 p/h N-s voru greinilega í vandræðum með að velja lokasamning þar sem punktastyrkur var til staðar en áhyggjur af hjartalitnum. Vestur fékk að eiga fyrsta slaginn á hjarta- kónginn en annan slaginn átti sagn- hafi á ásinn í blindum. Hann spilaði nú laufi úr blindum og aust- ur gerði þau mistök að setja strax ásinn. Austur skipti yfir í tígul sem Hulgaard drap á ás, trompaði hjarta, tók spaðakóng, svínaði laufi, tók síðan slagi á ás og drottningu í spaða og spilaði síðasta spaðanum. Austur var inni, átti ekki eftir hjarta og vömin fékk því ekki nema 3 slagi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.