Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Fréttir Skuldafangar kæra dómsmálaráðuneytiö til umboðsmanns Alþingis: Réttindalausir í skuldafangelsi - efnamenn geta borgað sig út en snauðir sitja af sér Á Litla-Hrauni sitja menn fyrir aö hafa ekki gert skil á vörslufé til rikissjoös. Á sama tíma semur ríkiö viö aðra í sömu stööu um stórfellda niöurfellingu á þjófnaöi meö nauðasamningum. Skuldafangar á Litla-Hrauni eiga ekki sama rétt í fangasamfélaginu og þeir sem dæmdir eru fyrir morö eöa fíkniefnabrot. Þannig fá þeir ekki dagpeninga, eiga ekki rétt á vinnu eöa náöun eftir aö hafa afplánaö hluta refsingar. DV-mynd Hilmar Þór „Það eru dæmi um að menn hafi tekið milljónalán til þess eins að losna við að sitja af sér dóm. í einu tilfelli tók dæmdur maður fjórar milljónir að láni ofan á 18 mUljóna króna skuld. Þetta er dæmi sem ekki gat gengið upp hjá honum en samt gerði hann þetta í örvæntingu. Það er erfitt að kyngja því að sitja réttindalaus í fangelsi og þurfa jafn- framt að una því að þeir sem eiga peninga eða aðgang að þeim geti los- að sig úr sömu prísund á auga- bragði," segir fangi sem situr á Litla-Hrauni vegna dóms sem hann hlaut fyrir virðisaukaskattsvik á sínum tíma. DV ræddi við tvo fanga á Litla- Hrauni sem sitja inni vegna þess að hafa ekki staðið skil á virðisauka- skatti. Báðir eru fangarnir um miðj- an aldur og hafa ekki komist í kast við lögin fyrr en virðisaukamál þeirra komu upp. Aðalarefsing ann- ars fangans fólst í því að hann átti að greiða 7,2 milljónir króna. Hinn fanginn hlaut rúmlega 5 milljóna króna sekt. Vararefsing beggja, sem nú er komin til framkvæmda, var sú að þeim bæri að sitja í fangelsi í 12 mánuði. Fanginn, sem situr af sér 7 milljónimar, vill af tillitssemi við aðstandendur sína ekki láta nafns síns getið. Hann segist ekkert hafa við það að athuga að hann hafi hlotið refsingu fyrir afbrot sem hann framdi. Um það sé ekki deilt að hann hafi falsað virðisauka- skattsskýrslur og þannig framið glæp. Hans athugasemdir snúist um það að refsingin sé ekki rétt skil- greind og hann sitji því í raun í skuldafangelsi, réttindalaus í fanga- samfélaginu. Hann segir að ekki hafi verið til umræðu hjá kerfinu að semja um virðisaukaskattinn þannig að hluti félli niður gegn greiðslu t.d. svo sem gerist við nauðasamninga. Réttlaus í fangelsi „Ég fæ ekki dagpeninga eins og aðrir fangar. Þá á ég ekki rétt á því að fá náðun þegar hluta refsingar er lokið. Þannig get ég ekki endað mína afþlánun á heimili Verndar og náð að fóta mig inn í lífið eftir fang- elsisvistina. Loks hef ég ekki rétt til vinnu svo sem gerist með þá sem fremja annars konar glæpi,“ sagði fanginn þar sem DV ræddi við hann á Litla-Hrauni. Hann segist sjálfur ekki hafa átt neina möguleika á að borga virðis- aukaskattinn að fullu en ekki hafi verið við það komandi að semja um niðurfellingu þar sem um vörslufé hafi verið að ræða og málið skil- greint sem þjófnaður. Þar sem hann eigi einfaldlega enga peninga hafi hann ekki neina möguleika til að komast hjá fangelsisvist eða borga sig út úr steininum. „Það hljóta allir að sjá skekkjuna í því að einhver maður sem stolið hefur opinberum gjöldum geti borg- að sig úr steininum. Mér er þá spum; á ekki morðinginn í næsta klefa að geta það sama? I mínum huga er niðurstaðan aðeins sú að ég sit hér í skuldafangelsi án þess að eiga minnstu möguleika á að borga mig út. Þetta tel ég vera lögbrot og ef lögin eiga að ná jafht til allra þá telst eðlilegt að þegar frestur til að borga samkvæmt dómsorði rennur út þá taki við vararefsing sem standi hvað sem tautar og raular og án tillits til þess hvort menn eigi peninga eða ekki,“ segir hann. „Maður situr í fangelsi fyrir að hafa ekki fylgt lögum og þá er erfitt að sætta sig við að meö refsivist sé verið að brjóta á manni lög. Þarna er um að ræða túlkunaratriði sem mun enda fyrir dómstólum." -rt Maður í manns stað þessa dagana. Júlíus Vífill ætlar sér meira en að selja bíla í framtíðinni og Inga Jóna hugsar sitt. Þá verður tæp- ast sagt að sorgin hafi heltekið Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa þá er örlög Árna voru ráðin aðfara- nótt sunnudags. Það fer ekkert eftir aldri hverjir eru leiðtogar, sagði Vil- hjálmur, vitandi það að hann er eldri en Árni sem nú hefur lokið sér af póli- tískt. Það kemur maður í manns stað, bætti Vilhjálmur við, hvergi banginn. Hann stóðst þá freistingu að hafa full- yrðinguna í fyrstu persónu. Hann var enn fremur svo penn að benda ekki beint á sjálfan sig þegar hann var spurður um arftaka Árna. Allt minnir þetta á þá gömlu góðu daga er Davíð ákvað að standa upp úr borgarstjórastólnum og taka við land- inu öllu. Þá vildu margir i borgar- stjórnarflokknum verma auða sætið en enginn fékk. Davíð náði í Markús Örn upp í Útvarp. Það fór nú eins og það fór. Óvíst er hvað gerist nú. Davíð ræður sem fyrr. Spurningin er aðeins hvort valinn verður maður innan eða utan borgarstjórnar- flokksins. í því sambandi má minna á að Markús Örn er enn á ný kominn I Útvarpið. Kannski er ekki full- reynt með hann? Dagfari Það fór eins og við var búist, Ingi- björg Sólrún lagði Áma með snið- glímu á lofti. í raun þurfti ekki að kjósa því skoðanakannanir eru orðn- ar svo nákvæmar. Það hefði dugað að láta skoðanakönnun DV standa. Þar munaði nánast engu á niðurstöðu og kosningunum sjálfum. Það er til muna ódýrara að fara þá leið en standa í kosningavafstri í heilan dag með öllum þeim mannskap sem til þarf. Ámi tók ósigri sínum með karl- mennsku svo sem vænta mátti. Hann tilkynnti um leið að hann myndi hætta sem leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar með varð fjandinn laus. Vonbiðlamir eru fernir á stjá og fundir haldnir víða. Margir eru kallaðir en aðeins einn verður útvalinn. Hans bíður ekki lít- ið hlutverk. Stóri flokkurinn lætur það ekki viðgangast að tapa borginni, höfuðvígi sínu, í hið þriðja sinn. Dav- íð flokksformaður er þungur á brún þessa dagana og kennir einkum Helga skarninu H., fréttastjóra Sjón- varpsins, um það hvemig komið er. Það mun seint gleymast að Framsókn pressaði hann í fréttastjórastólinn þegar Bogi fór í fríið. Miðað við svipinn á landsfóðumum er ólíklegt að Helgi H. verði eilífur augnakarl í embættinu eftirsótta. Davíð segir raunar að R-listinn muni hverfa innan fárra ára. Fyrst hann segir það verðum við að trúa. Það er því von að baráttan um sæti Áma sé hafin. Eins dauði er annars brauð. Þeir sem næstir stóðu Árna láta af sér vita Stuttar fréttir i>v Kringlan á Netiö Verslunarmiðstöðin Kringlan opnar vef á Netinu á fimmtudag. Á vefnum verða almennar upp- lýsingar um Kringluna, upplýs- ingar um fyrirtæki í Kringlunni, fréttabréf og póstlisti. Hægt verð- ur að versla við fyrirtækin á vefnum. Netfangið verður www.kringlan.is Norðurljós Áform era uppi um að sameina Stöð 2, Skífuna, Sýn, Regnbog- ann, Bylgjuna, Fjölvarpið, Stúd- íó Sýrland, Is- landíu og Stjöm- una í nýtt marg- miðlunarfyrir- tæki, Norðurljós hf. Jón Ólafsson er stór hluthafi i öllum þessum fyrirtækjum. Skrifstofubygging Landsbankinn leggur fram 300 milljónir og fjármagnar með þeim um 75% af áætluðum bygg- ingarkostnaði nýrrar sjö hæða skrifstofubyggingar við Borgar- tún. Álftárós er að hefja fram- kvæmdirnar. Viðskiptavefur Vís- is sagði frá. Þyngri viðurlög Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra hefur gefið út nýja reglugerð. í henni eru viður- lög við umferðar- lagabrotum, eins og hraðakstri, þyngd verulega. Mun hægar þarf að aka nú en áður til að missa ökuleyfið. Spítali leigir tölvur Opin kerfi hf. hafa gert leigu- samnig við Ríkisspítala um leigu á 200 Pentium-tölvum og prent- urum fyrir þær. Leigusamning- urinn er til þriggja ára og var boðinn út hjá Ríkiskaupum. Sjö fyrirtæki buðu í tölvuleiguna. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Gott kvótakerfi Breska viðskiptablaðið The Economist hvetur ríki heims til að taka upp fiskveiðistjórnunar- kerfi eins og það sem íslendingar hafa. Á íslandi og Nýja-Sjálandi séu samtök útgeröarmanna orðin eins konar samfélög sem stuðla að skynsamlegri nýtingu auð- linda sjávar. Viðskiptavefur Vís- is sagði frá. Kynlífskönnun Umdeild kynlífskönnun um stööu kvenna á vinnumarkaöi, hlutverk saumaklúbba og kynlíf kvenna, sem upphaflega var gerð á vegum tímaritsins 19. júni, árs- rits Kvenréttindafélags íslands, verður endurtekin. Kvenréttinda- félagið hefur dregið sig út úr út- gáfu tímaritsins. Veffréttir Morg- unblaðsins sögðu frá. Engu frestað Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar á Alþingi vildu i upphafi þing- fundar í gær vita hvort Davíð Oddsson ætlaði sem þingmaður Reykvíkinga að beita sér fyrir því að fresta hálendisfrumvörp- um ríkisstjómarinnar. Davíð sagði að stefnt væri að því að af- greiða frumvörpin nú. Forsetaheimsókn Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fara i opin- bera heimsókn til Eystrasalts- ríkjanna þriggja í annarri viku júnímánaðar. Skóli á Skógum Menntamálaráðherra hefur undirritað sameiginlega yfirlýs- ingu með héraðs- nefndum Rangár- vallasýslu og V- Skaftafellssýslu um áframhald- andi skólahald að Skógum undir Eyjafjöllum. Samkvæmt henni verður Fram- haldsskólinn á Skógum rekinn sem einkaskóli frá og með næsta hausti. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.