Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1998 13 Opinber rannsókn „Sverrir er kjarkmikill dugnaöarþjarkur, góöur ræöumaöur og afburöapenni." Fyrrv. bankastj. Landsbankans, Sverrir Hermannsson, hefur hafið opinbert stríð við þá aðila sem stóðu fyrir brotthvarfí hans og ýmsa aðra sem með einum eða öðrum hætti tengjast meintu fjár- málabraski og misnotk- un valds viðskiparáð- herra, þingmanna og embættismanna við bankann o.fl. Ásakanir Sverris varða nánast öll þrjú stjórnsýslustig lýðveld- isins, löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvald- ið. Eins og kunnugt er gjörþekkir Sverrir inn- viði stjórnsýslunnar sem fyrrv. þingmaðm' og ráðherra í áratúgi og siðustu árin sem banka- stjóri. Ásakanir Sverris hafa vakið gífurlega at- hygli, enda ekki á hverjmn degi sem jafn- áhrifaríkur maður kveður sér hljóðs. Sverrir er kjarkmikill dugnað- arþjarkur, góður ræðumaður og afburðapenni. Hann hefur alla burði til að verja sig á opinberum vettvangi fyrir atlögum og ágangi þeirra sem að honum sækja en hins vegar getur reynst erfitt eða jafnvel ógerlegt að ná til hinna meintu sakborninga vegna hvers konar kerfisbundinna samtrygg- inga. Svo virðist sem það séu sam- antekin ráð hjá þeim sem Sverrir hefur beint spjótum sínum gegn að þegja þunnu hljóði. Reyndar þekki ég persónulega frá fyrri árum slík viðbrögð þegar ég var hundeltur um árabil af ýmsum þekktum framsóknarmönnum vegna afskipta minna af uppljóstr- un sakamála sem flokksmenn þeirra tengdust. Málgagn flokksins, Tíminn, var tvívegis dæmd- ur fyrir meiðyrði í minn garð. Hvert er hlut- verk dómsyfir- valda? Af hverju hafa rík- issaksóknari og lög- reglan ekki frum- kvæði að opinberri rannsókn sam- kvæmt lögum um meðferð opinberrra mála í jafnaugljós- um brotamálum? Af hverju beita Al- þingi og dómsmála- ráðherra sér ekki fyrir víðtækum rannsóknum á hvers konar spillingu og meintum afbrotum innan stjórnsýslunnar? Vonandi eru ráðamenn ríkis- stjórnarinnar og dómsyfirvalda ekki svo siðblindir og veru- leikafirrtir að þeir trúi þvi að hægt sé að þegja svona mál í hel. Vitanlega verða þessi mál áber- andi í komandi sveitarstjórnar- og alþingiskosn- ingum. Þá dugar ekki fyrir forsæt- isráðherra að skrifa einkabréf til Sverris og biðja um gott veður fyrir fulltrúa „Kolkrabbans". Veitum Sverri aöstoö Þó svo að Sverrir hafi með ein- hverjum hætti farið frjálslega með vald sitt sem bankastjóri var hann þó ekki að brjóta starfsreglur sem voru reyndar hvergi skráðar. Vit- að er að tugir annarra opinberra stjómsýslumanna hafa umgengist sínar stofnanir með hliðstæðum hætti og hagsmunaanda, án nokk- urrar aðfmnslu. Vissulega þurfti að breyta þessari óhóflegu eyðslu bankastjóranna og annarra for- stöðumanna stofnana og ráðu- neyta. Aðförin að Sverri er augljós og virðist löngu undirbúin af bankamálaráðherra og fylgifisk- um hans í eigin flokki og fulltrú- um „Kolkrabbans" innan Sjálf- stæðisflokksins. „Heilög“ Jóhanna er síðan, eins og hver önnur leik- brúða, látin spyrja bankamálaráð- herra um laxveiði og risnu banka- stjóranna, sem hún sjálfsagt vissi um til fleiri ára í gegnum fulltrúa Alþýðuflokks í bankaráði og tengsla innan Ríkisendurskoðun- ar. Hver var leikstjómandinn? Það er erfitt að standa einn gegn hinum gjörspillta og þögla her sem ýmist rær á stjórn- eða bakborða í pólitísku hagsmunadekri sínu. Kvótinn hefur sem kunnugt er orsakað meira óréttlæti og byggða- röskun en nokkur önnur stjórn- sýsluaðgerð á öldinni. Reyndar segir Sverrir að stórrán fiskveiði- stjórnunarinnar sé ógnarlegasta ógæfumál þjóðarinnar frá árinu 1662. Það eru engar fyrirspumir eða kröfur um opinbera rannsókn á Alþingi um yflrtöku og meðferð sægreifanna á hundruðum millj- arða fiskveiðiheimilda frá þjóð- inni. Afstaða meirihluta þing- heims í þessum málum er hrein þjóðarskömm. Veitum Sverri alla þá aðstoð sem við getum gegn þessum skaðræðisöflum. Kristján Pétursson Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Af hverju beita Alþingi og dóms- málaráðherra sér ekki fyrir víð- tækum rannsóknum á hvers kon- ar spillingu og meintum afbrotum innan stjórnsýslunnar?“ Betur vinnur vit en strit Segja má að eðli starfa almennt skiptist í meginatriðum í tvennt - huglæg og líkamleg störf og síðan blöndu af þessu tvennu. Það má lengi um það deila hvort störfin sem eru á líkamlega sviðinu eru erfiðari en þau sem tengjast því huglæga. Eitt er víst að störf sem eru alfarið líkamleg eru í flestum tilfellum þeirrar gerðar að þegar vinnudegi lýkur eru menn lausir, þ.e. starfsmenn taka ekki með sér heim að kveldi ýmsar áhyggjur sem störfunum fylgja likt og gerist hjá þeim sem stunda störf á hug- læga sviðinu. Það er mitt mat að huglegur þáttur starfanna sé vanmetinn og að I gegnum tíðina hafl það verið mat alltof margra að einu störfin sem einhvers krefðust væru þau sem eru líkamleg, krefjast bæði mikils svita og óhóflega langs vinnutíma. Aukahlutur vélstjóra Til sjós var það svo og er ef til vill enn að mikilvægi starfa ein- stakra skipverja er metið á þess- um mælistikum þar sem hinn hug- lægi þáttur fellur í skuggann fyrir þeim líkamlega en segja má að störfin til sjós krefjist flest þess að sá sem þeim sinnir sé vel á sig kominn, þoli bæði álag á skrokk- inn og langan vinnudag. í síðustu kjarasamningum sjó- manna settu vélstjórar fram kröfu um að hinir svokölluðu aukahlut- ir til þeirra, sem eru greiddir beint af útgerð, hækkuðu og að launahlutföll um borð yrðu svipuð og t.d. í viðmiðunarsamningi ITF vegna fiskiskipa sem sigla undir hentifána. Þessa kröfu studdum við m.a. þeim rökum að þegar hlutaskiptakerf- ið var tekið upp, sennilega í kringum síðustu aldamót, voru skipin litlar fleytur með mjög einfóldum vél- búnaði. Nú er öldin önnur, skipin hafa breyst í fljótandi verksmiðjur sem krefjast víðtækrar tæknilegr- ar þekkingar, bæði á huglægu og verklegu sviði. Nýtísku frystitog- ari, þar sem fiskurinn er flakaður, roðflettur og unninn í neytenda- umbúðir, er aðeins mannaður 24 til 25 manns í stað rúmlega 30 manns á gömlu ísfisktogurunum. Það hefur fækkað í áhöfn þrátt fyr- ir að aflinn sé ekki lengur lagður i ís heldur unninn eins og best ger- ist í nútíma frystihúsi. Það eitt segir okkur að um borð í frysti- skipunum er til stað- ar a.m.k. sami tækni- búnaður og í frysti- húsunum sem þarf sitt viðhald, viðhald sem kallar á sérþekk- ingu, viðhald sem verður að sinna þeg- ar þess er þörf, án til- lits til aðstæðna hverju sinni. Frysti- kerfin, ísvélarnar, iðntölvumar, raf- eindabúnaðurinn, svo nokkuð sé nefnt, kallar á sérþekkingu sem ekki var nauð- synleg þegar hluta- skiptakerfið var tekið upp. Sérþekkingu sem vélstjórar skip- anna hafa tileinkað sér en án hennar væri nær útilok- að að gera þessi skip út með við- unandi afköstum. Sérþekkingu sem hefur verið aflað með allt að sjö ára ströngu námi í stað nokk- urra mánaða námskeiðs við upp- töku hlutaskiptakerfisins. Flókin störf Sjómenn og einstakir útgerðar- menn eiga að átta sig á þessari staðreynd en eins og áður sagði er það útbreiddur misskilningur, a.m.k. til sjós, að eina vinnan um borð í skipi felist í líkamlegri vinnu. Sú var ef til vill raunin á timum ára- og seglskipa en nú hef- ur margþættur vélbúnaður tekið við af mannshendinni sem tók um árina og knúði skipið áfram. Hann hefur líka tekið við hlut- verki seglanna. Til þess að sú breyting gæti átt sér stað, sem er undirstaða velferð- arkerfisins hér á landi, þurfti að koma til ný vel menntuð stétt um borð í skipin, vélstjórarnir. Án þeirra er rekstur nú- timafiskiskips útilok- aður. Þessi hópur sker sig ef til vill ögn úr áhöfninni sem heildar vegna þess að hans framlag er ekki eingöngu sterkur lík- ami og mikið vinnu- þol heldur einnig, og númer eitt og tvö, þekking og aft- ur þekking. Sérþekking á hinum fjölbreytta tæknibúnaði um borð sem hefur létt störf annarra skip- verja og jafnvel gert sumar stöður óþarfar. Það er á grundvelli þess- arar staðreyndar sem vélstjórar eiga ekki alltaf samleið með öðr- um í áhöfninni þegar til kjara- samninga kemur vegna þess aö þeirra framlag er þekking en ekki eingöngu sterkur líkami og mikið vinnuþol. Helgi Laxdal „Frystikerfin, ísvélarnar, iðntölv- urnar, rafeindabúnaðurinn, svo nokkuð sé nefnt, kallar á sér- þekkingu sem ekki var nauðsyn- leg þegar hlutaskiptakerfið var tekið upp.“ Kjallarinn Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands Með og á móti Nafnið Austurríki á Aust- fjöröum Kristján Kristjáns- son, framkvæmda- stjóri á Reyðarfirði. Mjög góð auglýsing „Ef við veldum eitthvað af nöfnunum Fjarðabær, Fjarða- byggð eða Austurbær þá myndi fólk, t.d. á Hellissandi, Ólafsvík eða höfuðborg- arsvæðinu, ekkert tala um það. Ef við velj- um nafhið Austurríki þá mun fólk taka afstöðu og skiptast í hópa og segja ýmist: svakalega eru þeir snjallir eða vitlausir fyrir austan. Við munum fá mikla og góða auglýs- ingu. Ég er klár á því að ef við hefðum t.d. valið nafnið Firðir þá hefði Leifúr Hauksson ekki tekið það fyrir i morgunútvarpinu. DV væri heldur ekki aö hringja í mig núna. Þetta eru aðalrökin. Ég lít alls ekki á þetta nafn sem eitt- hvert stórmennskubrjálæði. Það hljómar vel og er ööruvísi. Viö þurfum ekki öil að vera eins. Fólk mun taka eftir þessu - það er það sem við viljum - að komast á kortið. Ég er vanur að fara til Austurríkis á skíði. En við höfum mjög gott skíðasvæði hér fyrir austan. Meiningin er að markaðs- setja það. Það yrði þá styttra fyr- ir íslendinga að fara til Austur- ríkis á skíði þó það jafnist ekki á við skíðasvæðin ytra. Það væri þá hægt að markaðssetja „stuttferð- ir“ til Austurríkis. Þetta nafn var í fyrstu meira sett fram í gríni en nú er þetta fúlasta alvara." Fellur ekki að málvenju „Ég er fyrst og fremst á móti Austurríki vegna þess að nafnið sem slikt er nafn lands í Evrópu. Menn hafa lent í þvi að undanförnu að ruglast á þessu nafni. Menn hafa til dæmis verið að fá endursendan póst. Nafnið Austurríki finnst mér síð- an ekki falla að okkar málvenjum og málfari. Auk þess finnst mér neikvætt að upphaf tveggja heims- styrjalda var í Austurríki. Nafnið hefúr að visu ákveðinn húmor og mem\ hafa haldið því fram að það sé auglýsingarinnar virði. Ég er hins vegar andstæðingur þessa nafns þar sem ég er rótgróinn fjarðamaöur og hef því viljað hafa nafnið Firðir. Samkvæmt íslensk- um lögum er þetta óheimilt - það er eins og lögin eru í dag. Mér finnst Fjarðanafnið hafa það fram yfir önnur nöfh að það tengir firð- ina þrjá og möguleiki er á stækkun byggðarlagsins til suðurs ef út í það færi. Við höfum yfirhöfuð ver- ið kallaðir íjarðamenn. Mér finnst nöfn sem enda á borg eða riki vera oflátungsháttur. Síðan vil ég ekki að yfirmaður bæjarfélagsins verði kallaður kanslari. Ég er ekki al- sáttur við nafnið Firðir en það er þó besti kosturinn sem kominn er fram að mínu mati.“ -Ótt Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.