Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 32
 V I K I N C FR ETTAS KOTIÐ @5 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ1998 Alþingi kom saman á ný í gær eftir stutt hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Það er Svavar Gestsson sem býður Guðlaug Þór Þórðarson, varaþingmann Vesturlands og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavfk, velkominn á Alþingi í fyrsta sinn í vetur en Guðlaugur lenti m.a. í umræðu um áskorun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um frestun hálendisfrumvarpsins til hausts. DV-mynd ÞÖK Tap Lindar slagar hátt í milljarð króna: Loðin svör - verð sem púkinn á Qósbitanum, segir Sverrir Atkvæði lát- ins manns tekið gilt Maður sem greiddi atkvæði utan '1F kjörstaðar í borgarstjórnarkosning- unum í Reykjavík lést í lok síðustu viku, skömmu fyrir kosningar. DV leitaði álits hjá dómsmálaráðuneyt- inu á því hvemig farið væri með at- kvæði látins manns. „Kjörskrá er það sem gildir. Það á að leiðrétta kjörskrár alveg fram á kjördag. Ef fólk deyr áður þá á að fella það út af kjörskrá. Til þess þurfa menn að hafa vitneskju um andlátið. Ef ekki er vitneskja um andlátið er lítið hægt að gera. Hafi atkvæði þessa manns verið afhent og menn ekki vitað af andláti hans þá hlýtur það að hafa verið tekið gilt,“ segir Ólafur Walter Stefánsson hjá dómsmálaráðuneytinu, aðspurð- ■fcur um málið. -RR Frá slysstað. DV-mynd S Kona slasaðist alvarlega Kona slasaðist alvarlega á hægri fæti á gatnamótum Hofsvallagötu og Grenimels í gær. Konan var farþegi í bil sem ók á kyrrstæðan og mannlausan bíl. Við það missti ökumaður stjóm á bif- reiðinni sem fór yfir Hofsvallagöt- una og hafnaði á steinvegg. Konan féll út úr bílnum og klemmdist illa j^á hægri fæti. Áverkar sem konan hlaut á fætinum em taldir alvarleg- ir, samkvæmt upplýsingum lög- reglu. -RR/S 17 ára tekinn fyrir fjölda rána Lögreglan handtók 17 ára pilt í Reykjavík í gær vegna fjölda grip- deilda og rána. Lögregla hefur upplýst um 10 gripdeildir og rán sem pÚturinn hef- ur játað að hafa framið. Ránin og gripdeildirnar hafa átt sér stað á _Laugavegi, í Þingholtunum og mið- "^worginni frá því í febrúar sl. -RR „Skýrsla sú sem Ríkisendurskoðun gerði að beiðni bankaráðs Lands- banka íslands um málefni Lindar kom til mín í apríl 1996,“ sagði Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra aðspurður í tilefni af svari sem hann gaf á Alþingi við fyrirspum Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur alþingismanns um mál- efni Lindar þann 3. júní 1996. í fyrirspum sinni innti þingmaður- inn ráðherrann eftir því hvert tap Landsbankans vegna Lindar hefði verið. Orðrétt spurði þingmaðurinn: „Er það rétt að tap Landsbankans vegna Lindar hafi verið á milli 600 og 700 milljónir kr.? Ef svo er hvernig er bankanum ætlað að ráða við þetta mikla tap miðað við erfiða eiginfjár- stöðu bankans...?“ í svari Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra kom fram að hann heföi ekki upplýsingar um tap á ein- stökum fyrirtækjum í eigu bankans: „Herra forseti: Þær upplýsingar sem hv. þm. var með um tap Lands- bankans á einstökum eignarfyrirtækj- um bankans eða einstökum viðskipta- mönnum bankans þekki ég ekki. Það hefur hins vegar oft komið fram á Al- þingi hvert tap Landsbankans hefur verið í heild sinni á undanfornum árum. Þær upplýs- ingar liggja allar fyrir í þingskjölum og eru hverjum og einum þingmanni opinberar, sem og öðrum. Nú veit ég, hv. þm„ að bankaráð Landsbankans er að fjalla um útlánatöp bankans á und- anfórnum árum. Ég býst fastlega við að málefni Lindar sem og töp annarra aðila sem Landsbankanum tengjast verði skoðuð í því samhengi," sagði í svari Finns Ingólfssonar í júní 1996. Síðar í svari ráðherrans segir orðrétt: ..Ég hef reyndar heyrt eins og hv. þm. í fjölmiðlum að tap bankans hafi verið mikið vegna tiltekins fyrirtækis en treysti mér ekki til að fullyrða að þær upplýsingar séu réttar.“ sagði viðskiptaráðherra ennfremur tæpum tveimur mánuðum eftir að hann fékk skýrslu Rikisendurskoðunar um mál- efni Lindar til skoðunar. Samkvæmt þessu var ráðherranum kunnugt rnn tap Landsbanksns vegna óreiðumála Lindar hf. þegar tveimur mánuðum áður en hann svaraði þing- manninum. Að- spurður um þetta atriði sagði Finnur Ingólfsson í sam- tali við DV í morg- un að í svari hans hefði falist að hann þekkti ekki þær töl- ur sem þingmaðurinn spurði um. „1 skýrslu Ríkisendurskoðunar sem Landsbankinn lagði fram kemur fram að ábyrgðirnar sem Landsbankinn hafði gengið i séu 400 milljónir króna. Þingmaðurinn spurði um 600 til 700 milljónir króna og í svari minu er ég að vísa til þess að þær tölur þekkti ég ekki,“ sagði Finnur Ingólfsson i morg- un. Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sem vakið hefur athygli á málum Lindar, sagði í viðtali við netmiðilinn Vísi í gær: „í þessu máli ætla ég að vera á fjósbitan- um.“ Nánari fréttir af máli þessi eru á vefslóðinni www.visir.is -rt Veiðar næsta ár: 32 þúsund tonnum meiri þorskur Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiðikvóti á þorski verði aukinn um 15% og fari í 250 þúsund tonn á næsta fiskveiði- ári. Þetta er um 32 þúsund tonna aukning frá því sem leyft er að veiða á yfirstand- andi fiskveiðiári. Talið er að hinn aukni þorskkvóti muni skila ríkis- sjóði 700-800 millj- óna króna tekju- auka fari sjávarútvegsráðherra að til- lögu Hafrannsóknastofnunar. „Það var tekin upp sérstök nýting- arstefna fyrir tveimur árum sem virð- ist hafa gengið mjög vel. Þar fyrir utan höfum við verið svo lánsöm að loðnustofninn hefur verið mjög sterk- ur. Þegar hann stendur vel þá dafnar þorskurinn vel,“ sagði Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, við DV í morgun. Jakob sagði að aðstæður í sjónum skiptu verulegu máli. „Hefði loðnu- stofninn hrunið um það leyti sem nýt- ingarstefnan var tekin upp þá hefði ekki náðst þessi árangur," sagði Jak- ob enn fremur. -SÁ Magnús Gunnarsson: Sóiin skín í Hafnarfirði „Það má segja að þessi staða hafi komið mjög brátt upp. Auðvitað von- uðumst við eftir góðum sigri en áttum kannski ekki von á að komast í þessa lykilstöðu. Við þurfum auðvitað að fylgja góðum sigri eftir. Mér líður ágætlega því við höfum gengið frá. þessum samstarfssamningi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Sólin skín í Hafnarfirði," sagði Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðis- manna - næsti bæjarstjóri í Hafnar- firði. Jafnframt var frá því gengið í gærkvöld að Þorsteinn Njálsson, odd- viti Framsóknarflokks, yrði formaður bæjarráðs og Valgerður Sigurðardótt- ir úr Sjálfstæöisflokki yrði forseti bæjarstjórnar. -Ótt Meirihluti í Reykjanesbæ Gengið var frá samkomulagi um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ í gærkvöld. Ellert Eiriksson verður áfram bæjarstjóri. Skúli Þ. Skúlason, oddviti framsóknarmanna, verður for- seti bæjarstjórnar ,-RR Finnur Ingólfs- son. Ásta R. Jóhann- essdóttir. Jakob Jakobs- son. '\92. —• .-í-. *> % Veðrið á morgun: Áfram léttskýjað Á morgun býst Veöurstofan við hægri norðvestlægri átt. Víðast verður léttskýjað en þokuslæð- ingur verður þó við norður- og vesturströndina. Hiti verður á bilinu 6 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ ÞINNI WPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA oppurmn á ísiuim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.