Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 menmngu Hver er hver? PS... Leiklist ur bókarinnar Irinas nya liv, Irina von Martens, er sjálf með Downs heilkenni. Leikgerðin sýnir okkur nokkra fatlaða einstaklinga, sem falla ekki inn í venjulegt samfélagsmynstur og þau spyrja að vonum ---------- spuminga, sem erfitt er að veita svör við. Draum- ---------- urinn er að geta lifað „eins og _____________________________________________ annað fólk“ og bjarga sér sjálf. Sagan um Ronju ræningjadóttur og hennar fólk (reyndar koma fleiri hetjur úr bókum Astrid Lindgren við sögu) liggur eins og Auður Eydal Gestasýning á Listahátíð: Unga Klara leikhópurinn sýnir í Borgarieik- húsi: Irinas nya liv Handrit byggt á bók Irina von Martens: Nils Gredeby Leikstjóri: Suzanne Osten Leikmynd: Sören Brunes Búningar: Marianne Lindberg De Greer Lýsing: Gölin Forsberg-Mesic Hárkollur og förðun: Carina Saxenberg og Susanne von Platen Töfrandi töframenn Sýning þeirra hjóna Victoríu Chaplin og Jean-Baptiste Thierrée í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð verður áreiðanlega ógleymanleg þeim þúsundum sem voru svo heppnir að ná í miða. Sýningin bar vott um listræna dirfsku, hamslaust hugmyndaflug, vönduð vinnubrögð natni. Búningarnir voru ótelj- andi og hver þeirra hannaður og saumaður af list sem jaðraði stundum við galdur því þeir umbreyttust í það óendanlega... Orð verða grútmáttlaus þegar þau eiga að lýsa svona upplifun - eins og þeirri að sjá flna frú í krínólínukjól með stóra og mikla hárkollu breytast hægt og hægt í hest fyrir framan aug- un á manni! Eða púpuna sem fiðrildið flögraði út úr. Eða at- riðið á myndinni þegar hún spilar lag með kjuða á alls kon- ar glös og bjöllur framan á sér, aftan á sér og ofan á sér. Hjóla- atriðið var ótrúlegt - hjólin urðu beinlinis að einhvers kon- ar málmkenndum framtíðar- skepnum og -skrímslum og maður sat dolfallinn. Eiginlega ætti sýningin ekki að heita Ósýnilegi hringurinn heldur Metamorfósis - eða Hamskipti - því ekkert var sem sýndist, allt breyttist, ekki bara loft í lifandi dýr heldur hreinlega allt í eitthvað annað! Makalaust var líka að upplifa fullan Þjóðleik- hússal gripa andann á lofti þegar Victoría rólaði sér hratt fyrir ofan höfuð áhorfenda og lét sig falla með höfuðið á undan sér uns hún hékk á tánum í rólunni. Ég þori næstum að sverja að rasssítt hár hennar straukst við höf- uð áhorfenda! Victoría var meiri listamaður en maður hennar, hann er bragðarefur og grinari - trúð- urinn - hún er með viðameiri fjölleika. Hann síbrosir, hún leikur á svipbrigði sem oft minntu á föður hennar, undrun, ótta, feimni. Saman eru þau óviðjafnanlegt par. Mjallhvít var ósköp feimin Af íslensku dýrunum á fjölleikasýningu Chaplins og Thierrée stóðu pekingendumar sig best. Þetta verður ævintýri lífs þeirra og ekki seinna vænna því um jól verða þær étnar. Þær reyndust hafa ótvíræða leikhæfileika sem skorti heldur hjá hinum kvikind- unum. Kanínan Mjallhvít sem prýddi baksíðu DV fyrir nokkrum vikum þegar hún hafði verið valin í hlutverkið var stjörf af feimni og hræðslu þegar hún var allt í einu stödd á sviði Þjóð- leikhússins. Jean-Baptiste fann tU með henni og lét hana hafa bók að lesa þegar hlutverkinu var lokið og hún hreiðraði um sig yfir henni á sviðsbrúninni. rauður þráður í gegnum alla sýninguna, en það er ekki einfalt að fylgjast með persónunum, þvi að þær ýmist renna saman tvær eða fleiri eða skipta sér í allar áttir eftir hentugleikum. Boðskapurinn er hins vegar auðlesinn og ver’-1' ' ’ ---* byggja undir skUning okkar allra á aðstöðu allra þeirra, sem af einhverjum ástæðum falla ekki inn í fjöldann. Hin hliðin á verkinu og ekki minna virði er sú sýn, sem það veitir á lifsgæðakapphlaup, amstur og bjástur hins venjulega meðaljóns, sýn, sem hristir upp í áhorfendum og veldur því að eftir sýningu göngum við líka út með spurningar um okkur sjálf í kollinum. Ekki þarf að fjölyrða um leikend- ur, sem túlka verkið af miklu fjöri. Það er hvergi dauður punktur. Leik- ritið og framsetning þess einkennast af gáska- fullri alvöru, leikmynd og sviðsmunir eru í skærum litum, og glettnislegar vísan- ir í persón- ur Astrid Lind- gren ýta undir vissan ævintýrablæ. Þessi heimsókn Unga Klara er skemmtilegt og fróðlegt innlegg í litríka Listcihátíð. Unga Klara leikhópurinn (stofnaður 1975) starfar sjálfstætt við Borgarleikhúsið í Stokkhólmi og hefur löngum verið talinn dugmik- ill og djarfur merkisberi nýrra strauma innan leikhússins. Eílaust gæti íslenskt leikhúsfólk þegið að svipað fyrirkomulag væri á málum hér. Sjálfstæður leikhópur, sem hefur frjálsar hend- ur í verkefnavali en nýtur skjóls í opinberri stofnun og hefur þar góða aðstöðu, hlýtur að vera æðsta ósk margra. En slíkt er aðeins til í draumum enn sem komið er. Unga Klara hefur m.a. lagt mikla áherslu á sýningar fyrir böm og unglinga og ef til vill má flokka Irinas nya liv seni leikhús fyrir börn á öllum aldri. Sýn- ingin er litrík spræk og sprellandi, en undir vaka stórar spurningar um rétt okk- ar allra til góðra og mannúð- legra lífs- skilyrða. Höf- und- Nýr vinur, forn fjandi Þaö var um árið, að Vikan var lögð inn á DAB (Dvalarheimili aldraðra blaða) og ekki talin eiga afturkvæmt út i þjóðfélagið. Fyrir stuttu komst hún á ný lyf. Hresstist hún svo, að í síðustu viku var henni sleppt til reynslu. Útlit er fyrir að hún fái að ganga laus. Hún sýnir góð viðbrögð við þjóðfélag- inu sem hún á að lifa í, er veruleikatengd, skynsöm, að hluta alþýðleg i fasi og fær ör- ugglega húsnæði í hvaða blokk sem er. Mest um vert fyrir hana við endurnýjun lífsvíxilsins er, að hún fær að vera kvenna- blað. Það má sem sé hispurslaust gefa þau út aftur og ekki bara flytja þau inn. Fjölmiðlar Auður Haralds Efnislega inniheldur hún flest það efni sem hefur verið í uppskriftinni að vinsælu kvennablaði í eina og hálfa öld. Það gæti svo aftur stafað af því, að innihald lífsins hefur í aðalatriðum verið það sama í tíu þúsund ár og ef gefa á út blað sem fjallar al- mennt um lífið, þá er það dæmt til að vera keimlíkt í gegnum tiðimar. Það em efnis- tökin sem breytast örlítið öld frá öld. Nýja Vikan er yfirvegaðri en formóðir hennar og gengur út frá að lesandinn kaupi blaðið les- efnisins vegna, en ekki aðeins til að skoða myndimar. Innlit, viðtal, viðtal, innlit, innlit, viðtal. Smásaga, matur, prjónles, hús- ráð, krossgátur, föt og snyrt- ing. Smámyntin og póstkass- arnir. Horfin er móðurlega, skilningsríka konan sem leysir „elska A er með B en sef hjá C á meðan ég held við D og ætla að giftast E þegar ég fæ skilnað frá F, hvað á ég að gera við G, sem er alltaf að hringja?* í hennar stað eru komnir atvinnu- menn í vanda fólks, félagsfræð- ingur og læknir. Þorsteinn Njálsson fer á kostum í hlutverki læknisins. Slæmur lífsstíll er rót hins illa og það er slæmur lífsstíll að vinna, sjá um heimili, ala önn fyrir ung- lingum, hafa fjárhagsáhyggjur og bjarga heiminum. Af slíkum ólifnaði fær fólk alls kyns verki. Þorsteinn brýtur blað og býður ekki bleikar töflur, heldur boðar hvíld og verkdreifingu. Því miður stundar hann þessar framfarir í læknavísindum í Hafnar- firði, þar sem færri fá notið hans en skyldi, en landsbyggðin öll getur leitað til hans í gegnum Vikuna. Sjálfur Armani varar fólk við að hlaupa á eftir tískunni á bls. 25, sem grefur ekki undan honum né neinum öðr- um í geiranum, því það er fátt annað að fá en tískutusk- ur. Á sömu síðu eru athyglisverðar ráðleggingar varð- andi nærfataeign og þar reisir hið fornfá- lega höfuð sitt. Sam- kvæmt erlendum nær- fatasérfræðingi er nauð- synlegt að eiga þrjú brjóstahöld til sérstakra nota, en aðeins eitt nær- fatasett til daglegrar íveru. Eins þykir einn náttkjóll nægja þegar konur ætla bara að sofa í honum. Á að standa við vaskinn kvölds og morgna? Eða á að klæðast merkjavöru yst og skítugum nærfatnaði innst? Er kannski eintalan í textanum prent- villa? Það yrði þjóðinni til sóma ef Vik- an yrði söluhærri en hálfsystir hennar Séð & Heyrt. Eignumst við sirkusdúfu? Dúfan sem töfruð var fram á sýningunni vappaði um stund á borðinu og flaug svo upp í hvelfingar Þjóðleikhússins og sást ekki meir. IÞegar farið var að leita að henni reyndist hún vera búin að verpa þama uppi meðal sviðskaðl- anna og ljósastæðanna! Vonandi fær hún að í liggja á svo að við eignumst ekta sirkusdúfu. | i i : ■ Flögð og fögur skinn Sýning art.is í Nýlistasafninu og víðar á Flögðum og fógrum skinnum hefur slegiö í gegn og setur blessunarlega nýstárlegan svip á Listahátíð sem annars er hátíðleg - eins og vera ber. Til landsins er komin — konan með homin, sú franska Orlan, og kemur fram á málþingi í Norræna húsinu á miðviku- dagskvöldið kl. 20. Bókin Flögð og fögur skinn er álika stórvirki og sýningin og kosturinn við hana er að hún verður eftir þegar sýningin er búin. Áhugasömum um lík- amann og listina/lystina skal bent á að hún er að svo stöddu aðeins seld í Nýlistasafninu og kostar litlar 1998 krónur. Eftir hátíð hækkar verðið um þúsundkall. FLÖGÐ Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.