Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Afmæli Jónas Elíasson Jónas Elíasson, prófessor í verk- fræði við HÍ, Búðagerði 5, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Jónas Janus fæddist í Hnífsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1956, fyrrihlutaprófl í verkfræði frá HÍ 1959, prófl í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1962 og Lic.techn.-prófi 1973. Jónas var verkfræðingur við Laboratoriet for Havnebygning í Kaupmannahöfn og stundaði kennslu og rannsóknir við Tækni- háskólann í Kaupmannahöfn 1962-64, var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni 1964-65, hjá Raforkumálaskrifstofuninni 1966-70, lektor við DTH í Kaup- mannahöfn 1970-73 og prófessor i straumfræði, vatnafræði, hafnar- gerð og virkjanagerö við HÍ frá 1973. Hann var jafnframt forstöðumaður Straumfræðistöðvar Orkustofnunar 1973-82 og aðstoðarmaður iðnaðar- ráðherra 1985-88. Þá var hann gisti- prófessor, fagkennari og prófdómari við Tækniháskólann í Kaupmanna- höfn 1974-80. Jónas sat í stjóm Norræna vatna- fræðifélagsins 1974-78 og formaður þess 1974-76, formaður byggingar- verkfræðiskorar HÍ 1976-83, stjórn- arformaður Verkfræðistofunnar Straums hf. frá 1978, stjómarfor- maður Verkfræðistofunnar Vatna- skila hf. 1981-85, stjórnar- formaður Orkustofnunar og Orkustofnunar erlend- is hf. 1983-88, formaður Herdísarvíkurnefndar HÍ frá 1984, stjómarformað- ur Jarðborana hf. 1986-90, formaður Vatna- fræðifélags íslands um skeið frá 1985, hefur setið í hafnarstjóm Reykjavik- urhafnar, í Fram- kvæmdaráði Reykjavík- urborgar, var formaður orkunefndar Sjálfstæðis- flokksins 1980-88 og í stjóm Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1978-85. Jónas hefur setið í ýmsum nefnd- um og skrifað fjölda greina og rit- gerða um verkfræðileg efni í inn- lend og erlend tímarit. Fjölskylda Jónas kvæntist 19.8. 1961 Ásthildi Erlingsdóttur, f. 17.3. 1938, d. 2.12. 1993, lektor við KHÍ. Hún var dóttir Erlings Þorsteinssonar, læknis í Reykjavík, og k.h., Huldu Ólafsdótt- ur húsmóður. Böm Jónasar og Ásthildar era Guðrún Helga, f. 6.12. 1963, sérfræð- ingur hjá Jafnréttisráði, gift Kristni Sigurbergssyni kennara og eiga þau tvö böm; Erlingur Elías, f. 13.10. 1968, verkfræðingur við umhverfis- deild vamarliðsins á Keflavíkur- Jónas Elíasson. flugvelli og á hann eina dóttur. Sambýliskona Jónasar er Kristin Ema Guðmunds- dóttir, f. 9.10. 1953, fram- kvæmdastjóri hjá Stjá, - sjúkraþjálfun. Hún er dóttir Guðmundar Krist- jánssonar, bónda í Amar- bæli sem er látinn, og Kamellu Sigríðar Áma- dóttur kennara. SonurJónasar og Kristín- ar Ernu er Guðmundur Arnar, f. 26.8. 1983, nemi. Systkini Jónasar: Halldór Ingi- mar, f. 16.7. 1939, prófessor í stærð- fræði í HÍ; Þorvaldur Rósinkar, f. 9.7.1940, skólastjóri VÍ; Elías Bjami, f. 13.3.1942, verkfræðingur í Reykja- vík; Margrét, f. 13.12.1946, myndlist- arkona í Reykjavík. Foreldrar Jónasar voru Elías Kristján Ingimarsson, f. 11.1.1903, d. 4.8. 1965, útgerðarmaður, kaupfé- lagsstjóri og frystihússtjóri í Hnifs- dal, og k.h., Guðný Rósa Jónasdótt- ir, f. 28.12. 1906, d. 22.3. 1987, hjúkr- unarfræðingur. Ætt Bræður Elíasar: togaraskipstjór- amir Bjami og Halldór í Reykjavík. Elías var sonur Ingimars, útvegs- bónda og oddvita í Fremri-Hnífsdal, bróður Jóns, afa Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins. Ingimar var sonur Bjama, b. í Tannanesi í Önundar- firði, Jónssonar og Rósamundu Guðmundsdóttur, læknis í Nesdal, Guðmundssonar. Móðir Elíasar var Halldóra Hall- dórsdóttir, b. í Fremri-Hnífsdal, Sölvasonar, b. á Kirkjubóli í Skutuls- firði, Sveinssonar, b. á Kirkjubóli, Sigurðssonar, foður Rannveigar, ætt- móður Thorsteinssonættarinnar, langömmu Muggs og Katrinar, móð- ur Péturs Thorsteinsson sendiherra, og langömmu Halldóru, móður Auð- ar Laxness og Ásdísar, konu Sigurð- ar Thoroddsen verkfræðings. Guðný var dóttir Jónasar, b. á Bakka í Hnífsdal, Þorvarðssonar, b. í Hrauni, Sigurðssonar, ættfóður Eyrarættar, Þorvarðssonar. Móðir Jónasar var Elísabet Kjartansdóttir, b. í Hrauni, Jónssonar. Móðir Kjart- ans var Sigríður Sigurðardóttir, systir Sveins á Kirkjubóli. Móðir El- ísabetar var Margrét Pálsdóttir, b. í Amardal, Halldórssonar og Mar- grétar Guðmundsdóttur, b. í Arnar- dal, Bárðarsonar, ættfóður Arnar- dalsættarinnar, Ulugasonar. Móðir Guðnýjar var Guðný Jónsdóttir, b. á Læk, Bjamasonar, b. á Rana, Sig- mundssonar, bróður Sveins, langafa Jensínu, móður Gunnars Ásgeirs- sonar stórkaupmanns. Jónas tekur á móti gestum í Skipholti 70 í dag milli kl. 17.00 og 19.00. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ólafur Tómasson Ólafur Tómasson, fyrrv. póst- og simamála- stjóri, Þinghólsbraut 60, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist á Akur- eyri. Hann lauk stúdents- prófl frá MA 1948, verk- fræðiprófi frá Edinborg- arháskóla 1956 og sótti auk þess ýmis framhalds- námskeið í fjarskipta- tækni og stjórnun. Ólafur var verkfræðingur og deildarverkfræðingur hjá Lands- síma íslands 1956-61, stundaði eigin rekstur 1961-63, yfirverkfræðingur hjá Pósti og sima 1963-84, fram- kvæmdastjóri tæknideildar 1984-86 og póst- og símamálastjóri 1986-97 er stofnuninni var skipt í Lands- Ólafur Tómasson. síma íslands hf. og ís- landspóst hf. Ólafur hefur verið þátt- takandi og fulltrúi ís- lands í ýmsum nefndum og á ráðstefnum á vegum Evrópu-eða alþjóðlegra samtaka um póst- og fjar- skiptamál, var formaður NT, norrænnar stjórnar um fjarskiptatækni, 1979-81, formaður NORDPOST, samtaka Norðurlanda um póst- mál, 1987-88 og NORDTEL, samtaka Norðurland- anna um fjarskiptamál, 1989-91. Fjölskylda Ólafúr kvæntist 28.8. 1954 Stefan íu Maríu Pétursdóttur, f. 16.8. 1931 húsmóður og fyrrv. forseta Kvenfé lagasambands íslands. Hún er dótt ir Péturs Björnssonar, f. 25.10. 1897 d. 11.5.1978, kaupmannsp Sigluflrði og síðar fulltrúa í Reykjavík, og k.h., Þóra Jónsdóttm-, f. 20.10. 1902, d. 20.12. 1987, húsmóður og bindind- isfrömuðar. Böm Ólafs og Stefaníu Maríu era Tómas Bjöm, f. 14.5.1955, verkfræð- ingur, búsettur i Kópavogi, kvænt- ur Hólmfríði Aðalbjörgu Pálmadótt- ur kennara og eru börn þeirra Kristín María, f. 28.8. 1983, Ólafur Bjöm, f. 13.3. 1991, og Ingibjörg Ásta, f. 13.11. 1994; María, f. 15.7. 1960, læknir í Linköping í Sviþjóð, var gift Magnúsi Steen Friðrikssyni lækni og eru böm þeirra Einar Búi, f. 16.1. 1986, og Una, f. 23.1. 1990; Hallfríður, f. 12.7. 1964, flautuleik- ari, búsett í Garðabæ, gift Ármanni Helgasyni og er dóttir þeirra Gunn- hildur Halla, f. 27.5. 1997; Kristín Anna, f. 6.11. 1965, liffræðingur, bú- sett í Ósló, gift Kristni Þorbergs- syni, lækni og tannlækni, og eru böm þeirra Stefanía María, f. 21.12. 1992, og Kári, f. 1997. Systir Ólafs: Kristín Tómasdóttir, f. 14.11. 1924, húsmóðir. Foreldrar Ólafs: Tómas Björns- son, f. 8.1. 1895, d. 27.10. 1961, kaup- maður á Akureyri, og Margrét Þórð- ardóttir, f. 21.2. 1889, d. 12.6. 1983, húsmóðir. Ætt Tómas var sonur Bjöms Jóhanns sonar, b. og trésmiðs á Ljósavatni í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu, siðar ráðsmanns við Gagn fræðaskólann á Akureyri, og k.h. Kristínar Maríu Benediktsdóttur húsmóður. Margrét var dóttir Þórðar Stef- ánssonar Thorarensen, gullsmiðs og skartgripasala á Akureyri, og k.h., Önnu Jóhannsdóttur Thorarensen húsmóður. Ólafur verður í útlöndum. Ólafur Sigmar Pálsson ÓMur Sigmar Pálsson rafvirkja- meistari, Birkihlíð 12, Sauðárkróki, varð sextugur í gær. Starfsferill Ólafur fæddist á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og á Sauðárkróki, lærði rafvirkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1965. Ólafur var línumaður hjá RARIK og Landssíma íslands 1955-61, hefur stundað rafvirkjun á Sauðárkróki frá 1965 og er nú einn af eigendum Rafsjár hf. á Sauðárkróki og stjórn- arformaður fyrirtækisins. Fjölskylda Ólafur kvæntist 31.8. 1963 Hjörtínu Dóra Vagnsdóttur, f. 11.4. 1943, verslunarmanni. Hún er dóttri Vagns Gíslasonar og Fjólu Stefáns- dóttur, ábúenda á Minni-Ökrum í Akrahreppi. Sendi öllum þeim sem sýndu mér vinar- og hlýhug á 90 ára afmæli mínu þann 15. maí, mínar bestu þakkir fyrir blóm, gjafir og skeytin frá ykkur öllum. Guð blessi ykkur öll. Soffía Jónsdóttir Börn Ólafs og Hjörtínu Dóra eru Páll Arnar Ólafsson, f. 6.7. 1963, raf- virki hjá Rafveitu Sauðár- króks, kvæntur Ásdísi Guðmundsdóttur, for- manni Verkakvennafé- lagsins Öldunnar á Sauð- árkróki, og eru böm þeirra Valdís Dröfn Páls- dóttir, f. 19.8.1984, og Ólaf- ur Starri Pálsson, f. 29.12. 1995; Eva Hjörtína Ólafs- dóttir, f. 23.12. 1995, hjúkr- unarfræðingur á Húsavík. Ólafur Sigmar Pálsson. Systkini Ólafs era Sigurður Páls- son, f. 20.11.1940, bifreiðarstjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, bú- settur í Kópavogi; Jóhann Reynir 11.7. 1913, um en nú Pálsson, f. 8.7. 1945, húsasmíðameistari í Varmahlíð í Skagafrrði; Ingimar Pálsson, f. 24.6. 1946, tamningamaður og starfrækir reiðskóla á Sauðárkróki; Eyjólfur Svanur Pálsson, f. 23.11. 1952, bóndi að Starra- stöðum í Skagafirði. Foreldrar Ólafs: Páll Ólafsson, f. 15.5. 1910, d. 12.1. 1990, bóndi að Starrastöðum, og Guð- rún Kristjánsdóttir, f. húsfreyja að Starrastöð- búsett á Sauðárkróki. Hl hamingju með afmælið 26. maí 90 ára Guðrún Þorleifsdóttir, Garðvangi, Garði. 85 ára Kristján Jósefsson, Hjallabrekku 43, Kópavogi. 80 ára Erna J. Helgadóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík. Hjörtur Leó Jónsson, Káragerði, Eyrarbakka. Rósa Pétursdóttir, Miðnesi 2, Höfðahreppi. Sigríður S. Hallgrímsdóttir, Hraunbæ 50, Reykjavík. 75 ára Friðfmnur Gíslason, Sæborg, Akureyri. 70 ára Páll Helgason, Gullsmára 9, Kópavogi. Sigurður Finnbogason, Vallarbarði 2, Hafnarfirði. Hann er að heiman. Skúli Andrésson, Framnesi, Borgarfjarðarhreppi. 50 ára Ámi Emil Bjamason, Austurströnd 10, Seltjarnamesi. Herdis Halldórsdóttir, Furulundi 9 C, Akureyri. Jakobína S. Sigurðardóttir, Stekkjarhvammi 30, Hafnarfirði. Jenný Sigurðardóttir, Leirubakka 12, Reykjavík. Kristín Jóhannesdóttir Amdal, Garðhúsum 4, Reykjavík. Hún er að heiman. 40 ára Einar Gunnarsson, Heiðargerði 17, Reykjavik. Guðlaug M.C. Halldórsdóttir, Keilufelli 26, Reykjavik. Guðrún Hákonardóttir, Heiöarbakka 8, Keflavík. Jóhannes Ari Arason, Eyktarsmára 2, Kópavogi. Jóna Jóhannsdóttir, Miðbraut 8, Hrísey. Lilja Arnardóttir, Blikahólum 8, Reykjavík. Magnea G. Sverrisdóttir, Bæjargili 113, Garðabæ. Óskar Albert Torfason, Holtagötu 5, Drangsnesi. Páll Pálsson, Strandgötu 11, Ólafsfírði. Pétur Óskar Aðalgeirsson, Norðurvöllum 56, Keflavik. Sigurbjörg Steindórsdóttir, Dalhúsum 5, Reykjavík. Tómas Láms Vilbergsson, Akurgerði 7 B, Akureyri. Unnsteinn Einarsson, Sílatjöm 9, Selfossi. Þorleifur B. Hólmsteinsson, Þorleifsstöðum, Akrahreppi. Þelr tlska sem róa. Þelr flska sem róa .. Þelr ílska sem róa... Þeli . 11': I K. /k /k /k / K I YRSTIIH MEI) IRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.