Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 I>V Ekki aftur í skotgrafirnar Það voru bara ein skila- boð sem ég fékk frá öllum - „við förum ekki í skotgrafirnar hvert gegn öðru eftir hálft ár“.“ Sighvatur Björgvinsson alþingismaður, í DV. Að vera umhverfis- vænn „Þegar djöflagangurinn hefst á bændum í Mývatns- sveit í vor er nauðsynlegt að sérstök fréttaskýring fylgi með um merkingu þess hvað er að vera umhverfisvænn.“ Kristinn Pétursson fiskverk- andi, í DV. Sameiginleg framboð hrynja „Sameiginleg framboð eru að hrynja, sama hvar á þau er litið.“ Davíð Oddsson forsætisráð- herra, í DV. íslensk kvik- myndagerð „Ef íslensk kvikmyndagerð væri hús, þá var skóflustung- an tekin fyrir um tuttugu árum en byggingin ekki orðin fokheld enn.“ Ásgrímur Sverrisson kvik- myndagerðarmaður, í Landi og Sonum. Liðsheildin „Liðsheild er hlutur sem allir eru að glíma við og allir vilja fá svör við. Ef það væri hægt að svara því í stuttu máli hvað liðs- heild er þá væru allir búnir að leysa gátuna." Guðjón Þórðarson lands- liðsþjálfari, í Degi. Lífið á íslandi „Það sem einkennir líflð á íslandi er að því er stöðugt slegið á frest. Það er líkt og hér ríki önnur eðlisþyngd eða sólarhringurinn innihaldi ódrýgri stundir. Ástand sem helgast af því að á íslandi dugir vinnan ekki til fram- færslu. Það er hreinlega ekki ætlast til þess.“ Pétur Gunnarsson rithöfundur, i DV. Búrfell og Helgafell Eitthvert skemmtilegasta göngusvæði í nágrenni Reykjavík- ur og Hafnarfjaröar er Búrfellsgjá og Búrfell. Gönguna má byrja við Hjallenda og fara niður stigann sem liggur niður Hjallann og í gegnum hlið sem nú stcndur eitt eftir. Er þá komið að misgengis- stalli. Þegar lengra er gengið er komið að Gjárétt sem er hrunin að hluta. Búifellsgjá er engin gjá í vanalegri merkingu þess orðs heldur hraunrás frá þeim tima er Búrfell gaus fyrir um 7200 árum. Einnig má ganga á Búrfell frá Kaldárseli og svo eftir dalnum í átt að Búrfelli. Önnur ganga sem hægt er að hefja frá Kaldárseli er Helgafell- Valahnúkar-Helgadalur. Stefnt er að Hlíðarhorni og er þá brátt komið að gígaröð frá þvi um árið 1075. Auðveldast er að ganga á Helgafell að norðaustan, eða frá Valahnúkum. Á þeirri leið er hvergi ágætt að fara um Helgadal og líta á Heimild: Gönguieiðir á íslandi eftir bratt. Á leiðinni aftur í Kaldársel er hellana. Einar Þ. Guðjohnsen. Kristján Helgason, Evrópumeistari áhugamanna í snóker: Atvinnumennska í haust Stutt er síðan fram fór Evrópu- meistarakeppni áhugamanna í snóker. Tveir íslenskir keppendur voru meðal þátttakenda og var ann- ar þeirra Kristján Helgason sem tvisvar sinnum hefur verið i öðru sæti í þessu móti. Kristján komst alla leið í úrslitin og gerði nú betur en áður, hann sigraði andstæðing sinn á sannfærandi hátt og varð nýr Evrópumeistari. Kristján er kominn heim eftir frægðarför. Hann var í stuttu viðtali fyrst spurður hvort það hefði ekki verið ánægjulegt að sigra loksins: „Jú, það er ekki hægt að segja annað. Ég hef í raun stefnt að þvi að vinna mótið í hvert skipti sem ég hef farið og því var það ánægjulegt að það skyldi loks takast. Ég æfði mig ekkert sérstak- lega fyrir þetta mót, fór aðeins yfir leik minn, þá sérstaklega tækni- legu hliðina, og bjó mig vel undir mótið andlega og mætti í það ákveðinn i að sigra." Kristján hefur nú unnið til flestra stærstu titla sem áhugamenn geta unnið, er Evrópumeistari og fyrr- verandi heimsmeistari unglinga og hefur því sem áhugamaður að litlu að keppa áfram. „Næsta skreflð er atvinnumennskan. Ég er búinn að vinna mér rétt til að taka þátt í at- vinnumannamótaröðinni í snóker sem hefst í haust og ég ætla svo sannarlega að notfæra mér það tækifæri. Þetta eru átta mót, þau fara öll fram í Englandi og er það fyrsta í ágúst. Ég ætla að nota tím- ann vel þangað til, æfa og hugsa vel um sjálfan mig, stunda sund og aðra líkamsrækt. Ég ætla líka að fara til Englands í sumar að æfa, það er hætta á stöðnun ef maður er alltaf að æfa á móti sömu mönnunum. Ný- lega var fækkað þeim þátttakendum sem hafa rétt til að keppa sem at- vinnumenn, þeir eru nú 192 og það gefur því augaleið að samkeppnin er mikil. Til að komast eitthvað áfram þýðir ekkert annað en að vera í toppformi." Maður dagsins Það er mikUl kostnaður við að taka þátt í atvinnumótaröðinni: „Það má segja að erfiðasti hjallinn hjá mér verði að fá kostnaðaraðila tU að standa á bak við mig. Kristján æfir sig lungann úr deg- inum: „Ég spUa og æfi mig í eina sex, sjö klukkutíma á dag, er yfir- leitt á billiardstofunni í Lágmúlan- um.“ Kristján byrjaði að keppa í snóker 1989 og varð heimsmeistari unglinga árið 1993. Hann segir að hann hafi aUtaf jafngaman af þessu: „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Eftir að ég náði að verða heimsmeistari unglinga kviknaði strax hjá mér sú löngun að verða at- vinnumaður og nú er sá draumur loks að rætast. Það fer síðan eftir því hvernig mér gengur hvort ég flyst út til Englands eða held áfram að búa hér heima. -HK Öll mótin eru í Englandi og þangað þarf ég að komast í hvert mót og þaö kostar sitt, auk þess sem ég verð að lifa.“ Kristján Helgason. Lifa og skrifa fyrir börn Dagskrá með rithöfund- unum Kre Bluitgen frá Dan- mörku, Maikki Harjanne frá Finnlandi, Iben Sandemose frá Noregi og myndskreytinum Mati Lepp Bókmenntir frá Svíþjóð verður í Nor- ræna húsinu í dag, kl. 16-18. Rithöfundamir munu bjóða upp á fjölbreytta kynningu á störfum sínum í heimalandinu með upp- lestri, frásögn og mynda- Vsýningum. Bækur þeirra verða til sýnis á staðnum. Rithöfundamir Olga Guð- rún Árnadóttir og Sjón munu kynna hina norrænu gesti. Rithöfundarnir starfa þessa viku í bókmennta- smiðju í Norræna húsinu ásamt 6 höfundum frá Suð- ur-Afríku og 15 islenskum bömum. Bókmenntasmiðj- an er liðm- í stóra sam- vinnuverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar sem hefur þann til- gang að opna fyrir menn- ingarstrauma milli þessara fjarlægu heimshluta. Myndgátan Fer með opinbert fé Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Malangatana er álitinn einn besti málari í Afríku. Hlið sunnan- vindsins Meðal myndlistarsýninga sem efnt hefur verið til á Listahátíð í Reykjavik er sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefur yfirskrift- ina Hlið sunnanvindsins. Þar sýna myndlistarmennirnir Chissano, Mucavela og Ma- langatana sem allir eru frá Mó- sambík. Þeir hafa litla formlega menntun og fluttust ungir að heiman til borganna þar sem at- vinnumöguleikar voru meiri. í borgum uppgötva þeir listir og kynnast listamönnum. Þessi áhrif verða til þess að þeir hefja sjálf- stæðan feril. heimsþekktur og ekki aðeins álit- inn einn besti málari Mósambik heldur Afríku allrar. Hann vinnur með olíu og vatnslitum en hefur lagt gjörva hönd á fleiri tegundir myndlistar. Myndhöggvarinn Al- bert Chissanio er sjálfsagt þekkt- asti listamaður Mósambík. Verk hans eru gott dæmi um þann sam- runa sem verður með afrískri hefð og evrópskri hugmyndafræði í listum. Myndir Estevao Mucavele eru naívar að vissu marki og sprettur myndefnið oft úr landslagi. Sýningin stendur til 7. júní. Bridge Franska parið Catherine d’Ovidio og Paul Chemla náðu öðru sætinu á Evrópumóti para í Aachen nú í vor. Hér er eitt spil úr mótinu þar sem d’Ovidio-Chemla fengu mjög góða skor. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og AV á hættu: 4 ÁK94 44 K9 4 K974 * G84 s * * ÁD109752 4 DG652 44 5 ♦ DG8652 * 3 Austur Suður Vestur Norður 1 * 14 2 » 4 4 54 5 4 dobl p/h Eitt af Bols-heilræðunum frægu hljómar þannig: „Fimmta sagnstigið tilheyrir andstæðingunum". Suður ákvað að fara ekki eftir því heilræði og fékk að sjá eftir þvi. Fimm lauf eru alltaf einn niður en spurningin var hve vel franska par- inu tækist upp í vörn gegn 5 spöð- um. Útspilið hjá Chemla var lauf- kóngurinn sem d’Ovidio yfirdrap á ás og lagði niður tígulásinn. Að því loknu spilaði hún hjartatvistinum yfir á ásinn hjá Chemla. Chemla var að vonum hissa á þessari vörn sem benti til þess að vestur vildi fá tígul- trompun. Gat það virkilega verið svo að suður ætti falinn 6 spila lit í tígli? Að lokum ákvað Chemla að treysta félaga sínum, spilaði tígli og tryggði þannig 300 fyrir tvo niður í spilinu. ísak Öm Sigurðsson 4 107 44 ÁDG8643 4 103 4 K6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.