Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Spurningin Lesendur Ertu ánægð(ur) með úrslit kosninganna? Ágúst Torfason: Já, ég er hæstá- nægður. Ari Benóný Malmquist: Nei. Auður Hallsdóttir, deildarstjóri: Já, ég er mjög ánægð. Stefán Gunnlaugsson: Nei, ég er ekki ánægður. Vilhjálmur Vilhjálmsson, hrað- sendill: Nei, ég er mjög óánægður. Jóhann Jóhannesson, verkamað- ur: Já, það er ég. Tómlæti Sjón- varpsins Þaö hlýtur að vera skylda fjölmiöla aö fylgjast vel meö heimsóknum af þessu tagi og koma því sem þar gerist rækilega á framfæri viö þjóöina. Skaftfellingur skrifar: Þegar forsetinn fer í opinbera heimsókn í einstök byggðarlög kem- ur hann þar sem æðsti leiötogi þjóð- arinnar. Tilgangur slíkra heimsókna er að treysta einingu þjóðarheildar- innar og efla skilning og samstöðu milli byggða með því að kynnast og vekja athygli á þvi sem einkennir líf, starf og menningu þeirrar byggðar sem heimsótt er hverju sinni. Opinbera heimsókn forsetans til Vestur-Skaftafellssýslu dagana 8.-9. maí má þvi líta á sem viðieitni for- setaembættisins til að opna þjóðinni allri sýn í mannlíf þessa svæðis en vert er að minna á að um 40 ár eru liðin síðan forseti landsins hefur komið þangað í opinbera heimsókn. í heimsókn forsetans vörpuðu Skaftfellingar afar áhugaverðu ljósi á fjölmargt er einkennir atvinnulif og sögu svæðisins og tókst að tengja það stórbrotinni náttúru landsins. Þá hljóta einnig einstök atriði sem voru í dagskrá Skaftfellinga að teljast til merkra menningarviðburða sem eiga fullt erindi til almennings. Þar má nefna sviðsetningu leikhóps úr Skaft- árhreppi á þáttum úr leikriti um Eld- messuna, frumsamið ljóð Brynju Bjamadóttur, að ógleymdum fágæt- um ljóðaflutningi Gunnars Þorsteins- sonar, sem var sérstaklega helgaður forsetafrúnni og studdur undirleik Sigurbjargar Kristínardóttur. Það hlýtur að vera skylda fjöl- miðla að fylgjast vel með heimsókn- um af þessu tagi og koma því sem þar gerist rækilega á framfæri við þjóðina. íslenska sjónvarpið var hins vegar víðs fjarri helstu dagskrárlið- um heimsóknar forsetans til Skafta- fellssýslu, sem verður að teljast mjög ámælisvert. Ekki er nóg með að það endurspegli virðingarleysi Sjón- varpsins við forsetaembættið og auð- vitað Skaftfellinga sérstaklega, held- ur við þjóðina alla og þá fjölmörgu íslendinga sem hafa áhuga á því að fylgjast með starfi forsetans og því sem er að gerast í Skaftafellsþingi. Greiðendur afnotagjalda eiga annað og betra skilið en slíkt tómlæti af hálfu Sjónvarpsins. Þreytandi kannanir Valgerður M. skrifar: Mér blöskrar hreinlega allt það fár skoöanakannana sem hellt var yfir mann vikuna fyrir kosningar. Það var tæpast hægt að opna nokkurn miðil án þess að þar dyndu yfir nýjar og nýjar skoðanakannan- ir. Þetta var miklu betra áður, þeg- ar Morgunblaðið birti könnun Fé- lagsvísindastofnunar tvisvar til þrisvar sinnum fyrir kosningar og DV var með sínar reglubundnu kannanir. Það finnst mér alveg nóg. Þær kannanir geta menn lesið og velt vöngum yfir, og spekúlerað í færslu milli flokka. Jafnvel reynt að ráða í hvemig óvissufylgið, þeir sem ekki taka afstöðu, haga sér þeg- ar í kjörklefann kemur, út frá vin- sældum borgarstjóraefnanna. Það tekur hins vegar steininn úr þegar Ríkissjónvarpið, sem ég hélt að bæri nú ekki peningana í þver- pokum, lætur gera kannanir á hverjum einasta degi. Þessar mörgu kannanir taka alla spennu úr kosn- ingunum. Það eina sem er spenn- andi eftir er hvaða könnun komst nálægt úrslitunum! Ég heyri það á mínum vinum og kunningjum aö mönnum ofbýður. í þessu vil ég líka minnast á kostnað- inn. Hvers vegna er Ríkisútvarpið að henda peningum í allar þessar kannanir? Ég spyr: Hvað kosta þær? Einkamiðlamir, eins og Stöð 2 eða DV, láta sér nægja miklu færri kannanir, og gera þær líka talsvert áhugaverðari. Ég vil mun fremur sjá afnotagjaldið mitt fara í að gera almennilegt innlent dagskrárefni. Það getur vel verið að starfsmönn- um RÚV finnist þeir verða að gera kannanir til að halda í við hina miðlana. Menn verða hins vegar að athuga að þetta eru peningar skatt- borgaranna sem fara í að kosta þær. Þeim er betur varið í annað. Ég geri það að tillögu minni að útvarpsráð taki fyrir þessa vitleysu og endur- taki ekki þennan leik aftur. Maður fær einfaldlega ógeð á kosningum eftir svona viku. Verður að bjarga Elliðaánum Nú óttast ég um framtíö Elliöaánna. Byggöin er tek- in aö færast út meö ósunum, þar sem fjölmörg at- vinnufyrirtæki standa Ifka og reka sína starfsemi. Helgi J. skrifar: Elliðaámar era mesta perla borg- arlandsins. Dalurinn sem þær falla um er að verða fjölfamasta útivist- arsvæöi borgarinnar og ófáir borg- arbúar era farnir að koma til að grilla i hólmanum, þar sem borgin hefur sett upp sérstaka aðstööu til þess. Það er í rauninni ótrúlegt að um borgina svo að segja miðja skuli falla straumvatn sem villtur lax gengur upp í. Ég minnist þess að fyrstu kynni mín af náttúrunni fólust í því að hjóla úr Vesturbænum þar sem ég bjó til að liggja á bakkanum og skoða laxana koma á vorgöngunni. Næstum hvert einasta haust fór ég líka með börnum mínum til að sýna þeim laxana stökkva og ærslast í hrygningunni þegar veturinn var í nánd. Seinna hef ég gegnum STVR komist í aö veiða í ánum stöku sinnum, og það er ólýsanlegt að standa inni í miðri stórborg, en þó úti í náttúrunni, og þreyta lax. Nú óttast ég um framtíð Elliða- ánna. Byggðin er tekin að færast út með ósunum, þar sem fjölmörg at- vinnufyrirtæki standa lika og reka sina starfsemi. Okkur tókst á sínum tíma að koma í veg fyrir þá ósvinnu að bensínstöð yrði sett upp í næsta nágrenni ánna, neð- an Breiðholts, þegar Irving-feðgar frá Kanada ætluðu að nema land á íslandi. Það er hins vegar greinilegt að eitthvað er að gerast í ánum. Miklu færri laxar gengu í fyrra heldur en við höfum yfirleitt séð. Innan við þús- und laxar veiddust. Þetta er miklu minna en fyrr á öldinni, þeg- ar borgin hafði ekki enn teygt sig um alla bakka hennar. Ég, og margir fleiri, er þeirrar skoðunar að það hljóti að mega rekja þessa þróun til vaxandi meng- unar. Það er hins vegar eins og yfir- völd í borginni skilji ekki að það þarf að taka á þessu máli. Hvers vegna aö eyða milljörðum í holræsi út í sjó ef við sinnum ekki heil- brigði náttúraperlu eins og Elliða- ánna? Ég skal glaður borga hærri klósettskatt til borgarinnar ef það verður til að stjórnvöld taki nú á sig rögg og geri vemdaráætlun til bjargar Elliðaánum og ómetanleg- um smálaxastofni hennar. DV Fóstur- eyðingar Kristín X. hringdi: Ég er algerlega ósammála því viðhorfi sem virtist búa að baki hjá ísólfi Gylfa Pálmasyni al- þingismanni til fóstureyðinga (DV, 19. maí). Hver kona getur auðvitað verið sammála því að það væri æskilegast að þurfa ekki að gripa til fóstureyðinga. Það er rétt hjá honum að þær era alvörumál. En í sumum til- vikum era þær einfaldlega nauðsynlegar. Við búum nefni- lega ekki í kjörheimi. Pillan og aðrar getnaðarvarnir era vissu- lega stórkostleg hjálp. En það geta einfaldlega komið upp að- stæður sem þær bjarga ekki. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að konan hlýtur að ráða sjálf yfir líkama sínum. Þetta hlýtur að vera hennar val. Eng- inn skyldi heldur ætla að konur afráði að eyða fóstri nema að afar vandlega yfirveguðu ráði. Það veit ég af eigin raun. Gagnagrunn- ur Kára Halldór Jónsson skrifar: Ég skil ekki af hverju menn era á móti því að Kári Stefáns- son fái að setja upp gagna- grunna með upplýsingum um heilsufar. Ég er þeirrar skoðun- ar að arfgengir sjúkdómar séu ekki einkamál þess sem ber þá. Þeir hljóta til dæmis að koma við öllum þeim sem era í blóð- tengslum við viðkomandi. Ég nefni til dæmis afkomendurna. Það hlýtur að vera þeim í hag að sem mestar upplýsingar fáist um viðkomandi sjúkdóma, því það eykur líkurnar á að lækn- ing finnist. Við erum að minnsta kosti að hjálpa þeim niöjum okkar, sem fæðast eftir einhverja tugi ára, þegar örugg- lega verður búið að finna bót arfgengra meina. Þökk sé Kára og öðrum slikiun ungum eld- hugum. Hann má svo sannar- lega fá allar upplýsingar um mig. Guðrún er leiðtogi Margrét hringdi: Ég saknaði þess að sjá ekki meira til Guðrúnar Pétursdótt- ur í kosningabaráttunni. Hún er best fallin til aö leiða Sjádf- stæðisflokkinn í borginni í næstu kosningum. Nú þurfa all- ir sjálfstæðismenn að bretta upp ermar og gera eins og Ingi- björg Sólrún, að byrja kosninga- baráttuna strax. Annars verður Reykjavík rauð borg fram eftir öldinni. Við þurfum sterka konu til að leiða D-listann. Ég hvet sjálfstæðismenn til að setja Guðrúnu á oddinn. Hún er há- menntuð og hefur sýnt að það er töggur í henni. Fjárfrek kosninga- barátta Fyrrverandl kjósandi hringdi: Mig rak í rogastans þegar flóð auglýsinga helltist yfir okk- ur kjósendur bæði á Stöð 2 og á Ríkissjónvarpinu. Sérstaklega fannst mér það áberandi hve miklu hlýtur að hafa veriö eytt í að auglýsa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Áma Sigfússon. Þau era bæði hið besta fólk, en fyrr má nú vera. Er ekki nóg fyrir listana að skýra stefnumið sín í umræðuþáttum, blaða- greinum og bæklingum? Hvað kostar þetta eiginlega? Mér finnst að DV eigi að upplýsa les- endur sina um hvað listarnir eyddu miklu í sjónvarpsauglýs- ingar, og líka hver borgaði þær. Mér blöskraði svo að ég hætti við að kjósa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.