Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 23- íþróttir Chile og Úrugvce gerðu 2-2 jafntefli 1 vináttulandsleik i knattspymu sem fram fór í Santiago i fyrrinótt. Ivan Zamorano og Marcelo Salas komu Chilemönnum í 2-0 eftir 24 mínútna leik en Úrúgvæar jöfnuðu metin í síð- ari hálfleik. Bandarikjamenn lögðu Kúveita, 2-0, í vináttuleik sem fram fór i Portland í fyrrinótt. Emie Stewart og Tab Ramos gerðu mörkin fyrir Banda- ríkjamenn sem hafa átt góðu gengi að fagna í undirbúningi sínum fyrir HM. Tom Watson frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-móti atvinnu- manna i golfi sem lauk í Texas í fyrrinótt. Watson lék hringina fjóra á 265 höggum. Landi hans Jim Furyk varð annar á 267 höggum og Jeff Sluman frá Bandaríkjunum varð í þriðja sæti á 269 höggum. Watson var þarna að vinna sitt fyrsta mót f tæp tvö ár en þetta var 34. sigur hans á löngum keppnisferli. Antonio Oliveira, þjálfari Porto í Portúgal, sem leiddi lið sitt til sigurs í deildarkeppninni og bikarkeppn- inni hefur ákveöið að hætta með lið- ið. Hann greindi frá þessu eftir 3-1 sigur Porto gegn Braga í úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudaginn. Ólafur Rafnsson var endurkjörinn formaður Körfuknattleikssambands íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var á fsafirði á dögunum. Meö honum er í stjórn vora kosin Ólafur Jóhannsson, Magnús Svavars- son og Guðjón Þorsteinsson. KKÍ skilaói 614.000 króna hagnaði af rekstrinum. Samþykkt var á þing- inu að sækja fram i körfuknattleik kvenna og þá var ný reglugerð um leikmannasamninga samþykkt en hún ber mjög svipmót af reglugerð KSÍ um leikmannasamninga. Ólafur Rafnsson, formaöur KKÍ, og Pétur Hrafn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri KKÍ, sátu þing FIBA sem haldiö var í Amsterdam á dögun- um. Á þinginu var gerð sú breyting að Evrópu var skipt upp í tvö svæði og eru leikmannaskipti innan þeirra ótakmörkuð. Pétur Hrafn var kosinn í unglinga- nefnd FIBA til næstu fjögurra ára og þá var formaður franska körfuknatt- leikssambandsins kosinn forseti FIBA. Nikolaj Jacobsen, landsliðsmaður Dana í handknattleik, sem lék með Dormagen í vetur í þýsku 1. deildinni í handknattleik, er genginn í raöir þýsku deildar- og bikarmeistarar- anna í Kiel. Hann skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við þýska stórliðið. Jacobsen er homamaður og skoraði 189 mörk fyrir Dormagen á nýliðnu tfmabili en liöið féll í 2. deild eftir að hafa tapaö einvígi gegn Schutterwald um laust sæti í 1. deildinni. Meölimir Blikaklúbbsins, stuðn- ingsmenn Breiðabliks, ætla aö hittast fyrir leikinn gegn Fylki í 1. deildinni, í húsnæði Bilaleigunnar ALP aö Skemmuvegi 20, miðvikudaginn 27. maí kl. 18.30. Rútuferö verður síðan á Kópavogsvöllinn eftir mótttökuna. Stjórn Blikaklúbbsins hvetur alla meölimi að mæta og era menn hvatt- ir til að taka með sér gesti. -GH Keila: Sex fara til Malmö Karlalandsliðið í keilu tekur þátt í Evrópubikarmóti landsliða sem hefst í Malmö í Svíþjóð í næstu viku. Mats Wetterberg, landsliðs- þjálfari, hefur valið sex leik- menn í liðið og þeir eru eftirtald- ir: Bjöm Birgisson, KFR Freyr Bragason, KFR Halldór Ragnar Halldórsson, ÍR Ingi Geir Sveinsson, ÍR Jón Helgi Bragason, ÍR Valgeir Guðbjartsson, KFR -VS Knattspyrna: Evrópusæti fyrir háttvísi? Svo kann að fara að botnlið úr- valsdeildar karla í knattspyrnu hreppi sæti i UEFA-bikamum á næsta ári - ef það verður efst í háttvísimati deildarinnar. Þrjár Evrópuþjóðir fá jafnan aukasæti í UEFA-bikamum en þau em gefin eftir háttvísimati Knattspymusambands Evrópu, UEFA, á landsleikjum og Evrópu- leikjum viðkomandi þjóða. Þær þrjár þjóðir sem best koma út í því mati ár hvert fá þessi aukasæti. Nú hefur UEFA skyldað aðildar- þjóðir sínar til að vera með hátt- vísimat í efstu deild. Ef þjóðin fær aukasætið umrædda rennur það til þess liðs sem er efst í hátt- vísimatinu, óháð stöðu þess í deildinni. Eftirlitsmaður KSÍ á hverjum leik í deildinni fyllir út skýrslu fyrir háttvísimatið. KSÍ gefur hverju liði einkunn út frá skýrsl- unni og sú einkunnagjöf ræður röð liðanna i „háttvísideildinni". -VS Útsendingar í knattspyrnu í höfn: Betri þjónusta viö landsmenn - segir Ingólfur Hannesson hjá RÚV Samningar um sjónvarpsútsending- ar frá íslenskri knattspyrnu náðust í gær og er samningur til fjögurra ára. RÚV hefur sýningarréttinn en sjón- varpsstöðin Sýn kemur einnig nálagt pakkunum og mun einnig sýna frá leikjum. Ríkissjónvarpið mun meðal annars sýna beint frá landsleikjum hér heima sem er nýmæli. Einnig mun RÚV hafa almennan rétt til upptöku á leikjum í islenskri knattspymu og til beinna út- sendinga í lokaumferð efstu deildar. Stöðvarnar báðar munu sýna til skiptis frá úrslitaleik karla í bikar- meistaradeildinni og hefur það aldrei verið gert áður. Sýn mun öðlast rétt- inn til að sýna frá leikjum íslenska landsliðsins erlendis ef forsvarsmenn hennar kjósa. Sýn mun einnig hafa rétt til að sýna beint frá einum leik í hverri um- ferð og mun fyrsta útsendingin verða á fimmtudagskvöldið þegar Keflvik- ingar og Eyjamenn leiða saman hesta sína. Samningurinn tryggir okkur betri stöðu „Fyrir hönd Sjónvarpsins er ég að vonum mjög ánægður með að þessi mál skuli vera komin í höfn. Þessi samningur tryggir okkur betri stöðu en við höfum áður verið í gagnvart knattspyrnunni. Fyrst og fremst tryggir þetta okkur beinar útsendingar frá landsleikjum hér heima og í því sambandi erum við að tala um minnsta kosti 20 lands- leiki á fjögurra ára tímabili. Það er algjör bylting hvað varðar þjónustu við landsmenn og þá sem ekki kom- ast á völlinn. Að öðru leyti er ég feg- inn að þessari hrinu skuli vera lok- ið. Þetta hefur verið eitthvert snún- asta og undarlegasta samningamál sem ég hef staðið í á síðustu 10 árum,“ sagði Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri á RÚV, i samtali við DV í gær. -JKS Charlton í úrvalsdeildina Lundúnaliðið Charlton Athletic tryggði sér í gær sæti í ensku úr- valsdeildinni með því að sigra Sunderland á Wembley í Lundún- um. Charlton hefur ekki leikið í efstu deild enskra knattspymu í átta ár en liðið lék í 1. deild fjögur ár í röð en féfl um vorið 1990. Flest- ir hölluðust að því að Sunderland myndi fara upp en liðið situr hins vegar eftir með sárt ennið. Leikur liðanna í gær var æsispennandi en að loknum venju- legum leiktíma var staðan 8-3 og eftir framlengingu 4-4 og varð því að knýja fram úrslit í vítaspyrnu- keppni. í henni hafði Charlton bet- ur og urðu lyktir leiksins 7-6. Clive Mendonca skoraði þrjú af fjórum mörkum Charlton og Ric- hard Rufus eitt. Niall Quinn skor- aðu tvö mörk fyrir Sunderland og þeir Kevin PhUlips og Nicky Sum- marbee eitt hvor. -JKS Draumaliðið af stað Eftir nokkrar tafir er draumaliðsleikur DV kominn af stað. Fyrstu tvær umferðir úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa ver- ið færðar inn á draumaliðstölvuna og staða efstu liða ásamt liðsskipunum er nú að finna í draumaliðssím- anum, 904 1015. Enn fremur er stöðu efstu liða í leiknum í heild og í hinum ýmsu landshlutum að finna á íþróttavefnum á Vis- ir.is. Hér á eftir koma nokkur lið sem ekki höfðu birst í blaðinu. Á bls. 22 er síðan fjall- að nánar um drauma- liðsleikinn. 04697 Mitt liö 04729 Stelkur 04730 Bíókallarnir 04785 Trausti Jóhanness. 04877 Ölla reynsla 04925 BB Simply the Best 04973 THGHS 04985 Bimbó boltastrákur 05033 Draumalið Kristins 05268 FC Eyvindur 05334 Da Funk 05358 Gump 05430 Jókerinn 05435 Mafíósamir 05446 Úrvalsmenn 05337 Lið Sölva Zanetti 05526 Hreimur FCCP 05590 White Sox 05657 Simmi og Nilli 05659 Oggi 98 05728 Húrí Gúrí 05746 Bert Ljung 05759 Úrvalslð Jörundar- holts 110 05842 FC 47 05994 FC Fjóla Guðmunds- dóttir 05997 Fuzzmanaz 06236 Hvaö með kvenna- boltann? 06369 Jói Solskjær 06490 Lambrasco 06502 Mattheo 06749 Málarafélagiö Michael Jordan er hér að skora 2 af 28 stigum gegn Indiana í nótt. Þau dugðu skammt því Indiana sigraði og jafnaði í einvígi iiöanna, 2-2. Sigurliðið mætir Utah Jazz í úrslitum um titilinn en fjóra sigurleiki þarf til aö komast í úrsiitaleikinn. Indiana jafnaði metin gegn Chicago í nótt: Sigurkarfa frá Miller Indiana jafnaði metin í 2-2 í einviginu gegn meisturum Chicago um réttinn til að mæta Utah Jazz í úrslitum um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik. Lokatölur urðu 96-94 og skoraði Reggie Miller sigurkörfuna með þriggja stiga körfu fáum sekúndubrotum áður en leiktíminn rann út. Miller gekk ekki heill til skógar í leiknum en hann lék draghaltur eftir að hafa snúið ökklann. Hefði ekki átt að vera inni á „Ég hefði í raun ekki átt að vera inni á þarna í lokin því ég sagði fyrir leikinn að ég gæti bara leikið hálfan leikinn. En Larry Bird þjálfari var á öðru máli og lét mig leika svona á mig kominn. Ég veit ekki hvers vegna en ég er núna mjög glaður að hann skyldi hafa tekið þessa ákvörðun," sagði Miller glaður í bragði eftir leikinn. Michael Jordan átti lokaskotið í leiknum af löngu færi og ekki munaði miklu að það færi ofan í. Áður en Miller skoraöi sigurkörfuna misnotaði Scottie Pippen tvö vítaskot fyrir Chicago og Indiana vann boltann þegar 2,7 sekúndur voru til leiksloka. „í hvert skipti sem ég skýt vonast ég til að boltinn fari í körfuna og svo var einnig um þetta skot. Ég var hissa að boltinn skyldi ekki detta ofan í körfuna en það var margt í þessum leik sem kom mér á óvart,“ sagði Michael Jordan eftir leikinn. Ótrúlegur endir „Þetta var ótrúlegur endir á leiknum og minnti mig á úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum 1972 þegar Sovétmenn lögðu Bandaríkjamenn," sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago, eftir leikinn. Stig Indiana: Smits 26, Miller 15, D.Davis 12, Best 10, Jackson 8, A.Davis 8, Rose 8, Mckey 6, Mullin 3. Stig Chicago: Jordan 28, Kukoc 18, Harper 13, Pippen 12, Longley 10, Wennington 4, Rodman 4, Kerr 3, Burell 2. -GH Heimsmeistaramótið í þolfimi: Góður árangur hjá Halldóri og Jóhönnu Snóker: Jóhannes og Kristján leika til úrslita Það verða þeir Kristján Helga- son og Jóhannes B. Jóhannesson sem leika til úrslita um íslands- meistaratitilinn í snóker þriðja árið í röð. 1 undanúrslitunum sem leikin voru um helgina vann Kristján öruggan sigur á Ingva Halldórssyni, 7-1, og Jó- hannes B. lagði Arnar Richards- son, 7-3. Kristján Helgason gerði 100 skor í leiknum gegn Ingva og Arnar náði 102 í viðureigninni gegn Jóhannesi. Úrslitaleikur þeirra Kristjáns, nýbakaðs Evrópumeistara áhugamanna, og Jóhannesar fer fram í Snóker- og Poolstofunni Lágmúla 5 klukkan 13 á laugar- daginn. -GH íslendingar náðu góðum árangri á ný- afstöðnu heimsmeistaramóti í þolfími. Halldór B. Jóhannsson náði 8. sæti og Jóhanna Rósa Ágústsdóttir hafnaði í 26. sæti. Hafldór hefur stöðugt veriö að nálgast þá bestu og var þetta mót engin undan- tekning. Hann bætti árangur sinn frá HM 1997 verulega en þá varð hann í 15. sæti. Halldór hlaut 14,65 stig fyrir æfing- ar sínar en stærsti frádrátturinn var að mismunur í erfiðleikaæfingum var of lít- ifl. Sjö efstu sætin komust í úrslit þanng að Halldór rétt missti af þeim en hann gat nú samt ekki verið annað en ánægð- ur með frammistöðu sina enda sýndi hann miklar framfarir. Sigurvegari í karlaflokki var Canacla frá Spáni og hlaut hann 17,95 stig í eikunn. Jóhanna Rósa var að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni en hún keppti á HM ‘96 í hópakeppninni. Ekki er hægt að segja annað en hún hafi stað- ið sig einstaklega vel en hún varð í 26. sæti af rúmlega 40 keppendum. Yoriko Ito frá Japan sigraði í kvennaflokki. Jóhanna og Halldór voru bæði mjög ánægð með árangur sinn og sögðu einnig að fram væru að koma sífellt fleiri og betri þolfimikeppendur á ís- landi. Langþráður sigur hjá Ungverjunum Loksins, loksins, sagði ungverska tríó- ið, sem kom hingað til lands í vor í til- efni afmælis'FSÍ. Eftir langa bið náðu þeir gullinu í hópakeppninni en undan- farin ár hafa þeir verið á verðlaunapaUi en aldrei náð að sigra. -AIÞ íþróttir Frábær frammistaða Amar Ævars Hjartarsonar á golfmóti í Skotlandi: Skalf eins og hrísla - frammistaöa íslenska kylfingsins vakti mikla athygli Öm Ævar Hjartarson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, varð í 21. sæti á St. Andrews Links Trophy-móti áhuga- manna í golfi. Örn Ævar lék sem kunnugt er annan hring mótsins af fjórum á aðeins 60 höggum og rak alla í rogastans er það skor leit dagsins ljós. Næstu tvo hringi lék Öm Ævar á 75 og 76 höggum og holumar 72 samtals á 290 höggum sem er mjög góður árangur. Aðrir íslenskir kylfingar á mótinu náðu ekki að komast gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur. Sigurvegrarinn lék á 276 höggum. Á 28 höggum seinni 9 holurnar Vallarmetið sem Örn Ævar Hjartarson setti um helgina síðustu verður lengi í minnum haft. Fyrri 9 holurnar lék hann á 32 höggum sem eitt og sér er frábær árangur. Hvað má þá segja um seinni 9 holurnar sem hann lék á aðeins 28 höggum. Á holunum 18 lék hann 9 holur á einu höggi undir pari og eina holuna á tveimur höggum undir pari. Samtals lék hann hringinn á 11 höggum undir pari. Skalf á lokaholunni Á lokaholunni á draumahringnum segist Örn Ævar hafa skolfið eins og hrísla og varla getað hitt boltann. Hann var í þokkalegri stöðu til að leika lokaholuna á einu höggi undir pari og hefði þá komið inn á aðeins 59 höggum. En parið var staðreynd og varla hægt að vera óánægður með það. Frammistaða Arnar Ævars vakti mikla athygli og skoskir fjölmiðlar stóðu á öndinni er 60 höggin voru staðreynd og metið glæsilega kom svo sannarlega á óvart. Eldra met áhugamanna á vellinum var 67 högg en met atvinnumanna var 63 högg. -SK tfi ENGLAND Fabrizio Ravanelli hefur hafnað til- boði frá skoska stórliðinu Glasgow Rangers. Rangers bauð 5 milljónir punda 1 kappann og vikulaun upp á 1,5 mfiljónir punda. Patrick Kluivert, hollenski fram- herjinn sem lék með AC Milan f vet- ur, vill fara frá félaginu og spila á Englandi á næsta tímabili. Kluivert segist ekki hafa verið ánægður með vistina á Ítalíu og knattspyrnan hafi ekki fallið honum f geð. „Ég er spenntastur fyrir þvf að fara til Arsenal eða Manchester United,“ segir Kluivert. Roberto Baggio vill einnig fara frá Ítalíu og spila á Englandi. Hann seg- ist vera mikill aðdáandi ensku knatt- spymunnar og segist vera mjög hrif- inn af landinu. Manchester United, Arsenal og Tottenham eru öll sögö hafa áhuga á að fá Baggio til liðs við sig en þessi 31 árs gamli miðju- og framllnumaður lék vel með Bologna í vetur sem tryggði honum að nýju sæti í ítalska landsliðinu. Arsenal hefur boðið franska liöinu Auxerre 3,8 miHjónir punda í fram- herjann Stephane Guivarch en á dög- unum bauð Newcastle 3 miUjónir punda f kappann. Hann hefur verið á skotskónum með Auxerre og skorað 47 mörk f 57 leikjum. Steinar Guögeirsson lék aUan leik- inn meö ÍBV gegn ÍA í úrvalsdeUd- inni í knattspyrnu á sunnudag en fór ekki af veUi eins og sagt var í blað- inu. Jóhann Sveinn Sveinsson kom hins vegar inn á fyrir Hjalta Jóhann- esson og Ingi Sigurðsson fyrir Kristin Lárasson. Guðni Rúnar á ný til Eyjamanna - leikur meö Völsungi til 15. júlí Guðni Rúnar Helgason er genginn til liðs við íslandsmeistara ÍBV í knatt- spyrnu á nýjan leik og hefur gengið frá þriggja ára samningi við þá. Guðni Rúnar leikur þó til að byrja með á heimaslóðum á Húsavík en hann spilar með Völsungi í 2. deildinni til 15. júlí og fer eftir það til Eyja. Guðni var fastamaður í liði ÍBV og 21-árs landsliðinu I fyrra en fór síðan til þýska 2. deildar liðsins Wattenscheid í vetur. Dæmið gekk ekki upp og veikindi settu strik í reikninginn hjá Guðna. Hann styrkir enn frekar lið Eyjamanna fyrir átökin seinni part timabilsins. _YS Guöni Rúnar Helgason. Hannes Tómasson varö á laugardag- inn íslandsmeistari karla í grófri skammbyssu. Hannes sigraði i karla- flokki með 563 stig, Carl J. Eiríksson varð annar með 551 stig og Scott Thomas þriðji með 544 stig. Kristína Siguröardóttir varö ís- landsmeistari kvenna í sömu grein en hún hlaut 527 stig. ÞórhUdur Jón- asdóttir varð önnur með 514 stig og Ingibjörg Ásgeirsdóttir þriðja með 505 stig. Eintracht Frankfurt komst á ný í þýsku úrvalsdeUdina í gærkvöld. Tvö sæti I úrvalsdeUdinni eru laus en um þau berjast á næstunni Núrnberg, Freiburg, Gutersloh og St. Pauli. Michelle de Bruin, sem vann þrjú guUverðlaun á ÓL i Atlanta, stendur frammi fyrir lífstíðarbanni. Grunur er um að sýnum, sem tekin vora úr henni, hafi verið breytt eftir mót í Barcelona. Erlingur Richardsson genginn I Stjörnuna Eyjamaðurinn Erlingur Ric- hardsson er genginn til lið við 1. deildar lið Stjörnunnar í hand- knattleik. Erlingur er öflugur varnar- og línumaður sem styrkir Garðabæj- arliðið en brotthvarf hans er um leið talsverður missir fyrir lið ÍBV. -VS Halldór og Jóhanna eru hér með ungverska liöinu sem fagnaöi sigri í hópakeppninni. Knattspyrna: Bikarinn í gang Bikarkeppni KSÍ er farin af stað og í gærkvöld og fyrrakvöld fóru fram 11 leikir í fyrstu um- ferð og voru skoruð 49 mörk í þeim. Úrslit í þeim urðu eftirfarandi. Sindri-Leiknir F .............0-1 Neisti H.-Nökkvi..............0-2 Höttur-Einherji...............5-2 Hvöt-KS.......................0-2 Bruni-Haukar..................1-2 Fylkir 23-Ármann..............4-0 TindastóU-Magni...............1-0 Huginn-Þróttur N..............1-7 Ægir-GG.......................6-1 Afturelding-Keflavík 23.......5-0 Þróttur Vogum-KR 23 ..........0-9 -JKS Hún hefur síðan frá því í Atlanta legið undir gran um að neyta ólöglegra lyfla tU aö auka getu sína. Ekkert kom hins vegar fram í sýnum á ÓL. Alberto Zaccheroni tók formlega við þjálfarastarfinu hjá AC MUan í gær og skrifaði undir tveggja ára samning. Argentina sigraði S-Afriku, 2-0 í landsleik í knattspyrnu í Buenos Aires í gær með mörkum frá Batistuta og Ortega. -JKS/VS íkvöld MeistaradeUd kvenna í knattspymu: Akranes-KR .................20.00 Haukar-Fjölnir..............20.00 Breiðablik-ÍBV .............20.00 Valur-Stjaman ..............20.00 Sveinn Mnrgeirsson stórbætti árangur sinn og einnig rtiiulega 40 ára iinglingainet í 3000 m lilaupi. Grindavik, IBV, Kefiavik og KR iinmi sina leiki i Lamlssimarieildinni. www.itn.is/leppin +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.