Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Bernsku minnar draumar Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð ur stór? Allir krakk ar geta svarað þess- ari spurningu en hvort bernsku- draumarnir rætast er annað mál. Tilveran spurði nokkra valinkunna ein- staklinga hvað þeir ætluðu að verða og hvort það hefði Helga Braga Jónsdóttir kitlaði hláturtaugar sjónvarpsáhorfenda með stórkostlegri framgöngu í Fóstbræðr- ræSÍ um í vetur Helga Braga Jónsdóttir leikari: Tímabil efans varði stutt Helga Braga Jóns- dóttir ætlaði alltaf að verða leikari. DV-mynd Hilmar Þór - enda átti leiklistin hug hennar allan Þaö eru fáar konur fyndnari en Helga Braga Jónsdóttir enda er hún meðal vinsælustu leik- ara hér á landi. Helga Braga hafnar því að vera fæddur leikari þótt hún hafi snemma ákveðið aö leggja leik- listina fyrir sig. „Þegar ég var fjögurra ára var ég ákveðin í að verða búðarkona eins og mamma. Það var nammið sem heillaði og ég sá mig alltaf í anda vinnandi i búð á daginn og að vinnudegi loknum fara heim í bil- skúr sem væri yfirfullur af sæl- gæti,“ segir Helga Braga og brosir við tilhugsunina. Hún bætir við að þetta hafi verið eina tímabil efans í sínu lífi og eftir þessi bemskubrek hafi ekkert annað en leiklistin kom- ið til greina. Hún á svosem ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hennar er Jón Hjartarson leikari. „Draumurinn um búðarkonuna hjaðnaði fljótt og ætli ég hafi ekki verið fimm ára þegar ég ákvað verða leikari eins pabbi. Ég er alin upp á Akranesi en pabbi bjó í Reykjavík þar sem hann starfaði sem leikari. Ég var oft hjá honum um helgar og fékk þá að fara í leik- húsið með honum. Leikhúsið heillaði og ég þráði mjög að fá að leika í bamasýningunum í Reykja- vík. Það var auðvitað ekki hægt þar sem ég bjó uppi á Skaga. Ég byrjaði þó snemma að vinna með Skagaleikhópnum og svo seinna með leikfélagi Fjölbrautaskólans. Ég tók starfið strax alvarlega og eyddi oft löngum tíma í aö velta fyrir mér hvort ég ætti að leika með Skagaleikhópnum eða hjá skólanum," segir Helga Braga. Hún segir að sér finnist stund- um háiffáranlegt að hugsa til þess rm ■ að sér hafí aldrei dottið í hug að leggja neitt annað fyrir sig. Það sé nefni- lega miklu algengara að leikaraböm fái nóg af leikhúsi í æsku og ætli sér eitthvað allt annað í lífinu. Þótt þau endi oft á leiksviði þegar upp er staðið. „Fjölskyldan brosti oft að ákveðninni hjá mér en mamma sá strax að þetta átti vel við mig og hvatti mig , óspart áfram. Það var auðvit- ‘ að mjög gott en ég held ég hefði orðið leikari hvort sem er,“ segir Helga Braga að lokum. -aþ ' Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands: Brunaliðsmaður eða landkönnuður Stórir, rauðir, glansandi bílar sem þutu um göturnar með miklum tækjum, tólum og hávaða heilluðu eitt sinn lítinn gutta sem síðar gerðist bisk- up íslands. Einu sinni óskaði Karl Sigur- bjömsson sér einskis frekar en að verða brunaliðsmaður. „í brunaliðinu vom hetjur sem björguðu fólki úr eldsvoða. Reyndar var ég logandi eldhræddur sjálfur en þetta var nú samt draumurinn," segir Karl. Með aldrinum dofnaði þó áhugi Karls á branabílum og draumur um hið spennandi líf landkönnuðarins tók við. „Þá kom að því að ég sá sjálfan mig fyrir mér í framskógum og háfjöllum, innan um mannætur og á kafl í ævintýrum,“ segir Karl. Svo kom að því að óstjómleg þörf Karls fyrir spennandi lífemi vék fyrir hugmynd- um hans um að teikna hús og gerast arki- tekt. Smám saman virðast því hugmyndir hans um æsilegt lífemi hafa breyst og nú gegnir hann því embætti á íslandi sem hinn mesti friður og ró hvílir yfir. „Óteljandi þættir urðu svo til þess að ég laðaðist inn á þá braut sem ég er á núna. Ég bjó við áhrif frá uppeldinu og heimilislíf- inu og eins urðu kynni mín af merkilegu fólki líka til þess að laða mig aö þvi sem ég geri núna.“ Bemskudraumar Karls fá samt að ein- m hverju leyti notið sín í starfi hans sem biskup. Hann fer víða og á dögunum var hann í Keníu og Eþíópíu. Litli land- könnuðurinn í honum fær stundum notið sín. -ilk Nýlega heimsótti Karl Eþíópíu og Keníu. Á slíkum ferðalögum fær landkönnuðurinn í honum notið sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.