Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Sviðsljós Jagger í keliríi með Umu sætu Erkirokkarinn Mick Jagger var staðinn að verki á dögunum. Ljósmyndari kom að honum og leikkonunni með löngu þuml- ana, Umu Thurman, i hörkukel- iríi í Viper Room-klúbbnum í Hollywood. Ljósmyndarinn smeúti af þeim mynd eða gerði að minnsta kosti tilraun til þess. Jagger brást hins vegar ókvæða viö, að sögn breskra æsiblaða, og lagði hendur á manninn. Ljós- myndarinn kærði athæfið. Mick vildi fyrir alla muni ekki að mál- iö færi fyrir dómstóla til að valda eiginkonunni, Jerry Hall, og sjálfúm sér ekki meiri vand- ræðum en nauðsynlegt var. Popparinn náði því sátt viö ljós- myndarann og allir eru kátir. Villiprins mik- ill sundkappi Vilhjálmur prins er likm- móö- ur sinni, Díönu sálugu prinsessu, að því leytinu til að hann hefur mikið dálæti á vatni. Ekki til að drekka heldur til að svamla í, eins og dæmin sanna. Til þessa hefur þetta veriö leikur einn en nú ætlar prinsinn aö taka sundið alvarlega. Aðalá- stæða þess er sú að hann setti nýtt skólamet í Eton í 50 metra sundi meö frjálsri aöferð. Svo hratt synti prinsinn að tími hans var aöeins þremur sekúndum lakari en Bretlandseyjametið. Vilhjálmur hefur því ákveðið að láta allar aðrar íþróttagreinar lönd og leiö og einbeita sér aö sundtökunum. I>V Emma reið vegna lygi um ástarfund Breska leikkonan Emma Thomp- son ætlar aldrei aftur til Svíþjóðar. Fyrir nokkrum mánuðum var hún ásamt móður sinni, Phyllida Law, í Stokkhólmi þar sem þær voru að kynna kvikmynd er þær leika sam- an í. Að lokinni frumsýningu var haldin stór veisla fyrir flna fólkið í Stokkhólmi. Nokkrum vikum seinna greindi Michaela de la Cour, fyrrverandi söngkona í Army of Lovers, frá því að hún hefði átt ástarfund með Emmu Thompson nóttina eftir frumsýninguna í Stokkhólmi. Þær hefðu hist í íbúð um miðja nótt og hefði Emma afklætt sig. Síðan hefðu þær kysst ástríðuþungið á sófa. Frá- sögn Michaelu birtist fyrst í sænska blaðinu Se&Hör og síðan í breska blaðinu News of the World. Fyrir nokkrum vikum seinna við- urkenndi Michaela að frásögn henn- ar hefði verið uppspuni. Það hefði verið maður sem hún þekkir sem hefði þvingað hana til að ljúga. „Þetta er versta lygi sem ég hef Emma Thompson ásamt leikaranum Adrian Lester á frumsýningu á mynd þeirra Primary Colors. Símamynd Reuter orðið fyrir barðinu á. En ég er búin að fyrirgefa Michaelu. Ég vorkenni henni hins vegar. Ég ætla aldrei aft- ur til Svíþjóöar," sagði Emma, bál- reið, í viðtali við blaðamann sænska blaðsins Aftonbladet á dög- unum. Emma kvaðst aldrei hafa hitt Michaelu og aldrei hafa heyrt talað um Army of Lovers. Þegar Emma var gift leikaranum og leikstjóranum Kenneth Branagh var stundum gefið í skyn í fjölmiðl- um að um sýndarhjónaband væri að ræða. Eiginlega hefðu þau bæði meiri áhuga á fólki af eigin kyni. Emma kvaðst ekki hafa neina skýr- ingu á þessum vangaveltiun. Ef til vill hefði það eitthvað með það að gera að hún hefði eitt sinn lýst því yfir að hún væri ekki reiðubúin að eignast barn. Bæði Emma og Kenneth hafa ver- ið í sambandi við aðra aðUa eftir skilnaðinn. Emma hitti leikarann Greg Wise við tökur á kvikmynd- inni Sense and SensibUity. Þaö var mikiö um kossa á kvikmyndahátföinnl t Cannes um helgina. Meöal þeirra heppnu sem fengu koss var breski leikarinn Peter Mullan og frá ekki ósnotrari konu en Andie MacDowell. Mullan fékk verölaun sem besti leikar- inn fyrir frammlstööuna í myndinni My Name Is Joe eftir Ken Loach. Naomi Campbell minnt á æskuna Breska ofurfyrirsætan Naomi CampbeU komst við í Búkarest í Rúmen- íu um daginn þegar hún heimsótti tónlistarskóla í borginni. „Þetta minnir mig á gamla skólann minn, lyktin er sú sama,“ sagði fýrirsætan fríða við krakkana sem voru yfir sig hrifin af þessum merkUega gesti. „Þegar maður er fimm ára hefúr maður ekki hug- mynd um hvaö í vændum er. Það er svo spennandi." Naomi gerði meira en að heimsækja tónlistarskól- ann góða. Hún varð einnig þess heiðurs aðnjótandi að skóli á sjúkrahúsi fyrir al- næmissjúk böm var nefnd- ur í höfuðið á henni. Þar geta böm sem þurfa aö liggja á sjúkrahúsinu stundað nám eins og aðrir jafnaldrar þeirra. Launin hækkuðu vegna sambands- ins við DiCaprio Bandaríska fyrirsætan Vanessa Haydon, sem er vinkona hjarta- knúsarans Leonardos DiCaprio, þénar nú um 1,5 mUljónir króna á dag. Hafa launin hennar hækkað um 1,3 milljónir á dag eftir að það fréttist að hún væri í tygjum við leikarann fræga. Vanessa er reyndar við nám í innanhússarkitektúr og hefur í hyggju að Ijúka náminu þrátt fyrir velgengni í fyrirsætustarfmu. Að sögn skólafélaga Vanessu getur hún hins vegar vel hugsað sér að gerast kvikmyndaleikkona. Vanessa sýndi á tfskuviku f Ástralfu á dögunum. Símamynd Reuter / SJÁVARÚTVEGUR 16 síðna aukablað um sjávarútveg fylgir DV á morgun. Rætt verður við forystumenn í sjávarútvegi og rætt við forstöðumenn fyrirtækja sem starfa í greininni. á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.