Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Fréttir Formaður útvarpsráðs telur fréttastjóra Sjónvarps hafa verið vanhæfan: Fréttastjóri hefði átti að taka sér hlé „Mér finnst aö vegna tengsla fréttastjóra Sjónvarpsins við R-Iist- ann þá heföi verið affarasælast fyr- ir hann að taka sér hlé frá störfum vegna vanhæfis síðustu vikur kosn- ingabaráttunnar. Ég tel að hann hefði átt að gera það og flnna það upp hjá sjálfum sér,“ sagði Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, for- maður útvarpsráðs, í samtali við DV í gær. Gunnlaugur sagði að tengslin væru þau að Helgi H. Jónsson fréttastjóri væri giftur Helgu Jóns- dóttur, nánasta samstarfsmanni borgarstjórans, og hann væri jafn- framt jafntengdur Gesti Jónssyni, lögfræöilegum ráðgjafa borgarstjór- ans. „Ef maður vísar í ummæli ríkis- endurskoðanda út af „Lalla mági“ (Lárusi Ögmundssyni), sem telur mikil mistök hjá sér aö hafa dregið hann inn í mál Sverris Hermanns- sonar, þá fmnst mér þessi tengsl vera æpandi," sagði Gunnlaugur. Eiginkona mín er ópólitísk Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps, sagði við DV að sér fynd- ist miður hvernig Gunnlaugur drægi eiginkonu hans inn í kosn- ingamálin. „Eiginkona mín er ópólitískur embættismaður hjá Reykjavíkur- borg. Þaö er alveg rétt,“ sagði Helgi. „En það breytir engu til eða frá um mína fréttastjórn. Ef formaður út- varpsráðs er að gefa eitthvað slíkt til kynna þá er það alveg af og frá. Mér finnst mjög miður að verið sé að draga eiginkonu mína inn í þetta,“ sagði Helgi. Helgi H. Jónsson fréttastjóri. For- maður útvarpsráðs telur aö hann hefði átt að taka sér hlé frá störfum fyrir kosningar vegna vanhæfis. DV-mynd GVA ) Davíö haröorður Davíð Oddsson forsætisráðherra var harðorður í garð ríkisfjölmiðl- anna í fréttum Sjónvarpsins á sunnu- dagskvöld og reyndar einnig í umræð- um forystumanna stjórnmálaflokk- anna á kosninganótt. Davíð sagði jafn- framt í DV i gær að „fjölmiðladýrkun á R-listanum undanfarin fjögur ár hefði verið með ólíkindum". Helgi H. Jónsson segist hafa orðið hissa á þessum ummælum gagnvart ríkisfjölmiðlunum um helgina: „Mér finnst ómaklega vegið að starfsmönnum ríkisfjölmiðlanna og þekki þá ekki af öðru en að vinna sín störf af mikilli kostgæfni. Öllu tali um hlutdrægni Sjónvarpsins vísa ég á bug, það er algjörlega af og frá. Við reynum að vinna eins vel og við frekast megnum. Ég fullyrði það fyrir hönd þeirra sem hér vinna,“ sagði Helgi H. Jónsson. Ekki náðist samband við Davíð Oddsson. -Ótt Þeir voru glaðbeittir forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista þegar þeir settust að viðræöuborðinu í gær f húsakynnum Sjálfstæöisflokksins. Sigurður J. Sigurösson og Kristján Þór Júlíusson, vinstra megin á myndinni, hófu fundinn á því aö bjóöa Oktavíu Jóhannsdóttur og Ásgeiri Magnússyni upp á sterkt kaffi áður en sest var yfir pappírana. DV-mynd gk Akureyri: Meirihlutinn er að fæðast Ríkisbankaskýrslur: Óvíst um skil fyrir þinglok Enn hefur ekki veriö ákveðið hvort Ríkisendurskoðun muni skila skýrslum sínum um Bún- aðarbanka og Seðlabanka sam- an eða sinni í hvoru lagi, að því er heimildir DV greina. Sömu heimildir segja að vinnu við skýrslu um laxveiði og risnu- kostnað Búnaðarbanka sé að mestu lokið en sama verður víst ekki sagt um Seðlabankaskýrsl- una. Verði ákveðið að skila skýrsl- unum sitt í hvoru lagi er því út- lit fyrir að Búnaðarbankaskýrsl- unni verði skilað fyrir þinglok, og hún væntanlega rædd þar, en miöað er við aö Alþingi ljúki í síðasta lagi á sjómannadaginn sem ber upp á 7. júni. Verði skýrslurnar aftur á móti spyrtar saman og skilað samtímis, eins og upphaflega var fyrirhugað, er eins víst aö þingi verði lokið og umræður verði að bíða fram á haust. Ekki náðist í Ólaf G. Einars- son, forseta Alþingis, sem form- lega mun veita skýrslunum mót- töku, en hann verður erlendis til 5. júní. -phh DV, Akureyri: „Ég er bjartsýnn maður að eðlis- fari og ég er bjartsýnn á að við náum niðurstöðu í þessum viðræðum, við gefum okkur bara til þess þann tíma sem þarf,“ sagði Kristján Þór Júlíus- son, oddviti sjálfstæðismanna á Ak- ureyri, í gær þegar meirihlutavið- ræðum Sjáifstæðisflokksins og Ak- ureyrarlistans var fram haldið. Svo var að heyra á mönnum í gær að fátt gæti komið í veg fyrir að nýr meirihluti væri að fæðast, enda bauð málflutningur frambjóð- enda D og F-lista í kosningabarátt- unni ekki upp á mikinn ágreining. Bæði framboðin lögðu höfuðá- herslu á að átak yrði gert í at- vinnumálum í bænum og að hraustlega yrði tekið til hendinni i skólamálunum. -gk Hrannar ákveður að víkja „Á þessum fyrsta sameiginlega fundi nýs meirihluta Reykjavíkur- listans tilkynnti ég samverka- mönnum mínum og meðframbjóð- endum minum um þá ákvörðun mína, í ljósi stööu minnar eftir þessa ófrægingarherferð og þann fjölda útstrikana sem tengdust mínu nafni í kosningunum, að ég muni ekki taka að mér opinber trúnaðarstörf fyrir Reykjavíkur- listann og ekki setjast í borgar- stjóm fyrr en ég hef hreinsað mannorð mitt og niðurstaða hefur fengist í þau mál sem eru til með- ferðar hjá skattayfirvöldum," sagði Hrannar B. Amarsson, nýkjörinn borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, í samtali við DV í gær. Aöspurður um viðbrögð annarra borgarfulltrúa við þessari ákvörð- un, sagði Hrannar að henni hefði verið tekið á þann veg að hann hefði enn fullan stuðning meðfram- bjóðenda sinna og þeir hefðu sýnt fullan skilning á að þetta þyrfti að gerast „áður en ég get á heilum mér tekið í stjómmálastörfum. Ég vil líka sýna þeim kjósendum, sem strikuðu mig út, þá virðingu sem stjómmálamönnum ber að sýna kjósendum. Ég vil ekki sitja í borg- arstjórn í skjóli félaga minna, ég vil vera kosinn þar á eigin forsendum". Hrannar sagðist ekki vita hvenær rannsókn skattrannsóknarstjóra lyki, hann hefði margtoft ýtt á eftir henni, en embættið hlyti að hafa sinn gang í málinu. Hver það væri sem tæki sæti hans í borgarstjórn, sagðist Hrannar ekki vita, um það hefði engin ákvörð- un verið tekin á fundinum, enda langt í að fyrsti formlegi fundur yrði haldinn í borgarstjórn. „Mér fyndist eðlilegt að varamaður minn, Pétur Jónsson, taki mitt sæti,“ sagði Hrann- ar. Um hvort það kæmi til greina að listinn færðist allur upp og Anna Geirsdóttir kæmi þá inn, sagði Hrannar að um þetta hefði engin ákvörðun verið tekin. - En var þetta þá fyrsti og eini fundur þinn með meirihlutanum þar til formlegur botn er fenginn í þín mál? „Nei, ég nýt fúlls trausts þessa fólks og mun fylgjast með borgar- málunum og taka þátt í störfum Reykjavíkurlistans og taka þátt í fundum með þessu fólki. En ég mun ekki gegna opinberum trúnaðar- störfum fyrir listann eða setjast í borgarstjórn fyrr en þessu er lokið. Ég tel að það sé ekkert í minni for- tíð sem komi í veg fyrir að ég geti gegnt störfum stjómmálamanns að rannsókn lokinni," sagði Hrannar. -phh Stuttar fréttir x>v Húmanistar þakklátir Húmanistar þakka þeim 392 manneskjum sem greiddu flokknum at- kvæði í borgar- stjómarkosning- unum í Reykja- vík. Hvert ein- asta atkvæði er yfirlýsing, ósk um öðravísi stjórnmál, öðruvísi þjóðfélag og öðravísi framtíð segir í yfirlýsingu frá Methúsalem Þór- issyni, efsta manni H-listans. Klipptaf í gær var byrjaö að klippa númer af bílum sem ekki hefur verið greiddur af þungaskattur og bifreiðagjöid. Alls era um 218 milijónir króna þessara gjalda í vanskilum, þar af á þessu ári 78,5 milljónir króna. Tryggingasamningur í gær var undirritaður trygg- ingasamningur milli SVFÍ og Landsbjargar annars vegar og Sjóvár-Almennra hins vegar um að tryggja björgunarsveitarmenn og búnað þeirra. Samningurinn er upp á 7 milljónir króna. Engin tregða í frétt frá BSRB segir að ekki hafi staðið á samtökunum að þiggja að lægstu laun yrðu 80 þús- und á mánuði eins og borið hefði á að orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna Sigfússonar í umræðuþætti í útvarpi hefðu ver- ið túlkuð. Ekki hefði samist um 80 þúsund kr. lágmarkslaun vegna fyrirstöðu atvinnurekenda. Utandagskrárumræður Fjöldi beiðna um utandag- skrárami-æður liggur fyrir hjá forseta Alþing- is, Ólafl G. Ein- arssyni. Meðal þess sem þing- menn vilja ræða er skýrsla um risnukostn- að í Seðlabankanum og Búnaðar- bankanum, sem væntanleg er í vikunni, Schengen-samkomulag- ið, heilbrigðismál o.fl. Bylgjan sagði frá. Helmingaskipti Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur virðast vera að skipta með sér völdum í flestum sveitar- félögum landsins, að Reykjavík og Akureyri undanskildum. í Hafnarfirði var gengið frá slíku meirihlutasamstarfi í gærkvöld og verður Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismnanna, nýr bæjarstjóri. Líffræðileg fjölbreytni Fjórða þing alþjóðasamnings um líffræðilega fjölbreytni er ný- afstaðið í Bratislava. Fulltrúar 180 ríkja sóttu þingið og sam- þykkt var rammaáætlun um verndun líffræðilegrar fjöl- breytni í fersku vatni og sjálf- bæra nýtingu. Fýrsta bjallan Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi, hefur fengið fyrsta ein- takið af hinni nýju Volkswagen bjöllu sem komið er til landsins. Billinn veröur ekki í almennri sölu hérlendis fyrr en effir næstu áramót. Morgunblaðið segir frá. Laumufarþegar Þrír menn fundust í einu skipa Eimskips í Sundahöfn aðfaranótt iaugardags. Þeir era Júgóslavar og ætluðu að komast með skipinu til Bandaríkjanna eða Kanada. Hægri umferð 30 ára í dag era 30 ár síðan hægri um- ferð var tekin upp hér á landi. Umferðarráö hélt sérstakan fund af þvi til- efni í hádeginu í dag þar sem Þorsteinn Páls- son dómsmála- ráðherra rakti sögu umferðarör- yggismála á þessu tímabili sem liðið er og um markmiö nánustu framtíðar. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.