Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998
Fréttir
Bankastjóri og yfirmenn Búnaöarbankans á laxveiðum í Langá um helgina:
Búnaðarbankinn fjár-
magnaði veiðihúsið
- einkaboð mitt og vina minna, segir Ingvi Hrafn Jónsson leigutaki
Byggðasafnið að Skógum:
Kirkjuvígsla
„Það var kirkja í Skógum í 800 ár
og ég hafði lengi haft áhuga á því að
aftur yrði byggð kirkja. Það lá því
opið fyrir að byggja þá kirkju meö
stoð í þeim byggingarhlutum sem
voru til úr gömlu kirkjunni, hún er
í sömu stærð og gamla Skógakirkj-
an var,“ sagði Þórður Tómasson,
safnvörður í byggðasafninu í Skóg-
um. í byggðasafninu var í gær vígð
ný kirkja til minningar um kristni-
tökuna árið 1000.
Biskup íslands, herra Karl Sigur-
bjömsson, vígði kirkjuna, við at-
höfnina þjónuðu einnig prestar úr
Skaftafells- og Rangárvallaprófasts-
dæmum og kirkjukórar úr Holts-
prestakalli sungu. „Þessi kirkja er
framlag byggðasafnsins í Skógum
til þess að minnast 1000 ára afmælis
kristnitöku á íslandi," sagði Þórður.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt
teiknaöi kirkjuna í sömu stærð og
síðasta Skógakirkja var. „Formið á
kirkjunni er nákvæmlega það sem
gilti um kirkjur á íslandi allt frá
miðöldum fram á síðustu öld, það
liggur í því að það er milligerð milli
kórs og framkirkju, skreytt milli-
gerð með útskurði. En þessi kirkja
er samansafn byggingarhluta úr 16
kirkjum úr Rangár- og Vestur-
Skaftafelssýslu,“ sagði Þórður.
Bygging kirkjunnar hefur staðið
yfir í 3 ár. Sveinn Sigurðsson, bygg-
ingameistari á Hvolsvelli, gerði hús-
ið fokhelt en Karl Ragnarsson, húsa-
smíðameistari í Vík, sá um alla inn-
smíði í húsinu. „í mínum huga er
þetta toppurinn á því sem unnið
hefur verið hér í Skógum í safna-
uppbyggingu, að fá þessa safn-
kirkju," sagði Þórður.
-NH
Frá vígslunni í gærdag. Hér eru þeir Þórður Tómasson safnvörður og Þór
Magnússon þjóðminjavörður við athöfnina að Skógum. DV-mynd Njörður
Bankastjórar Búnaðarbanka ís-
lands voru að veiða í Langá á
Mýrum um helgina í boði leigu-
takans, Ingva Hrafns Jónssonar.
Þar voru samkvæmt heimildum
DV Sólon Sigurðsson bankastjóri
og Kristján Snorrason, útibús-
stjóri Búnaðarbankans í Borgar-
nesi. Ingvi Hrafn staðfesti viö DV
í gær að Búnaðarbankinn hefði
ijármagnað byggingu nýs veiði-
húss við Langá, sem bankastjór-
inn og útibússtjórinn tóku þátt í
að opna um helgina.
Samkvæmt heimildum DV komu
bankamennirnir að Langá á föstu-
dagskvöld og voru þar við veiðar.
Þeir fóru þaðan um hádegisbilið í
gær.
Bauð vinum mínum
„Þetta var einkaboð mitt og vina
minna til að halda upp á að það var
verið að opna nýtt og glæsilegt
veiðihús hér um helgina," sagði
Ingvi Hrafn, en
hann er leigutaki
Langár.
- Voru banka-
stjórar Búnaðar-
bankans staddir
þarna?
„Ég vil ekkert
Sólon segja um það. Eins
Sigurðsson. og ég sagði þá bauð
ég vinum mínum í
þetta einkaboð og það er ekkert
meira um það að segja.“
- Átt þú í viðskiptum við Búnað-
arbankann?
„Ekki ég persónulega. Veiðifélag
Langár á í viðskiptum við Búnaðar-
bankann í Borgarnesi. Búnaðar-
bankinn fjármagnaði þessa bygg-
ingu,“ sagði Ingvi Hrafn.
Samkvæmt upplýsingum DV
veiddi „bankastjórahollið" einn
lax um helgina. Veiðin gekk hins
vegar mun betur hjá bændum í
Borgarfírði seinni hluta gærdags-
ólfsson viðskiptaráðherra. Finnur
viU fá upplýsingar um fimm lax-
veiðiferðir Sólons i Rangá á árun-
um 1993-1997. Búnaðarbankinn
hafði ekki skýrt ráðherra frá þess-
um veiðiferðum. Ráðherra hefur
gefið Alþingi, í annað sinn á
skömmum tíma, rangar upplýsing-
ar um laxveiði banka. -RR/aþ
ins. Ekki náðist í
Sólon Sigurðsson í
gærkvöld.
Fundur með
ráðherra
Nú í morgunsárið
mættu bankastjórar
Búnaðarbankans til
fundar við Finn Ing-
Ingvi Hrafn
Jónsson.
Reykjavíkurlistinn skipar i ráð og nefndir:
Sex nýir formenn kosnir
Nýir formenn
verða í sex þunga-
vigtarnefndum á
vegum Reykjavíkur-
borgar samkvæmt
tiUögu sem borgar-
stjóri leggur fyrir
meirihlutafund
Reykjavíkurlistans í
dag. AUmörg ný
nöfn verða einnig
meðal formanna
smærri nefnda.
Hörð átök ríkja inn-
an Alþýðubanda-
lagsins um hvort Helgi Hjörvar eða
Guðrún Ágústsdóttir verði forseti
borgarstjómar eins og greint er frá
á baksíðu DV í dag.
Hrannar bíður
Helgi Pétursson, sem er nýr borg-
arfulltrúi úr Alþýðuflokknum, mun
samkvæmt tillögunni verða formaður
í atvinnu- og ferðamálanefnd, auk
þess sem hann verður einnig formað-
ur stjómar Strætisvagna Reykjavík-
ur. Hrannar B. Arn-
arsson, óháður borg-
arfuUtrúi, sem var
kjörinn í borgar-
stjóm úr hópi fram-
bjóðenda á vegum Al-
þýðuflokksins, verð-
ur formaður um-
hverfis- og heilbrigð-
isnefndar. Áður voru
heilbrigðismálin í
sérstakri nefnd en
borgarstjóri ráðgerir
að sameina nefndim-
ar tvær i eina. Hrann-
ar verður einnig formaður nefndar
sem sér um samstarf við Kjalames
sem nýlega varð hluti af Reykjavík.
Hrannar lenti sem kunnugt er í
áföUum í kosningabaráttunni vegna
ásakana um fjármálaóreiðu og hefur
ákveðið að taka ekki sæti í borgar-
stjórn eða nefndum hennar fyrr þau
mál eru leidd tU lykta. Gert er ráð fyr-
ir að varaborgarfuUtrúi Alþýðuflokks-
ins, Pétur Jónsson, taki sæti hans á
meðan í borgarstjórn og líklega nefnd-
um sem Hrannar á að
veita forstöðu.
Framsókn sterk
Úr röðum Fram-
sóknar verður Alfreð
Þorsteinsson áfram
formaður stjórnar
Innkaupastofhunar Árni Þór: for-
borgarinnar og mennska í
Veitustofnana en hafnarstjórn.
undir þær heyrir
meðal annars bygging orkuversins
að NesjavöUum. Sigrún Magnúsdótt-
ir verður sömuleiðis áfram formaður
fræðsluráðs. Þá gegnir Guðrún Jóns-
dóttir arkitekt áfram formennsku í
menningarmálanefnd.
Nýr formaður byggingamefndar
verður Óskar Bergsson úr Fram-
sóknarflokki. Framsókn er því með
formennsku í fjórum þungavigtar-
nefndum, eða mun fleiri en nokkur
hinna flokkanna.
Nýr formaður Dagvistar
Helgi Hjörvar mun líklega verða
formaður félags-
málaráðs, jafnvel
þótt hann verði
einnig forseti borg-
arstjórnar. Guðrún
Ágústsdóttir verður
áfram formaður
skipulagsnefndar,
sem er talin mikil-
vægasta nefnd borg-
arinnar, nema svo
fari að hún verði
forseti borgar-
stjórnar. Þá mun Helgi líklega
einnig fá formennsku í skipulags-
nefndinni. Árni Þór Sigurðsson,
fyrrverandi borgarfulltrúi, sem
skipar nú tíunda sæti listans, verð-
ur kyrr í formennsku hafnarstjórn-
ar. Af hálfu Kvennalistans heldur
Steinunn Valdís Óskarsdóttir for-
mennsku í íþrótta- og tómstunda-
ráði en stalla hennar úr Kvenna-
listanum, Kristín Blöndal, verður
nýr formaður Dagvistar barna í
stað Áma Þórs.
-rt
Hrannar B.
Arnarsson:
formaður um-
hverfis- og
heilbrigðis-
nefndar.
Helgi Péturs-
son: formað-
ur SVR og at-
vinnu- og
ferðamála-
nefndar.
Kristín Blön-
dal: nýr for-
maður Dag-
vistar barna.
Stuttar fréttir i>v
Vongóður ráðherra
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra
segist vongóð um
að hjúkrunar-
fræðingar dragi
uppsagnir sínar
til baka þegar úr-
skurðað hefur
verið um nýtt
launakerfi fyrir þá innan tíu
daga. Að óbreyttu taka uppsagn-
ir hjúkrunarfræðinga gildi um
mánaðamótin og er þá fyrirsjá-
anlegt neyðarástand á sjúkra-
húsum landsins.
Kæra vegna virkjunar
Náttúruverndarsamtök íslands
hafa sent umhverfisráðherra
stjórnsýslukæru vegna úrskurð-
ar skipulagsstjóra ríkisins þar
sem hann fellst á fyrirhugaða
byggingu allt að 140 MW Vatns-
fellsvirkunar. Aðalkrafa Náttúru-
verndarsamtaka íslands er að
umhverfisráðherra ógildi úr-
skurð skipulagsstjóra rikisins en
ákveði í staðinn að ráðist veröir í
nýtt mat á umhverfisáhrifum.
Betra eldsneyti
Olíufélagið Esso hf. hefur
blandað nýjum bætiefnum í allt
eldsneyti sitt fyrir bifreiðar og
vinnuvélar. Þau eiga að stuðla
að betri endingu véla, nýta betur
eiginleika þeirra og draga úr
umhverfismengun.
Milljón vegna jarðskjálfta
Stjóm Rauða kross Islands
ákvað á fundi
sínum í gær að
leggja eina millj-
ón til hjálpar-
starfs Rauða
krossins vegna
jarðskjálftanna í
Afganistan. Þor-
kell Diego, sendi-
fulltrúi Rauða kross íslands, er
jafhframt á leið til skjálftasvæð-
anna. Enn fremur ákvað stjórnin
að taka þátt í aðstoð Alþjóða
Rauöa krossins við flóttamenn
frá Kosovo með tveggja milljóna
króna framlagi.
ísland í Öryggisráö SÞ
íslensk stjórnvöld íhuga fram-
boð til Öryggisráðs Sameinuðu
þjóöanna árið 2005 eða 2006.
Þetta kom fram, að sögn Bylgj-
unnar, í viðræðum Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra
við forseta og utanríkisráðherra
Litháens þar sem Litháar fóm
fram á stuðning íslendinga við
framboð þeirra í Öryggisráðið
áriö 2001.
Auglýsingar í rannsókn
Lögreglan í Reykjavík hefur
til rannsóknar hvort bjórauglýs-
ingar í sjónvarpi, í tengslum við
HM í Frakklandi, bijóti áfengis-
lög. Sjónvarpið greindi frá þessu
en alkunna er að bjórtegundir
séu auglýstar undir því yfirskini
að um létt öl með sama nafni sé
aö ræða.
Hættur vegna smygls
Starfsmaður Samskipa hefur
hætt störfum hjá fyrirtækinu
vegna aöildar sinnar að smygli á
4000 lítrum af sterku áfengi með
gámi en upp um það komst í
síðustu viku.
Alvarleg mistök
Pálmi Jónsson, formaður
bankaráös Búnað-
arbanka íslands,
segir að vantald-
ar laxveiðiferðir
bankastjóra Bún-
aðarbankans í
svari viðskipta-
ráðherra til Al-
þingis séu eins og
hver önnur mistök.
Lítil kjörsókn
Heildarkjörsókn í sveitar-
stjórnarkosningunum í maí var
81,98% og hefur aðeins einu sinni
verið minni síðan í kosningunum
1954. Fyrir fjórum árum var kjör-
sóknin 86,6%. -me