Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Page 13
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998
Fréttir
13
DV
Grundarfjörður:
Skuldir Eyrarsveitar
73 þúsund á íbúa
• Stangir
• Veióihjól
• Línur
• Vesti
DV, Vesturlandi:
Ársreikningar sveitarsjóðs Eyrar-
sveitar í Grundarfirði og fyrirtækja
sveitarfélagsins (Grundarfjarðar-
hafnar, Vatnsveitu Grundarfjarðar
og félagslegra íbúða) voru nýlega
samþykktir í hreppsnefnd Eyrar-
sveitar. Heildarskatttekjur sveitar-
sjóðs 1997 voru 140 millj. kr. og
hækkuðu úr 116 millj. kr. árið 1996
eða um 21%. Það samsvarar hækkun
úr 126 þús. kr. pr. íbúa árið 1996 í 153
þús. kr. pr. íbúa 1997. „Hækkunin
stafar fyrst og fremst af því að við
flutning grunnskólans frá ríki til
sveitarfélaga varð tilfærsla á tekju-
stofnum; árið 1997 er fyrsta heila
árið sem við keyrum grunnskólann,"
sagði Björg Ágústsdóttir sveitar-
stjóri. „Á móti hækka enn fremur
rekstrargjöld málaflokka nettó. Þau
voru 105,7 millj. kr. en voru 81,4
millj. árið 1996. Rekstur málaflokka
er því um 75,4% af skatttekjum 1997
og hækkar frá fyrri árum en hlutfail-
ið var 69,5% árið 1995 og 69,2% árið
1996. Skýringin er sem fyrr hið nýja
verkefni sveitarfélaganna, yfirfærsla
grunnskólans."
í fjárhagsáætlun, sem samþykkt
var í febrúar 1997, var gert ráð fyrir
um 107,5 millj. kr. í rekstrargjöld
nettó en endurskoðuð fjárhagsáætl-
Flateyringar óttast að bensínstöð verði aflögð:
Esso byggir ekki
Kjarnorkubyrgi
DV, Flateyri:
„Olíufélagið vill byggja en það
hefur ekki fengist leyfi frá ísafirði.
Þeir á Veðurstofunni treysta ekki
vamargarðinum og skipulagsyfir-
völd hafa ekki svarað bréfrun frá
Esso. Það fór fram undirskriftar-
söfnun í bænum þar sem skorað
var á Esso að koma upp nýrri
bensínstöð og ég hef þegar komið
afritum af þeim undirskriftarlista
til þingmanna okkar Vestfirðinga
og kynnt þeim málið. Þannig að
Esso hefur fullan hug á að byggja
nýja bensínstöð á Flateyri," sagði
Þórður Jónsson, umboðsmaður 01-
íufélagsins hf. á Flateyri.
Bensinstöð Esso á Flateyri eyði-
lagðist í snjóflóðinu 1995 og hefur
frá þeim tima verið í bráðabirgða-
skúr neðst í bænum sem Olíufélag-
ið kom upp eftir flóðið. Mikill ugg-
ur er nú í heimamönnum vegna
fregna sem eru að berast af hug-
myndum olíufélaganna um að
fækka bensínstöðvum á lands-
byggðinni. í litlum þorpum gegna
söluturnar veigamiklu hlutverki í
bæjarbragnum og eru oftar en
ekki miðstöðvar mannlifs á stöð-
unum.
„Það er slæmt ef ekki er hægt að
treysta þessum nýju og dýru vam-
argörðum. Esso hefur hug á að
byggja hér venjulega bensínstöð
en það verður aldrei farið út í að
byggja neitt kjarnorkubyrgi. Þetta
á að vera alveg hættulaust þegar
vont er veður og svo er hægt að
loka ef menn telja snjóflóðahættu
yfirvofandi.“ -GS
Guðlaxinn sem Hringur fékk í trolliö.
DV-Danfel
Grundarfjörður
Fengu kynjakvik-
indi í veiðarfærin
DV, Vesturlandi:
Oft koma ýmis kynjakvikindi í
veiðarfæri íslenskra fiskiskipa. Það
fengu þeir að reyna á Hring SH 135
þegar þeir fengu þennan myndar-
lega guðlax í trollið á dögunum.
Hringur er í eigu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækisins Guðmundar
Runólfssonar í Grundarfirði. -DVÓ
im gerð í nóvember 1997 gerði ráð
fyrir 108,3 millj. kr. í rekstrargjöld
nettó. Útkoman er þannig innan
áætlunar. Afkoma eftir rekstur
málaflokka er 34,4 millj. kr. Greiðslu-
byrði lána nettó var 9,6 millj. kr. og
gjaldfærð fjárfesting sveitarsjóðs var
24,3 millj. kr. Þar af fóru 3,7 millj. í
uppbyggingu á nýjum íþróttavelli og
14,5 millj. fóru í nýbyggingu gatna og
holræsa og gerð opinna svæða.
Eignfærð fjárfesting sveitarsjóðs
var 14,4 millj. kr. nettó sem fór aðal-
lega í tvö verkefni; hönnun og undir-
búning nýbyggingu grunnskóla (3,7
millj.) og í nýtt húsnæði tónlistar-
skólans (9,7 miilj. kr.). Skuldir sveit-
arsjóðs voru í árslok 1997 um 67,3
miUj. kr. eða tæp 48% af skatttekjum
ársins. Það gerir um 73 þúsund kr. á
hvern íbúa. „Sé litið til samstæðu-
uppgjörs eru heildarskuldir sveitar-
sjóðs, Grundarfj arðarhafnar, Vatns-
veitu og félagslegra íbúða 175,8 millj.
kr. og munar þar mestu um skuldir
félagslega íbúðakerfisins sem eru
rétt um 100 millj. kr. Þar af eru
reyndar 60 millj. kr. vegna nýrrar
byggingar íbúða aldraðra en kaup-
leigufyrirkomulag gerir það að verk-
um að leiga er greidd fyrir íbúðimar
sem standa á undir afborgunum
þessara lána.“
-DVÓ
Bensínstöðin á Flateyri er enn í bráðabirgðaskúr eftir að snjóflóðið
splundraði skálanum. Ekki hefur fengist leyfi til aö reisa nýja stöö á sama
staö þrátt fyrir að öflugir snjóflóðavarnargarðar hafi verið byggðir.
DV-mynd GS
Hornsófatilboð
Einlit áklceði
ml óhreinindavörn
295 cm
I-------------------------1
Hornsófi með
innbyggðu gestarúmi
SUÐURLANDSBRAUT 22
S: 553 6011 & 553 7100
116.800
St.gr
295 cm
Kúm
140x195 cm
Jjölbreytt
litaúrval