Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Qupperneq 25
onm fMfil ?.[ U;th; r\irU M / MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Hatar þú Bill Gates? - yfir þusund heimasíður af Bill Gates-gríni Litli maðurinn með flöskubotnagleraugun, sem varð stór, stærri, stærstur og sigraði heiminn, á undir högg að sækja á öllum víg- stöðvum þessa dagana. I rétt- arsalnum er hann sakaður um einokun og kúgun af sjáifri ríkisstjóm Bandaríkj- anna - ekki beinlínis heppi- legasti aðilinn til þess að deila við, og á Netinu keppist fólk við að opna heimasíður sérstaklega tileinkaðar því að ata nafh hans auri og gera hann að athlægi. Bill Gates hefúr hin síð- ustu misseri sætt mikilli gagnrýni fyrir að bera ekki hag viðskiptavina sinna fyrir brjósti. Andstæðingar hans halda því fram að Gates láti stjómast af græðgi og svífíst einskis til þess að maka krók- inn. Á heimasíðunum er að fmna m.a. safn neyðarlegra tilvitnana í Bill Gates er út- mála hann sem vægast sagt vitgrannan einfeldning en ekki ofurmennið sem flestir álíta hann. Á einni þeirra er því haldið Bill Gates var varla búinn að sleikja rjómann framan úr sér þegar óvinir hans sáu sér leik á borði og ... fram að Bill Gates hafi árið 1981 fullyrt að 640 K myndi vera nægt minni fyrir hvem sem er um ókomna tíð. Eins og gefur að skilja kannast hann ekki við að hafa sagt þetta en hinir sitja fastir við sinn keip. Gates og rjómatertan Microsoft-brandarar em að sjálf- sögðu einnig í boði: „Hvað þarf marga Microsoft-verkfræðinga til þess að skrúfa í eina ljósapera? - Engan, þeir innleiða bara myrkur í bransann." Sýnist sitt hverjum um ágæti þessara brandara en eitt er víst: Þeir þjóna til- gangi sínum ágætlega - veita bitrum Micrsoft-höturum smáútrás og ljós í annars dökka tilvera. Ef brandari um Bill Gates, sama hversu lélegur, er ljóstíra hjá fjendum hans þá er ekki ofsagt að fýrr á þessu ári, í byrjun febrúar nánar tiltekið, hafl þeir fengið ofbirtu í öfúndaraug- un. Þá gerði nefnilega belgískur rithöf- undur, Noel Godin, bragð úr ellefta boðorðinu og þeytti ijómatertu í höfuð Gates þegar hann gekk í hægðum sín- um út úr tónleikahöll i Brassel. Godin þessi skrifaði einmitt bókina Þeyttur rjómi og refsing en óhætt er að ftdl- yrða að kökukastið hafi fært höfúndin- um meiri frægð en ritsmíðin. Godin þessi hefur nú verið tekinn í guða tölu af Gates-höturum og má finna við hann viðtöl á ýmsum stöðum á Netinu (annars staðar á síðunni era nokkur netföng tengd Gates). Einnig er hægt að fara í alls konar leiki þar sem mark- miðið er að fleygja kökum af öUum stærðum og gerðum í Gates auk þess sem tU er ókeypis skjávari með sama þema. Gates sem Pacman TU era fleiri Gates-leikir. Hinn sí- vinsæli leikur Misþyrmum moldvörp- unni, þar sem markmiðið er að slá moldvörpuhausa aftur niður í holur sínar, hefur verið lagaöur að Gates og vakið mUda lukku. Hinn gamU, góði Pacman hefur einnig snúið aftur sem Gates. Hann gleypir nú peningasekki og ráfar um réttarsali á miUi þess sem hann rabbar við fjölmiðla. Aðrir leikir era ofbeldisfyllri, t.d. snýst einn leikur um að slá höfúðið af aumingja Gates í sem fæstum höggum og annar um að henda í hann dartpUum. Stóð ekki ein- hvers staðar að ekki mætti slá fólk með gleraugu? Aðrar síður era beittari í sínu gríni á Gates. Á þeim er m.a. íjaUaö um at- vikið á tölvusýningunni Com- dex í apnl þegar BUl Gates ætlaði að kynna nýjasta af- sprengi Microsoft, Windows 98 sem átti að sigra heiminn. En kerfið fór bara ekki í gang og Gates bætti gráu ofan á svart með aulalegri athuga- semd á þá leið að þetta væri skýringin á því að Microsoft hefði ekki enn þá sett kerfið á markað. Einnig er endalaus umfjöUim um lagaflækjur og - króka tengda ásökunum á hendur Microsoft um einok- un og kúgun á hugbúnaðar- markaðnum. Meira að segja hefur harðsvíraður húmoristi komið upp netsíðu sem ber yfirskriftina Microsoff. Þar er snúið út úr slagorðum Microsoft og þau útlögð á versta veg í samræmi við álit þessa netverja á risanum. Að- alslagorð fyrirtækisins, Where do you want to go today, er tU dæmis hjá Microsoff þannig: Where do we want you to go today? Fyrirþá allra biluðustu... Fyrir tölufikla er svo tU Auðklukka Gates þar sem kemur fram að Gates þénar næstum 3000 doUara á sekúndu og á litla 47 miUjarða fyrir. Úlitið er þó ekki alsvart fyrir BUl Gates. Hann á sér sína málsvara þó að þeir kjósi að tjá stuðning sinn á óvenjulegan hátt. Einn þeirra hefúr sett upp heUa vefsíðu honum tU máls- bóta, að kaUa, a.m.k. sé miðað við ófræginguna annars staðar á veöium. Þessi síða ber yfirskriftina Ég hata Hanson meira en ég hata BiU Gates og getur Gates huggað sig við það að þama hefúr hann loksins eignast þján- ingarbræður. Meira að segja þrjá. Þeir allra hörðustu, sem líta á Gates sem holdgerving hugbúnaðardjöfuls- ins, geta auðvitað líka fengið eitthvað nógu geðveikislegt við sitt hæfi: vúdú-dúkku af Gates. Nákvæm eftir- mynd, íklædd einni af haUærislegu peysunum sínum, með skrýtnu klipp- inguna og gleraugun. Svo nú getur Gates-hatarinn skemmt sér við að stinga títuprjónum í nefið á BiU litla og reynt að hugsa ekki um það að á meðan græðir Gates nógu mikið tU þess að geta keypt sér nýtt. -fin Tölvuógnanir aðeins „fræðileg" hætta - segja vísindamenn og saka stjórnvöld um hræðsluáróður SífeUt berast fregnir af tölvuribböld- um sem bijótast inn í tölvur banka og fyrirtækja, jafnvel stjómvalda úti í hinum stóra heimi og valda þar usla. Oftar en ekki er þetta gert tU gamans og þrjótamir bara að hlaða undir og fóðra sitt persónulega egó með innbrot- inu, samanber Boris og FBI-leikinn hans í James Bond-myndinni Gold- eneye. En hvað ef tUgangurinn væri öUu ískyggUegri? Það er stóra spum- ingin sem valdið hefúr mönnum kvíða og jafnvel ofsahræðslu. Skemmtana- iðnaðurinn hefur líka gert sitt tU þess að ýta undir þennan kviða með mynd- um og skáldsögum um tölvuþrjóta sem brjótast inn í tölvimet einhvers kjarn- orkuveldisins og halda heiminum í gislingu. Nú hafa sérfræðingar á þessu sviði gengið fram fyrir skjöldu og sagt okkur að slaka á - hættan sé frekar fræðUeg en raunveruleg og fyrst og fremst tU í ofvirkum heUum „hoUý- vúdskra" handritaskrifara. Svo við getum andað léttar. En það sjónarmið hefur einnig komið fram að stjómvöld séu kannski ekkert aUt of hrifin af því að þessari nútímagoðsögn sé komið fyrir kattamef. Verslun á veraldarvefnum hefúr aukist gífurlega á síðustu árum og það hefur reynst stjómvöldum hvar sem er þrautin þyngri að komast yfir sinn skerf af kökunni, þ.e. aUur gangur er á hvem- ig skattar af þessum viðskiptum skUa Að sögn sérfræðinga er raunveruleg hryðjuverkasfarfsemi miklu raunhæfari og meira aökallandi hætta en svokölluö tölvuhryöjuverk. sér í ríkiskassann. Áhyggjur af hugs- anlegum glæpsamlegum notum af vefhum gætu nefnUega veitt stjóm- völdum afsökun tU þess að fylgjast bet- ur með því sem þar fer fram og stinga sínu stóra nefi í fleiri staði en annars væri mögulegt. Þetta stóra EF er þeirra helsta röksemd og þau hafa ým- islegt tU síns máls því að vissulega er ekki hægt að útUoka neitt og allra sist í tölvuheiminum þar sem framfarimar era svo örar að næstum ómögulegt er að fylgjast með. Að sögn Peters Sommers hjá Lon- don School of Economics er rétta orðið tíl að lýsa þessari ógn og líkunum á að hún verði að veruleika „fræöUegur": „TU þess að brjótast inn i stórt tölvu- kerfi þarf viðkomandi að vita hvemig það virkar, hvaða öryggisafrit era tU staðar og fleira. Hann myndi þurfa mjög miklar upplýsingar og meira að segja bandamann á staðnum sjálfum sem kynni að skrUa kóta og koma hon- um fyrir inni í kerfinu. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki hægt en það er mun minni fyrirhöfn að koma bara fyrir sprengju!" Sérfræðingar telja einnig að kerfum þar sem minni vamir eru tU staðar en t.d. hjá herjum og stjómvöldum séu mun meiri hætta búin af þessum „tölvuterrorisma". Þeir nefna sem dæmi samgöngufyrirtæki, lesta- og flugfélög og símafyrirtæki. Með tölvu- árásum á slík fyrirtæki sé hægt að valda gifurlegu tjóni og öngþveiti. Nýlega var haft eftir Clinton Banda- rUíjaforseta að vestrænum löndum stæði sífeUt meiri ógn af tölvuþrjótum en vísindamenn á borð við Ross And- erson hjá tölvudeUd Cambrigde-há- skóla segja þetta vera hræðsluáróður. „Þetta er einfaldlega tilraun yfirvalda tU þess að ná stjóm yfir rafrænum við- skiptum. Þau era að reyna að koma á kerfi þar sem fólki sé skylt að gefa upp dulmálslyklana að tölvukerfum sínum á grundveUi þessarar útblásnu hættu. Það er aUt og sumt.“ -fin 37 I^ListasmiQjan kenmtlkMs Höfiim flutt starfseud olckar úr Hafitarfirði í Skeifuna 3a Reykjavík. Verið veTkomin SktifamSa /lýtt Skeifan 3a 108 Reykjavik Sími: 588-2108 15. júni SVARTUR tO.júnf SPUR 16. Júnf PAPAR opið til kl. 03.00 20. fúni SPUR 17. júni MILLER-TIME PAPAR A ,21, júnl DÚNDURFRÉTTIR 18. júni MILLER-TIME SSSÓL SMIRNOFF www.smirnoff.com ^úökaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. iiiatjðld - veislutjðld- < SkÍDU ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. aleigcs sgcáta ..með skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 - 31. útdráttur - 28. útdráttur - 27. útdráttur - 25. útdráttur - 20. útdráttur -16. útdráttur -13. útdráttur -12. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CHÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.