Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Side 10
10 menning____________________________________________________________ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 JjV
ÍÆgir með bestu smá-
söguna
Úrslit liggja fyrir í smásagna-
keppni Vikunnar. Tæplega 200
Ismásögur bárust í keppnina og
hafði dómnefndin því mikið
verk að vinna, en hana skipuðu;
Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf-
undur, Þórarinn Eldjám rithöf-
undur og Sigríður Arnardóttir,
ritstjóri Vikunnar.
Sigurvegari keppninnar er
Ægir Hugason úr Reykjavík, en
1 verðlaunasmásagan í útlöndum
I er ekkert skjól er fyrsta smásaga
Ehans. Ægir hlaut að launum
tveggja vikna ferð til Portúgals
með Úrval-
Útsýn.
í öðru
sæti varð
Guðmundur
Ólafsson,
leikari og
rithöfundur,
en Gerður
Kristný, rithöfundur og ritstjóri,
lenti í þriðja sæti.
ÍSævarreið á Rás eitt
Flutningur gamalla leikrita
1 hefur notið mikilla vinsælda
I hlustenda rásar 1 í sumar. Alla
| miðvikudaga kl. 13.05 eru flutt
1 leikrit í fullri lengd í leikritaröð-
I inni Minningar í
I mónó. í dag verður
I flutt verk sem
frumflutt var árið
1964, Sævarreið eft-
I ir J.M. Synge i þýð-
ingu Bjarna Bene-
diktssonar.
ÍLeikendur era
ekki af verri end-
1 anum, Helga Val-
| týsdóttir, Arnar Jónsson, Helga
Bachmann, Margrét Guðmunds-
[ dóttir, Baldvin Halldórsson, Brí-
| et Héðinsdóttir og Sigríður
| Hagalín. Leikstjóri er Thomas
McAnna. Sævarreiö verður end-
I urflutt næstkomandi laugardags-
> kvöld.
Gallerí á Akranesi
? Fyrir skömmu opnaði Bjarni
i Þór Bjarnason myndlistarmaöur
: gallerí og vinnustofu að Skóla-
É braut 22 á Akranesi. Bjarni Þór
í? er kunnastur fyrir minnismerk-
ið um Þorgerði Brák sem er í
I Borgamesi og minnismerkið um
I hafmeyjarslysið sem er við
> gamla vitann á Akranesi. í gall-
| eríinu verða til sýnis og sölu
> :? vatnslitamyndir, olíumálverk og
; grafík, auk skopmynda Bjama
1 sem hafa vakið mikla athygli og
1 era orðnar vinsælar gjaflr við
Iýmis tilefni. Að sögn Daníels,
fréttaritara DV á Akranesi, þá
þarf fólk ekki annað en að koma
með mynd af manni og segja lít-
| illega frá persónuleika viðkom-
I andi, þá teiknar Bjarni skemmti-
lega skopmynd á svipstundu.
„Við ætlum að gera tilraunir með
það að vinna liti úr jarðefnum. Við
erum búin að vera að safna efni og ég
verð að segja að það kemur mér mjög
á óvart hvað fjölbreytnin er mikil.“
Þetta segir Dröfn Friðfinnsdóttir
myndlistarmaður en hún hefur
ásamt hópi listamanna opnað sýn-
ingu, sem ber yfírskriftina Alþjóðleg-
ir listadagar, í tengslum við Lista-
sumar á Akureyri. Sýningin hefst í
Deiglunni en sameiginleg vinnustofa
listamannanna verður á jarðhæð Ket-
ilhúss.
Hópurinn hittist í Litháen fyrir ári
en hann samanstendur af átta lista-
mönnum frá fjórum löndum,
Hollandi, Danmörku, Litháen og Is-
landi. Auk Drafnar eru Laufey Páls-
dóttir frá Akureyri og Kristín Geirs-
dóttir úr Reykjavík fulltrúar íslands í
hópnum.
„Við ætlum að hafa samsýningu,
eða nokkurs konar kynningu verka
sem listamennirnir voru með í
farteskinu en einnig ætlum við að
vinna á sameiginlegri vinnustofu til
nítjánda ágúst. Þar koma jarðefnin,
sem við höfum verið að safna, til sög-
unnar,“ segir Dröfn. „Við höfum
safnað leir og í stuttu máli öllu því
sem gefur lit á pappír en litirnir geta
verið allt frá gulu og upp í svart. Það
veröur örugglega dálítið misjafnt
hvernig hvert okkar nýtir sér efnin.
Sumir nota þau líklega sem þurrkrit
en aðrir blanda efnin með línolíum,
þurrkefnum og því sem við á til þess
að efnin verði eins og oliumálning.
Síðan ætlum við að gera tilraun sam-
hliða þessu með það að setja vax í lit-
inn. Á laugardag og sunnudag verð-
um við svo með opið hús fyrir alla
sem hafa áhuga á því að sjá hvernig
okkur miðar.“
Þegar Dröfn er spurð að því hvem-
ig gangi að vinna með fólki sem mað-
ur þekkir ekki mikið þá segir hún að
listamennimir hafi náttúrlega
kynnst þessa viku sem þeir voru í
Litháen en auðvitað reyni á
hvern og einn, eins og alltaf þegar
um hópstarf er að ræða.
„Þó að þetta fólk sé einstaklega
þægilegt í viðkynningu á örugg-
lega eftir að reyna á samstarfið en
það er ekki ástæða til þess að
kvíða því. Það er ekkert okkar sem er
svona „illa sérstakf ‘ eins og oft er sagt
að listafólk sé,“ segir Dröfn og hlær.
„Þetta eru reyndir listamenn með
langan sýningaferil að baki og era því
mjög vinnuvanir þó að ég viti ekki ná-
kvæmlega hversu vel þeir eru þekktir
í sínum heimalöndum."
Þegar talað er um vinnuvana lista-
menn þá ætti Dröfn Friðfinnsdóttir að
teljast vön en hún tók við titlinum
bæjarlistamaður á Akureyri nú í byrj-
un ágúst. Dröfn segist verða á launum
þetta ár og geta þar af leiðandi helgað
sig myndlistinni. Áður hefur hún unn-
ið hlutastarf hjá Akureyrarbæ en nú
verður hún að breyta aðeins um takt
því að samfara verðlaununum er ekki
ætlast til þess að hún stundi launaða
vinnu. Að sumu leyti segist Dröfn þó
sakna vinnunnar því það hæfi henni
vel að vinna með öðrum en hún segist
líta á titilinn sem mikinn heiður, sér-
staklega eftir að hún fór að finna fyr-
ir jákvæðum viðbrögðum fólks.
Dröfn segist enn fremur finna að til-
raunirnar með jarðefnin veki áhuga.
„Með þessu eram við að brjóta upp
hefðir og venjur. Við erum afltaf að
vinna með olíuliti, sömu túpurnar og
sama dótið og það er skemmtilegt ef
sýningin verður til þess að einhver af
okkur, eða jafnvel einhver sýningar-
gesta, heldur áfram að gera tilraunir
með ný efni í framtíðinni."
Frá Varena í Litháen,
þar sem hópurinn
hittist fyrst.
Listasumar á Akureyri:
Jarðefnin nýtt
til listsköpunar
Hlfinningaríkir Færeyingar og
klámfengnir kirkjugarðsverðir
Nýlega kom út áttunda hefti tímaritsins And
blæs. Ritstjóri þess er Magnús Gestsson, sá
er fyrrum nefndi sig Magnúx
Gezzon og orti ljóð.
í ritinu gefur
að líta myndlist- ^
argaUerí, smásög-
ur, þýðingar, ljóð
og langt viðtal við
rithöfundinn Bjarna
Bjamason, þann sem
skrifaði bókina End-
urkoma Maríu. Við-
talið er stórskemmti-
legt og það allra ffam-
bærilegasta í þessu hefti
Andblæs. Bjami tjáir sig
um rithöfunda, gfldi til-
nefninga til verðlauna og
fleira auk þess sem hann
rifjar upp sögur úr æsku
sinni með eftirminnilegum
hætti. Til dæmis segir hann
frá því þegar hann var í sveit,
fékk vondan mat og lá undir
grun um að ætla að keyra nið-
ur kornabarn á traktor. Þá segir n
hann að pár hans í dagbók hafi I
bjargað sér, því að heimilisfólkið ’
las dagbókina, komst að því að
honum var misboðið og allt varð
betra eftir það. Þetta er dæmisaga
um það hvemig fólk getur grætt á
skrifum sínum.
Gaflerí Andblær hlýtur að
teljast nýjung í tímaritum af
L þessari gerð. Galleríið rúmar
einar átta myndir eftir jafn-
marga listamenn og augljós
sú viðleitni ritstjórnar að
gera ritið þannig úr garði
að það rúmi sem flestar
listgreinar og form bók-
menntanna.
Þannig eru einnig
þýðingar í Andblæ.
Þetta eru þýðingar á
færeyskum ljóðum
Tórodds Poulsen,
Martins Næs, Odd-
fríðs Marna
Rassmussens og
Jóanesar Nielsen.
Ef einhver hefur
efast, þá gefa
þessi ljóð tilefni
til þess að ætla
að Færeyingar
i séu mjög
| næmir á til-
—- finningar og
skrambi góð skáld.
Þýðingar hljóta að vera unn-
ar af ritstjóm, annað er ekki tekiö
fram, en mikið er skemmtilegt að fá að lesa
kveðskap frænda okkar í riti af þessu tagi.
Ljóð íslenskra skálda eru einnig í Andblæ.
Nokkur ljóðskáld eru vel þekkt og önnur minna
eins og gengur. Af þekktari skáldum má nefna
Jóhann Hjálmarsson og Eyvind P. Eiríksson og
ljóð þeirra sem eru hlýleg og fógur og bera
þroska höfundanna vitni. Steinar Bragi, ungur
kirkjugarðsvörður, fær birt fjögur ljóð.
Eitt þeirra er klám og svívirðingar út í
gegn og ég get ímyndað mér að jafnvel
harösviruðustu neðanjarðartöffarar fái
verk fyrir brjóstið. Gaman væri að birta
tilvitnun ef DV væri ekki fjölskyldublað.
Af smásögum má nefna söguna Úr ap-
ótekinu og heim, ferðasögu eftir Aðal-
stein Svan Sigfússon, sem betur er þekkt-
ur sem ljóðskáld, og Hrossasögu eftir
Hjörvar Pétursson. Sagan Karlmenn eru glæpa-
menn!! eftir Evu Heiðu Önnudóttur vekur at-
hygli, en í stuttu máli sagt fjallar hún um það að
karlmenn eigi undir högg að sækja í þjóðfélaginu
og verði örugglega bráðum getulausir af hræðslu
og samviskubiti vegna stöðugra ofsókna af hálfu
kvenvarga. Leiðinlegt ef sú spá reynist rétt.
Ég veit ekki hvort skal kalla tímaritið Andblæ
einhvers konar neðanjarðartímarit. Um leið og
jarðvegur virðist góður fyrir slíkar skilgreining-
ar, þá rekur maður augun í eitthvað sem afsann-
ar það með öllu. Það er heldur engin ástæða til
þess að vera með skilgreiningar af því tagi. Ritið
er skemmtilega fjölbreytt og sumt er gott og sumt
er slæmt. Svona eins og lífið sjálft.
Halla Har sýnir í Ed-
inborg
Nú stendur yfir listahátíð í
Edinborg í Skotlandi, þar sem ís-
~ lensk listakona er þátt-
takandi. Þetta er Halla
Har mynd- og glerlista-
kona, sem sýnir í Gall-
erí Kunst í Stocbridge
dagana 7. til 29. ágúst. Á
sýningunni verða bæði
figurativ og abstrakt ol-
íumálverk, öll unnin á
þessu ári. Halla Har hef-
ur haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum bæöi
hér heima og erlendis.
í ágúst stendur einnig yfir
sýning á mynd- og glerverkum
Höllu í Eldborg, húsi Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi. Sýning-
in er opin laugardaga og sunnu-
daga frá kl.10-16.
Umsjón
Þórunn Hrefna