Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 11 ) Óánægja með nýtt búnaðargjald: Engin reglugerð - bændur rukkaðir engu að síður Óánægju hefur gætt meðal F bænda vegna hins nýja búnaðar- ) gjalds sem nú er innheimt í fyrsta skipti í stað sjóðagjalds áður. Að sögn bænda átti gjaldið að haldast svipað en dæmi eru um allt að helmingshækkun. Reglugerð um sundurliðun gjaldstofna, sem kveðið er á um í lögum um bún- aðargjald, hefur ekki verið sett. Þá þykir ósanngjarnt að það er innheimt áður en tekjur, sem ' standa sem stofn gjaldsins, hafa ^ skilað sér að fullu. * Stofninn of hár „Fyrirframgreiðsla búnaðar- gjalds vegna álagningar 1999 er innheimt á fimm gjalddögum, 1. ágúst til 1. desember þessa árs. Telji menn það of hátt á að fá leið- réttingu með framtalinu í vor með endurgreiðslu eða lægra gjaldi næsta ár. Þetta er mjög ? óhentugt ef álagningin er ósann- ) gjöm og menn kæra ekki eða átta sig ekki á því,“ segir Unnsteinn ’ Eggertsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. „Búnaðargjaldið var tekið upp í janúar. Þá var fellt niður búnað- armálasjóðsgjald, framleiðslu- ráðsgjald og neytenda- og jöfnun- argjald. Okkur sýnist fljótt á litið að stofn skattsins sé ekki alveg réttur. Garðyrkjubændur eru til dæmis að mörgu leyti í smásölu líka. Menn framleiða og selja sjálfir út af stöðvum sínum. Ef við skiptum framleiðslunni í þrjú stig, frumframleiðslu, heild- sölu og smásölustig, á veltan úr framleiðsluhlutanum að vera stofninn til búnaðargjalds. Okkur sýnist hann vera mikið hærri. Hugsalegt er að öll veltan sé tekin og þar innifalin sé einhver smá- sala og jafnvel eitthvað annað sem er alls ekki búnaðargjalds- skylt,“ segir Unnsteinn. Engin reglugerð í orðsendingu sem Virðisauka- skattsskrifstofa ríkisskattstjóra sendi nýlega út vegna búnaðar- gjaldsins segir meðal annars að reki búvöruframleiðandi aðra starfsemi beri að halda henni að- greindri i bókhaldi. Á framtali til búnaðargjalds eigi að sundurliða gjaldstofna eftir búgreinum, sam- kvæmt reglugerð. Þessi reglugerð hefur ekki verið sett. Bændur eiga þannig að sundurliða rekst- urinn samkvæmt reglugerð sem ekki er til. „Ef sauðfjárbóndi framleiðir hey og selur það hestamönnum vakna ýmsar spurningar. Er það smásala fyrst heyið fer í endan- lega notkun hjá hestamanninum? Ef hann keyrir heyið í bæinn á þá að leggja búnaðargjald á akstirn- inn? Bóndinn er hugsanlega með skólaakstur sem hann færir inn á landbúnaðarframtalið og svo framvegis. Prósenta búnaðargjaldsins er næstum heilu prósenti lægri en sjóðagjaldsins. Gjaldstofninn á að vera sá sami eða því næst. Því hlýtur að vera eitthvað bogið við framkvæmdina," segir Unn- steinn. - -sf Djúpivogur: Ljómar í Löngubúð ; DV, Djúpavogi: • Nú í vor gekkst Kvennasmiðjan á Djúpavogi fyrir hugmyndasam- keppni um minjagrip fyrir Djúpa- vogshrepp. Var megintilgangur keppninnar að efla handverksiðn- að á Djúpavogi, auk þess að auka úrval minjagripa sem minna mættu á staðinn. Veitt voru verðlaun fyrir tvo Glerlistaverk eftir Unni Jónsdóttur á Djúpavogi. Glerplatti af Bú- landstindi. DV-myndir Hafdís flokka: 1. verðlaun í flokki minjagripa unninna úr ull hlaut Kristrún Jónsdóttir á Djúpavogi, fyrir vett- linga með hreindýramynstri. 1. verðlaun fyrir minjagripi unna úr öðru efni hlaut Unnur Jónsdóttir á Djúpavogi, fyrir gler- listaverk, glerplatta af Bú- landstindi. Kvennasmiðjan mun sjá um sölu minjagripanna í verslun sinni i Löngubúð þar sem þær reka einnig kaffihús. Auk þess að selja handverk og bakkelsi hafa þær til sölu vörur frá Kraftlýsi á Djúpavogi. Einnig er vert að minna á Ráð- herrastofu Eysteins Jónssonar frá Hrauni og safn Ríkarðs Jónssonar frá Strýtu, í Löngubúð. Spil Ríkarðs, skreytt íslenska höfðaletrinu og myndum eftir hann, fást nú hjá þeim kvenna- smiðjukonum, handverk sem vert er að eignast. Rikarður var fjölhæfur lista- maður og ætla ég að enda þessi orð með ljóði sem kemur upp í hugann er horft er á Búlandstind- inn sem nú er kominn í gler, handverkið hennar Unnar í Þing- hól! Búlandstindur brúnahvass, brýnir í skýjum nöf. Eins og gamall gylfi, gnœfir’ann yfir höf. -HEB Verðlaunavettlingar Kristrúnar. Fréttir Fyrsta húsið sem Loftorka er að byggja er risið í Hamravík, nýju hverfi í Borgarnesi. DV-mynd Daníel Mikið byggt í Borgarbyggð Fyrstu húsin eru nú að rísa hjá Loftorku i Hamravík i nýju hverfi í Borgarnesi. Fyrirhugað er að byggja átta hús með sextán íbúðum og hafa þegar verið seldar þrjár íbúðir," sagði Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri. DVÓ árum. Gabrietf (höggdeyfar) QSvarahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 DV, Vesturlandi: Það er mikið byggt um þessar mundir í Borgarbyggð, að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra. Margir byggingarverktakar hafa fengið úthlutað lóðum og nú eru 20 íbúðir í smíðum, aðallega í parhús- um. Einnig hefur verið byggt tölu- vert af atvinnuhúsnæði, bæði versl- unar og þjónustuhúsnæði, svo og iðnaðarbyggingum, þannig að það er líflegt þessa dagana í atvinnu- starfseminni. „Ég tel að það sé margt sem hefur áhrif á þessa þróun. Þar má nefna lækkun gatnagerðargjalda og all- mikla lækkun á hitaorku, Við höf- um lækkað verulega gjaldskrá Hita- veitu Borgarness með endurskipu- lagningu sem hófst fyrir nokkrum INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frfkirkjuveql 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Síml 552 d8 0(f- Fax 562 26 16 - Netfang: 1si!©rvk.is UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í smíði verkpalla fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur, byggingu E. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 20. ágúst 1998, kl. 11.00, á sama stað. bgd 87/8 Milljónatugir í pottinum Tippaðu í tíma náðu svo í vinninginn eftir helgi! ef þú spilar til að vinna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.