Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: tSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sinnuleysi samborgaranna
Nauögun ofbeldismanns á varnarlausri konu í
vegarkanti fjölfarinnar umferöargötu dregur upp dökka
mynd af íslensku samfélagi. Fjölmörg vitni voru að
glæpnum. Augljóslega var hægt aö koma í veg fyrir
hann. En enginn lagði á sig að aðstoða fórnarlambið.
Atvikið á Reykjanesbrautinni gefur ríkt tilefni til að
staldra við og spyrja: Á hvaða leið erum við? Hvert
stefnir þjóðfélag þar sem vegfarendur leggja lykkju á leið
sína fram hjá vamarlausum einstaklingi sem berst upp
á líf og dauða við árásarmann?
Málsatvik eru sérstök. Glæpurinn var ekki framinn að
húsabaki. Hann var ekki framinn í skjóli nætur. Hann
var þvert á móti framinn í augsýn flölda manna sem
hefðu hæglega getað stöðvað tilræðismanninn. En
sinnuleysi eða síngimi varð ofan á.
Þegar fómarlambið gat slitið sig lausa og hlaupið út á
götuna í leit að hjálp, aurug og illa til reika, datt engum
í hug að stöðva bílinn og aðstoða hana. Aðvífandi
ökumenn sveigðu meira að segja hjá og leyfðu
árásarmanninum að halda óáreittum áfram!
Glæpurinn var svo hrottalegur að lögreglumaður telur
hann harkalegustu nauðgunarárás sem rekið hefur á
flörur hans á hartnær fhnmtíu ára starfsferli. Er nema
von að menn spyrji: Em dagar miskunnsama
Samverjans taldir á íslandi samtímans?
Aðeins eitt fjölmargra vitna gerði lögreglunni aðvart
um átökin. Aðeins einn af tugum manna sem óku fram
hjá! En aðvörunin kom of seint. Skaðinn var skeður.
Eftir situr kona í sárum sem er ekki aðeins fórnarlamb
ofbeldis heldur líka sinnuleysis samborgaranna.
Til skamms tíma vom samhjálp og samkennd með
náunganum eitt af aðalsmerkjum hins örsmáa samfélags
okkar. Fólk fann til með öðrum og lagði á sig erfiði til að
hjálpa þeim sem lentu í erfiðleikum. Það brást ekki
sjálfsagðri skyldu gagnvart náunganum.
En tímamir em að breytast til hins verra. Fálæti
gagnvart öðrum ryður sér til rúms. Menn leggja sjálfa sig
ekki lengur í hættu til að hjálpa öðrum. Hluti af
skýringunni kann að liggja í því að harkalegt ofbeldi
færist í vöxt og menn óttast um eigið skinn.
Slíkur ótti kann að vera mannlegur þó ekki sé hann
geðslegur. Hann skýrir hins vegar ekki hvers vegna
aðeins eitt vitni af flölmörgum hafði fyrir því að láta
lögregluna vita af verknaðinum. Skeytingarleysið á sér
aðrar og ósýnilegri rætur.
Mannleg samskipti em að breytast. Maðurinn lifir á
öld hraðans þar sem tengsl hans við aðra menn verða
sífellt lausari og yfirborðskenndari. Hann lifir eftir
settum reglur yfírvalda og er orðinn vanur því að það
séu aðrir en hann sem bera ábyrgð á umhverfinu.
Smám saman er það því orðið hlutskipti annarra,
lögreglu og yfirvalda, að skakka leikinn þegar leikreglur
samfélagsins eru brotnar. Ábyrgðin á náunganum hefur
færst yfir á ópersónulegt kerfi. Við skynjum ekki lengur
að ábyrgð okkar nái út fyrir nánustu fiölskyldu.
Þessa þróun, sem gætir í enn ríkari mæli í stórborgum
útlandanna en hér, þarf að brjóta niður. í nútíma-
samfélagi, þar sem glæpir em daglegt brauð, hvílir
grunnurinn að víðtæku öryggi borgaranna á því að
almenningur sé á verði og vinni saman.
Samfélag virkar ekki nema með virkri þátttöku
borgaranna. Við þurfúm að verja hvert annað og getum
ekki vísað ábyrgðinni alfarið yfir á lögreglu og kerfið.
Við gætum öll lent í sporum konunnar á Reykjanes-
brautinni. Össur Skarphéðinsson
Greinarhöfundur segir þessa „sterku" rfkisstjórn með 40 þingmenn á bak við sig ekki bara hafa gefist upp við
að mæta útgjaldavextinum heldur valdi honum að verulegu leyti sjálf.
Ríkisfjármál
í uppnámi
óvæntar tekjur - en það
dugar ekki til. Útgjöldin
vaxa hraðar. Og í stað-
inn fyrir að takast á við
útgjaldavandann grípur
ríkisstjórnin til þess
ráðs að fjármagna eyðsl-
una með eignasölu.
Þessi „sterka“ ríkis-
stjóm með 40 þingmenn
á bak við sig hefur ekki
bara gefist upp við að
mæta útgjaldavextinum
heldur veldur honum
að verulegu leyti sjálf
með fjáraustri í gælu-
verkefhi; fjölgun og
stækkun sendiráða,
endurbyggingu stjórn-
arráðshúss, þátttöku í
dýrum heimssýningum
og viðlíka. Út af fyrir
—
„Þótt jafna megi reikninginn á
næsta árí með eignasölu upp á
ellefu þúsund milljónir króna
hvað hyggjast menn þá gera
næsta ár á eftir þegar eldurinn
sprettur fram að nýju?u
Kjallarinn
Sighvatur
Björgvinsson
alþm. og formaður
Alþýöuflokksins
í umræðunum um
fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar um
sölu Landsbanka ís-
lands hf. til erlendra
aðila er eitt mikil-
vægt atriði sem hlot-
ið hefur litla utnfjöll-
un. Það er hvers
vegna ríkisstjóm-
inni bráðliggur svo
á. Fjármálaráðherra
og utanríkisráð-
herra hafa þó báðir
nefnt ástæðima.
Samt virðist hún
hafa farið fyrir ofan
garð og neðan í um-
fjöllun um málið.
Skýringar beggja
ráðherranna era
þær að án umfangs-
mikillar sölu ríkis-
eigna náist ekki
jöfnuður í ríkis-
rekstri. Utanríkis-
ráðherra hefur sagt
að til þess aö tekjur
ríkisins nái að mæta
útgjöldum þurfi að
selja ríkiseignir fyr-
ir 11 miUjarða króna
þegar á næsta ári.
Hvað er •maðurinn
að segja? Hann er að segja að ríkis-
útgjöldin séu í slíkum vexti að ekki
sé unnt að mæta þeim nema með
sölu verðmætra eigna ríkisins.
Eyðsla og óráðsía
Hvemig má það vera? Löngu
samdráttarskeiði er lokið og ríkis-
tekjur era í öram vexti. Heildar-
launatekjur landsmanna hafa stór-
aukist og þá um leið tekju- og
launaskattar til ríkissjóðs og
sprenging hefur orðið í verslun og
viðskiptum, ekki síst vegna ört vax-
andi innflutnings, m.a. á dýrum,
varanlegum neysluvörum. Vöra-
skiptajöfnuöurinn við útlönd er
orðinn hrikalega neikvæður svo
veldur áhyggjum. Af öllu þessu fær
ríkissjóður hins vegar miklar og
sig þörf og góö verkefni en fjár-
munimir til þess að greiða kostn-
aðinn eru ekki til. Nema með þvi
að selja eignir.
Olía á eld
Ýmis ummæli ráðherranna í
þessu sambandi era með ólíkind-
um. Þannig hefur t.d. utanríkisráð-
herra látið hafa eftir sér að sala á
meirihlutaeign ríkisins í Lands-
banka íslands til SE-bankans í Sví-
þjóð sé til þess fallin að draga úr
þenslu! Þvílíkt og annað eins!
Vitaskuld er öllum kunnugt, að
sala á ríkiseignum getur dregið úr
þenslu - en þvi aðeins að salan eigi
sér stað á innlendum vettvangi.
Þeir fjármunir, sem fyrirtæki og
einstaklingar á íslandi nota til
kaupa á ríkisfyrirtækjum, fara þá
ekki í annað og á þann hátt má
draga úr þenslu. En sé um að ræða
sölu til erlendra aðila eins og í
þessu tilviki hefur það þveröfug
áhrif. Þannig sækir ríkissjóður sér
fé út fyrir landsteinana til þess að
fjármagna rekstrarútgjöld sin og
slíkur „innflutningur eyðslueyris"
er eins og olía á eld - eykur þensl-
una í þjóðfélaginu í stað þess að
draga úr henni. Þetta á utanríkis-
ráðherra að vita, maður með end-
urskoðunarmenntun, en kýs að
tala gegn betri vitund.
Eignasala lækki skuldir
Árið 1997 voru sett athyglisverð
lög á Alþingi um fjárreiöur ríkis-
sjóðs. Þar var reynt að færa stjóm
ríkisfjármála í vitrænna horf. Rík
ástæða er til að skoða hvort ekki sé
rétt að setja í þann lagabálk fyrir-
mæli um að tekjur af sölu verð-
mætra ríkiseigna megi aðeins nota
til þess að greiða niður skuldir rík-
issjóðs en ekki til þess að standa
undir rekstrarútgjöldum. Slík fyr-
irmæli kæmu í veg fyrir að ríkis-
stjórnir gætu fjármagnað rekstrar-
útgjöld ríkisins og ríkisstofnana
með sölu eigna.
Rekstrarhalli á ríkissjóði í góð-
æri, sem fjármagnaður er með
sölu eigna, er eins og falinn eldur.
Þótt jafna megi reikninginn á
næsta ári með eignasölu upp á ell-
efu þúsund milljónir króna hvað
hyggjast menn þá gera næsta ár á
eftir þegar eldurinn sprettur fram
að nýju? Halda áfram að selja með-
an eitthvað er til! Og svo hvað?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
hugmyndafræðingur varð fyrst
þjóðkunnur þegar hann lét í ljós þá
skoðun að ekkert væri athugavert
við að maður seldi ömmu sína væri
markaður fyrir hana. Skyldi SE-
bankinn vera reiðuhúinn til þess
að kaupa? Eða öllu heldur HofF-
mann-LaRoche?
Og hvað skyldi svo verða um ves-
alings ríkissjóð ef sölumaður deyr?
Sighvatur Björgvinsson
Skoðanir annarra
Hvers vegna vísindi?
„Ef vísindin vilja halda stöðu sinni og mikilvægi
verða þau að sannfæra okkur um að þetta sé svona,
að þau geti lýst veröldinni betur en aðrar aðferðir, að
þau séu áreiðanleg, að þau séu skynsamleg. Auk sið-
ferðilegrar réttlætingar þarfnast vísindin því þekk-
ingarfræðilegrar réttlætingar. Eins og kirkjam á mið-
öldum þurfa vísindin nú að sannfæra okkur um að
orð þeirra séu grundvölluð á eðli hlutanna ... Það er
hins vegar augljóst að vísindamenn sem aðrir þurfa
að vera tilbúnir að horfast í augu við þær efasemdir
sem vaknað hafa um gildi framfaranna. Merm þurfa
að geta svarað spumingunni: Hvers vegna vísindi?“
Þröstur Helgason í Mbl. 11. ágúst.
Mannréttindi eða gróði
„Risaflugfélagið British Airways er að hefja á ný
áætlunarflug til írans þar sem ofstækisfull klerka-
stjóm er enn viö stjórnvölinn. Ástæðan er sú gróða-
von sem fyrirtæki á Vesturlöndum sjá nú í vaxandi
mæli í þessu olíuvinnsluríki. Til að fá bita af kökunni
era stjómendur British Airways reiðubúnir aö brjóta
gróflega manméttindi á enska rithöfundinum Salman
Rushdie. Þeir hafa ákveðið að banna honum að fljúga
með vélum félagsins hvar sem er í heiminum. Þannig
er fórnarlamb miskunnarlauss ofbeldis gerður að
sökudólgi £if hálfu risafyrirtækis í vestrænu lýðræðis-
ríki.“
Elías Snæland Jónsson í Degi 11. ágúst.
Sameiginleg þolinmæði
„Það var nú svo sem vitaö að á álagspunktiun gætu
myndast hnútar en almennt finnst okkur að umferð-
in hafi gengið jafnvel betur en við áttum von á. Til að
mæta þessu álagi höfum við kallað út aukafólk og
reynt að nýta þrjár akreinar í eina áttina og eina í
liina ... Göngin era jafnný fyrir okkur og vegfarendur
og við erum að skoða hvernig umferðin dreifist og
hvar álagspunktamir eru. Menn þurfa að fara í gegn-
um þetta ferli með sameiginlegri þolinmæði."
Gísli Gíslason í Mbl. 11. ágúst.