Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
Neytendur
Afþreying eða munaðarvara?
Vérð tímaritanna
Það má segja að á tlmaritamark-
aðnum geti allir fundið eitthvað við
sitt hæfl. Það á bæði við um íslensk
og erlend tímarit. Úrvalið er nánast
endalaust og þeir sem kjósa að lesa
sér til um áhugavert efni á erlend-
um tungumálum geta valið á milli
þýsku, frönsku, hollensku, dönsku...
Herlegheitin kosta auðvitað sitt
og sumum finnst tímarit of dýr. í
augum þeirra eru tímarit munaðar-
vara, sérstaklega hin svokölluðu
glanstímarit.
Þegar kemrn- að tímaritum sem
flalla um híbýli, mat eða annað
afmarkað efni má fullyrða að stór
hluti kaupendanna geymi þau í
nokkur ár. Peningunum er því vel
varið.
Þess má geta að eftir að 14% virð-
isaukaskattur var lagður á timarit
fyrir um 5 árum hækkuðu þau ekki
í verði. íslenskir útgefendur kusu
frekar að taka þann aukakostnað á
sig.
„Útgefendurnir treystu sér ekki
til þess,“ segir Þórarinn Jón Magn-
ússon, eigandi Gamla útgáfufélags-
ins. „Og það fór mjög illa með
marga. Sambærileg erlend blöð,
eins og híbýlablöð og önnur vand-
aðri blöð, eru á svipuðu verði hing-
að komin.“
Þórarinn segir að áður en virðis-
aukaskatturinn hafi komið til hafi
það verið geðþóttaákvörðun fjár-
málaráðuneytisins hverjir fengju
undanþágu frá söluskatti. „Sum fyr-
irtæki borguðu fúllan virðisauka-
skatt en önnur engan. í dag þarf að
borga 14% virðisaukaskatt fyrir
bæði íslensk og útlensk tímarit og í
áskrift fást erlendu tímaritin án
vsk. á meðan greiddur er virðis-
aukaskattur af íslenskum tímarit-
um í áskrift. Það er samt hart að
Tímarit eru spennandi kostur, hvort sem um er að ræða afþreyingu eða afmarkað efni. DV-mynd E.Ói.
keppa við magn sem gefið er út í
tonnatali í útlöndum. Markaðurinn
héma er svo lítill. Skýringin á þvi
hvers vegna hægt er að selja sum
blöð á 399 krónur - en margir spyrja
hvers vegna það er ekki gert í meira
mæli - er að þau eru færri blaðsíð-
ur og prentuð á ódýrari pappír.
Mörg blöð em í rauninni ódýrari en
útgefendur ráða viö.“
Þórarinn segist nú leita allra
leiða til að lækka verð tímaritanna
sinna þriggja. „Það er gert til að
mæta samkeppninni." -SJ
Dæmi um verð á íslenskum og erlendum tímaritum:
Sportlíf 299 krónur Tölvuheimur 970 krónur
Heimsmynd 699 krónur Bo bedre 876 krónur
Hús og híbýli 789 krónur Mad og bolig 876 krómu-
Iceland Review 690 krónur Smag og behag 1.024 krónur
Allt 599 krónur Ude og hjeme 399 krónur
Tölvuheimur 970 krónur Billed bladet 399 krónur
Vikan 399 krónur Norsk ukeblad 346 krónur
LifsstUl 699 krónur World Soccer 824 krónur
Gestgjafmn 789 krónur PC World 599 krónur
Séð og heyrt 399 krónur National Geographic 530 krónur
Boltinn 790 krónur
Hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt?
Af kynjafiskum
Sumir kjósa stundum að fá ný-
stárlegt krydd í matseldina með
því að velja annað hráefni en
venjulega. í fiskborðinu í flskbúð-
inni Hafrúnu má stundum sjá
stjörf og lífvana augu ýmissa sjald-
séðra fiska stara á viðskiptavinina.
Margir viðskiptavinir líta í aðra
átt og vilja ekkert með þessa kynja-
fiska að gera. Aðrir hætta við að
kaupa ýsuflakið og vilja prófa eitt-
hvað nýtt.
Stundum fæst smokkfiskur í
Nýjung á íslandi:
Bankarí
verslunum
í byrjun næsta árs verða opn-
aðir bankar í Bónusi, Hagkaupi
og Nýkaupi. „Þetta er hugmynd
sem er búin aö vera á borðinu í
alllangan tíma,“ segir Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Bónuss.
„Við höfum séð þetta víða erlend-
is og þetta er þróun sem er að
eiga sér stað. Tæknin í banka-
starfsemi er orðin miklu einfald-
ari og þessi gömlu útibú hljóta að
breytast. Þar sem öll greiðslu-
miðlun er að verða í gegnum kort
þá er þetta orðiö mjög einfalt
kerfi."
Flestir bankar eru lokaðir kl.
16 en bönkunum í verslununum
verður lokað jafnt og þeim.
„Bönkunum í verslununum
fylgir ódýrari þjónusta og boðið
verður upp á betri og þægilegri
kjör í alla staði. Við verðum með
kort sem er kredit-, debet- og
punktakort. Það mun bjóða upp á
marga nýja möguleika sem ég get
ekki sagt frá núna. -SJ
fiskbúðinni. „Hann er
bragðlítill en mér
flnnst hann mjög góð-
ur pönnusteiktur,"
segir Magnús Sigurðs-
son fisksali. „Við höf-
um líka verið með
sandhverfu og makríl.
Það veiðast ekki
margar sandhverfur á
ári við strendur ís-
lands enda er hún
mjög dýr.“ Magnús er
spurður hvaða fiski
sandhverfan likist.
„Hún er engu lík,“ er
eina svarið.
„Mér finnst sólkoli
vera besti fiskurinn,"
segir Magnús. „Og ég
borða hann með roði.
Það er best að steikja
hann eins og rauð-
sprettu og velta hon-
um upp úr hveiti,
salti og pipar. Sólkoli
er sérstakur. Hann er
miklu stífari en rauð-
spretta en ekki eins
slepjukenndur. Hann
er svona mitt á milli
lúðu og rauðsprettu.
Hann er sætur og góð-
ur.“
Tvær góðar
Uppskriftamar feng-
um við hjá Brynjúlfl
Halldórssyni, mat-
reiðslumeistara hjá La
Primavera.
Heilsteiktur sól-
koli með hvít-
lauk og fersku kóríander
Aðalréttur f. 4
4 x 400 g sólkolar
20 hvítlauksrif
Heilsteiktur sólkoli. Uppskriftin er frá La Primavera.
DV
50 g ferskt kóríander
Biðjið fisksalann að klippa haus,
ugga og sporð af fiskunum og
rista í roðið með beittum hníf.
Aðferð:
1. Hvítlauksrifin eru
soðin í ólífuolíu við
vægan hita i 10 mínút-
ur.
2. Fiskurinn er sett-
ur í hveiti og brúnaður
á vel heitri pönnu í
þrjá minútur á hvorri
hlið. Kryddið með salti
og pipar. Hvítlaukur og
kóriander sett yfir fisk-
inn og hann ofnsteikt-
ur í 8 mínútur við 170
gráður. Meðlæti að eig-
in vali.
Grillaður smokk-
fiskur með fersku
chili og sítrónu
Forréttur f. 4
400 g smokkflskur (vel
hreinsaður og
skammtaskorinn)
1 dl jómfrúrólífuolía
40 g ferskur chili (fræ-
hreinsaður), skorinn
í litla teninga
1 stk. sítróna, skorin
í báta
1/3 tsk. salt
Aðferð:
1. Hitið ólifuoliuna
með chilipipamum og
bætið út í 1/3 tsk. salt
2. Smokkfiskurinn er
grillaður á vel heitu
grilli og penslaður með
olíunni
3. Sett upp á diska
ásamt chiliolíu og
-mynd E.ÓI. sítrónu.
Upplagt er að hafa
grænt salat og brauð með þessum
rétti. -SJ
Humar og skötu-
selur með
saffransósu
Fyrir 6 manns
Humarinn er hafður á
sveppamauki sem á kokkafrönsku
heitir „duxeles", skötuselnum rað-
að í kring og „saffrangul" sósan á
milli.
450-600 g skelhreinsaður humar
en skeljarnar notaðar í sósusoð
600 g flakaður og tilsnyrtur
skötuselur
ólífúolía til steikingar
4 cl brandí eða koníak
Humarsoð:
humarskeljarnar
2 tsk. paprikuduft
1/2 laukur, skorinn
1 sellerístilkur, skorinn
I msk. tómatkraftm’
2^4 lárviðarlauf
1/2 tsk. timjan
II fisk- eða kjúklingasoð
Duxelles:
125 g sveppir
3-4 skalottlaukar
1 lítið búnt steinselja
1 dl humarsoð
2-4 msk. rasp
salt og hvítur pipar úr kvörn
ólífuolía til steikingar
Brjótið skeljarnar og léttsteikið í
djúpum potti ásamt lauknum og
sellerístilknum. Stráið papriku-
dufti yfir, látið tómatkraft, lárvið-
arlauf og timjan saman við. Hellið
soðinu yfir og látið smásjóða í
u.þ.b. einn tíma. Sigtið soðið og
látið sjóða niður þar til um hálfur
lítri er eftir.
Hakkið sveppina og skalottlauk-
inn í matvinnsluvél. Passið upp á
að það verði ekki að mauki heldur
sé frekar gróft. Steikið þetta upp
úr ólífuolíunni og hellið humar-
soðinu yflr. Látið sjóða saman i
gott mauk og stráið þá raspinum
saman við þar til þetta er orðið
þurrt og mótast með skeið án þess
að úr þvi leki safi. Saltið og piprið
að smekk. Haldið heitu.
Ananas-, ferskju- og pass-
íuávaxtasalat með pönnu-
kökum fylltum með
Bailey’s rjóma
1 nýr ananas
3 nýjar ferskjur
6 stk. passíuávöxtur
80 g sykur
2 dl vatn
rifinn börkur af einni sítrónu
rifinn börkur af einni appelsínu
6 pönnukökur
21/2 dl þeyttur rjómi
Bailey’s líkjör
Flysjið ananasinn, fjarlægið
kjarnastöngulinn og skerið an-
anasinn i bita. Flysjið ferskjurnar
og flarlægið steininn. Skerið í
svipaða bita og ananasinn.
Látið sykurinn og vatnið í pott og
hitið þar til sykurinn hefur leyst
upp. Kælið.
Skerið passíuávöxtinn i tvennt og
takið kjötið úr með skeið. Látið
það í sykurlöginn.
Rífið börkinn utan af sítrónunum
og appelsínunum með þar til
gerðu rifjárni eða flysjið hann
þunnt af (án þess að nokkuð hvítt
sé með) og skerið i flna strimla.
Látið út í löginn.
Hellið leginum yfir ávextina og
látið standa í kæli í minnst fjóra
tíma.
Blandið smávegis af Bailey’s líkjör
eða öðrum góðum líkjör saman við
þeytta ijómann. Látið inn í pönnu-
kökurnar og rúllið upp eða brjótið
saman.
Skerið pönnukökurnar í þrennt og
látið á disk. Látið ávextina og
drjúgt af leginum jafnt á alla
diska.
Úr Að hætti Sigga HaU