Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 Spurningin Hefuröu fariö á útsölur nýlega? Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálf- ari: Nei. Birgir Öm Thoroddsen fjöllista- maður: Nei, en ég verð að vinna í útsölu í næstu viku. Ægir Garðarsson: Já, margar. Stefán Garðarsson: Já. Sólveig Dögg Edvardsdóttir: Nei, ég held ekki. Edda Ingibjörg Eggertsdóttir: Nei, ég hef ekkert verið heima. Lesendur Hinn tæri vökvi tælir enn Bekkurinn í bænum er nú eina heimilið hans. Konráð Friðfmnsson skrifar: Hinn „tæri“ vökvi sem heimurinn er fullur af hefur veitt mörgum manninum falska skemmtunar- og vellíð- unartilfinningu. Vök- vinn er með þeim ósköp- um gerður að hann slæv- ir svo vitund manna að þeir halda sjálfir að þeir séu skemmtilegir í þessu ástandi. Síðan líða árin í „vist vökvans". Sífellt dregur af neytandanum ef hann heldur áfram uppteknum hætti, og breytist á endanum í ,“asna“ sem hrekst ósjálfbjarga á milli stað- anna sem versla með vökvann. Bekkurinn í bænum er nú eina heim- ilið hans og allar brýr að baki brotna. Hann er orð- inn einn með „tæra vökvanum sín- um“. Að lokum deyr hann með vökvann sér við hlið. Já, áfengi og fíkniefni hafa lagt margan manninn að velli. Samt er þetta einn vinsælásti drykkur sem framleiddur hefur verið í heiminum í aldaraðir og er ekkert lát á vin- sældum hans þótt óhugnaðurinn af hans völdum blasi hvarvetna við augum manna. En sumt fólk virðist þrá að lifa í „þoku“. Og sem betur fer er enn til fólk sem vill berjast gegn þessum óþverra og er reiðubúið til að rétta fram hjálparhönd og skjóta skjóls- húsi yfir þolenduma Sannleikurinn er sá að allir þurfa þak yfir höfuðið. Jafnvel djúpt sokk- inn maður í neyslu á rétt á að fá að taka i útrétta hönd, leiti hann eftir henni og sýni að hugur fylgi máli. Sérstök heimili eru stofn- uð fyrir fólk sem óreglan hefur unnið sigur á. Og inn á þessum heimilum fá fjölmargir fúllan bata og koma út í samfélagið sem nýtir menn. En sam- félagið þarf vitaskuld að sýna af sér þann þroska að taka þessu fólki vel. Því margir eiga sér „götótta" fortíð. En hver er svo sem hreinn að þvi leyti? Hún á heldur ekki að ráða afstöðu manna til viðkomandi heldur hið nýja í fari hans og sönn viðleitni til að standa sig. - Sem er auðvitað það sem máli skiptir. Þetta er e.t.v. þarft að hugleiða núna að lokinni mestu fylliríishelgi árs- ins, verslunarmannahelginni. Eftir þá helgi kemur ótrúlega margt ungt fólk, og reyndar einnig fúllorðnir, brotið til baka með minningar á herðum sér sem munu fylgja þeim ævina á enda. Og innlögn í eigin minningasjóð getur gerst á mjög skömmum tíma. Eitt vanhugsað at- vik í lífinu er þar oft nóg. Og hinn tæri vökvi tælir enn. Á að stela frá ríkissjóði? K.H. skrifar: Nú heyrir maður í útvarpsfrétt- um að í Landsbankanum vantar um 4 milljarða króna. Sem almennur skattborgari spyr ég: í hvað fóru þessir peningar og hveijir tóku þá? Sagt er að stjómmálamenn hafi eytt þessum peningum í risnu og fleira. Hvað er til í þvi? Og nú í sjónvarps- fréttum Stöðvar 2 í kvöld er greint frá því að sameina eigi Búnaðar- banka Islandsbanka. Hvað er hér á ferðinni? Maöur er ekki hissa þótt fram af fólki gangi. Það mætti halda að stjómmálamenn væm í þann veginn að brjálast í öllu peninga- flæðinu. En maður spyr líka: Er verið að stela frá ríkissjóði? Ég get ekki séð hvernig komist verður hjá því að lækka verulega skatta á okkur launþegunum, a.m.k. um helming. Ég á að sjálfsögðu við tekjuskattinn. Skattaprósentan er orðin allt of há hér miðað við önnur lönd. Stjómmálamönnunum finnst kannski að íslenskur ríkissjóður eigi að jafnast á við ríkissjóð landa þar sem milljónir manna búa. - Eða er verið að ögra fólki og láta reyna á hve mikið hægt er að heröa ólina, þar til fólk fer að slást á götum úti eða grýta Ráðhúsið í mótmælaskyni? Það lítur allt út fyrir að lög þau sem sett hafa verið og við eigum að byggja á séu óvirk. Eða hvar er að finna ákvæði um að stjómmála- menn megi skaffa sér laun að vild, jafnvel með því að láta þau falla undir „risnu"? Spillingin er að verða óþolandi eins og hún kemur almenningi, hinum vinnandi lýð fyrir sjónir. Hvalamiðin fyllast enginn veiðir Hvalamiöin fyllast af dýrum en ákvöröun til veiöa vantar tilfinnanlega, segir m.a. í bréfinu. Gxurnar Guðmundsson skrifar: Þaö ætlar ekki af okkur íslending- um að ganga í hvalalmálunum. Við erum orðnir að skotspæni víða um lönd þar sem fylgst er með hvalveiöi- málum. Og sjávarútvegsráðherra hummar allt fram af sér og segir að brátt verði nú gengið frá því hvort við hefjum hvalveiðar en ekkert ger- ist. Nú er fullyrt að hvalamiðin hér við land séu að fyllast af dýrum.en enginn til staðar til að veiða. Meira að segja er staðhæft í einu merkasta tímariti heims, National Geographic ,svo og í New York Times að stór- hvalamiðin út af Snæfellsnesi séu meðal þeirra bestu í heimi. Hér miðast allt við hvalaskoðun þótt hún fari ekki fram nema í mesta lagi 3-4 mánuði ársins og er framkvæmd sem aukabúgrein, ým- ist hótela eða annarra ferða- mannagúrúa. Fróðlegt væri að vita hve miklum fjármunum þessi auka- búgrein skilar sem skatttekjum í ríkissjóð, af öllum þessum milljón- um sem sagt er aö inn komi vegna hvalaskoðunar. Er það lífsins ómögulegt að knýja Alþingi til að taka endanlega af- stööu til hvalveiða hér við land. Maður reiknar nú ekki með sjávar- útvegsráðherra lengur i þessu máli. Það er óþolandi að þurfa að vísa öll- um málum nú orðið til sjálfs forsæt- isráðherra, sem alls ekki ætti að þurfa. En líklega endar þetta mál líkt og flest önnur á hans borðum. DV 100 milljónir Sophiu Steindór Einarsson skrifar: Guöríður Jónsdóttir skrifar í lesendadálk DV nýlega og ræðir um 100 milljónimar sem farið hafa til málefna Sophiu Hansen og dætra hennar. Auðvitað eru 100 milljónir mikið fé, en hvernig fyndist Guðriði og skoðanasystkin- um hennar ef hún ætti böm og stæði i sömu sporam og Sophia? Það hlýtúr að vera sárt að sjá ekki sín eigin böm. Þótt Halim A1 hafi sagt við Sophiu að hún mætti koma í heimsókn hvenær sem er öll þessi 8 ár til að hitta dætumar, þá hefði hann svikið það eins og allt annað. Það er óþarft að líkja honum við engil. Annað hefur ver- ið uppi á borðinu frá hans hálfu. Ekki selja Bún- aðarbankann Viðskiptavinur skrifar: Það er hlægilegt að sjá mynd af forstöðumönnum íslandsbanka, þ.á m. fyrrverandi forsvarsmann ASÍ, þar sem þeir eru að tilkynna hugmynd sína, kaup á Búnaðar- bankanum fyrir litla 8 milljarða króna. Svona leikaraskap bjóða þeir í íslandsbanka ekki okkur sem höfum skipt við Búnaðar- bankann svo áratugum skiptir. Ég mótmæli þessu sýndarkauptil- boöi kröftuglega og það ættu allir traustir viðskiptamenn Búnaðar- bankans einnig að gera. Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins væri hins vegar vel settur sameinaður Búnaðarbankanum. Það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en íslandsbanki getur innlimað okkar góða Búnaðarbanka. Herskóli Guð- mundar Sigtryggur hringdi: Mér var bent á að lesa viðtal við hinn landsþekkta Guðmund Arason sem starfaði lengi innan íþróttahreyfingarinnar á árum áður og vann sér nafn sem boxari til margra ára. Ég hafði gaman af þessu viðtali og fannst það auk þess mjög fróðlegt. Hann telur agaleysið okkur fjötur um fót og finnst ungir menn vera bæði ókurteisir og skorti karlmennsku. Hárrétt. Guðmundur bendir á aö hér dugi ekkert minna en her- skóli eigi ástandið að batna. Sam- mála. - Nema hvað ekki myndi þýða að minnast á herskyldu hér á landi. Viö viljum bara að aðrir sjái um þá hlið mála fyrir okkur. En þegnskylda væri sjálfsögö. Guðmundur hefur lög að mæla. „Konurnar" heim? Súsanna skrifar: Nú fer senn að flæða undan málefninu „Börnin heim“ sem landsmenn hafa stutt dyggilega og staðið með Sophiu Hansen í gegn- um þykkt og þunnt. En nú er þetta orðinn eins og hver annar leikaraskapur. Dæturnar em að verða uppkomnar konur og það gengur ekki að halda þessari bar- áttu áfram undir sömu slagorð- um. Nú verður það þá að vera „Konurnar heim“ ef eitthvert mark á að taka á þessu héðan af. Málið þarf greinilega að endur- meta frá öllum hliðum. Lika frá fjármálahliöinni. Var hnífamaður- inn „hugarórar"? Erla Sigurðardóttir hrlngdi: Maöur er nú farinn að halda að fréttirnar um margnefndan „hnífamann" sem átti að hafa ver- ið að elta tvær telpur í Fossvogs- hverfi hafi einfaldlega verið hug- arórar telpnanna. Ég las bréf frá Kristjönu í DV sl. fimmtudag þar sem líka er ýjað að þessu. Auðvit- að á lögreglan ekki að láta blekkj- ast af sögusögnum. Hún ætti því að gefa út yfirlýsingu um þetta mál, hvar það stendur. Almenn- ingur á kröfu um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.