Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Forseta ber að forðast deilur Sem forseti íslands gagnrýndi Vigdís Finnbogadóttir ráðamenn frjálsu kvennaráðstefnunnar í Kína fyrir þremur árum fyrir að setja Kínastjóm úrslitakosti um að fara að reglum Sameinuðu þjóðanna um slíkar ráðstefn- ur. Forsetinn taldi þetta vera stríðsyfirlýsingu. Þessi gagnrýni forsetans var röng og bar vitni um dómgreindarbrest, enda var hún gagnrýnd í leiðara þessa blaðs og víðar. Forsetinn hafði gengið fram fyrir skjöldu í viðkvæmu deilumáli á alþjóðavettvangi og lagt lóð sitt á vogarskál gegn mannréttindum. Forseti íslands var á þessum tíma aðili að víðtækum undirlægjuhætti ráðamanna á íslandi gagnvart Kína- stjóm, þar sem í fararbroddi vom þáverandi utanríkis- ráðherra og núverandi forsætisráðherra okkar. Þá höfðu menn fengið glýju í augun af stærð og veldi Kína. Afskipti þáverandi forseta íslands af kvennaráðstefn- unni í Kína mörkuðu þáttaskil í viðhorfum til hennar sem forseta. Sumir, sem jafnan höfðu stutt kosningu og endurkosningu hennar, sögðu, að nú væri hún búin að sitja of lengi. Enda bauð hún sig ekki fram aftur. Nú hefur nýr forseti gengið fram fyrir skjöldu í við- kvæmu deilumáli um íslenzka erfðagreiningu. Á Hólahá- tíð þjóðkirkjunnar á sunnudaginn sagði Ólafur Ragnar Grímsson frumvarp ríkisstjómarinnar um einkarétt þess fyrirtækis vera „þröngt og ófært einstigi“. Fyrrverandi forseti fór í slaginn til stuðnings valdhöf- um okkar, en núverandi forseti fer í hann gegn valdhöf- unum. Fyrrverandi forseti hafði efnislega rangt fyrir sér, en núverandi forseti hefúr efnislega rétt fyrir sér. Að öðm leyti em málin af svipuðum toga. Til langs tíma er skaðlegt, að sjálft sameiningartákn þjóðarinnar taki þátt í umræðu um viðkvæm deilumál, hvort sem þeir hafa rétt eða rangt fyrir sér og hvort sem þeir styðja valdhafana eða ganga gegn þeim. Slík málsað- ild skaðar stöðu forsetans í þjóðfélaginu. Auðvelt var að komast að þessari niðurstöðu á sínum tíma, þegar forsetinn var hlaupinn í björg með tröllum. Það er erfiðara nú, þegar forsetinn er að vara okkur við tröllunum. Eigi að síður verður að hafna aðstoð forset- ans í frumvarpsmáli íslenzkrar erfðagreiningar. Þetta er ekki spuming um, hver hafi vald á málinu og hver ekki. Óumdeilanlegt er, að við búum við þingstýrt ráðherralýðræði, þar sem forsetinn tekur engar ákvarð- anir, sem máli skipta. Þetta er spuming um, hvort forset- inn geti verið þátttakandi í opinberri umræðu. Fyrstu forsetar íslands gættu þess vel að halda einingu um embættisfærslu sína með því að lýsa ekki persónu- legum skoðunum á umdeildum málum. Afskipti fyrrver- andi forseta af kvennaráðstefnunni í Kína vom alger og óskiljanleg undantekning frá þeirri reglu. Núverandi forseti hefúr áður þreifað á þátttöku í opin- berri umræðu, meðal annars með því að hvetja til auk- inna útgjalda til vegagerðar í Barðastrandarsýslu. Nú hefur hann stigið skrefmu lengra og er kominn á miðjan vígvöll helzta ágreiningsefnis þjóðarinnar. Verst er fordæmisgildið. Með því að bjóða ágreining um embættisfærslu forsetans er verið að breyta því í framtíðinni, hveijir sækist eftir embætti forsetans og hvernig þeir gegni því. Það er til langs tíma verið að gera embættið pólitískara en það hefur verið. Þótt þjóðin vilji nú samkvæmt skoðanakönnunum hlaupast í björg með tröllum, er það ekki hlutverk forset- ans að snúa henni á slóðina til byggða. Jónas Kristjánsson Sterkar líkur benda einnig til þess aö í báöum bönkunum hafi aöeins veriö staðin skil á staðgreiösluskatti af dagpeningum vegna einkaferöa bankastjóra og maka..., segir m.a. í greininni. Bankahneykslinu ekki lokiö heldur einnig risnu- kostnað og starfskjör bankastjóranna. Um var að ræða ranga upplýs- ingagjöf vegna (a) lax- veiðikostnaðar, 1,3 milljónir, (b) risnu- kostnaðar, 13,1 milljónir (c) rekstrarkostnaðar vegna íbúðar í London, 8,7 milljónir. Auk þess var viðskiptaráðherra ekki gert viðvart fyrr en mörgum vikum síðar, þó að ljóst væri í bank- anum löngu áður að viðskiptaráðherra hafði fengið rangar upplýs- ingar frá bankanum um laxveiðikostnað sem hann síðan flutti inni á — „Þaö sætir furðu að bæöi viö- skipta- og forsætisráöherra skuli bera þaö á borö fyrir þjóöina aö ekki sé ástæöa til aö bregöast á nokkurn hátt viö í máli Búnaöar- bankans, þótt málsástæöur séu um margt þær sómu og í Lands- bankamáiinu.u Kjallarinn ^ ^ Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur Geðþóttaákvarð- anir valdhafa virð- ast ráða því hver ber ábyrgð og hvar ábyrgðin liggur í stjórnsýslunni. Það hefur endanlega verið staðfest í málefnum Lands- bankans og Búnað- arbankans. Banka- stjórar Landsbank- ans látnir fjúka en bankastjórar Bún- aðarbankans ekki, þótt tilefnið og málsástæður brott- rekstrar hafl á margan hátt verið þær sömu. Spilling og geö- þóttaákvarðanir í tilviki banka- stjóra Landsbank- ans var aðallega um að ræða ranga upplýsingagjöf til Alþingis vegna lax- veiða að upphæð 22 milljónir króna, bruðl í risnu og ferðalögum og óút- skýrður risnu- kostnaður tveggja bankastjóra upp á nokkrar milljónir króna . Auk þess var um að ræða óeðlileg hagsmunatengsl, þar sem einn bankastjóranna var leigutaki lax- veiðiár sem bankinn átti viðskipti við. í tilviki bankastjóra Búnaðar- bankans var líka um ranga upp- lýsingagjöf að ræða, sem snerist ekki bara um laxveiðikostnað, Alþingi. Viðskiptaráðherra virðist ætla að sætta sig við það að vera niöurlægður af undirstofnun sinni með þessum hætti. Við athugun Ríkisendurskoðun- ar kom einnig í ljós að Búnaðar- bankinn hafði leynt Alþingi og viðskiptaráðherra upplýsingum um hluta af starfskjörum banka- stjóranna, þegar um starfskjör þeirra var spurt á Alþingi. Þau starfskjör snerust um utanlands- ferðir bankastjóranna sem þeim voru heimilar ásamt maka, þótt um væri að ræða einkaferðir bankastjóranna sem ekki tengdust erindrekstri þeirra á vegum bank- ans. í báðum bönkunum var um að ræða að hluti laxveiðiferðanna tengdist ekki viðskiptahagsmun- um bankanna. Sterkar líkur benda einnig til þess að í báðum bönkun- um hafi aðeins verið staðin skil á staðgreiðsluskatti af dagpeningum vegna einkaferða bankastjóra og maka, en þessi fríðindi eru ótví- rætt skattskyld að fullu, eins og kemur fram í greinargerð Ríkis- endurskoðunar um Búnaðarbank- ann. Þó að bruðlið hafl verið stór- tækara og óreiðan meiri innan Landsbankans, þá er bitamunur en ekki fjár á spillingunni innan þessara banka. Engu að síður voru það geð- þóttaákvarðanir valdhafa sem ákváðu hvað var spilling og hvað ekki í málefnum bankanna - og hver átti að bera ábyrgð og hver ekki. Afstaða ráðherranna furöuleg Það sætir fúrðu að bæði við- skipta- og forsætisráðherra skuli bera það á borð fyrir þjóðina að ekki sé ástæöa til að bregðast á nokkum hátt við í máli Búnaðar- bankans, þótt málsástæður séu um margt þær sömu og í Landsbanka- málinu. Þó að ráðherramir telji málinu lokið, þá er ljóst að Alþingi fslendinga hefur ekki sagt sitt síð- asta orð í þessu máli. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Hann opnaði augu okkar „Áður en fslensk erfðagreining og Kári Stefánsson komu til sögunnar hafði a.m.k. almenningur á íslandi ekki áttað sig á því, að mikil verðmæti gætu verið fólgin í þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um ætt- fræði þjóðarinnar og heilsufar hennar. Nánast i einu vetfangi hefúr þessi vísindamaður, sem lengst af hef- ur starfað við bandaríska háskóla, opnað augu okkar fyrir því, að í þessum upplýsingum getur verið fólgin auðlind, sem enginn annar hafði áður bent á, að kynni að vera til. í þessu er fólgin sú snilldarlega við- skiptahugmynd, sem íslensk erfðagreining byggist á og hugmyndir um miðlægan gagnagrunn tengjast." Úr forystugrein Mbl. 16. ágúst. Kvótakerfið og Sjálfstæðisflokkurinn „Það er óvíst að hægt sé að afnema gjafakvótann með einu pennastriki. Menn eiga einhver atvinnu- réttindi í formi kvóta.... Nú starfar merk nefnd að at- hugun á nýrri stjómun fiskveiða....Vissulega er betra að fara með gát. En stjómmálalega hættan er sú, að vilji Sjálfstæðisflokkurinn ekki breyta neinu, þá verði ekki farið með neinni gát eftir kosningar og hvorki spurt um lög né skynsemi. Og þá gæti farið verr en heima setið. Raunverulegur frjálshyggju- maður og markaðssinni getur ekki krafist misrétt- is.... Sjálfstæðisstefnan snýst um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Kvótakerfið er hvorugt." HJ í foystugrein 10. tbls. Voga, blaðs sjálfstæðis- manna í Kópavogi Lýðræðið kostar sitt „Við eigum að viðurkenna að lýðræði kostar sitt. Þingflokkar og stjórnmálaflokkar verða að fá fé til að kaupa sérfræðiaðstoð og stunda eðlilega starf- semi. Fjánnál stjórnmálamanna era í mikilli óreiðu og að hluta neðanjarðar. Birtingarform þeirra er ógeðfellt og lítt til þess fallið að auka virðingu fyrir þeim sem óska eftir vegsemdinni „þjóðkjörinn“. Við eigum að veita stjórnmálamönnum okkar strangt að- hedd um meðferð fjár, en líka nægilegt frelsi til að þeir þurfl ekki að lítillækka sig með togi um bitbein á víð og dreif.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 16. ágúst. ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ú 4 4 4 v 4 4 4 : 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.