Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 27 Sviðsljós Poppstjörnurnar eldast eins og við hin: Madonna fertug Fallega fólkið í Hollywood sótti frumsýningu nýrrar rómantískrar myndar um helgina. Þar á meðal var stórstjarnan Chayanne, suður-amerískur söngvari, leikari og hjartaknúsari. Hér er hann með leikkonunum Vanessu Williams og Jane Krakowski. Þau Vanessa og Chayanne leika saman í myndinni sem heitir einfaldlega Dansaðu við mig. Tltanic-lag í fyrstu tilraun Söngfuglinn Celine Dion er heldur betur ánægð meö sig, enda full ástæða til. Hún ljóstr- aði því upp um daginn að upp- taka lagsins hennar vinsæla úr myndinni Titanic, My Heart Will Go On, hafi heppnast í fyrstu tilraun. Útgáfan sem heyr- ist í myndinni hafi átt að vera prufuupptaka en hún hafi svo reynst fúllkomin. Já, meira að segja kynþokkagyðj- an hún Madonna býr ekki yfir leyndardómi hinnar eilífu æsku. Madonna er orðin fertug. Poppstjaman náði þessum merka áfanga í lífí sínu á sunnudag. Ekki efndi hún til fjölmenns fagnaðar af því tilefni, eins og svo margur ann- ar hefði gert, heldur kaus hún að gleðjast með útvöldum hópi ætt- ingja og náinna vina heima í New York. „Hún hefði sko getað haldið risa- veislu en hún kaus að halda upp á þetta svona,“ sagði fjölmiölafulltrúi Madonnu. Á löngum ferli sínum hefur Madonna brugðið sér í fleiri kvik- inda líki en flestir aðrir jafnaldrar hennar. Hún var kynþokkadís, efn- ishyggjustúlka, móðir, Evita og guð má vita hvað annað. Og aUtaf fórst henni það jafnvel úr hendi. Madonna sendi nýlega frá sér Madonna er orðin fertug og ber bara aldurinn vel. hljómdiskinn Ljósgeisla eða Ray of Light. Að sönnu hefur hann ekki selst í jafnstóm upplagi og ýmsir aðrir diskar söngkonunnar. Engu að síður sýnir hann að Madonna fylgist vel með og reynir að höfða tU áheyrenda. Og ef að líkum lætur á hún mörg velgengnisár fram undan. RoUing- arnir em komnir á sextugsaldurinn og láta engan bUbug á sér finna. En Madonna er ekki eina popp- goðið sem kemst á fímmtugsaldur- inn í þessum mánuði. Kóngurinn sjálfur, Michael Jackson, fagnar sama áfanga eftir tvær vikur, tæpar þó. Popparinn sem einu sinni hét Prince en heitir nú einhverju óskUj- anlegu tákni varð fertugur snemma i júní. Þá hafa margir frægir leikar- ar orðið þessarar ánægju aðnjótandi á undanfómum mánuðum, meðal annarra Sharon Stone. Sophia Loren lögð inn vegna mikillar streitu ítalska kvikmyndagyðjan Sophia Loren hvUir sig nú á sjúkrahúsi í New York þar sem hún var lögð inn vegna of mikiUar streitu. Af þeim sökum getur Sophia ekki sótt kvik- myndahátíð- ina í Feneyj- um þar sem hún átti að taka við viðurkenningu fyrir ævistarfíð. Eiginmaður Sophiu, kvikmyndaframleiðandinn Carlo Ponti, sagði fréttamönnum á sunnudag að henni liði nú miklu betur eftir hvUdina á sjúkrahúsinu. „Sárustu vonbrigðin eru hins vegar þau að geta ekki sótt kvik- myndahátíðina í Feneyjum," var haft eftir Ponti. Stallone viðrar litlu dótturina Sylvester StaUone er mjúkur maður inn við beinið þótt kvik- myndir hans flestar gefi nú ann- aö tU kynna. Karlinn er löngum stundum með dóttur sinni lítiUi, SoSlu Rósu. Þeir sem hafa séð þau feðginin saman eru á einu máli um aö ekki leiki nokkur vafi á því hver faðirinn sé því sú litla þykir svo sláandi lík leikar- anum mikla. Þau voru í fríi í Halifax um daginn. Mest seldi orkudrykkurinn <i íslandi fra upphafi er Magic Slagorö Godzilla-myndarinnar er „Stærö skiptir máli" Vegalengdin fra oxl aö hoföi God/ilta eru 9 metrar David Arnold seniur kvikmyndastefiö i Godzilla uí<» ' Spmt vorður ui |iussuiii troðluiksmolum i þrtttti Kiiiij Kiiiiii (t ltyli|)uiiiu oi) h Visi.it> rt inonjun. I rtðrtlverðlrttin *ji SONV KV 29X5 sjonvfli|isteuki lin JAI’ls rtiik t)olil>i tiukrtviniiingrt www.visir.is Lengi lifir í gömlum glæðum: Ást og friður á Woodstock Sjálfsagt hefur margur gamall hippinn fyllst ljúfsárri fortíðarþrá um helgina þegar haldin var tónlist- arhátíð í Woodstock í New York, á sama stað og hátíðin fræga var haldin fyrir tæpum þrjátíu árum. Hátíðin nú var frábrugðin þeirri gömlu að því leytinu til að ekki bar of mikið á fíkniefnaneyslu og nekt- arsýningar voru fáar og smáar. Þar rikti hins vegar ást og friður, rétt eins og í gamla daga. Margir ffægir og gamlir popparar létu ljós sitt skína um helgina, þar á meðal sá tannlausi Richie Havens, breska grúppan Ten Years After, Donovan og fleiri. Af nýjum sveit- um má nefna Third Eye Blind.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.