Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 7 Ólyginn sagði... ... að leik- stjórinn margfrægi, Martin Scor- sese, væri búinn að fresta tök- um á nýrri leikinni heimildar- mynd um hjartaknúsarann Dean Martin. Búið er að úthluta Tom Hanks titilhlutverkinu en Scorsese á í erfiðieikum að finna rétta tímann fyrir leikara í önnur hlutverk. Hann er nefni- lega með John Travolta í huga sem Frank Sinatra og Hugh Gr- ant sem Peter Lawford. ... að Sameinuðu þjóðirnar væru búnar að útnefna leikar- ann Michael Douglas sem boð- bera friðar. Sagt er að kappinn ætli fyrst og fremst að beita sér gegn byssueign og kjarnorku- afvopnun en annað markmið hans er að lækka skuldir bandaríska þjóðarbúsins. Hvernig sem það tengist friðar- boðskap skal ósagt látið! ... að Al Pacino hefði ný- lega lagst á hnén fyrir framan vin- konu sína, leikkonuna Beverly D’Angelo, og beðið hana að giftast sér. Á milli þeirra er 14 ára aldursmun- ur. Um leið fylgdi demants- hringur sem hann afhenti i votta viðurvist yfir kvöldverði á ffnu veitingahúsi í LA. ... að boxarinn bíræfni, Mike Tyson, hygðist leika sjálfan sig í nýrri bíómynd, Black and White. Morð kemur við sögu í myndinni sem tekur á baráttu svarta og hvítra skólagengja. Við vonum bara að hann fari ekki að bíta meðleikara sína eða leikstjórann. Þá yrði maður aldeiiis vita bit! ... að leikkonan Susan Sar- andon hygðist prófa fyrir sér á nýjum vett- vangi, þ.e. ritvellinum. Hún hefur víst sam- þykkt að gerast svo- kallaður gestarit- stjóri næsta janúarheftis tímaritsins Marie Claire í Bandaríkjunum. Hvort framhald verður á þessu skal ósagt látið en Susan hefur varla sagt skilið við leiksviðið. Væntanleg er mynd með henni og Juliu Ro- berts er nefnist Stjúpmóðirin. #/ds//ós Matt Damon: Yfirlýsingaglaður í gömlu viðtali Allir eiga sína fortíð, líka fræga fólkið. Stundum kemur hún okkur til góða, stundum ekki. Líklega hef- ur stjarnan úr Good Will Hunting, Matt Damon, viljað gleyma sex ára gömlu blaðaviðtali sem tekið var við hann. Illgjamir pennar á ónefndu tímariti grófu þetta viðtal upp á dögunum og birtu það í heild sinni. Þar er Matti yfirlýsingaglað- ur með afbrigðum, greinilega eilítið spældur yfir því að vera ekki orð- inn frægur. í viðtalinu blammerar hann m.a. leikarana Charlie Sheen og Chris O’Donnell fyrir framkomu þeirra við tökur á myndinni The Three Musketeers. „Þeir fóru á fyllerí á hverju kvöldi. Það mun ekki hjálpa mér sem leikara að sjá hvernig Charlie drekkur,” sagði Matti ennfremur í þessu viðtali. Ekki síst hafa Matt Damon á ósk- ummæli hans arsstund sl. vor. vakið athygli í viðtalin um Ósk- arsverðlaunin, þau sömu og hann fékk fyrr á þessu ári. Verðlaunin kall- aði hann „pólitískt bull“ en á þakkar- ræðu hans í vor mátti heyra að hann hefur skipt um skoðun! 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 W Fullkomin vernd Fljótlegt í notkun Vinningshafi Auto Express Notaðu aðeins það besta á bílinn þinn Simoniz MAX WAX er leyndarmál þeirra sem hugsa vel um bílinn sinn. MAX WAX bónið hefur hlotið fjölmörg verðlaun. Það var verðlaunað sem besta bónið 1996 í hinu virta bílablaði Auto Express, hlaut „5 stjörnu" verðlaunin 2 ár í röð og fékk viðurkenningu sem „bestu kaupin í bóni. MAX WAX er hágæða bón með hámarksgljáa. Það hentar fyrir allar gerðir lakks, er auðvelt í notkun og skilur enga tauma eftir á bílnum. / Notaðu MAX WAX á bílinn þinn. Hann á það skilið sgmffi tm MSm a| 11M Wmm skínandi bíll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.