Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 24
24 nærmynd LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 JjV Bernhard Örn Pálsson, prófessor í lífefnaverkfræði og einn af forsprökkum Urðar, Verðandi, Skuldar, er í nærmynd Helgarblaðs 1 Á síöustu árum hefur orðið sprenging í líftœkniiðnaöi á Islandi. Islensk erfðagreining kom til sögunnar á síðasta ári og með tilkomu fyrirtœkis- ins sáu íslendingar nýja at- vinnugrein með miklum hagnaðarmöguleikum og fisk- ur kom þar ekkert við sögu. Á því ári sem er liðið hefur íslensk erfðagreining náð að festa sig í sessi sem óskafyrir- tœki þjóöarinnar en íslend- ingar sjá margir hverjir aldrei nema eitt í einu. Þaö hrukku því vœntanlega margir við þegar þeir sáu fyr- irsögnina á forsíðu DVþann 29. júlí: Nýr erfðarisi. í frétt- inni var ekki greint frá því hverjir stœðu að fyrirtœkinu en í blaöinu daginn eftir kom fram að einn af höfuðpaurum fyrirtœkisins, sem síðar fékk nafniö Urður, Veröandi, Skuld, vœri Bernhard Örn Pálsson, prófessor í lífefna- verkfrœói við University of California í San Diego. En hver er Bernhard Örn Páls- son? Hér upplýsum við þaö með því aó rekja feril hans og tala viö œttingja, samstarfs- menn og vini. LiJja Mahshid er efiiaverkfræðing- ur og kynntust þau Bemhard þegar þau voru bekkjarfélagar í Kansashá- skóla. Hún hefur starfað náið með honum og stjómaði meðal annars rannsóknarstofu Aastrom Biosciences í Ann Arbor í Michigan. Hún er ís- lenskur ríkisborgari. Fimm ára í skóla Þrátt fyrir ungan aldur er ferill Bemhards í námi og starfi glæsilegur. Hann byrjaði fimm ára í Æfingadeild Kennaraskólans og tólf ára fór hann í Garðaskóla í Garðabæ. Fimmtán ára hóf hann nám við Menntaskólann í Hamrahlíð sem þá var hverfaskóli og þar af leiðandi mjög erfitt að komast inn í hann. Samhliða náminu i MH iðkaði hann gítamám af kappi og sá ásamt fleirum um rekstur sjoppunnar í skólanum. Bemhard leikur enn á gít- ar, jaftit kassagítar og rafmagnsgítar og er jafnvígur á klassíska tónlist og dægurtónlist. Eftir þrjú ár í Hamrahlíð útskrifað- ist Bemhard með stúdentspróf af tveimur brautum og lá leið hans beint vestur á Mela þar sem hann hóf nám í efnaverk- Háskóla íslands. Þá var aðeins boðið upp á tveggja ára nám í efnaverkfræði þannig að Bemhard fór utan til Kansas í Bandaríkjunum. Þar lauk hann B.Sc. gráðu í efnaverkfræði við Kansasháskóla í Lawrence árið 1979 og hlaut hæstu einkunn. Námi Bem- hards var ekki lokið því að strax haustið eftir hélt hann til Madison í Wisconsin þar sem hann útskrifaðist með doktorsgráðu í eftiaverkfræði árið 1984 við Wisconsinháskóla. Bemhard á 15-20 einkaleyfi. Bemhard hefúr skrifað á annað hundrað ritverk auk þess sem hann hefúr skrifað fyrir fjölmörg tímarit á sviði líftækni og læknisfræði. Bernhard situr í vísindaráð- um fjölda fyrirtækja á sviði líftækni og hefur óvíða veitt ráðgjöf. Hann er einnig mjög eftirsóttur fyrirlesari í há- skólum í Bandaríkjunum og víða um heim. Ungurtil metorða fræði við Bemhard fékk stöðu aðstoðarpró- fessors við Michiganháskóla í Ann Arbor árið 1984 og gegndi henni til ársins 1989. Sama ár var hann einn stofnenda Ann Arbor Stroma Inc. sem síðar fékk nafúið Aastrom Biosciences Inc. Starfsemi Aastrom snýst um það að rækta upp beinmerg úr fólki. Árið 1990 fékk hann stöðu prófess- ors við Michiganháskóla sem kennd er við George Granger Brown og gegndi henni til ársins 1995 en mikill heiður þykir að fá slíka stöðu, ekki síst þar sem Bemhard var komungur. Bemhard fékk leyfi frá skólanum og starfaði sem aðstoðarforsfjóri þróun- arsviðs Aastrom Biosciences þar sem hann starfaði árin 1994-95. Árið 1995 flutti Bemhard sig um set til San Diego til Kalifomíuháskóla þar sem hann gegnir í dag stöðu prófess- ors í lífefúaverkfræði auk þess að gegna prófessorsstöðu lækna- deildar sama skóla. Urður, Verðandi, Skuld og Oncosis Asamt Bemhard em for- svarsmenn Urðar, Verðandi, Skuldar þeir Tryggvi Péturs- son vélaverkfræðingur og Snorri S. Þorgeirsson, lækn- ir við Krabbameinsstofiiun- ina í Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum. Tryggva Bernhard Örn Pálsson er af öllum sagður bráðj Bemhard er fæddur í Reykjavík þann 22. febrúar 1957, sonur Páls Víg- konarsonar, prentsmiðs og fram- kvæmdasfjóra, og Emu Amar. Kona Bemhards er Lilja Mahshid Akasheh og eiga þau tvö böm: Shireen Mariu, sem er fædd 21. desember 1982 og Sir- us Bemhard, sem er fæddur 26. nóvember 1985, bæði í Banda- ríkjunum. Fjoldi viðurkennmga Bemhard hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga. Má þar nefna að í Kansasháskóla hlaut hann verðlaun fyrir af- burða frammistöðu við rann- sóknir og í Michiganháskóla hlaut hann verðlaun fyrir rann- sóknir í efnaverkfræði. Bemhard hefur meðal annars hlotið heiðurs- styrk American Institute for Medical and Biological Engineering, NATO, Rotary, Institute of International Ed- ucation og Ful- bright auk þess sem hann er félagi í ýmsum virtum samtökum s.s. American Institu- te of Chemical Engineers, American Soci- ety of Hematology og American Institute for Medical and Biological Engineer- ing. Þess má hefur Bemhard þekkt frá því að þeir vom saman í bamaskóla í Æfinga- deild Kennaraskólans. Leiðir skildi á framhaldsskólaárunum en náðu aftur saman í Háskólanum og enn síðar er Tryggvi tók masterspróf í Michigan. Snorra kynntist Bemhard ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum. Áður vissu þeir bara hvor af öðrum með því að lesa greinar hvor annars í fagtíma- ritum. Leiðir þeirra lágu endanlega saman á ráðstefnu sem Bemhard skipulagði i Colorado í byijun síðasta árs. Kunningsskapur og reynsla þre- menninganna leiddi tljótlega til stofn- un Urðar, Verðandi, Skuldar. Bernhard hefur átt þátt í stofnun annars fyrirtækis sem verið er að byggja upp í San Diego. Það nefnist Oncosis og verkefni þess er að þróa tækni sem hreinsar upp krabbameins- frumur úr beinmerg sem tekinn er úr fólki, sérstaklega úr þeim sjúklingum sem era með bijóstakrabbamein. Þá er beinmergurinn tekinn úr sjúklingn- um á meðan hann undirgengst lyija- og geislameðferð og mergurinn hreinsaður. Búið er að fjármagna starfsemina og tekur Bemhard enn þátt í rekstrin- um. Þurfum menn eins og Bem- hard einnig geta að vilja takast á við slík verkefni," segir Sigmundur sem hefur að- stoðað við ýmis verkefni á sviði líftækni. „Ég hef haft tækifæri til að vinna með ungu fólki, körlum og konum, sem hafa verið að byggja upp nýja hluti sem era mikilvægir fyrir þetta samfélag. Bemhcird er einn af þeim og ég vænti þess að hann og aðrir slíkir myndu lyfta þessu þjóðfé- lagi áfram. Við höfum upplifað einn slíkan kraftamann undan- farið, Kára Stefánsson, en ég vil sjá fleiri. Þær væntingar sem maður gerði sér um Bemhard Pálsson hafa orðið að veruleika. Ég veit að hann mun spjara sig í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Við eigum fleiri slíka I farvatninu sem munu skila sér heim ef tækifæri skap- ast til þess.“ Sigmundur Guðbjamason, fyrrum háskólarektor, kenndi Bemhard á sín- um tíma og hefur fylgst náið með hon- um síðan. Bemhard hefúr líka sagt að Sigmundur hafi haft mikil áhrif á hans feril. „Hann starfaði með mér hér við Há- skólann á sumrin áður en hann fór utan til náms. Síðan hef ég fylgst náið með ferli hans og störfúm í Bandaríkj- unum og hitt hann af og til hér á landi eða vestanhafs." Sigmundur hefur góða reynslu af Bemhard. „Hann var fyrirmyndar- nemandi og traustur samstarfsmaður. Mjög frjór og gagnrýninn og skemmti- legur að vinna með. Hann hefur verið mjög hugmyndaríkur og framtaks- samur. Hann er afburðaduglegur og hefur náð mjög langt á sínu sviði. Ég ber fullt traust til hans. Þegar hann sagði mér frá því í sumar hvað hann hefði i huga óskaði ég þess að vera all- mörgum árum yngri og geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem þetta fyrir- tæki þeirra hefur í hyggju. Þetta er mjög áhugavert hjá þeim. Þama er verið að skapa tækifæri fyrir vonandi fleiri fyr- irtæki og aukna starfsemi á þessu sviði. Nákvæmlega það sem við þurfum er að efla líftækni og hátækni hér á landi. Þess vegna þurfum við fleiri fyrirtæki og einstaklinga sem Kraftmikill og Ijúfur „Bemhard var stór í lund en ákaflega góður drengur. Tengdamóðir mín fullorðin sinnti honum mjög mikið og hann lærði mikið af henni, vís- ur og kvæði. Bemhard hafði af- skaplega mikinn orðaforða og fýrst fór nokkuð mikið fyrir honum,“ segir Ema Amar, móðir Bemhards. „Hann var mjög kraftmikill, áhugasamur og hafði alltaf mik- ið fyrir stafúi. Það vildi okkur til láns að ég fékk að senda hann í skóla fimm ára. Þá var til siðs að byija sex eða sjö. Hann varð læs á tveimur mán- uðum og hefur lesið síðan. Bernhard hefur alltaf haft mikinn áhuga á náttúrunni og tefldi einnig mikið á tímabili. Hann byijaði tiltölulega ungur að fikta við gítar og lærði það seinna hjá Eyþóri Þorlákssyni. Bemhard hefúr alltaf staðið sig mjög vel i skóla. Stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði voru alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Þannig að það kom strax í ljós að hann færi í raungreinar. Hann hafði strax sínar eigin hugmyndir um hlutina og las mjög mikið. Bernhard hafði brennandi áhuga á umhverfi sínu. Þegar hann var mjög ungur gerðist það tvisvar að hann lagði land undir fót. Við vissum ekkert hvert hann fór og þvi þurfti að leita að honum. Þá vorum við orðin alvarlega hrædd því að hann var svo ungur. Hann var þá einhvers staðar uppi í Öskju- hlíð. En þetta er bara það sem böm gera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.