Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 [... í prófíl Drífa þula og leikkona Bóndasonur verður leikari „Þaö er mikil leiklist í ættinni og allt áhugaleikarar. Ég er bóndason- ur úr Reykholti í Borgarfirði. Pabbi og mamma, afí og amma hafa öll verið mjög virk í áhuga- leikstarfsemi áratugum saman. Sem pjakkur ætlaði ég að verða íþróttamaður eins og allir aðrir strákar. Ég gafst upp á því af því að ég var alltaf að meiða mig. Þá fór ég á kaf í tónlist og tók þátt í ein- um söngleik í Menntaskólanum á Akureyri. Síðan vildi svo til aö ég var að spila í hljómsveit með strák sem hafði farið í inntökuprófín og manaði mig upp í að fara. „Þaö eru fáir sem hafa lent í því aö vakna upp viö hliöina á líki og gera eitthvaö í líkingu viö þaö sem gert er f myndinni. Þar þurfti maöur aö treysta meira á eigin tilfinningar. Maöur tekur alltaf hluta af sjálfum sér meö f hlutverk. Ef þetta kemur ekki frá manni sjálfum þá veröur þaö ekki satt.“ DV-myndir Hilmar Þór Guðmundur Ingi Þorvaldsson er ungur leikari sem útskrif- aðist úr Leiklistarskóla ís- lands í vor. Síðan hefur hann leik- iö Johnny Casino í Grease, auk þess sem hann er við æfingar á söngleiknum Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjama Þorvaldsson. í haust leikstýrir hann Sköllóttu söngkonunni hjá Leikfélagi Verzl- unarskólans. “Auðvitað hefur þetta blundað í mér frá því ég var strákur. Kvikmyndaleikarar voru mjög töff og ég átti mínar hetjur eins og aðrir. Þetta hefur alltaf verið draumur en í stuttan tíma draumur innan seilingar. “ Vaknað við hliðina á líki Stærsta hlutverk Guðmundar til þessa er þó hlutverk Gunnlaugs Björnssonar, aðalpersónunnar í kvikmyndinni Sporlaust eftir Hilmar Oddsson, en hún var frum- sýnd á fímmtudagskvöldið. „Þetta er þriller sem ég Iield fram að sé af öðru kalíberi en venjulegur þrill- er,“ segir Guðmundur. „Hann fíall- ar ekki um bófana, ekki löggurnar og ekki um fólk sem er í dópsmygli, ránum eða þvíumlíku. Hann fíallar um fólkið sem lendir á milli. W Þetta byrjar þannig að Gunn- laugur Bjömsson, sem ég leik, nær ólympíulágmarki í sundi og fer með nokkmm bestu vinum sínum í partí á eftir. Hann ruglar svolítið og vaknar með lík við hliðina á sér morguninn eftir. Það man enginn neitt og enginn kannast við þessa konu. Myndin fíallar um hvernig venjulegt fólk tekst á við þessar aðstæður. Einn á sér dálitla glæpa- sögu, ein er ein- stæð móðir sem er á skilorði hjá barnaverndar- nefnd og það gerir þeim erfitt fyrir. Mér finnst styrkur myndarinnar vera sá að hún er mannleg og fíall- ar um venjulegt fólk sem fer í partí og vaknar við aðstæður sem það veit ekki hvernig á að glíma við. Þetta er alls ekki þessi týpíska undirheimamynd. Það em ástarsenur í þessari mynd en bara eins og nauðsynlegt er fyrir framvindu myndarinnar. Ég hugsa að ástarsenumar séu í mesta lagi fimm mín- útur af 90 mínútna mynd. Mér finnst mjög skrýtið að fíöl- miðlar hafi ekki áhuga á neinu öðru en sýna myndir af manni berum. Mér finnst myndin betri en það og eiga margt annað. Hún er langt frá þvi að vera eró- tísk.“ Maki: Makalaus. Böm: Á ég engin en fæ oft lánuð. Starf: Leikkona og afleys- ingaþula. Skemmtilegast: Að leika á sviði og við vini mína. Leiðinlegast: Að elda mat. Uppáhaldsmatur: Fiski- bollumar hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Iskalt vatn. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Ingi Þór Jónsson, vinur minn. Uppáhaldslíkamshluti: Hendur. Hlynnt eða andvíg ríkis- tjóminni: Ha? Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Viggó viðutan. Uppáhaldsleikari: Ant- hony Hopkins. Uppáhaldstónlistarmaður: Björk. £ynair a^betr/^ni n Paö Líkams- hár í uppnámi Guðmundur Ingi kynntist Hilm- ari Oddssyni á kvikmyndanám- skeiði í Leiklistarskólanum í sept- ember 1996. Nokkrum mánuðum síðar hafði Hilmar samband við hann og bauð honum þetta hlut- verk. „Það sem mér fannst mest spenn- andi þegar ég las handritið fyrst var að fá að leika mann sem er al- gjörlega pottþéttur. Hann er nýbú- inn í menntaskóla og gekk vel þar, á ágæta foreldra, er vel efnaður, besti sundmaður landsins og er að Ég komst inn í fyrstu tilraun en ég efast um að ég hefði farið aftur hefði ég ekki komist inn. Auðvitað hefur þetta blundað í mér frá því ég var strákur. Kvik- myndaleikarar voru mjög töff og maður átti sínar hetjur eins og aðr- ir. Þetta hefur alltaf verið draumur en í stuttan tíma draumur innan seilingar. Þetta hefur verið mjög gaman og ég hlakka til að sjá við- brögð fólks.“ Sætasti stjómmálamaður- inn: Tony Blair. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends. Leiðinlegasta kvikmyndin: Waiting to Exhale með Whitney Houston. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Það eru svo margir sætir ... Uppáhaldsskemmtistaður: Froubers í London. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Einn og sextíu. Eitthvað að lokum: Já, kærar kveðjur til allra sem ég þekki! Aungtfolk fara til Bandaríkjanna á skóla- styrk. Hann á fallega kærustu sem er líka af ríku fólki og það er allt í góðu hjá honum. Það er frábært að fá að sýna þennan mann, sem er foringi og höfðingi í sínu veldi, detta inn í heim sem hann kann ekkert inn á; hvernig hann tapar styrknum." Oft er það ekki tekið út með sældinni að vera leikari. í undir- búningi fyrir Sporlaust fór Guð- mundur Ingi á vettvang. Ekki þó vettvang glæpsins heldur vettvang sundmannsins sem hann lék. „Ég fór og æfði sund. Ég átti að vera íslandsmeistari í flugsundi og kunni ekki flugsund og þurfti að læra það. Það hefði verið hægt að fá statistá fyrir mig en mig langaði til að læra það og kynnast þessum heimi. Ég fór á sundæfingar og kynntist sundmönnum og þeirra hugsunarhætti sem var býsna magnaður heimur. Sundmenn og fimleikamenn eru þeir íþrótta- menn sem æfa mest í heiminum og þeir þurfa að vera nett bilaðir til að nenna að synda 120 kílómetra á , viku, auk lyftingaæfinga. Þetta fólk er komið svo langt út fyrir það sem aðrir pæla í: hvernig höndin snert- ir vatnið, hvort safna eigi nöglum og raka líkamshárin. Þetta fannst mér mjög heillandi og það gaf mér mjög mikið í persónuna Gunnlaug. í rauninni er mjög erfitt að afla sér upplýsinga um það sem gerist síðan. Það eru fáir sem hafa lent í því að vakna upp við hliðina á líki og gera eitthvað í líkingu við það sem gert er í myndinni. Þar þurfti maður að treysta meira á eigin til- finningar. Maður tekur alltaf hluta af sjálfum sér með í hlutverk. Ef þetta kemur ekki frá manni sjálf- um þá verður það ekki satt.“ Drífa Amþórsdóttir hef- ur skotist á skjáinn sem þula í cdleysingum en hún er menntuð leikkona og hyggst starfa sem slík á komandi vetri. Hún sýnir á sér prófílinn. Fullt nafn: Drífa Þuríður Arnþórsdóttir. Fæðingardagur og ár: 29. október 1969.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.