Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 23
JL*V LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 23 Jfréttaljós Hinn hundtryggi Tsjernomyrdín tekur við af Kirijenkó, misheppnuðum uppalningi Jeltsíns forseta: Tsjemomyrdín reiðir sig á peninga og pólitískt bakland Viktor Tsjernomyrdín, sem end- urheimti stól forsætisráðherra Rússlands fyrir viku, er einn fárra stjómmálamanna sem getur rætt annars vegar við umbótasinna og hins vegar kommúnista og þjóðern- issinna. Hann virðist njóta trausts allra. Og þá ekki síst rússneskra peningamanna. Með endurkomu sinni í rússnesk stjómmál fimm mánuðum eftir að hann var fyrir- varalaust rekinn úr embætti virðist Tsjernomyrdín hafa fest þá ímynd í sessi að hann sé ódrepandi. En sú staða sem blasir við í efna- hagsmálum Rússlands mundi hæg- lega ganga af hvaða forsætisráðhera sem er dauðum. Fyrir fjórum árum, þegar Tsjemomyrdín virtist traust- ur í sessi, sagði hann efnahagslega ringuireið ríkja í Rússlandi. Styrkja þyrfti rúbluna, kveða niður verð- bólgudrauginn og kljást við greiðslu- erfiðleika sem urðu til þess að hundruð þúsunda Rússa fengu ekki launin sín. í dag er ástandið hins vegar mun alvarlegra. Efnahagur Rússlands er í dauðateygjunum. í ímyndarstríðinu þarf ekki að koma á óvart þó Jeltsín og Tsjemo- myrdín keppist við að kenna hinum unga Sergei Kirijenko og ríkisstjórn hans um hvemig komið er fyrir Rússum í dag. En þeir vita betur. Efhahagskreppan á rætur að rekja til þeirra sjö ára sem hinn góðlát- legi og stæðilegi en um leið leiðin- legi og ófrumlegi Tsjernomyrdín var við stjómvölinn. Hann þótti stýra eins og hvert annað sovéskt möppudýr. Stóð af sár storma Það er á allra vitorði að Tsjemomyrdín getur ekki státað af neinum afrekum í efnahagsmálum en það verður ekki af honum tekið að hann hefur sýnt forsetanum óbilandi tryggð. Þannig hefur hann staðið af sér ótal hrókeringar í rík- isstjóm landsins og önnur áföli, eins og gríðarlegt gengisfaU rúblunnar í október 1994. Þá hefur Tsjemomyrdin haldið rússneskum stjómmálum nokkum veginn í jafn- vægi. Þessir þættir virðast hafa ráð- ið miklu um endurkomu hans nú. Ófáir töldu Tsjemomyrdín vera að missa völdin þegar Boris Jeltsín skipaði umbótasinnana Boris Nemtsov og Anatoly Chubais sem varaforsætisráðherra með ábyrgð á efnahagsumbótum í mars 1997. En Tsjemomyrdín bar harm sinn i hljóði og beið. f byrjun þessa árs náði hann sér á strik og virtist valdameiri en nokkm sinni. Þá kom reiðarslagið, 23. mars í vor. Hann var rekinn fyrirvaralaust og Sergei Kirijenko skipaður í staðinn. Jeltsín sagði ástæðuna þverrandi úthald Tsjemomyrdins í umbóta- málum. En á bak við tjöldin var al- mennt álitið að Jeltsín hefði fundist Tsjernomyrdín vera orðinn of valdamikiU. Af honum stæði ógn. Þá þótti fjármálamönnum sem tími væri kominn á Tsjemomyrdín. Þeim fannst ekkert gerast. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eftir fjóra mánuði var ljóst að fjármálastefna Kirijenkós var fjármálamönnum ekki að skapi og því talið að þeir hafi haft hönd í bagga við endurskipun Tsjemo- myrdíns. Hann hjálpaði þeim að komast tU auðs. Ungur og óreyndur Og þá komum við að Kirijenko. Eftir brottreksturinn segist hann fómarlamb efnahagsóstjórnar Hinn drengjalegi Sergei Kirkijenkó, t.v., skáiar hér við Viktor Tsjernomyrdín þegar þeir félagar hittust í apríl. Þá var sá fyrrnefndi nýoröinn forsætisráöherra en Tsjernomyrdín nýrekinn eftir fimm ár í þeim stóli. Tsjernomyrdín endurheimti sæti sitt í vikunni. Símamynd Reuters Tsjernomyrdíns forðum, efhahags- vanda og olíuverðlækkunar í öðmm löndum auk þess sem þingið hafi neitað að samþykkja aðgerðir hans til úrbóta. Þegar Kirijenko varð forsætisráö- herra urðu fjölmiðlar að leita vel og lengi áður en þeir fundu rýrar möppur með upplýsingum um þenn- an fyrrum orkumálaráðherra. Hann hafði verið ráðherra í eitt ár en þar áður stjómað olíufyrirtæki og verið bankamaður. Skipun Jeltsíns kom honum algerlega í opna skjöldu. Dagsskipunin var einfold. Honum var einfaldlega sagt að flýta efna- hagsumbótum. Almenningur var hissa en þó ekki þar sem Jeltsín hafði oft séð fyrir óvæntum uppá- komum af ýmsu tagi auk þess sem vitað var að hann hafði dálæti á að koma uppalningum sínum áfram í kerfinu. Kirijenko var strax gert erfltt fyr- ir. Það tók mánuð að fá þingið til að samþykkja skipan hans. Þar þótti mönnum hann of ungur og óreynd- ur. Hann hafði heldur engan póli- tiskan stuðning og engan flokk á bak við sig. Aðeins Jeltsín, misvel á sig kominn, stóð honum að baki. Þrátt fyrir það fékk Jeltsín aðra til að koma til hjálpar við útvegun er- lendra lána og til að gera skatt- heimtuna skilvirkari. Hvorugt hafði tilætluð áhrif Grigory Javlinsky, frjálslyndur andstæðingur Jeltsíns, sagði aö Kirijenko væri ekki ábyrgur fyrir á- standinu í efnahagsmálum þar sem hann hefði ekki fengið nægilegan tíma til að láta að sér kveða. Hins vegar væri hann ábyrgur fyrir að taka að sér starf sem hann hefði engan vegin valdið. Spumingin er þá hvort Tsjemomyrdín takist að koma skikki á hlutina. Hann er meðal hinna auðugu í Rússlandi, hefur auðgast mjög á aðild sinni í Gazprom, sem áð- ur var ríkisorkufyrirtæki í hans um- sjá. Hann er innundir hjá fjármála- mönnum og með pólitískt bakland, getur talað við menn til hægri og vinstri í þinginu. Það ætti að auð- velda honum stjómarmyndun þrátt fyrir háværar kröfur kommúnista um aðild að þjóðstjóm. Á toppinn árið 2000? En það hangir meira á spýtunni og því full ástæöa fyrir Tsjemomyrdín að nýta annað tækifæri sitt. Eftir endurkomuna er hann kallaður krónprinsinn, vænt- anlegur arftaki Jeltsíns á forseta- stóli. Tsjemomyrdin hafði reyndar ráðgert að fara í forsetakosningar árið 2000 og sitja á þingi fyrir flokk sinn, „Heimili okkar Rússland", þangað til. En hann státar ekki af mikill útgeislun og muldrar fremur en talar þegar hann heldur ræður. Þótti séð að hann kæmist ekki langt án stuðning Kremlarherrans. En nú hefur hann skyndilega tromp á hendi. Heimildir í Moskvu segja að með skipan hans hafi Jeltsín þurft að láta í minni pokann á ýmsum sviðum. Þannig setti Tsjemomyrdín sem skilyrði fyrir skipan sinni að hann einn sæi um að ráða og reka ráðherra og að Jeltsín héldi sig frá daglegum ríkis- stjómarrekstri. Takist Tsjemomyrdín vel upp í verkefhum næstu mánaða stendur hann sterkur að vígi fyrir forseta- kosningar. Hann getur auk þess náð forskoti með því að nota stjómkerf- ið og fjölmiðlana í sína þágu. Maður sem spáð var að mundi falla í gleymskunnar dá á skyndi- lega möguleika á að ná toppnum ár- ið 2000. Og jafnvel fyrr ef Jeltsín fellur frá. Reuter, Aktuelt o.fl. TRYGGING HF. Oskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Bifreiðamar verða seldar í því ástandi sem þær em í og kaupendur skulu kynna sér á staðnum. Peugeot 306 1998 Ssangyong Musso 1998 Land Rover Discovery 1997 Land Rover Defender 1997 Land Rover Discovery 1997 VW Golf GL 1997 Honda Civic 1997 Hyundai Elantra 1996 Mazda 323 F 1996 Plymouth Neon 1995 MMC Pajero 1992 Toyota Corolla 1991 MMC L 300 1991 MMC Lancer 1989 MMC Lancer 1989 Daihatsu Charade 1988 Subaru st. 1800 1987 BMW 320 1987 MMC Lancer 1987 Opel Omega 1987 Mazda 626 1987 Dodge Aries 1987 Honda CBX 550 bifhjól 1982 MMC Lancer 1988 BMW 728iA 1984 Bifreiðamar verða til sýnis mánudaginn 31. ágúst 1998 í Skipholti 35, (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf. Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 540 6000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.