Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 17 Díönuferðir Odeon hótel- ið i París býð- ur um þessar mundir skoð- unarferðir þar sem skoðaðir eru þeir staðir sem Díana prinsessa af Wales heimsótti á síðustu klukkustundum lífs sins. Ferðimar eru vitaskuld famar í tilefni af því að um þessar mundir er eitt ár liðið síðan prinsessan lét lifið í árekstri, eins og þekkt er. Skoð- unarferðirnar eru farnar í svörtum Mercedes Benz, svip- uðum þeim sem Díana var í er hún lenti í slysinu. „Mörgum finnst þetta sjálfsagt ósmekk- legt en málið er að þetta er ein- faldlega geysivinsælt," segir hótelstjóri Odeon. Ferðin hefst við Ritz hótelið en þaðan er svo farið til Pont de l’Alma undir- ganganna þar sem áreksturinn varð. Skoöunarferðin endar svo við sjúkrahúsið þar sem Díana dó. Þykjustukaffi I Tel Aviv í ísrael er aö finna eitt frumlegasta kaffihús í heimi. Það er í Shenkin Street sem þykir____________ með flottari götum borgarinnar. Kaffihúsið ber nafnið „Cafe Ke’ilu" sem gæti þýtt „Þykjustukaffi" á íslensku. Þar em á boðstólum kúfaðir diskar og stútfullir kaffibollar - af engu. Fyrir að sitja á Þykjustu- kaffi og panta rétti af „matseðl- inum“ borgar maður 200 krón- ur íslenskar á virkum dögum og 400 krónur um helgar. Eig- andi staðarins heldur því staö- fastlega fram að kaffihúsið sé mjög vinsælt og fólk komi aftur og aftur. En hvemig er hægt að halda úti svona kaffihúsi? „Fólk fer á kaffihús til að sýna sig og sjá aðra, ekki til að drekka eða borða," segir hann. Ferðaglaður hundur Það var ekkert smáferðalag sem þýski hundurinn Blacky fór í fyrir stuttu. Hann hafði verið á leiðinni með flugvél frá Kanada til Frankfurt ásamt eiganda sínum þegar hann slapp úr búrinu á flugi. Mikil leit að honum eftir flugið bar engan árangur og töldu menn hann ekki vera lif- andi. Flugvélin sneri síðan aft- ur til Toronto í Kanada og hélt því næst til London. Þar fundu flugvirkjar Blacky af tilviljun þar sem hann var fastur milli þilja. Hann var furðuhress en eðlilega nokkuð þreyttur eftir ferðalagið því hann lagði að baki 25.600 km áður en hann komst loksins heim til sin. Þjórfé eða ekki? íslendingar eru mjög van- þróðaðir í þeirri „list“ að gefa þjór- fé. Staðreyndin er reyndar sú að venjur í þessum efnum eru mjög mismunandi eftir þjóðum og því eðlilegt að kynna sér hvernig skuli gefa þjórfé í þeim löndum sem maður hyggst ferðast til. Austurlönd eru engin undan- tekning hvað þetta varðar. í Japan er t.d. ókurteisi að veita þjórfé svo allir sjái, hins vegar er talið eðlilegt að setja pening í umslag og rétta þeim sem á að fá hann. í Kóreu, Nýja-Sjálandi og Singapore er ékki til siðs að veita þjórfé. Svo var einnig í Kina en nú er öldin önnur og þjórfé er tekið opnum örmum. Sérstaklega ef um er að ræða sígarettur, sælgæti, vín og jú, það er jafnvel tekið við reiðufé. Siglt um á Melrakkasláttu: Fjölbreytnin í fyrírrúmi Melrakkaslétta er staður sem læt- ur lítið yfir sér við fyrstu sýn en býr yfír einhverri fjölskrúöugustu nátt- úru landsins. Óvíða er fjölbreyttara fuglalíf, gróðurflóran er fjölskrúðug þó engin séu trén. Inni á Sléttunni er fjöldi vatna sem flest eru full af silungi. Ströndin er vogskorin með tjörnum, vötnum og lónum. Þar eru stórgrýtt nes og boðar, sendnar vík- ur, fullar af reka. Allt þetta og meira til hrífur augað. Við hvert skref er eitthvað nýtt að sjá. Fyrir stuttu hóf Hótel Norðurljós á Raufarhöfn að bjóða upp á kajak- siglingar um þetta svæði. Vötnin og lónin með fram ströndinni tengjast meira og minna þannig að auðvelt er að ferðast á kajak, kanó eða öðr- um léttum bátum innan við brim- garðinn. Það þarf að bera bátana á milli vatna, en yfirleitt mjög stuttar vegalengdir. Þannig er hægt að sigla á kajak frá Raufarhöfn vestur með strandlengjunni í Rif. Einnig er svo hægt að sigla inn á Sléttuna og fylgja svokölluðum Rifsæðarvötn- um eina 15 km. Alls eru siglinga- leiðir um 35 km. Þessi möguleiki opnar nýjan ferðamáta þar sem maðurinn er í mjög náinni snert- ingu við náttúruna. Ferðamöguleikar eru ýmsir Ef róið frá Raufarhöfn fyrir höfð- ann má sjá nokkra sjávarhella sem auðvelt er að sigla gegnum þegar veður Ieyfir. Vandkvæði að sigla kajak á opn- um sjó eru margvísleg og ekki ger- andi fyrir óvana. Öðru máli gegnir þegar siglt er inni á lónum og vötn- um þar sem sjávarstrauma gætir ekki. Melrakkasléttan, nyrsti út- vörður íslands, hefur að geyma ótrúlega fjölbreytilega strandlengju, með lónum, víkum og vötnum, sem tengjast svo til samfellt frá Raufar- höfn vestur í Rif. Einnig eru svo möguleikar að sigla frá Blikalóni, sem er eina fimm kílómetra frá Rifi, allt vestur að Núpskötluvatni. Skemmtileg dagleið er að hefja siglingu í Hestvatni og sigla þaðan vestur Ólafsvatn, sem tengist því, og bera kajakana í Rifshólavatn og sigla það á enda. Þaðan er um kíló- metragangur í Rif sem er fæðingar- staður rithöfundarins Jóns Trausta. í Rifi er margt sérkennilegt að sjá, mikinn reka, eyðibýli, falleg vötn og tjamir. Fyrir áhugasamt útivistar- Á hestbaki um ísland Bandaríkjamaðurinn Doug Hamilton kom hingað til lands í fyrsta skipti i sumar. Hann er hesta- maður og hefur í mörg ár verið öt- ull við að kynna íslenska hestinn í Ameríku. Hér segir hann frá því hvers vegna hann kaus að ferðast um ísland á hestbaki. Ég ætla ekkert að fara að agnúast út í þá sem hafa á prenti sagst vera orðnir þreyttir á tali um íslenska hesta og landslag á íslandi. Mig langar bara að benda á það, að besta leiðin til þess að kynnast menningu íslendinga er að ferðast á hesti um íslenska náttúru. Maður heyrir til dæmis ótal sög- ur sem sagðar eru af ám og fjöllum og dölum á íslandi. En þær fjalla ekki aðeins um náttúrufyrirbrigði. Ef vel er að gáð verðum við einnig nokkru nær um lífshætti og jafnvel persónuleika fólksins sem fyrrum byggði landið. Kannski kemurðu auga á afskekkt eyðibýli sem hefur á löngum tima hýst margar kynslóð- ir. Til dæmis bjó þar eitt sinn tólf manna fjölskylda. Og þú hugsar til fólksins sem lifði og dó á afskekkt- um stað í einangruðu landi. Ef þig langar til þess að kynnast landinu, þá er einstakt að gera það af hestbaki. Ef þú vilt raunverulega skilja ísland og fólkiö sem býr þar, menningu þess og sögu, þá skaltu vita að það er margt sem þú ferð á mis við ef þú ferðast með rútu eða hávaðasömum jeppa. Að fara um reiðstíga sem fólk hefur verið að fara um í þúsund ár. Að ríða fram hjá bændabýlum sem hvert um sig eiga sér nafn og sögu. Að skoða litl- ar kirkjur sem byggðar voru af vík- ingum, en standa nú eins og minn- isvarðar um löngu horfnar tjöl- skyldur og trúariðkun þeirra. Allt á sár sögu En það er ekki aðeins fortíðarland- ið sem opinberast þeim sem virða ís- Doug Hamilton segir að þeir útlendingar sem ferðast um landið á jeppa eða í rútu fari á mis við ýmislegt sem hesta- maðurinn nýtur. land fyrir sér af hestbaki. Nútíminn er líka vel sýnilegur. Bévaðar raf- magnslínurnar, sem alls staðar eru, sýna ekki aðeins fram á misnotkun á landinu, heldur einnig fólkinu sem byggir það. Og á ferðalagi um landið í félagsskap hests uppgötvar maður hugsunarleysið að baki misnotkun- inni. Einhver erlendur gjaldmiðill (sem á eftir að velkjast lengi í hönd- unum á bankastjórum og bisness- mönnum í Reykjavík, Amsterdam og Hamborg) er talinn eftirsóknarverð- ari en sú ægifegurð sem er náttúrlegt umhverfi íslenskrar menningar. Og þegar landið hefur verið selt erlend- um íjárfestum eða innfæddum bis- nessmönnum glatast um leið sá möguleiki að Islendingar njóti þeirra gjaldeyristekna sem erlendir ferða- menn skapa. Þegar maður ferðast um ísland á hesti kemst maður að því að íslendingar eru að glata tilfinning- unni fyrir gildi arfleifðar sinnar. Öfund og ýmislegt leynimakk er al- gengt í íslendingasögunum. í lokin get ég ekki stillt mig um að minnast á þann sem svo harkalega gagnrýndi okkur sem kjósum að ferðast um DV-mynd Hilmar Þór landið á h e s t u m . Hann sannar nefnilega að fy rirbæri eins og sært stolt, öfund og metingur á milli m a n n a heyra ekki aðeins ís- lendingasög- únum til, heldur leyn- ast þau í hin- um ýmsum skúmaskot- um á Islandi í dag. -ÞHS Tjarnirnar, vötnin og lónin eru óteljandi á Melrakkasléttu og möguleikar til kajak- siglinga því nær ótakmarkaðir. Fjölda annarra siglingaleiða er að finna á þessum slóðum sem henta bæði fyrir byrjendur í róðri jafnt og lengra komna. Fyrir þá sem finnst gaman að útiveru og róðri er svæð- ið þvi með því allra skemmtilegasta sem völ er á. Rekinn í fjörunni er ótrúlega fjölbreyttur og hægt að eyða ófáum stundum f að rannsaka það sem hafið hefur skilaðá land. fólk er auðvelt að eyða deginum þar án þess að láta sér leiðast. Síðan er siglt sömu leið til baka og kajakam- ir færðir yfir í Skinnalón. Þar er mikil fegurð. Lónið er kristaltært og það er eins og maður svífi yfir þara- gróðurinn þegar siglt er. I austri teygir Hraunhaftiartangi sig norður í íshafið. Eyðibýlin í Skinnalóni birtast eins og siglt sé inn i mynd. Húsin standa á kambi niðri við sjó- inn, veðruð og farin að láta á sjá. Þaðan er hægt að velja um tvær leiðir, annars vegar að sigla inn Skinnalónið að þjóðveginum og bera bátana stutta leiö yfir hæð yfir í Hraunhafnarvatnið sunnanvert eða að sigla i austur og koma að af- fallinu frá Hraunhafnarvatni og fleyta bátunum undir brúna á þjóð- veginum. L Landsbanki íslands Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2.hæð í Leifsstöð. Opið allan sólarhringinn E-vítamín eflir varnir líkamans ,giL I__meilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri í MAN 26.361 '87 dráttarbifreið skemmda eftir umferðaróhapp. Bifreiðin selst í því ástandi sem hún er í og kaupendur skulu kynna sér á staðnum. Bifreiðin er til sýnis við Nýju Bílasmiðjuna hf., Flugumýri 20, Mosfellsbæ, mánudaginn 31. ágúst 1998 frá kl. 9-16. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag í Nýju Bílasmiðjuna hf. eða til Tryggingar hf„ Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 540 6000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.