Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 T^V mtal Eftirlíkingastarfsemi í kirkjulist gagnrýnd: Fólk veður of mikio i öllu - segir Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona sem hefur ekki undan að vinna upp í pantanir og halda sýningar Mpira að segja á Italíu „Ég vinn aftur og aftur fyrir sömu kirkjurnar. Auk þeirra sem ég hef nefnt hef ég unnið heilmikið fyrir Grafarvogskirkju, Eskifjarðarkirkju og Siglufjarðar- kirkju. Þá hef ég unnið einn og einn hlut fyrir mjög Þessi stytta á sér ótrúlega sögu. Sigrún og Thorsten rákust á hana í þykku lagi af fuglaskít og óhreinindum uppi á háalofti í kastala langafa Thorstens. Styttan fór ekki úr huga Sigrúnar og þegar heim kom skrifaði hún staðar- haldaranum og spurði hvort hún gæti keypt styttuna. Hann kvað svo vera og Sigrún sendi andvirðið þegar um hæl. En þegar átti að nálgast styttuna var búið að selja kastalann og hana með. Upphófst nú mikið málaþras sem end- aði fyrir dómstólum. Sigrún hafði betur og nú stendur styttan í stofunni hennar heima á Lidingö. Þegar að var gáð reyndist hún vera eftir Thorvald- sen! DV-myndir S _____________ DV-mynd E.ÓI. kvenlegri þeim mun meiri eru áhrifm af kvenlegum styrkleika. Honum þarf að beita eins og saumnálinni - á rétt- an hátt. Þá er mér ómögulegt að skilja að konur skuli ekki hafa meiri löngun til að mennta sig svo að þær séu hæfar í það starf sem þær taka að sér. En kon- ur hugsa oft þannig að geti ein eitt- hvað þá geti allar það. Þó eru á þessu undantekningar. Nýlega hringdi í mig kona sem hefur áhuga á að leggja fyr- ir sig kirkjulist. Hún er menntuð í textilhönnun en bað mig nú að leið- beina sér varðandi fram- haldsnám sem hún hyggst fara í.“ Fólk veður of mikið í ollu Sigrún er ekki að öllu leyti ánægð með þróun kirkjulistar hér á landi. „Mér finnst að saman þurfi að fara gott hand- bragð og góð uppbygging. Það er svo átakanlegt hve það fer sjaldan saman hér á íslandi. Ég held að fólk margar kirkjur hér.“ Sigrún hefur einnig unnið muni fyrir kirkjur er- lendis, í Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og „meira að segja á Ítalíu", segir hún stolt. En það var einmitt ítölsk bygg- ingalist sem hafði þau áhrif á hana að hún tók þá ákvörðun að tileinka líf sitt kirkjulist. Hún segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun. í haust fer Sigrún til Bandaríkj- anna, þar sem henni hefur verið boð- ið að halda sýningu í þinghúsinu í Ge- orgíu um miðjan október. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem hún sýnir í Bandaríkjunum því hún hefúr m.a. verið með sýningar í Seattle, Was- hington, Takona og San Francisco. Auk Bandaríkjanna hefúr hún sýnt verk sín í Kóreu, Japan, Svíþjóð og á íslandi. Þrjár konur hafa verið Sig- rúnu afar hjálplegar við sumar sýn- inganna erlendis. Það eru þær Peggy Olsen, Bima Hreiðarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir. „Þær hafa ekki einungis stuðlað að mínum sýningum," segir Sigrún, „heldur unnið að því af mikilli elju- semi að kynna ísland á virðulegan hátt.“ í byrjun desember verður sýning á munum Sigrúnar hér heima, nánar tiltekið í Gullsmiðjunni og listmuna- húsinu að Skólavörðustig 5. Sigrún hefur ekki bara unnið sér nafn sem kirkjulistakona. Hátíðar- búningar hennar hafa lengi verið rómaöir. Til dæmis hafa fegurðar- drottningar íslands skrýðst þeim í keppni erlendis í ein 20 ár. Þá á sendi- herrafrúin íslenska í Washington búning frá Sigrúnu sem hún klæðist gjaman við sérstök tækifæri. Þann 30. ágúst nk. mun Sigrún halda sýningu á hátíðarbúningum á Sigrún með verk sín í turninum á Skólavörðustig. Skansinum í irmyndina sótti ég i fjöllin og jöklana Stokkhólmi. en hið kvenlega til álfkonunnar. Þeg- „Búningana ar ég var bam hugsaði maður sér álf- hef ég unnið í konuna það fegursta í kvennalíki sem batik, saumað til var. Ég vil framkaila allt það kven- út í handofið lega. Peysufótin gera allar konur efni og hand- gamlar." málað það. Ég „Ég er stolt af því að vera kona,“ beiti nálinni segir Sigrún ákveðin. „Ég hef oft ver- þannig að ið gröm út í kynsystur mínar þegar þetta verði þær hafa verið að reyna að feta í fót- hreyfilist. Fyr- spor karla. Eftir því sem konan er Sigrún Jónsdóttir kirkju- listakona hefur dvaliö á gamla Fróni í sumar. Hún er annars búsett í Lidingö í Sví- þjóð ásamt eiginmanni sínum, Thorsten Folin. Þar búa þau í „stóru húsi eöa lítilli höll“, eins og Sigrún orðar þaö. Thorsten er þriðji eiginmaöur Sigrúnar, af sœnskum meiöi í fööurœtt, en móöir hans var af franskri aöalsætt. Þau Thorsten eru mikiö á feröinni heimshornanna á milli en búa til skiptis á íslandi og í Sví- þjóö. Sigrúnu var annaö hug- leiknara en hallir, ríkidœmi og greifatitlar þegar blaöa- maöur hitti hana í íbúö þeirra á Skólavöröustíg 12 , undir „stœrstu regnhlíf á ís- landi", eins og hún kallaöi þak heljarmikils sólskála sem þau hafa látiö gera efst í turn- inum. Hún hefur veriö önnum kafin í sumar. Verkefni fyrir hinar ýmsu kirkjur landsins hafa hlaöist á hana og stórar sýningar eru fram undan. Síö- ast en ekki síst er veriö aö skrásetja bók um kirkjulist hennar. Þaö er sr. Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprest- ur sem skrásetur. „Líf mitt er eins og lítill bolti sem á ekki að verða að neinu. Svo veltur hann niður brekku og hleður sífellt utan á sig,“ segir Sigrún. Þau hjónin komu til landsins 17. júní sl. og hún segist sjaldan hafa dvalið hér svo lengi í einu. Ýmsir fjöl- skylduatburðir, s.s. fermingar, hafi valdið þessari óvenjulöngu dvöl. Sigrún afhenti ýmsa muni i kirkj- ur landsins á meðan hún dvaldi hér nú. í Bíldudalskirkju fóra hökull og stóla og altarisbrík og stóla að Odda á Rangárvöllum. Verk sem era í pöntun hjá henni núna eiga m.a. að fara í Skálholts- kirkju og í Odda. Sigrún hefur áður unnið fyrir Skál- holtskirkju og vann m.a. hátíðarhökul hennar. Af öðram munum má nefna biskupskápu sr. Ólafs Skúlasonar biskups.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.