Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 X>'^T sérstæð sakamál Hún vildi Birgit Bieck frá Göttingen í Þýskalandi var i miklum vafa um hvorn mannanna tveggja hún ætti að velja. Kynni hennar af þeim báðum voru náin, ef til vill of náin til þess að vel gæti farið. En tím- inn sem hún tók sér til þess að reyna að gera upp hug sinn var langur og það hafði sín áhrif. Annar mannanna var Frank Muckhoff, þrjátíu og tveggja ára kraftalega vaxinn maður. Hann var skeleggur og setti það ekki fyrir sig að beita hnefanum ef honum þótti svo við að horfa. Hinn var besti vinur Muck- hoffs, Lutz Kessler. Hann var sjö árum eldri. Hann var hvorki gróf- ur né ofbeldishneigður heldur var- kár að eðlisfari og skilningsríkur. í raun var hann alger andstæða vinar síns. Gælunafn Kesslers var Kessi. Birgit reyndi að gera upp hug sinn um hvorn þessara manna hún vildi. Báðir elskuðu þeir hana en hún hafði ekki ákveðiö sig þegar til uppgjörs kom. Gamli kærastinn Forsaga málsins var sú að Birgit hafði löngu áður verið með Frank Muckhoff sem var oft kall- aður Mucki. En leiðir þeirra hafði skilið og mörg ár liðu þar til þau rákust hvort á annað af tilviljun. Og þá var sem eldingu hefði lostið niður í bæði tvö. Mucki sagði strax upp íbúðinni sem hann leigði og fluttist inn til Birgit. Birgit í réttarsalnum með Frank. „Það var í fyrravor," sagði Birgit þegar hún lýsti því sem gerst hafði í sambandi þeirra, „og þá gekk allt enn þá vel. En það voru erfiðleikar fram undan. Um leið og við fórum að búa saman kynntist ég besta vini hans, Lutz Kessler. Hann var mjög ljúfur ná- ungi, en þar sem Mucki varð stöðugt önugri og fór að reiðast út af öllu og engu í tíma og ótíma fannst mér Lutz verða æ ákjósan- legri förunautur. Það má því segja að Mucki hafi rekið mig I fangið á Kessi.“ Morðhótun Það sem haft er eftir Birgit hér að framan kom fram í réttar- höldunum sem fylgdu í kjölfar þess sem átti eftir að ger- ast. Og hún átti eftir að lýsa ýmsu öðru sem hafði áhrif á atburða- rásina. „Mucki lagði eitt sinn hníf að háls- inum á mér af því hann var þeirra skoðunar að ég hefði rætt of lengi við Kessi eitt kvöldið. Hann sagði mér að hætta því. Svo rak hann hnífinn af afli í vegginn rétt fyrir ofan höfuðið á mér og sagði að ef ég gerði ekki eins og hann segði mér að gera myndi hann reka hnífinn í mig sjálfa." Af ótta við það sem Mucki gæti tekið upp á yfirgaf Birgit íbúðina og fluttist til Kessi. Hann varð auðvitað glaður yfir því að hún skyldi hafa valið hann. En hafði Birgit Bieck í raun gert það? Er hún var spurð um það í réttinum svaraði hún því til að í raun hefði hún ekki getað gleymt Mucki. „Ég elskaði Kessi en gat ekki haldið mig frá Mucki. Ég fór í rúmið með honum meðan ég bjó hjá Kessi." Og það getur hafa orðið til þess að Frank Muchoff hafði ástæðu til að halda að Birgit væri í raun hans. Hún væri bara ekki undir það búin að skýra Kessi frá því en það myndi þó senn gerast. Uppgjörið Kvöld eitt komu þau Birgit, Mucki og Kessi sam- an í íbúð hins síðastnefnda. Slíkur fundur hefur oft ver- ið talinn óráðlegur þegar um ástarþríhyrning er að ræða. Og þessi kvöldstund í íbúð Kessis átti eftir að sanna þá skoðun. „Við höfðum haft það ágætt,“ sagði Birgit. „Við höfðum gert mikið að gamni okkar. En við höfðum líka drukkið talsvert. En skyndi- lega var sem Mucki tæki hamskiptum. Hann stökk á fætur, gekk út úr stofunni og fram í eldhúsið. Nokkrum augnablikum sið- ar birtist hann aftur og nú hélt hann á hnífi sem var ætlaður til þess að flysja kartöflur. Hann gekk rólega að borðinu fyrir framan sófann, tók glas af því og braut. Svo gekk hann að Kessi og sagði: „Nú er þessu lokið, auminginn þinn.“ Um leið brá hann glerbroti að hálsi hans og það fór að blæða mikið. Ég ætlaði að ganga á milli og hrópaði: „Ertu genginn af vitinu? Þetta er besti vinur þinn.“ En Mucki svaraði bara: „Hann er það ekki lengur.“ Svo ýtti hann mér til hliðar. Síðan stakk hann Kessi þrisvar eða fjórum sinnum í ef til vill besta lýsingin á því hve illa þau stóðu að öllu saman. Það er heldur ekki furða, því ljóst þykir að ekki hafi verið um undirbúinn glæp að ræða af hendi Muckis heldur verknað fram- inn i afbrýði- semi og und- ir áhrifum áfengis við aðstæður sem hafi beinlínis boðið hættunni heim, það er með Birgit Bieck. brjóstið. Kessi missti mátt og féll á sófann en valt síðan af honum og fram á gólfið. Þar lá hann syo hreyfingarlaus á maganum. Ég virti hann fyrir mér og hugsaði sem svo að nú væri hann dáinn.“ Tllraun til að sýna fram á samsekt Um hríð stóðu þau skötuhjúin, Mucki og Birgit, og horfðu á Kessi liggja í blóði sínu á stofugólfinu. Svo var eins og Mucki áttaði sig á því að hann hefði framið verknað sem gæti gerbreytt allri framtíð hans. Það var sem honum yrði ljóst að hann bar sök sem gæti kallað yfir hann langan dóm. Af einhverri hvöt sem hann hefur líklega ekki getað skilgreint til fulls á þessari stuhdu ákvað hann að deila sekt sinni með Birgit. Hann þreif í hönd hennar, stakk hnífskaftinu í hana og þrýsti fingrum hennar að þvi. Nú voru fingrafor hennar líka á hnífnum. En svo kom honum annað ráð í hug. Ráð sem myndi duga til þess að beina öllum grun frá þeim tveim. Fingraforin myndu ekki skipta máli, þvi þau gætu verið á hnífnum eftir að þau hefði verið að flysja kartöflur frammi í eld- húsi. Mucki leit á Birgit og skipaði henni að tæma allar skúffur og skápa í íbúðinni og henda því sem í þeirn væri á gólfið. Hann hafði í huga að láta sem brotist hefði ver- ið inn í íbúðina og Kessi hefði orðið fórnardýr innbrots- þjófsins. Birgit gerði eins og Mucki sagði en á meöan lá Kessi á stofugólfínu, mikið særður en ekki dá- inn. konu sem hann og besti vinur hans sváfu hjá til skiptis og voru í raun að keppa um. Ferðin í strætisvagninum varð ekki löng. Um leið og þau Birgit og Mucki stigu upp í hann vöktu þau athygli. Nokkr- ir farþeganna litu á þau til skiptis og loks ávarpaði maður einn Mucki. „Hvað varstu að gera?“ spurði hann. „Hvers vegna ertu blóðugur á höndun- um?“ „Það liggur dauður maður heima í íbúðinni okkar,“ svar- aði Mucki. Vagnstjórinn heyrði samtalið, leit ttl baka og sá að farþeginn sem stigið hafði inn á síðasta viðkomustað var blóðugur á höndunum. Vagnstjórinn lét þó sem ekkert væri en kallaði upp stjórnstöð í farskiptatæki og lét gera lögreglunni aðvart. Á þriðja viðkomustað eftir það stigu nokkrir lögregluþjónar inn í vagninn og handtóku parið. Var vakinn til lífsins Eftir frumyfirheyrslu á leið til lögreglustöðvarinnar lá fyrir hvað gerst hafði. Lögreglumenn og sjúkraliðar héldu þegar í stað að Þegar þau Mucki og Birgit höfðu rótað öllu sem í skápunum og skúffunum var fram á gólfið ákváðu þau að koma sér sem skjótast úr íbúðinni. Þau lokuðu dyrunum á eftir sér, hlupu út á götu og ákváöu að koma sér burt með næsta strætisvagni. Og það gerðu þau. En ástand þeirra er húsinu þar sem atburðurinn hafðu gerst. Er í íbúðina kom hafði Lutz Kessler legið þar í þrjá stundarfjórðunga og var „klíniskt dáinn“. Á leið til háskólasjúkra- hússins i Göttingen tókst að vekja hann til lífsins en ljóst var þá að hann hefði orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni, enda áverkarnir slæmir. Mestar áhyggjur höfðu sjúkraliðarnir þó af því að heilinn hefði verið of lengi án súrefnis. í umfjöllun um málið hefur því verið haldið fram að Birgit hafi í raun uppskorið eins og hún hafi til unnið. Hún hafi leikið sér að eldinum. Öllum megi vera ljóst að ástarþríhyrningur sé fyrirbæri sem vakið geti mikla afbrýðisemi og heitar tilfinningar. Og slíku þríhliða sambandi ljúki venjulega með því að annar aðilanna af sama kyni verði undir í barátt- unni um ástir hins þriðja. Því lengur sem óvissan standi því meiri verði líkurnar á að upp úr sjóði. Og það gerðist í þessu til- viki. Frank Muckhoff. Eftirleikurinn Lutz Kessler. Birgit stendur nú ein uppi. Ann- ar mannanna í lífi hennar fékk sjö ára fangelsisdóm. Frank Muckhoff var sekur fundinn um tilraun til manndráps en sök hans þótti verri en annars hefði verið talið af því Lutz Kessler var skilinn eft- ir í blóði sínu og ljóst að framtíð hans hefði getað orðið allt önnur hefði verið reynt að bæta fyrir verknaðinn með því að kalla strax á sjúkrabíl. Kessler er ekki sá maður sem hann var. Þeir áverkar sem hann fékk hafa varanlegar afleiðingar en verstar eru þó afleiðingar hins „klíníska dauða“. Heil- inn beið tjón af súrefn- isskorti og Kessler er ósjálfbjarga. Hann get- ur hvorki borðað, klætt sig né farið á salerni án hjálpar. í raun getur hann nánast ekkert gert án þess að fá að- stoð. Birgit hefur látið að því liggja að hún kunni að reyna að sjá um hann. „Þá get ég hugs- anlega bætt eilítið fyrir það sem gerðist," sagði hún. „Þegar öllu er á botninn hvolft var það ég sem þeir tókust á um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.