Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 JjV i8 * f heygarðshornið *★■ ------- Faríseinn og tollheimtumaðurinn Svohljóöandi fyrirsögn var í Morg- unblaðinu á fimmtudaginn: „Mik- ilvægt að nálgast tóbaksnotendur á nýjan hátt.“ í fréttinni greinir síðan frá ráöstefnu sem haldin var um tóbaksvamir á Egilsstöðum og er í fréttinni vitnaö til samtals við fræðslufulltrúa Krabbameinsfé- lagsins sem segir að ekki dugi lengur að hamra á því við fólk að bara hætta að reykja heldur sé þetta „mjög viðkvæmt mál þar sem komiö er inn á persónulegt líf einstaklingsins". Upp á síðkastið höfúm við verið að smákynnast þeim nýjungum sem hin opinbera tóbaksandstaöa hefur innleitt til aö nálgast tóbaksnotendur og „koma inn á persónulegt líf ein- staklingsins". Fyrst komu fræg til- mæli til atvinnurekenda um að ráða ekki reykingafólk í vinnu. Og nú er það auglýsing í sjónvarpinu, sýnd á tímum þegar vænta má að fjölskyldan sitji við altarið öll. Þar eru pabbi mamma böm og bíll úti á vegum. Pabbi er að reykja á meðan hann keyrir. Fjölskyldan hímir grett og guggin en þegjandi 1 meðan kúgarinn púar ógurlega uns þar kemur að glóð dettur úr sígarettunni í sætið, hann missir stjórn á bílnum, sýnt er andlit drengsins í barnastólnum, svo er myrkur, svo válegt brothljóð. Og spumingin skilin eftir í stof- unni heima, í miðju „persónulegu lífi einstaklingsins": Pabbi, mun- um við þá öll deyja ef þú heldur áfram að reykja? ★★**★* Reykingar em óverjandi. Og það er einmitt sú staöreynd sem gerir áróöurinn gegn þeim sífellt ofsa- fengnari, siðlausari og afkáralegri. Sá sem reykir er gersamlega vam-' arlaus. Hann getur með engu móti haldið uppi vömum fyrir háttemi sitt - markvisst er unnið að því af hálfu hinnar opinberu tóbaksand- stöðu að gera reykingar að glæp. Það eru engar skáldagrillur þegar ég sé fyrir mér að innan furðu fárra ára muni verða sektað fyrir reykingar. Tóbakslögreglumenn munu ryðjast fyrirvaralaust inn í samkvæmi og inn á kaffihús hnusandi í allar áttir og draga loks Guðmundur Andri Thorsson delíkventinn út sem fýraö hafði einni. Litiö verður á nikótínreyk- ingar sem eiturlyfjanotkun. Sem þær að vísu em. Á dögunum frétti ég af dönskum kaupsýslumanni á sænsku hóteli. Hann hafði ekki veitt athygli skilti í herbergi sínu þar sem stóö að hóteliö væri rökfritt enda Danir vanir öskubökkum í sturtunni á sínum hótelum og reykja öragg- lega miklu meira en íslendingar, bæði yfir bömum sínum og öðrum, hvað sem kannanir segja. Dananum varð það því á að fá sér rettu fyrir svefninn. Það átti hann ekki að gera - ekki í Svíþjóð. Nokkra síðar þegar hann er lagstur til svefns heyrist bankað höstuglega á dyrnar hjá hon- um. Hann opnar og reiðilegt fólk ryðst inn, skimandi í all- ar áttir tortryggnu nefi. Hann skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið fyrr en einn að- komumanna stillir sér upp fyrir framan hann og spyr með ábúðar- miklu lögreglufasi hvort hann hafi verið að reykja. Okkar maður ját- ar því, grandalaus, og Svíar hafa engar vöflur á heldur er nikó- tínistanum umsvifalaust vísað burt af hótelinu, með skömm. Stóð með sínar feröatöskur vegalaus klukkan tvö um nótt og þurfti að biðja einhvers staöar um hæli sem tóbakslegur flóttamaöur. ★★★*★★ Þannig er þetta í sæluríki tóbaks- vamanna, Sviþjóð, og þannig er þetta í Bandaríkjunum líka - svo enginn fari nú að kenna sósíal- demókrötum um ofstopann. Enda- laust virðist hægt að vaða yflr það vesalings fólk sem ánetjast hefur reykingum, „koma inn á persónu- legt líf einstaklingsins" - þaö get- ur með engu móti borið hönd fyr- ir höfuð sér. Því að reykingar era óafsakanlegar. Þær era andfélags- legar. Þær era banvænar. Þær era óverjandi. Sérhvert mannlegt sam- félag virðist þurfa á því að halda að til sé hópur fólks sem þeir geta litið niður á og ofsótt sem sjálfir era illa geöiir til munns og handa. Á Indiandi era það hinir ósnertan- legu - á miðöldum Vesturlanda vora það hinir holdsveiku; löng- um hafa sígaunar, gyðingar og hörandsdökkt fólk mátt þola of- sóknir; hommar og lesbíur hafa þurft að fara í felur með tilvera sína. Og þannig má lengi telja. Yf- irleitt rísa slíkir ofsóttir hópar að lokum upp stoltir af sjálfum sér og neyöa undirmálsfólkið sem ofsæk- ir þá til að horfast í augu við aö vandamálið liggur hjá þeim sem ofsækir - ekki hinum sem ofsóttur er. En reykingamenn sem era á góðri leið með að verða slíkur hóp- ur í samfélaginu - hvemig eiga þeir að fara að því að rísa stoltir upp. Hvemig er hægt að vera stolt- ur reykingamaður? Hvemig er hægt að vera stoltur af því að fylla lungu sín af eitri, soga sig til bana, eitra líf sinna nánustu? Reykinga- maðurinn getur ekki verið stoltur í framkomu - til þess hóstar hann of mikið. ★★★*★★ Reykingamenn era síðasti minni- hlutahópurinn sem á sér enga málsvara og allra síst sig sjálfa. Þeir muldra sakbitnir í barm sér eitthvert hóstakjöltur á meðan á þeim dynja skammimar og nú síð- ast: hatrið. Ef til vill hætta ein- hveijir að reykja undir þrýstingi slíkrar hatursherferðar, þótt það sé raunar vafamál. Þá mun að vísu verða betra loft í kringum þá en andrúmsloftið í þjóðfélaginu mengast á hinn bógiim gerræði, ofstæki og sigurgleði þess réttláta. Faríseinn hefúr enn á ný tuktað til tollheimtumanninn. [dagur í lífi *★ -------- Maraþondagur í lífi Lárusar Thorlacius, háskólaprófessors og íslandsmeistara í maraþonhlaupi: Fann rétta tempóið ásamt 178 öðram mara- þonhlaupuram og öll- um hinum fjölmörgu hlaupuranum. Mark- miöið var að halda jöfn- um hraða, fara ekki of hratt til að eiga eitt- hvað eftir í lokin og ekki heldur of hægt. Stemningin var sérstök í byrjun, allir enn þá þétt saman í hóp og hver um sig að leita að rétta tempóinu. Ekki spillti fyrir veðrið sem var frábært. Lét hugann reika Tiltölulega fljótt fann ég rétta tempóið. Á fyrri hringnum var ég ekki enn orðinn þreytt- ur og gat notið útsýnis- Lárus Thorlacius kemur hér í mark í Reykjavíkurmaraþoninu, fyrstur íslendinga í heilmaraþonhlaupinu og náði hann þriðja sætinu. Bætti persónulegan árangur sinn um nokkrar sekúndur. Lárus starfar sem prófessor f eðlisfræði við Háskóla íslands. DV-mynd JAK „Ég vaknaöi um sexleytið og gáði til veöurs. Veðurspáin hafði veriö góð, og hún gekk eftir, en maður verður samt alltaf að gá. Bömin; Ámi, 2 ára, og Áslaug Hrefna, 4 mánaða, vora vöknuð. Þóra, konan mín, sinnti þeirri litlu en við Ámi fóram ffam og tókum til morgunmat. Eins og venjulega var það hafragrautur og ristað brauð en fyrst maður var að fara í maraþon drakk ég með kol- vetnaríkan orkudrykk, eða túrbó- djús eins og tengdafaðir minn kall- ar hann. Feiti á tærnar Eftir morgunmat klæddi ég mig í hlaupagallann og tók til föt, mat og drykk til að hafa eftir hlaupið. Um níuleytið kom Birgir, bróðir minn, sem var að fara í sitt fyrsta maraþonhlaup, með dætur sínar, Öldu og Emu, en þær sáu um að rétta okkur „orkugel" þegar við komum í gegnum miðbæinn í hlaupinu. Tengdafaöir minn, Ámi Sigurbergsson, var okkur sam- ferða í bæinn en hann var að fara að taka þátt í 10 km hlaupinu. Við voram komnir á staðinn um hálf- tíuleytiö. Settumst á gólflð í Ráð- húsinu og kláraðum að undirbúa okkur. Settum m.a. feiti á tæmar til að fá ekki blöðrur. Síðustu mín- útumar gerði maður léttar teygju- æfingar og gekk út í Lækjargötu að heilsa upp á vini og kunningja. Klukkan tíu ræsti forseti ís- lands hlaupið og ég lagði af stað ins yfir sundin blá og látið hugann reika. Fljótlega fór ég að hlaupa samhliða Spánverjanum Vicente Gomez, sem hafnaöi í fjórða sæti á eftir mér. Þaö er alltaf gott að hafa félagsskap á langri leið og viö fundum að við vorum á svip- uðu róli. Ég kláraði fyrri hringinn á 1 klukkustund og 20 mínútum, sem var heldur hraðar en ég hafði ætl- að mér, en þetta var nú einu sinni íslandsmót í maraþoni. Ég var ekki nema 30-40 metrum á eftir íslands- meistaranum, Ingólfi Gissurarsyni, og ég sá möguleika á að veita hon- um keppni. Ég fékk líka góðan stuðning frá fjölskyldunni sem hvatti mig af hliðarlínunni en krakkarnir tóku þátt i skemmtiskokkinu með hjálp afa þeirra og ömmu. í upphafi seinni hringsins fór að draga saman með okkur Ingólfi og við Vicente fórum fram úr honum á Ægisíðunni. Gömul meiðsl höfðu tekið sig upp hjá honum og hann gat því ekki fylgt okkur eftir. Seinni hringurinn var náttúrulega erfiðari. Þá kom í ljós hvort maður hafði æft nóg undanfarna mánuði, hvílt sig nóg síðustu daga og borð- að nógu mikið pasta kvöldið áður, en í þetta sinn gekk þetta upp hjá mér. Ég hélt sæmilega góðum hraða alla leið og var sterkari en Spánverjinn á síðustu kílómetrun- um. Það spillti ekki fyrir að ég náöi að bæta minn persónulega tíma um nokkrar sekúndur, hljóp á 2 klukkustundum, 44 mínútum og 36 sekúndum. Það var gaman að koma í mark, eins og í öðrum maraþonhlaupum, því að þá er maður loksins búinn. Fjölskyldan fagnaði mér að sjálf- sögðu og stemningin var sérstak- lega góð. Til að stifna ekki gekk ég sem mest um og talaði líka við hlaupara sem voru að koma í mark. Síöan tóku við viðtöl og er maður ekki beint vanur því að sjónvarpsmyndavélar bíði eftir manni við marklínu. Mér var gefin kampavínsflaska og húfa af ívari Jósafatssyni hjá Leppin-vörum. Hann hafði líka veitt mér stuðning á leiðinni og fylgt mér eftir á hjóli. Hjólreiðartúr fyrir verð- launaafhendingu Að hlaupi loknu bauð Reykjavík- urborg öllum hlaupurum í sund. Ég fór í Laugardalslaugina um þrjúleyt- ið og settist í heita pottinn. Það var mjög notalegt. Þegar leið undir kvöld skrapp ég út í hjólreiðatúr um Elliðaárdal og Fossvogsdal, ekki síst til að forðast það aö verða mjög stíf- ur. Verðlaunaafhending fór síðan fram á Hótel íslandi um kvöldið eft- ir „stóran" kvöldmat. Góð matarlyst er eitt af því sem kemur á eftir maraþonhlaupi, jafiivel næstu daga á eftir. Við fórum snemma heim þar sem við vissum að bömin myndu fara snemma á fætur daginn eftir. Ég var kominn heim um ellefúleyt- ið, fór beint í háttinn og svaf vel eft- ir virkilega góöan dag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.