Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 42
j« myndbönd LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 T*>'\7' Ma vie en rose: Bleikt eða blátt ★★Á Ludovic er sex ára strákur sem er sannfærö- ur um að hann sé í rauninni stelpa og strákslíkami hans sé aðeins mistök. Nýr yfirmaður fjölskyldufóðurins hefur útvegað fiölskyldunni húsnæði í næsta nágrenni við sig og Ludovic ratar fljótt í vandræði sökum sérvisku sinnar. íbúar hverfisins reyna að sýna skilning í fyrstu, en smám saman snúa þeir baki við honum og fiölskyldunni, faðir hans missir vinnuna vegna hans og að lokum hrekjast þau á brott. Fjölskylda hans reynir allt hvað hún getur að gera hann „eðlilegan" en nær engum árangri. Svo fáum við hamingjuendi þar sem fólk tekur allt i einu sinnaskiptum og ákveður að leyfa Ludovic að vera eins og hann er. Það er of mikið af tilgerð og klisj- um til að búa tfl annaðhvort verulega umhugsunarvert drama eða sniðuga ádeilu. Margar góðar hugmyndir viðhalda áhuganum framan af, en mynd- in missir sig út í vellu og ódýrar lausnir i lokin. Það sem gerir myndina þess virði að sjá hana er Georges Du Fresne, sem er alveg hreint dásamleg- ur í hlutverki stráksins/stelpunnar Ludovic. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Alain Berliner. Aðalhlutverk: Michéle Laroque, Jean-Philippe Ecoffey, Héléne Vincent og Georges Du Fresne. Belgísk, 1997. Lengd: 92 mín. Öllum leyfð. -pj Resurrection Man: Óhugnanleg morð ★★ Sögusviðið er írland fyrir svona tveimur eða þremur áratugum. Victor Kelly er kolgeggjaður hrotti sem er meðlimur í gengi ofbeldismanna af mótmælendatrú. Hann myrðir kaþólikka á einstak- lega hrottalegan hátt til að ganga í augun á foringj- um gengisins og vekur þannig athygli eins for- sprakkanna á sér. Sá tekur hann undir sinn verndarvæng og hvetur hann áfram. Líkin hrannast upp og blaðamaður í tilvistarkreppu fær málið á heilann. Myndin byrjar nokkuð vel og grípur athyglina heljar- tökum með markvissum stílbrögðum og óvægnu ofbeldi. Smám saman missir hún þó tökin og virðist sem leikstjórinn hafi ekki verið alveg viss um hvers konar mynd hann ætlaði að gera - spennumynd, drama, ádeilu. Að manni læðist sá grunur að hrátt ofbeldið þjóni ekki neinum sérstökum tilgangi í söguþræðinum, heldur sé það öfugt, að söguþráður- inn þjóni þeim tilgangi að setja upp yfirgengileg ofbeldisatriöi (reyndar er myndin byggð á bók og handritið skrifað af höfundinum sjálfum, sem gæti útskýrt hve ruglingsleg myndin er - rithöfundar hafa venjulega minna en ekkert vit á kvikmyndum). Ofbeldi getur verið afar flott, en hér er það tekið of alvarlega. Þegar upp er staðið sé ég engan tilgang með þessari mynd. Hins vegar var Stuart Townsend verulega óhugnanlegur og leikurinn almennt til fyrirmyndar. Leikstjórinn gæti átt eftir að gera stóra hluti með almennflegt handrit í höndunum. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Marc Evans. Aðalhlutverk: Stuart Townsend og James Nesbitt. Bresk, 1997. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 16 ára. -pj Amistad drama: Tilgerðarlegur Spielberg ★Á Þrælaskipið Amistad kemur að strönd Banda- ríkjanna eftir langa og stranga sjóferð. Eftir illa meðferð hafa þrælar þess gert uppreisn og myrt flesta í áhöfh skipsins. Haldin eru heljarmikil rétt- arhöld yfir þrælunum sem teygja anga sína víða. Enda er tekist á um grundvallarréttindi mannsins - frelsið. Þetta er ógnarlöng mynd og ætlar Spielberg sér gríðarmikið með gerð hennar, en flest allt fer úrskeiðis. Persónurnar eru lítt spennandi og nær áhorfandinn takmörkuðum tengslum við þrælana, en sýnu verra er að sjá velkunna úrvalsleikara í steingeldum stereotýpískum hlutverkum. Þá virka aflir „listrænir" tilburðir leikstjórans, hvort sem um er að ræða myndrænar útfærslur eða dramatískan tónlistarflutning, vægast sagt uppskrúfaðir. Það tekst engan veginn aö skapa áhrifarikt drama í kringum hina magnþrungnu atburði er myndin vísar til. Hin kvikmyndalega tilgerð drepur cdla tilfinningu fyrir viðkvæmu umfiöll- unarefhinu. Stærsta írónían við gerð Amistad, sem á að vera óður til frelsi allra manna, er þó að persónugervingur vestrænna gilda Hollywood, Steven Spielberg, skuli útfæra „helfór" Afríkumanna. Mér er spurn, hvaða svartur leikstjóri fengi fiármagn til framleiðslu mynd- ar á borð við þessa? Frelsishjal Amistad er óneitanlega í litlum tengsl- um við raunveruleika draumaborgarinnar. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Djimon Hounsou, Morgan Freeman og Anthony Hopkins. Bandarísk, 1997. Lengd: 155 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn Hard Eight: Lífsins póker ★★ Sidney (Philip Baker Hall) er gamall og lífs- reyndur spilafíkill, sem tekur að sér hinn unga og umkomulausa John (John. C. Reilly). Hann drífur hann með sér til Las Vegas, og kennir honum helstu spilatrixin. Segja má að Sidney gangi John í föður stað, og verða þeir mestu mátar. Heldur sígur þó á ógæfuhliðina er Sidney tekur barþemuna Clementine (Gwyneth Paltrow) einnig undir sinn verndarvæng, ekki síst þar sem hrappurinn Jimmy (Samuel L. Jackson) hefur vingast við John. Hard Eight, sem upphaflega hét Sidney, er ágæt frumraun en því fer víðsfiarri að hún jafnist á við hina stórgóðu Boggie Nights. Paul Thomas Anderson er þó að vinna með svipuð þemu í báðum myndun- um, en stemningin í Hard Eight er rólegri og jarðbundnari. Ágætir leik- arar fara með helstu hlutverk, en frammistaða flestra þeirra er litt eft- irminnileg. Paltrow á í mestu vandræðum og Jackson er fastur í rullu sem áhorfendur hafa margsinnis séð hann fara með áður. Áhugaverð- asta persóna myndarinnar er aftur á móti Sidney sjálfur, sem Philip Baker Hall glæðir lífi af mikilli snilld. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Paul Thomas Anderson. Aðalhlut- verk: Philip Baker Hall, John C. Reilly, Gwyneth Paltrow og Samuel L. Jackson. Bandarísk, 1996. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn Jack Nicholson: Þrefaldur ósk- arsverðlaunahafi Jack Nicholson (hans rétta nafn er John Joseph Nicholson) fæddist 23. apríl 1937 í Neptune, New Jersey. Faðir hans yfirgaf fiölskylduna og Nicholson ólst upp í þeirri trú að amma hans væri móðir hans og móð- ir hans væri eldri systir hans. Það var ekki fyrr en Time-tímaritið gróf þetta upp þegar verið varr að undir- búa grein um Nicholson að hann komst að hinu sanna. 17 ára gamall fór hann til Kalifomíu og fékk þar starf á skrifstofu teiknimyndadeildar MGM. Hann lærði síðan leiklist hjá Players Ring Theater leikflokknum og var uppgötvaður af B-mynda- kóngnum Roger Corman, sem réð hann í aðalhlutverkið í ódýrri ung- lingahrollvekju, The Cry Baby Killer (1958). Næstu áratugina lék hann í mörgum ódýrum hrollvekjum, mót- orhjólamyndum og hasarmyndum. Hann framleiddi jafnframt og skrif- aði handritið að sumum þeirra. Jack Nicholson í einum frægasta krimma allra tíma, Chinatown. Klassísk myndbönd Scarface (1932): ★★★★ Forhertir glæponar og fagrar meyjar Glæpaforinginn Louis Costfllo er myrtur í upphafi myndarinnar. Lög- regluna grunar strax að hinn mis- kunnarlausi Tony Carmonte (Paul Muni) sé morðinginn, en getur lítið aðhafst þar sem hana vantar öll sönn- unargögn. Tony þessi, sem er aðalper- sóna myndarinnar, er á mála hjá öör- um glæpaforingja er nefnist Johnny Loro (Osgood Perkins). Fer vegur hans nú vaxandi, ekki sist fyrir vaska framgöngu Tonys. Það líður þó ekki á löngu þar tfl Tony verður þrándur í götu Loros. Tony kann sér engin tak- mörk og gengur sífellt lengra í út- þenslustefnu glæpagengisins, auk þess sem hann fer á fiörumar við Poppy (Karen Morley), kærustu Loros. Tony hefur sér tfl aðstoðar hinn trygglynda Guino Rinaldo (Geor- ge Raft). Ekkert virðist geta stíað þeim í sundur þar tfl hin unga og fagra systir Tonys, Cesca, gerir sér dælt við Rinaldo. Scarface hefitr verið ásamt The Public Enemy (1931, leikstj. William Wellman) helsta fyrirmynd glæpon- mynda fram á okkar dag. Leikstjórar samtímans sækja óhikað í brunn hennar, sem seint virðist ætla að tæmast. Sú tilhneiging náði hámarki áriö 1983 er Brian De Paima endur- gerði myndina af töluverðri ná- Paul Muni og Henry Armetta í Scarface. kvæmni. Líkt og eftirgerðin vakti frummyndin mikla athygli á sínum tíma fírir grófar ofbeldissenur. Hefði myndin verið gerð eftir 1934 hefði hún líklega aldrei komist í dreifmgu, en það ár kom Hollywood í gagnið ströngu ritskoðunareftirliti sem átti eftir að móta kvikmyndaframleiðslu næstu áratuga. Meðal aðstandenda kvikmyndar- innar eru tveir frægir Howardar. Æviferifl framleiðandans Howards Hughes verður að teljast ævintýra- legri en flestra sögupersóna drauma- borgarinnar. Á táningsaldri erfði hann gríðarleg auöæfi foður síns og hóf framleiðslu kvikmynda einungis tvítugur að aldri. Hann undi sér lengi meðal stjamanna í Hollywood en sneri sér sama ár og Scarface var frumsýnd að fluginu. Hann hannaði eigin vélar og setti fiölda hraðmeta um ævina. Leikstjóri myndarinnar, Howard Hawks, var einnig ágætur flugmaður og flaug fyrir Bandarikja- menn í seinni heimsstyrjöldinni. Ólíkt Hughes tók hann kvikmyndim- ar fram yfir flugið, og telst í dag með- ai helstu leikstjóra sem Hollywood hefúr alið. Hawks var gríðarlega fiöl- hæfúr leikstjóri og stýrði flestum teg- undum kvikmynda, t.d. Rio Bravo (vestri), Gentleman Prefer Blondes (söngleikur), The Thing (vísinda- skáldskapur), The Big Sleep (þrfller). Scarface er framlag hans til glæpa- mynda, og ómissandi öllum þeim fiöl- mörgu er unna slíkum myndum. Fæst í Videohöllinni. Leikstjóri: Howard Hawks. Aðalhlutverk: Paul Muni og George Raft. Banda- rísk, 1932. Lengd: 90 mínútur. Björn Æ. Nordfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.