Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 48
iFRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1998 C-17 flutningavél Keikós: Bandaríkja- her hopar fyrir ÍBV DV, Vestmannaeyjum: Stærsta flutningavél bandaríska flughersins, C -17 vélin sem flytja mun háhyrninginn Keikó til Eyja 10. sept- ember nk., er væntanleg til Vest- mannaeyja á mánudag eða þriðjudag. Vestmannaeyingum veröur gefmn kostur á að skoða vélina meðan hún verður á flugvellinum. Upphaflega var ráðgert að vélin kæmi tU Eyja á sunnudag en bandaríski flugherinn varð að breyta áætlunum sínum í þeim efnum. Honum var tilkynnt að mikilvægur úrslitaleikur í knatt- spymu færi fram þennan dag og það hentaði afar illa að vélin kæmi tU Eyja af þeim sökum. Herinn breytti þvi áformum sínum og frestaði ferð C -17 vélinnar tU Eyja um einn eða tvo daga. Svo mikiil er mátturÍBV orðinn að þandaríski herinn tekur tillit tU leikja þess. ÓG Vatnsdalsá: Stærsti lax sumarsins „Þetta var alveg hörkubarátta við flskinn, hún stóö yfir í meira en klukkutíma og var laxinn 28 pund. Hann tók svarta fransesflugu," sagði Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu, í gærkvöld. Stærsti laxinn veiddist í ánni í fyrradag en áður var stærsti laxinn úr Laxá í Aðaldal 26 pund og veidd- ist hann á Nessvæðinu. „Fiskurinn veiddist á veiðistaðn- um Búbót og síðan var honum sleppt aftur." sagði Pétur. -G. Bender NISSAN PRIMERA x ER \3V 05IGRANPI? Mikil berjaspretta hefur verið á Vestfjörðum í sumar. Erla Ragnarsdóttir, húsmóðir á Flateyri, með tvö barnabörn sín, þau Sindra Rafn og Ölmu Dögg, í berjamó í svonefndum Klofningi utan Flateyrar. DV-mynd S Bruni í sumarbústað: Barn flutt í sjúkraflugi Ungur drengur var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavikur í gær eftir að hafa fengið brunasár á lík- ama þegar kviknaði í gömlum sumarbústað rétt fyrir utan Eski- fjörð í gær. Þrir drengir á aldrin- um 10-12 ára voru að leik í bú- staðnum í Bleiksárgili við Eski- fjörð í gær þegar eldurinn kom upp um hálffimmleytið. Skv. upp- lýsingum frá lögreglunni á Eski- firði er ekki vitað hvernig eldur- inn kom upp en ákveðnar grun- semdir eru uppi. Annar drengur brenndist lítillega en þann þriðja sakaöi ekki neitt. Málið er í rann- sókn hjá lögreglunni á Eskifirði. -hb Guðmundur Bjarnason verður að minnsta kosti fram á næsta ár: Ráðherramálin eru aftur á byrjunarreit - Guðmundur ákveður sjálfur hvenær hann fer, sagði Halldór Ásgrímsson “Ég lagði það til að Guðmundur Bjarnason gegndi sínu starfi áfram. Hann hafði lýst því yfir að hann væri tilbúinn að gera það til áramóta. Þingflokkurinn telur mjög mikiivægt að hann geri það svo lengi sem þurfa þykir og helst út kjörtímabilið. Það liggja fyrir mjög mikilvæg mál í hans ráðuneyti," sagði Halldór Ásgrímsson eftir þingflokksfund framsóknar- manna í gærmorgun. Samkvæmt orðum Halldórs Ás- grímssonar eftir þingflokksfundinn er ekki ljóst hvenær Guðmundur Bjarnason yfirgefur ráðherrastólinn. Það kynni að verða strax um áramót- in en hugsanlega ekki fyrr en í vor. Halldór Ásgrímsson sagði að aðeins átta mánuðir væru nú til kosninga og það væri mikilvægt fyrir þjóðina að gott tóm gefist til að sinna þeim mál- um sem óafgreidd væru í ráðuneytum Guðmundar Bjamasonar, ekki síst umhverfismálum, sem væru afar mikilvæg, og mjög vandasöm verk- efhi blöstu við. Aðspurður um hvort Guðmundur Bjamason myndi sitja áfram á þingi eða ekki það sem eftir lifir af kjörtímabilinu, sagði hann að það væri ekki sitt að svara til um það. Guðmundur Bjamason ákvæði það sjálfur. Það vekur athygli að i yfirlýsing- um við fjölmiðla kvað Halldór ekki forstjóra að sjóðnum. í samtölum við fjölmiðla í gær lýsti Páll Pétursson þeirri skoðun að ekki væri hægt að draga það lengi frá áramótum að nýr forstjóri kæmi til starfa. Sömuleiðis vekur athygli að Páll sagði einnig að ekki væri búið að ráða Guðmund Halldór Asgrímsson kynnir blaöamönnum ákvöröum þingflokks framsókn- armanna um aö Guömundur Bjarnason gegni áfram ráðherraembætti. Siv Friðleifsdóttir þingmaður fylgist með. DV-mynd E.ÓI. upp úr með hvort Guðmundur Bjamason myndi sitja út kjörtímabil- ið. Stjórnarmenn í íbúðalánasjóði, sem tekur til starfa á áramótum sögðu DV að þeir teldu nær óhjá- kvæmilegt að nýr forstjóri tæki til starfa þegar við áramót, en einsog kunnugt er viU stjómin ráða hann heldur hefði stjórnin einungis sam- þykkt að ganga til viðræðna við Guð- mund. Þingmenn Framsóknar sem DV ræddi við töldu þó af og frá að hætt yrði við að ráðningu Guðmundar. Þeir töldu að reynt yrði að ná sam- komulagi við stjórn íbúðalánasjóðs mn að Guðmundur þyrfti ekki að koma til starfa fyrr en talsvert upp úr áramótum. „Þá má auðvitað segja að málið sé aftur komið á byijunarreit og aftur kann þá að blossa upp um- ræða hvemig eigi að fara með ráðu- neyti Guðmundar," sagði einn þing- manna við DV. Samkvæmt heimildum DV skýrði Halldór Ásgrímsson afstöðu sína á fundi þingflokksins í gærmorgun með því að of skammt væri til loka kjör- tímabils til að hægt væri að skipta mn ráðherra. í því ljósi töldu viðmæl- endur blaðsins einsýnt að færi Guð- mundur áður en kjörtimabili lýkur, einsog yfirlýsingar Halldórs benda til, þá yrði ráðuneytunumskipt milli ráðherra. Þeir töldu að flestum stór- málum væri lokið í landbúnaðarráðu- neytinu og það væri því ekki vanda- mál. Öðra máli gegndi um umhverfís- málin. „Ætlar formaður flokksins þá að taka að sér umhverfismálin meðan hann er sjálfur með risaálver undir á Austurlandi?" sagði einn þingmaður. -SÁ/-rt 12°, 9 10° s ' / 18° 18° 9 » Upplýsingar frá Voðurstofu íslands Veður á morgun: Víða rigning Á morgun er gert ráð fyrir suðaustlægri átt og rigningu um mestallt landið. Hiti verður 12 til 20 stig, hlýjast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 49. Horfur á mánudag: Hlýjast norðanlands Gert er ráð fyrir suðaustanátt og sums staðar talsverðum strekkingi. Rigning verður með köflum sunnanlands og vestan en norðanlands verður heldur bjartara. Hiti verður 12 til 19 stig, hlýjast norðanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.