Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998
Fréttir
Ólga í hrossaræktinni:
Hópur hrossabænda
vill reka ráðunautinn
- er að eyðileggja búgreinina, segir Bjarni Þorkelsson
Hópur hrossabænda gengst þessa
dagana fyrir undirskriftasöfnun um
að skora á stjóm og framkvæmda-
stjóra Bændasamtakanna þess efnis
að víkja Kristni Hugasyni úr starfi
hrossaræktarráðunautar og lýst er
megnri óánægju með störf hans.
Kristinn Hugason segir í samtali við
DV að þessi undirskriftasöfnun sé út
í hött. Um sé að ræða þröngan hóp
hestamanna sem telji sig að ósekju
óalandi og ófeijandi. Hrossabóndi
sem undirritað hefur áskorunina seg-
ir að með misvísandi hrossadómum,
einsýni og einræðistilburðum og
hefnigimi gagnvart þeim sem Kristni
hugnist ekki, sé hann á leið að eyði-
leggja búgreinina. Óánægja með störf
hans fari stöðugt vaxandi og nauð-
synlegt sé að vinnuveitendur hans,
Bændasamtökin, grípi í taumana
áður en verr fari.
Bjarni Þorkelsson, hrossabóndi á
Þóroddsstöðum í Grímsnesi, er ekki
frumkvöðull að þessari undirskrifta-
söfnun, en tekur undir efni hennar.
Hann hefur gagnrýnt störf Kristins
Hugasonar harðlega, m.a. í árbókinni
Hestar og menn sem út kom fyrir
tveimur árum. Þar sagði Bjami m.a.
þetta: „Það er á hvers manns vitorði
sem lætur sig hrossarækt nokkra
varða að á undanfórnum áram hafa
minnkandi þátttöku í einstökum sýn-
ingum..“ Enn fremur segir hann að
menn hafi dregið hesta sína út úr
einstökum sýningum og jafnvel séu
pöntuð sérstök dómaragengi þar sem
Kristinn sé ekki innanborðs á mót til
þess eins að losna við önnur. Þrátt
fyrir ítrekaðar rökstuddar kvartanir
hafi Bændasamtökin kosið að skella
við því skollaeyrum og sé nú svo
komið að margir hrossabændur og
ræktendur efist
um áhuga sam-
takanna á bú-
greininni.
í samtali við
DV segir Bjami
að málið sé ekki
flóknara en svo
að ráðunauturinn
sé að gera út af
við búgreinina.
Hann ráðist að
því sem menn hafi verið að byggja
upp um áratugi, en hampi síðan
ýmsu öðru markvisst, bæði góðu og
slæmu. Þá bæri nokkuð á því að
dómar Kristins réðust í mörgum til-
fellum af því hvaða hug hann bæri til
eigenda hrossanna, hann legði ofurá-
herslu á atriði í einkunnagjöf eins og
teygni sem, þegar hún sé notuð til
fulls, ýti undir reiknað arfgengi eig-
inleika hrossanna. „Síðan ber hann
sér á brjóst þegar hann er búinn að
nota þessa teygni án þess að merki
hennar sjáist á nokkum hátt og full-
yrðir að merki um stórhækkaða arf-
leifð tiltekinna eiginleika milli ára
séu greinileg og til vitnis um hvað
hann sé að gera góða hluti.
Hver skyldi trúa því að tölt eða
einhver annar eiginleiki sé stórkost-
lega mikið betri eitt árið en hið
Samkeppni hófst í gær á ný í flugi til Húsavíkur þegar Mýflug annars vegar og íslandsflug hins vegar hófu áætlun-
arflug til Húsavíkur. Myndin er tekin þegar Halldór Blöndal samgönguráöherra bauö einn af farþegum íslandsflugs
til Húsavíkur velkominn._______________________________________ _______________DV-mynd Hilmar Þór
Bjarni Þorkels-
son.
Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur:
Lítill hópur sem
hefur horn í síðu mér
komið fram mjög alvarlegir brestir í
það góða traust sem löngum hefur
ríkt milli Búnaðarfélagsins og
hrossaræktenda." ...“Lýsa þessir
brestir sér meðal annars í stór-
Uppsögn Sigurðar
næsta á undan. Það er áratuga og
mannsaldra verkefni að rækta hross
og hlutimir gerast i mjög hægum
skrefum," segir Bjarni Þorkelsson.
-SÁ
Þ. Ragnarssonar:
Obærilegur þrýstingur
- segir vinnubrögð fréttastjóra ólíðandi
Kristinn Hugason vísar þvi al-
farið á bug að eitthvað sé athuga-
vert við störf sín sem hrossarækt-
arráðunautur sem réttlæti undir-
skriftasöfnunina gegn sér. Hann
segir aö um sé að ræða
sárafáa menn sem hafi
hom í síðu sér og hafi
lengi haft. Sé horft til
framvindu hrossaræktar-
innar síðustu ár og hross
t.d. á nýafstöðnu lands-
móti borin saman við
hross á mótum fyrir átta
áram eða fyrr, þá sjái all-
ir sem sjá vilja að stakka-
skipti hafa orðiö og þá ekki ein-
ungis hjá kynbótahrossunum.
Hann segir að meginkeppikefli sitt
í starfi hafi verið að beita sér fyrir
því að bæta gangtegundina tölt,
sem hafi tekist. „í öðru lagi er það
alveg á hreinu aö það sitja allir við
sama borð hjá mér og meðdómend-
um mínum við dómgæslu. Jafn-
framt hafa dómar aldrei verið hlut-
lægari en einmitt nú hin síðari
ár,“ segir Kristinn i samtali við
DV.
Kristinn Hugason segir að eitt
hið fyrsta sem hann beitti sér fyr-
ir þegar hann tók við starfi hrossa-
ræktarráöunautar hafi verið það
aö semja stigunarkvarða ásamt
samsfarfsmönnum sínum fyrir ís-
lenska reiðhestinn. Sá stigunar-
kvarði hafi síðan orðið fyrirmynd
að sambærilegum stigunarkvörð-
um erlendis og hann nú umsetinn
af beiðnum um að veita forystu
dómum erlendis og kenna á nám-
skeiðum þar. „Ég hef flutt erindi á
vísindaráöstefnum víða um heim
og því hefur öllu verið mjög vel
tekiö og ræktunarstörfin hérlendis
vekja nú athygli erlendis sem er
ólíkt því sem áður var hvað varð-
ar vísindalegt orðspor af
hrossaræktinni," sagði
Kristinn.
Kristinn segir að undir
hans umsjón hafi verið
byggt upp geysiöflugt
skýrslukerfi sem ekki
hafi verið til áður, enda
skýrsluhald allt í molum
áður en hann tók við
starfinu. Þá hafi dóm-
kvarði veriö meira og minna óskil-
greindur og arfgengin tiltölulega
lág miöað við það sem nú er. „Und-
ir minni forystu hefur arfgengi
mældra eiginleika íslenska hests-
ins hækkað um það bil 60% til
jafnaðar sem er feiknalegur árang-
ur. Sá árangur er ekki bara mitt
verk, heldur minna samstarfs-
manna einnig, sem og ávöxtur
bættrar reiðmennsku. Síðan er
þess að geta að erfðaframförun hef-
ur margfaldast á síðustu árum sem
er beinn ávinningur hrossarækt-
enda.
Þetta er aðför, ekki fyrsta aðför-
in gegn mér og eflaust ekki sú síð-
asta. Ég veit að um er að ræða fá-
mennan flokk manna, því að ég hef
fengið fjölda hringinga frá mönn-
um sem hafa sagt mér af þessu og
lýst undran sinni og vanþóknun.
Ég veit úr hvaða ranni þetta er
rannið og kemur það svo sem ekki
á óvart," segir Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur. -SÁ
„Ástæða uppsagnar minnar á
fréttastofunni er meðal annars
vinnubrögð Helga H. Jónssonar
fréttastjóra. Hann beitti mig óeðlileg-
mn þrýstingi vegna greinargerðar
sem mér var falið að skrifa fyrir út-
varpsstjóra," segir Sigurður Þ. Ragn-
arsson, fréttamaður á fréttastofu
Sjónvarps, en eins og kom fram í DV
í gær hefur hann sent Markúsi Erni
Antonssyni útvarpsstjóra kæru á
hendur Helga H. Jónssyni.
Að sögn Sigurðar var það rangt
sem fram kom í DV í gær að kæra
hans væri vegna viðtals sem hann
tók við Þorstein Pálsson dómsmála-
ráðherra um eiturlyfjasölu og var
aldrei birt. Dómsmálaráðherra mun
í kjölfarið hafa farið þess á leit við
útvarpsstjóra að það yrði kannað
hvers vegna horfið var frá því að
birta viðtalið.
„Það er alrangt að ég hafi kvartað
yfir því að umrætt viðtal væri ekki
birt enda erum við fréttamenn vanir
slíku. Útvarpsstjóri óskaði hins veg-
ar eftir greinargerð um málið og í
kjölfarið tjáði fréttastjóri mér að ef
ég sendi ekki bréf sem væri honum
þóknanlegt þá gæti hann allt eins
staðið upp úr stól fréttastjóra nú þeg-
ar. Ég sagði þennan þrýsting óbæri-
legan en ákvað að láta þetta mál ekki
verða til að brjóta á í samskiptum
okkar Helga. Með það að markmiði
samdi ég greinargerðina sem hann
bað um að fá að sjá.
Hann gerði síðan talsverðar breyt-
ingar á greinargerðinni og það afrit
á ég máli mínu til sönnunar.
Það var einnig rangt hjá Helga H.
Jónssyni í DV í gær þegar hann seg-
ir viðtal mitt hafa snúist um grímu-
klæddan mann heldur voru það orð
dómsmálaráðherra um að hann fagn-
aði áhuga borgarstjóra á málinu að-
Siguröur Þ. Ragnarsson.
eins tíu dögum fyrir kosningar sem
féllu í grýttan jarðveg. Fleiri dæmi
gæti ég nefnt en læt það vera að svo
stöddu,“ segir Sigurður og kveður
ekki annað koma til greina en halda
uppsögninni til streitu á meðan
óbreytt ástand ríkir á fréttastofunni.
-aþ
Kristinn
Hugason.
Stuttar fréttir i>v
Kæra á Árna
Landsstjómarfúndur Fram-
sóknarflokks-
ins hófst á ísa-
firði síðdegis í
gær. Á dag-
skrá fundarins
var kæra Fé-
lags ungra
framsóknar-
manna á hend-
ur Árna Gunnarssyni, for-
manns Sambands ungra fram-
sóknarmanna, fýrir að hafa
haft rangt við í formannskosn-
ingum. Bylgjan sagði frá.
Sæplast hagnast
Heildartekjur Sæplasts hf. á
tímabilinu janúar til júní sl.
námu um 243 milljónum króna
sem er um 38% aukning miðað
við sama tímabil árið áöur.
Sæplast hf. var rekið með tæp-
lega 7 milljón króna hagnaði á
fyrstu sex mánuðum ársins
1998, samkvæmt árshlutareikn-
ingi, en á sama tímabili á síð-
asta ári var tap af rekstrinum
um 9 milljónir króna.
Hærra fiskverð
Verðlag sjávarafúrða hefur
hækkað um tæp 8% frá áramót-
um og um 20% síðan í maí í
fyrra, samkvæmt hagvísum
Þjóðhagsstofnunar. Saltfisk-
verð hefúr hækkað mest eða
um 16%, botnfiskafurðir um
tæp 13%.
Raunir í fríi
Fjölmiðlar á Nýja-Sjálandi
hafa rakið raunir fatlaðrar ís-
lenskrar stúlku og fjölskyldu
hennar í sumarleyfi á Nýja-Sjá-
landi. Sérsmíðaðri kerru
stúlkunnar var stolið fyrir utan
hótelið sem þau dvöldust á.
Stuldurinn hefur vakið
hneykslun enda er sumarfrí
stúlkunnar nær ónýtt án
kerrannar. Bylgjan sagði frá.
Gegn skattsvikum
Skattayfirvöld munu á næst-
unni hefja sér-
sakt átak gegn
skattsvikum í
veitingahúsa-
geiranum í
samvinnu viö
hagsmunaðila
í greininni.
Samkvæmt
fréttum Stöðvar
menn Skattrannsóknarstjóra,
Skúla Eggerts Þórðarsonar,
heimsækja fyrirtæki í grein-
inni og skoða bókhald þeirra.
Maður finnst látinn
Sjötugur maður, sem lögregl-
an á Selfossi hefur leitað frá því
á mánudag, fannst látinn í bif-
reið sinni í Grímsnesi síðdegis
á þriöjudag utan alfaraleiðar.
RUV sagði frá.
16 miiyóna bætur
Héraðsdómur Suðurlands
hefur dæmt Sorpstöð Suður-
lands til þess að greiða ábúanda
og eiganda Auösholts í Ölfusi 16
milljónir króna í skaðabætur
vegna sorpurðunar í nágrenn-
inu. Fyrir rúmum áratug höfðu
þessir aðilar áhuga á því aö
nýta heitt vatn sem þeir höföu
látið bora eftir til þess að selja
sumarhúsalóðir. Ekkert varð af
því eftir aö sorpurðun hófst á
næsta bæ. RÚV sagði frá.
Dagur hafsins
Dagur hafsins verður hald-
inn hátíðlegur
laugardaginn
12. september
samkvæmt til-
kynningu frá
sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Ráðuneytið
hefur unnið að
því að fá sem flesta aðila í sjáv-
arútvegi til þess að opna dyr
sínar almenningi og efha til at-
burða sem tengjast málefhum
hafsins og sjávarútvegs.
-SÁ/JHÞ
2 munu starfs-