Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 25
DV MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998 45 Söngleikurinn Grease hefur sieg- iö í gegn í sumar. Grease Rokksöngleikurinn Grease er sýndur í Borgarleikhúsinu. Mikil aösókn hefur verið á söngleikinn í sumar og nánast fullt á allar sýn- ingar. Grease var fmmfluttur i Chicago árið 1971 og ári síðar var hann sýndur í New York og sló í gegn á báðum stöðum. Árið 1978 var svo kvikmyndin Grease frum- sýnd. Hún er nú sýnd í kvik- myndahúsum víða um heim í til- eftii af 20 ára afmælinu en hér á landi er hún sýnd í Háskólabíói. Leikhús Myndin er vinsælasta dans- og söngvamynd allra tíma. Grease- æðið var í hámarki fyrir tveimur áratugum og ýmislegt bendir til aö það skjóti aftur upp kollinum í ár. Aðalhlutverkin í myndinni eru í höndum John Travolta og Oliviu Newton John. í íslensku uppfærslunni eru þaö Rúnar Freyr Gíslason og Selma Bjöms- dóttir sem feta í fótspor þeirra. Fjöldi annarra leikara og dansara tekur þátt í uppfærslunni í Borg- arleikhúsinu. Danshöfúndur og leikstjóri ís- lensku útfærslunnar er Kenn Old- field og tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju Kyrrðarstundir i hádegi í Hall- grímskirkju hefjast aftur fimmtu- daginn 3. september en í sumar hafa verið orgeltónleikar á þessum tíma. Kyrrðarstundimar á fimmtudög- um hefjast kl. 12 með orgelleik en Douglas Brotchie mun leika á orgel- ið í um 10 mínútur. Þá verður stutt íhugun og viðstöddum boðið að ganga til altaris og þiggja heilagt sakramenti. Kyrrðarstundinni lýk- ur um kl. 12.35 en þá gefst fólki kost- ur á að fá léttan hádegisverð í safn- aðarheimilinu. Kyrrðarstundir em einnig á mánudögum á sama tíma i Frið- rikskapellu á Hlíðarenda en kapell- an er í Hallgrímssókn og er safnað- arfólk einnig hvatt til að sækja helgihaldið þar. Samkomur Ritlistarhópur Kópavogs Vetrarstarf Ritlistarhóps Kópa- vogs hefst í Gerðarsafni fimmtudag- inn 3. september með dagskrá um Jón úr Vör. Hjörtur Pálsson flytur inngang um skáldið og manninn. Síðan munu félagar úr Ritlistar- hópnum lesa úr verkum Jóns. Að lokum mun hann sjálfur sitja fyrir svömm um skáldskap sinn. Dagskráin stendur frá kl. 17-18. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Sóldögg víða í kvöld mun popp- og rokkhljóm- sveitin Sóldögg halda uppi fjörinu á Gauki á stöng. Á laugardagskvöld mun hljómsveitin svo halda dans- leik í Víkurröst á Dalvík. Nýjasta lag hljómsveitarinnar heitir „Yfir allt“ og verður það náttúrlega spilað bæði á Gauknum og í Víkurröst. Hljómsveitin mun senda frá sér nýjan geisladisk fyrir jól og sitja og standa hljómsveitarmeðlimirnir þessa dagana sveittir í stúdíói við upptökur á nýjum lögum. En þeir gefa sér þó tíma til að koma ffam á þessum tveim fyrrgreindu stöðum. Fleira að gerast á Gauknum Dagskráin á Gauki á Stöng er ætíð fjölbreytt. Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með Dead Sea Apple. Hljómsveitin er nýkomin heim eftir velheppnaða tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem hún ku hafa vakið verðskuldaða athygli. Á föstudagskvöld heldur hin bráðhressa hljómsveit Buttercup uppi fjörinu. Skemmtanir Uppistand á Sir Oliver í kvöld kl. 22 hefst uppistand á Sir Oliver. Kynnir kvöldsins er Bergur Geirsson. Þeir, sem ætla að standa upp eru Vilhjálmur Goði, Sveinn Waage og Rögnvaldur gáfaði. Sóldögg verður á Gauknum í kvöld. Lægir í kvöld og nótt Næsta sólarhring verður suðaust- an- og austankaldi eða stinnings- kaldi en allhvasst með suðurströnd- Veðrið í dag ixmi. Hann á svo að lægja í kvöld og nótt. Áfram er gert ráð fyrir rign- ingu á Suðausturlandi og Austfjörð- um en annars verður yfirleitt þurrt og sums staðar léttskýjað norðan til. Þó má reikna með vætu um mikinn hluta landsins í nótt. Áfram verður hlýtt í veðri, einkum norðanlands og á Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu verður í dag austankaldi, skýjað og þurrt að kalla en dálítil rigning í nótt. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaö 12 Akurnes úrkoma í grennd 11 Bergsstaóir léttskýjaö 12 Bolungarvík léttskýjaö 14 Egilsstaöir 11 Kirkjubœjarkl. skýjað 11 Keflavíkurflugvöllur hálfskýjaö 12 Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Algarve Amsterdam Barcelona Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal New York Nuuk Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg þokumóöa 8 léttskýjaö 13 súld 11 skýjaö 9 léttskýjaö 9 skýjaö 11 léttskýjaö 8 léttskýjaö 19 þokumóöa 14 skýjaö 23 skýjaö 13 hálfskýjað 14 rigning 13 skýjaö 13 skýjaö 7 skýjaö 14 þokumóöa 14 þokumóöa 25 heiöskírt 17 hálfskýjaö 22 alskýjaö 5 alskýjaö 24 þrumuveöur 18 þokumóða 19 skýjaö 13 skýjaó 20 heiöskírt 9 Færð á hálendinu Hálendisvegir eru allir færir fjallabílum, ein- staka leiðir eru þó færar öllum vel búnum bílum, má þar nefna Kjalveg, Landmannalaugar, Kaldadal, Tröllatunguleið, Uxahryggi og Djúpavatnsleið. Á Færð á vegum nokkrum stöðum eru vegavinnuflokkar að lagfæra vegi, meðal annars á Suðurlandsundirlendi og Austfjörðum, og ber bílstjórum að virða merkingar áður en komið er að þeim köflum. Ástand vega ^•Skafrenningur m Steinkast O Hálka Q) Ófært 0 Vegavinna-aftgát 0 Öxulþungatakmarkanir [D Þungfært 0 Fært fjallabllum Selma Dís fædd Þessi litla stúlka fædd- ist 7. janúar á fæðingar- deild Landspítalans. Við Barn dagsins fæðingu vó hún 3620 g og hún var 50 sm. Stúlkan heitir Selma Dís og er hún frumburður foreldra sinna sem eru G. Berg- lind Gunnarsdóttir og Haukur H. Halldórsson. Þaö gengur á ýmsu í lífi Martins Riggs. Lethal Weapon 4 Sambíóin sýna um þessar mundir Lethal Weapon 4. Myndin hefur náð miklum vinsældum eins og fyrri myndimar þrjár. í fyrstu myndinni voru það lög- reglumennirnir tveir, Martin Riggs (Mel Gibson) og Roger Mur- taugh (Danny Glover), sem voru kynntir til sögunnar. í mynd núm- er tvö bættist við hinn hraðmælti og varasami Leo Getz (Joe Pesci) og í þriöju myndinni hitti svo Riggs fyrir jafningja sinn í glæfra- leiknum, lögreglukonuna Lomu Cole (Rene Russo). Þau em öll mætt til leiks aftur og fá liöstyrk hjá nýlið- 7///////A Kvikmyndir anum Lee Buttlers (Chris Rock) í baráttu sinni gegn nútíma þrælasölum. Richard Donner hefur leikstýrt öllum myndunum en það er sjald- gæft í gerð framhaldsmynda í Hollywood. Mel Gibson hefúr sagt að hann sé heppinn aö hafa Dick (Donner) sem leikstjóra. „Við höf- um alltaf unnið vel saman og hann er sá leikstjóri sem ég hef lært mest af og ég á honum það að þakka að ég get leikstýrt farsæl- lega minum eigin myndum." Nýjar kvikmyndir: Háskólabíó: Sporlaust Saga bíó: Mafia Laugarásbíó: Godzilla Regnboginn: Fairy Tale Stjörnubió: Godzilla Krossgátan 7 7" 5 </ 5 ' t 7 T~ I 1 1° r [ ll 11 rr jT r lé 1 J V Lárétt: 1 byrja, 8 félaga, 9 grastopp- ur, 10 gagnleg, 11 léleg, 12 hrúga, 14 skragga, 16 róta, 18 pípa, 19 leiktæk- ið, 20 næðing, 21 álpist. Lóðrétt: 1 kringla, 2 ákveðnu, 3 ólykt, 4 garði, 5 koms, 6 brothættan, 7 auða, 13 óvild, 14 hlýðin, 15 form, 17 hjálfi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skor, 5 árs, 8 kóf, 9 Enok, 10 álsins, 12 fita, 13 il, 14 aumi, 16 fat, 18 grönnu, 19 áin, 20 nart. Lóðrétt: 1 skána, 2 kólfur, 3 ofsi, 4 reitinn, 5 án, 7 skilti, 11 nafha, 15 >- mön, 17 aur, 18 gá. Gengið Almennt gengi LÍ 02. 09. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,120 71,480 72,300 Pund 118,510 119,110 119,510 Kan. dollar 45,930 46,210 46,030 Dönsk kr. 10,6610 10,7170 10,6170 Norsk kr 9,2260 9,2760 8,9260 Sænsk kr. 8,9650 9,0150 8,8250 Fi. mark 13,3450 13,4230 13,2590 Fra. franki 12,0990 12,1680 12,0380 Belg. franki 1,9664 1,9782 1,9570 Sviss. franki 49,2600 49,5400 48,8700 Holl. gyllini 35,9500 36,1700 35,7800 Þýskt mark 40,6000 40,8000 40,3500 it. lira 0,040820 0,04108 0,040870 Aust sch. 5,7660 5,8020 5,7370 Port. escudo 0,3963 0,3987 0,3939 Spá. peseti 0,4776 0,4806 0,4755 Jap. yen 0,516100 0,51920 0,506000 írskt pund 101,780 102,420 101,490 SDR 95,780000 96,35000 96,190000 ECU 80,0000 80,4800 79,7400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.