Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998 5 Fréttir Örnefnanefnd hafnar sveitarfélagsnafninu SkagaQörður: Skagfirðingar vilja ekki annað nafn DV, Akureyri: „í fáum orðum sagt eru rök nefndarinnar fyrir því að haöia nafninu Skagafjörður fyrir hið nýja sveitarfélag þau að Akrahreppur, sem ekki er aðili að nýja sveitarfé- laginu, er í Skagafirði, það er svo einfalt," segir Ari Páll Kristinsson, formaður örnefnanefndar, en nefnd- in vill ekki samþykkja þá tillögu sveitarstjömarinnar i nýju samein- uðu sveitarfélagi í Skagafírði að sveitarfélagið beri nafn héraðsins. Snorri Bjöm Sigurðsson, sveitar- stjóri nýja sveitarfélagsins, segir viðbrögð heimamanna verða þau að senda ömefnanefnd erindi að nýju, og fara fram á að nefndin endur- skoði afstöðu sína. Örnefnanefndin hefur gert þá tillögu að ný sveitarfé- lög sem hafa orðið til að undan- fomu beri nöfn sem endi á hreppur, byggð, bær eða borg en Snorri Bjöm segir að ekki verði fallist á neitt slíkt. „Það kemur ekkert annað nafn til greina en Skagafjörður,“ segir Snorri Björn. Þegar ellefu sveitarfélög í Skaga- firði - öll nema Akrahreppur - sam- þykktu sameiningu var aldrei um það rætt opinberlega hvaða nafn nýja sveitarfélagið myndi fá en þeir sem tjáðu sig um það „utan dag- skrár“ sögðu ekkert annað nafn koma til greina en Skagafjörður og Ökumanni þessarar bifreiðar tókst ekki betur til en svo að hann bakkaði henni upp á stóra steina á bílastæði milli Tryggvagötu og Vesturgötu í gær. Litlar skemmdir urðu á bifreiðinni. DV-mynd Pjetur ljóst er að fái nýja sveitarfélagið ekki það nafn mun það skapa ólgu í Skagafirði og togstreitu ef sækja þarf um annað nafn. Ekki er talið að Ömefnanefnd muni breyta afstöðu sinni og kemur það því væntanlega í hlut Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra að höggva á þann hnút sem myndast hefur. Ráðherrann er nú þegar með annað viðkvæmt mál á sínu borði sem snertir nafn á nýju sveitarfé- lagi. Sveitarstjóm nýs sveitarfélags í V-Húnavatnssýslu vill fá nafhið Húnaþing en A-Húnvetningar mega ekki heyra á það minnst, enda sé Húnaþing ömefhi í þeirra sýslu. Það er því ljóst að félagsmálaráð- herra bíður erfið ákvörðunartaka sem valda mun titringi hver sem niðurstaðan verður og kosningar til Alþingis era effir nokkra mánuði. -gk Arthur Bogason: Verið að gera úlfalda úr mýflugu - segir sjómenn almennt fara að lögum „Þetta er í stórum dráttum rangt. Það eru þó einhver dæmi um að menn hafi reynt að fara í kringum lögin þótt ég hafi ekki fengið neitt staðfest í þeim efnum. En að menn séu að svindla í stór- um stíl er algjörlega úr lausu lofti gripið og það er verið að gera úlf- alda úr mýflugu rétt eina ferðina enn,“ segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábáta- eigenda, aðspurður um hvað sé til í því að sjómenn á krókabátum fari ekki að lögum þegar kemur að tilkynningaskyldu til Fiski- stofu. Arthur segir Landssamband smábátaeigenda fylgjast vel með þessum málum og þar á bæ séu menn þess fullvissir að langflestir sjó- menn séu heiðarlegir og fari rétt að hlutunum. „Það kann að vera að ein- hverjir brjóti þessi lög en menn verða að gera sér grein fyrir því að það eru ströng viður- lög við slíkum lögbrotum. Menn eiga á hættu að missa veiðileyfið og ég efast um að þeir geri það að gamni sfnu,“ segir Arthur Boga- son. -aþ YANMAR bensín og dísil, margar stæðrir. Viöurkenndir framleiöendur. ” Skútuvogi 12A, s. 568 1044 BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI útivistar- fatnaður Algjörlega vind- og vatnsheldir Léttari og endingarbetri Lífstíðarábyrgð Cortina Sport Skólavörðustíg 20 - Sími 552 1555 Btlasalan Skeifunni 5 M. Benz 400SE 140 ‘91, ssk., svartur, ek. 135 þús. km, 4 d., ýmis skipti koma til greina. Verð 3.740.000 Chrysler LHS ‘97, ek. 320 km svarts., 4d., CD, ABS, saml., ssk leður, álf., stafr. mælaborð ofl.. Verð 4.600.000 Grand Cherokec limited ‘96, ek. 38 þús. km, 8 cyl., svart., ABS, saml., ssk., CD, toppl. Verð 3.900.000 M. Bcnz 23ÖE ‘93, ek. 120 þús. km, fjólublár, 4 d., ssk., saml., topplúga, þjófavöm. Verð 2.100.000 Chrysler Sebring LXI ‘97, ek. 12 þús. km, svartur, 2 d., CD, saml., leður, sjáifsk. o.fl. Verð 2.850.000 Suzuki JLXi ‘95, ek. 97 þús. km, rauðsans, bsk., 5 d., álf., CD, 30". d., toppgr., krókur. Verð 1.580.000 M. Benz 200E ‘93, ek. 97 þ. km, 4d„ vínrauður, CD, bsk„ ABS, saml„ álf„ líknarbelgur. Verð 1.900.000 Hyundai Acccnt GLSI ‘98, ek. 11 þús. km, rauður, 5 d„ bsk„ álf„ innspýting, vindsk. Verð 1.090.000 MMC Pajero V6 stuttur ‘90, ek. 132 þús. km, rauður, 3 d., bsk., álf., hraðast., krókur o.fl. Verð 90Q.000 BMW 525 iX ‘95, ek. 96 þús km, 4WD, svartur, 4 d., ABS, saml., bsk, álf., líknarb. o.fl. Verð 2.740.000 Hyuandai Elantra 1800 GT ‘94, ek. 69 þús. km, blár, 4 d, bsk., samlæsingar, plussákl. o.fl. Verð 860.000 Daihatsu Applause Zi ‘91 4wd, ek. 104 þús. km, 4 d, vínrauður, bsk., samlæsingar, rafdr. rúður. Verð 640.000 BMW 320ÍA ‘97, ek. 24 þús. km, CD, grásans, ssk., 4 d., saml., toppl., þjófav. o.fl. Verð 2.850.000 Hyundai Sonata GLSi ‘94, ek. 77 þús. km, hvít, 4 d., ssk, sam- læsingar, krókur o.fl. Verð 1.050.000 Toyota Camry LE2200 ‘95, ek. 30 þús. km, hvítur, ssk., ABS, saml., hraðast., hiti í s. Verð 1.800.000 Opel Omega GL ‘98 station ck. 4 þús. km, rauðsans, 5 d., CD, saml., ABS, hiti í sætum. Verð 2.540.000 Subaru Legacy 20001 ’97, ek. 31 þús. km, station, 5 d., grænn CD, saml., þjófav., bsk., álf. o.fl. Vcrð 1.980.000 Toyota Corolla Xli SP ‘95, ek. 38 þús. km, lj. grár., 5 d„ bsk., saml., álf., plussákl. o.fl. Verð 1.000.000 Höfum opnað bílasölu í Sheifunni 5, sími 568-5020. Óskum eftir öllum tegundum bifreiða á skrá og á staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.