Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998 Neytendur Breytt um lífsstíl: Verum umhverfis- væn i vetur Alls kyns drykkjarumbúðir, t.d. áldósir og plastflöskur, er hægt að endur- vinna. Foreldrar sem hugsa um umhverfisvernd ættu að nota taubleiur í staðinn fyrir einnota pappfrsbieiur á börn sín. Hjá mörgum eru haustin tími fag- urra fyrirheita um líkamsrækt og alls kyns andlega rækt eftir letilíf sumarsins. Hvemig væri að huga einnig að umhverfinu? Það er að segja hvemig við getum gengið bet- ur um okkar nánasta umhverfi með Skinka og lárpera mynda skemmtilegt mótvægi gegn hvort öðru. Skinku- og lárperusalat Uppistaðan í þessu skemmti- lega salati er skinka og lárpera. Óvenuleg samsetning sem mynd- ar skemmtilegt bragð. Uppskrift: 350 g pastaskrúfur eða koddar 2 msk. hvítvínsedik eða Cider 1 tsk. gróft sinnep 1/2 tsk. sykur salt og svartur pipar 6 msk. ólífuolía 450 g soðin skinka í bitum 2 lárperar 50 g valhnetur, niðursneiddar 1/2 haus af jöklasalati eða öðra káli. Aðferð: Sjóðiö pastað í söltu vatni sam- kvæmt leiðbeiningum og látið vatnið siðan renna af því. Blandið edikinu/Cider, sinnepinu, sykrin- um og salti og pipar sama i skál. Þeytið ólífuolíuna smátt og smátt saman viö. Hellið heitu pastanu á disk og sósunni yfir það. Leyfið pastanu að kólna örlítið og bætið síðan skinkubitunum saman við. Afhýðið og kjamhreinsið lárper- umar og skerið þær síðan í litla bita. Bætið þeim saman við pa- stað og stráið síðan valhnetum yfir. Skellið síðan jöklasalatblöð- unum í kringum pastað svo þau myndi eins konar hreiður utan um það og berið matinn strax fram. Ef rétturinn er geymdur breyta lárperumar um lit og því er rétt að setja þær siðast út i rétt- inn. -GLM tillti til umhverfisvemdarsjónar- miða? Endurvinnsla mikilvæg Lífsstíll okkar og annarra vest- rænna þjóð hefur að mörgu leyti einkennst af sóun á hvers konar hráefnum sem ekki era ótæmandi í náttúrunni. Endumýting og endur- vinnsla þessarra hráefha stuðla að bættum afkomumöguleikum kom- andi kynslóða án þess að það komi niður á lífsgæðum okkar. Smnir ragla hugtökunum endur- vinnsla og endumýting saman. Þeg- ar rætt er um endumýtingu er átt við að varan sé notuð áfram í lítt breyttri eða óbreyttri mynd en með endurvinnslu er átt við að varan fari í gegnum annað vinnsluferli og úr því verði til ný vara. Við getum öll lagt okkar af mörk- um til endurvinnslu eða endumýt- ingar ýmissa vara sem við notum dags daglega. Drykkjarvörur Eins og margoft hefúr komið fram drekka íslendinga ótæpilega mikið af gosdrykkjum. Þeim fylgir mikið umbúðafargan sem má end- urvinna eða endumýta. Auðvelt er að safna plastflöskum, áldósum og glerflöskum undan gosi og öðrum drykkjum í þrjá kassa og fara svo með það í móttökustöðvar fyrir þessar umbúðir sem greiða skila- gjald fyrir umbúðimar. Gætið þess bara að gera ykkur ekki sérstaka ferð til þess að skila umbúðum held- ur reynið að Scunræma það öðrum erindum, t.d. ferð í stórmarkaðinn, til að draga úr umferð og mengun vegna hennar. Timbur Almenningur getur skilað úr- gangstimbri á gámastöðvar í þeirri vissu að það nýtist til verðmæta- sköpunar. Þegar timbrið berst til endur- vinnslunnar er það kurlað. Þaðan er það svo flutt í Jámblendiverk- smiðjuna á Grundartanga þar sem timburkurlið er notað sem orkugjafi í stað kola. Smæsta kurlið er notað til jarðvegsbindingar hjá Land- græðslu ríkisins. Æskilegt er að hreinsa grófari hluti, s.s. nagla eða skrúfur, úr timbrinu áður en því er skilað. Pappír Fyrsta regla umhverfisvæna neyt- andans um notkun pappírs er þessi: Notum eins lítið magn og við mögu- lega komumst af með. Önnur regla: Notum óbleiktan og ólitaðan (alls ekki klórbleiktan) pappír með við- urkenndu umhverfismerki. Þriðja regla: Komum sem mestum úr- gangspappír til endurvinnslu. Við íslendingar notum um 40 þús- und tonn af pappír árlega. Aðeins lítill hluti hans fer til endurvinnslu. Stór hluti af pappírnum er dag- blaða-, prent-, skrif-, og ljósritunar- pappír. Þessar gerðir pappirs ber að fara með í til þess gerða gáma á gámastöðvum. Einnig má nýta hluta pappírsins heima við. Dagblöð og annan afgangspappír má t.d. rífa niður og setja i safhhaug. Umhverfisvænir foreldrar nota að sjálfsögðu taubleiur í stað einnota pappírsbleia. í eldhúsinu má nota tauþurrkur í stað eldhússpappírs og gamaldags snýtuklútar era betri til síns brúks en pappírsklútar. Með þessum smá- vægilegu breytingum má draga úr bæði pappírsnotkun og útgjöldum heimilisins. Gamalt og gott Flestir sem hafa geymslupláss vita að þar hlaðast oft upp alls kyns hlutir, s.s. húsgögn og munir, sem e.t.v. hafa ekki misst notagildi sitt en við kærum okkur þó ekki lengur um. Við ættum að hafa það fýrir reglu að meta gaumgæfilega hvort hlut- imir geti ekki þjónað okkur lengur en okkur sýnist i fyrstu eða hvort aðrir geti ekki notað þá áfram. Ef allir færa svona að mætti eflaust nýta ýmsa hluti lengur sem ella færa í ruslið. Þótt gamla reiðhjólið sé farið að láta á sjá má vera að handlaginn maður geti gert við það með litlum tilkostnaði. Það er betri kostur en að senda stellið til útlanda í endur- vinnslu. Ástæða er til að leita uppi skó- smið og láta hann meta gamla skótauið áður en því er hent. Kannski tekst honum að gera það sem nýtt gegn lægra gjaldi en greiða þarf fyrir nýja skó. Ekki má heldur gleyma því að góð umhirða lengir endingu allra hluta. (M.a. byggt á Grænu bókinni). -GLM Rommel á Islandi í seinni heimsstyrjöldinni var Rommel hershöfðingi einn þeirra sem á bak við tjöldin andæfði Ad- olf Hitler. Nú er fjarskyldur ættingi hans, Pétur Rommel, staddur hér á landi á veg- um Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Rommel tekur þátt í að framleiða tvær kvikmyndir sem ver- ið er að gera á vegum íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Það eru Englar alheimsins sem er byggð á samnefndri skáldsögu Ein- ars Más Guðmundssonar og sjálf- ur Myrkrahöföinginn sem Hrafh Gunnlaugsson gerir eftir Píslar- sögu Jóns þumals.... Um af honum í Guðni messar Þegar Guðni Ágústsson gekk inn í Búnaðarbankann á föstudag eftir að búið var að tilkynna að rík- isstjómin heföi slitið viðræðum við íslandsbanka um að yfírtaka bank- ann var honum tekið sem þjóð- hetju. En innan bankans er harðri andstöðu hans við söluna þakkað hvernig fór. Guðna er víðar lyft á stall því þegar Sand- kom var á ferli norðanlands var hann auglýstur í hverri sjoppu sem aðalræöu maður á Héraðs- móti Skagfirðinga. helgina fréttist svo ræðustóh Hólakirkju þar sem Jón Bjarnason skólastjóri fékk hann til að messa yfir bændaefnum. Andstaða Guðna við bankasöluna hefúr því fært hann í fótspor þeirra Jóns Arasonar, hins hálshöggna Hólabiskups, og Ólafs Ragnars Grímssonar sem báðir hafa mess- að við miklar undirtektir á Hól- um... Heimspressan og Kári Mikil umfjöllun hefúr verið um íslenska erföagreiningu í öllum helstu tímaritum á sviði líftækni. Flest helstu rit á því sviði, og raun- ar mörg heimsblaðanna einnig, hafa sent hingað menn til að skrifa um fyrirtækið. Ekkert lát virðist á þessu. { síöustu viku sást þannig til Barböru Cohen sem er ritstjóri Nature Genetics þar sem hún sat á veit- ingastað og rakti garnimar úr Kára Stefánssyni. Það var franskættaða veitingahúsið Mira- belle sem var fundarstaður vísinda- mannanna... Ekki benda á mig Innan Framsóknarflokksins keppast menn nú við að fara að dæmi Pontíusar Pílatusar og þvo hendur sinar af brotlendingu flokksins í bankamálinu. Stjama Finns Ingólfsson- ar hefur hríðlækk- að vegna málsins og stuðningsmenn hans halda því nú fram að það hafi ekki verið hann heldur Halldór Ásgrímsson sem átti fram- kvæði að því að fá SE-bankann umdeilda til viðræðna um kaup á Landsbankanum. Enn aðrir halda þvi fram að það hafi hvorki verið HaUdór né Finnur heldur Axel Gíslason, forstjóri VÍS, sem hafi séð um tengslin við banka Wallen- berganna. Það vefst hins vegar fyr- ir þeim að skýra hvenær Axel hafi orðið bankamálaráðherra... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.