Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998
9
Utlönd
Bókaútgefandi vill frásögn Monicu af ástarleikjum í Hvíta húsinu:
Hálfur milljarður fyrir
berorðar lýsingar
Monica Lewinsky, fyrrverandi
lærlingur í Hvita húsinu, fær
kannski hærri þóknun en nokkur
annar hefur fengið taki hún boðinu
um að segja frá sambandi sínu við
Bill Clinton Bandaríkjaforseta.
Bókaútgefandi hefur boðið Mon-
icu sem svarar rúmlega 400 milljón-
um íslenskra króna, að því er tíma-
ritið The New Yorker greinir frá.
Það yrði að minnsta kosti næst
hæsta fyrirframgreiðsla sem greidd
hefur verið hingað til fyrir bók. Col-
in Powell hershöfðingi fékk hærri
þóknun þegar hann skrifaði
sjálfsævisögu sína. Enn er ekki vit-
að hvort aðrir útgefendur eru reiðu-
búnir að greiða Monicu hærra upp-
hæð fyrir að greina í smáatriðum
frá ástarleikjunum í Hvíta húsinu.
Vikuritið Star hefur boðið Mon-
icu Lewinsky sem svarar um 70
milljónum íslenskra króna fyrir frá-
sögn af því sem gerðist í Hvíta hús-
inu. Blaðið keypti á sínum tíma
sögu meintrar ástkonu Clintons for-
seta, Gennifer Flowers, fyrir sem
svarar 9 milljónum íslenskra króna.
Monica Lewinsky. Símamynd Reuter.
Nú verða ráðamenn blaðsins að
bjóða betur.
„Þegar Flowersmálið var hitamál
réðust næstum því hin blöðin á okk-
ur. Nú eru þau jafn áköf og við í að
fá sem nákvæmastar lýsingar á ást-
arleikjunum. Núna skrifa þau sög-
umar okkar,“ er haft eftir ritstjóra
Star, Phil Bunton.
Nokkrir útgefendur eru þegar
famir að velta því fyrir sér hvort
þeir geti fengið Hillary Clinton for-
setafrú til að segja eitthvað vilji
Monica ekki taka þátt.
Færeyska land-
stjórnin vill fá
Eidesgaard með
Færeyska landstjómin leggur
nú allt kapp á að fá Joannes
Eidesgaard, leiðtoga jafnaðar-
manna, í lið með sér í fúllveldis-
málinu, enda þótt samsteypu-
stjómin njóti stuðnings 18 af 32
þingmönnum á lögþinginu. Land-
stjómin vill fá stuðning Eides-
gaards við sameiginlega tillögu
um fullveldi Færeyja.
Að sögn dönsku fréttastofunnar
Ritzau ganga áformin út á það að
endanlegur fullveldissamningur
við dönsk stjómvöld yrði borinn
tmdir þjóðaratkvæði í Færeyjum.
Lögþingið ræddi i síðustu viku
tillögu stjómarinnar um að fá
heimild til að semja um fullveldi
Færeyja við dönsku stjómina.
Eidesgaard vildi þá að kosið yrði
i nefnd sem ætti að kanna breyt-
ingamar sem yrðu á ríkisréttar-
legri stöðu Færeyja.
Gífurleg flóö hafa verið í Bangladess undanfarna daga og hafa þau oröiö á sjötta hundrað manns að fjörtjóni. Millj-
ónir manna eru heimilislausar eöa eiga um sárt aö binda, þar á meöal þessi börn sem fá úthlutaö drykkjarvatni.
Senn kosið í Þýskalandi:
Kohl reynir að græða á
rússnesku kreppunni
Helmut Kohl Þýskaiandskanslari
reyndi í gær að telja almenningi trú
rnn að hann væri rétti maðurinn í
embætti kanslara í ljósi stjórnmála-
og efnahagskreppunnar í Rússlandi.
Tæpar fjórar vikur eru nú þar til
Þjóðverjar ganga að kjörborðinu.
Kanslarinn sagði að það væri
skylda Þjóðverja að koma Rússum
aftur á lappimar til að þeir gætu
haldið áfram á leið umbóta, stöðug-
leika og markaðsvæðingar.
„Nú er þetta spuming um öryggi
fremur en áhættu," sagði kanslar-
inn á kosningafundi i Leipzig.
Kohl hefur verið kanslari Þýska-
lands í sextán ár og hann stefnir að
þvi að fara með embættið fimmta
kjörtímabilið í röð eftir kosningam-
ar 27. september.
Flokkur kanslarans, Kristilegir
demókratar, hefur að undanförnu
reynt að lokka til sín kjósendur út á
reynslu Kohls í evrópskri pólitík.
„Þýskaland veröur að vera klett-
ur í ólgusjó," sagði Kohl.
Helmut Kohl Þýskalandskanslari
var kátur í Leipzig í gær.
Jafnaðarmenn hafa gagnrýnt
Kohl fyrir að nota bágindi Rúss-
lands sér til framdráttar í kosninga-
baráttunni.
Panasonic
-----------------NV-HD630
Fullkomið Nicam HiFi Stereo myndbandstæki
SUPER DRIVE
MULTI-INTELUCENT CONTROL H
AUTO TUNÉR P.RESET • ÁUTO CLOCK SET ■ ON-SCREEN OISPLAV
NTROI
VPS/PDC
í tilefni af 20 ára afmæli Japis,
bjóðum við nú í samvinnu við
Panasonic, nýjasta Nicam
HiFi Stereo myndbandstækið.
Tækið er með N.T.S.C. afspilun,
4 hausa Long Play og fjöldanum
öllum af frábærum eiginleikum
sem myndbandstæki
af bestu gerð prýða.