Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998
Spuriúngin
Hvern langar þig mest
til að hitta?
Steinunn Ásdis Þórarinsdóttir, 7
ára: Óla lokbrá.
Sigurður Gunnarsson, 13 ára:
Chino Marino í Deftones eða Jón
Gnarr.
Gunnar Gunnarsson: Jón Gnarr.
Sævar Guðmundsson, 9 ára:
Arnold Schwartzenegger.
Aðalheiður Jónsóttir nemi: Eng-
an sérstakan.
Rakel Káradóttir nemi: Ég veit
það ekki.
Lesendur
Verðmætamat manna
er breytingum háð
Lítið þarf annað en að opna augun og líta á umheiminn.
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Peningar eru stór þáttur í samfé-
lögum manna. Samt breytist margt í
sambandi við þá hjá fólki, t.d.verð-
mætamatið og hvað mönnum finnst
akkur í aö eiga. Það fer enda mikið
eftir aðstæðum fólks á hverjum tíma.
Á stríðsárunum, þegar nasistaran-
ir höfðu rekið gyðingana inn í gettó-
in til að svelta þá, niðurlægja og að-
skilja frá öðru fólki, viðgekkst þar
engu að siður ýmiss konar verslun-
arstarfsemi bak við tjöldin. Menn
höfðu sambönd út fyrir veggina og
reyndu þannig að koma einhverju
matarkyns inn fyrir. Þarna blómstr-
aði líka svartamarkaðsbrask til að
hagnast á neyð náungans.
En hvað voru menn að selja inni í
þessum gettóum? Hvað taldist vera
söluvara þar? Hvað var fólkið reiðu-
búið til að kaupa? Það liggur i aug-
um uppi; mat og annað sem líkam-
inn þarfnaðist. Einnig voru það gögn
til kennslu, lyf og svo framvegis.
Jgildi gulls á þessum stöðum. Þar
hugsaði enginn um að eignast fínt
sófasett, dýra bifreið eða annan hé-
góma sem nútíminn er svo upptek-
inn af þótt sumir íbúar gettósins hafi
átt hlutina fyrir striðið. Við svona
aðstæður verða slíkir hlutir verð-
lausir með öllu. Engum datt heldur í
hug að reyna að koma þessu í verð
þar. - Krukka af ávaxtamauki fékk
meira verðgildi heldur en öll heims-
ins sófasett samanlögð.
En hvers vegna að rifja þessa tíma
sögunnar upp núna? Þeir eru hvort
eð er löngu liðnir og fólkið orðið
miklu menntaðra. Menn til að
mynda tryggðir í bcik og fyrir. Getur
nokkuð hent þann sem er vel tryggð-
ur, þótt á móti blási um stund? Selja
menn þá bara ekki eitthverí hluta-
bréfið og halda áfram að lifa eðlilegu
lífi eins og ekkert hafi í skorist?
Kannski.
En sannleikurinn er að það sem
eitt sinn hefur gerst getur gerst á
nýjan leik. Gæðin, sem Vesturlanda-
búar státa af á vorri tíð, geta breyst
á furðuskömmum tima í andhverfu
sína. Og þá er ekki vist að mesti auð-
urinn felist í hinu eða þessu bréfinu,
heldur það að eiga mat ofan í sig og
sína. Menn þmfa ekki annað en að
opna augu sín, líta á umheiminn, til
að komast að raun um að allt er í
heiminum hverfult
Já, full ástæða er tii að minna sig
á hvað maður hefur það gott á ís-
landi, miðað við hungursvæðin í
heiminum og hve mikla guðs bless-
un þessi þjóð hefur fengið að lifa frá
stríðslokum. En hvort menn sjá
þessi gæði er ekki mitt að dæma
um. En það breytir ekki staðreynd-
unum.
Góður yfirmaður getur
talað við alla
IG skrifar:
Þegar stór og öflug fyrirtæki velja
sér yfirmenn ætti það að vera venja
að bakgrunnur manneskjunnar
væri vel og vandlega skoðaður. Hef-
ur viðkomandi til dæmis verið vik-
ið úr starfi og þá fyrir hvað? Þess-
um atriðum við ráðningu er því
miður oft ábótavant og því fer sem
fer. Ferillinn á að vera hreinn en
ekki þymum stráður.
Tungan hjá sumum er ansi löng
og lipur og það er oft hún sem hríf-
ur. Varhugavert getur verið að ráða
manneskju sem hefur þá eiginleika
að þurfa alltaf að taka einhvern fyr-
ir og gera honum lífið leitt, grafa
undan persónu viðkomandi, ljúga
eins oft og hægt er um viðkomandi.
Sýná honum hroka, yfirlæti og
drembilæti, vera sísnuðrandi um
hagi og vinnubrögð viðkomandi,
láta samt lítið bera á öllu þannig að
enginn nema nánustu samstarfs-
menn viti af. Þeir gætu kannski
hagnast á því seinna að taka þátt í
fólskuverki. - Kærkomið að hafa
einhvem til blóra og fá svo hrós hjá
yfirboðurum og hugsanlega von um
stöðuhækkun.
Kæra stjómendur og eigendur
stórfyrirtækja; gæti veriö að innan-
borðs hjá ykkur sé yfirmaður með
þessa eiginleika? Reyndar á að vera
hægt að kæra slíkt til stéttarfélaga.
Það er leiðinlegt hversu algeng
þessi tegund yfirmanna er hjá stór-
um og ötlugum fyrirtækjum hér á
landi og það er kannski engin furða
að sum þeirra séu rekin með tapi.
En það er samt ljós í myrkrinu því
þessir menn grafa yfirleitt sína eig-
in gröf. Það er samt fyrirtækið sem
verður fyrir álitshnekki og tjóni
sem ekki verður bætt.
Há álagning er þjóðfélagsmein hér
Ari skrifar:
Það er engum blöðum um það að
fletta, að við íslendingar búum viö
afar hátt verðlag, hvort sem litið er
til vöruflokka í hinum almennu
neysluvörum eða í þjónustugeiran-
um. Víðfrægt er t.d. hátt verðlag á
varahlutum í bíla, og um leiö á við-
gerðum á hinum viðteknu verk-
stæðum bifreiðaumboöanna. Það er
því ekki nema von að bíleigendur
flykkist til smærri aðila sem hægt
er að semja við um eitthvert fast
verð.
En það er líka dýrt að sækja þjón-
ustu á öðrum sviðum í þjóðfélaginu.
Likamsræktin er t.d. langt fyrir
ofan það sem þekkist erlendis, þar
sem mun fullkomnari aðstaða er þó
fyrir hendi, svo sem hlaupabrautir,
þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
• eda hringid í síma
550 5000
Itfilli kl. 14 og 16
sundlaug og aðstaða til sólbaðs og
snyrtingar er fullkomin.
Tölvur hafa verið yfirverðlagðar
hér og hlýtur álagningin að vera
meira en viðunandi fyrir söluaðila
þessara vinsælu tækja. Matur á
veitingahúsum hér er í sérflokki
hvað snertir verðlag og sömuleiðis
gisting á hótelum og minni gistihús-
um. Þar munar yfirleitt um helm-
ingi á verði miðað við nágranna-
löndin.
Há álagning er orðin þjóðfélags-
mein hér á landi og er brýnt fyrir
stjórnvöld að fylgjast náið með þess-
ari þróun, hvað sem líður frjálsri
verðlagningu og öllum slíkum
ákvæðum.
Gat í skatt-
kerfinu
S.P. skrifar:
Erlendir aöilar, verktakar,
hvort sem þeir era í stórfram-
kvæmdum eða eru sérfræðingar,
sleppa unnvörpum við opinber
gjöld hér á landi. Skattkerfið nær
ekki inn í þessa atvinnustarf-
semi. Dæmi eru um að sömu er-
lendu verktakarnir hafi ítrekað
leikið þennan leik. Þetta hefur
skekkt samkeppnisaðstöðu ís-
lenskra og erlendra verktaka. Á
þetta hefur verið bent af íslensk-
um löggiltum endurskoðendum
en skattkerfið ekki sinnt þessu að
neinu marki. Hér er mikið verk
að vinna fyrir ráðmenn.
Ríkisfjölmiðl-
ar á sokka-
leistunum
Hrafn Hauksson skrifar:
I dag lét ég eftir mér nokkuð
sem ég hef verið að berjast á
móti alllengi. Ég pantaði áskrift
að Stöð 2. Ég tel að hinir svoköU-
uðu ríkisfjölmiðlar séu á sokka-
leistunum og með aUt niður um
sig. Dagskrá Sjónvarpsins gat
t.d. ekki orðiö lélegri en sl. laug-
ardagskvöld. Ætlast ráðamenn
þar á bæ tU að fólk, sem borgar
sína skylduáskrift og telur sig
með réttu ráði, hangi yfir þess-
um leiðindum? Nú er ekki um
annaö aö gera fyrir Ríkisútvarp-
iö sjónvarp en að leggja upp
laupana að fuUu. Ég stUli líka æ
oftar á aðrar útvarpsstöðvar en
rás 2. Það er ekki hægt að ætlast
tU þess að fólk greiði fyrir þessi
leiðindi.
Árásar-
maðurinn í
Fossvogi
Flnnur hringdi:
Loks er búið að finna þann af-
brigðUega þenkjandi mann sem
var að eltast við unga krakka í
Fossvogi eöa nágrenni og beitti
hníf tU að ógna tveimur telpum.
Lengi vel hélt maður aö þettta
væri hugsanlega hugarburður
telpnannna ungu því ekkert
fréttist af rannsókninni. En lög-
reglan er orðin afar skipulögð og
dugleg að finna svona óþokka.
Eitt fannst mér vanta á í sjón-
varpsfrétt um málið I gærkvöld
(mánudagskvöld) þegar sagt var
frá því að lögreglan hefði náð
þessum ógnvaldi. Það fýlgdi ekki
hvort hann hefði verið látinn
laus á ný eftfr yfirheyrslur eða
ekki. - Nú kemur hins vegar í
ljós, samkvæmt DV-frétt, að
lagalegar forsendur skorti tU að
hneppa kauða í fangelsi eða
gæsluvarðhald. Sama hættan
ógnar því enn íbúum þessa bæj-
arhverfis. Kynferðisglæpamaður
gengm’ sem sé laus.
Valgerður
og pilsið
Ófeigur hringdi:
Ég, líkt og blaðamaður DV
sem ritar Sandkorn, var yfir mig
hrifinn að sjá þingmanninn Val-
gerði Sverrisdóttur í nýrri dragt,
drapplitaðri og tilhlýðUega snið-
inni, rétt ofar hnjáliðum, ganga
tU fundar við sína nánustu sam-
starfsmenn í þingflokki fram-
sóknarmanna. AUt í stU við nú-
tímann svo og góðærið sem hér
hrannast upp þessa mánuðina.
Ég vU lUca fá fleiri konur við há-
borð stjórnmálaflokkanna. Ekki
bara hjá Framsókn, heldur líka
hjá íhaldinu, Krötum og AUa-
böUum. Því þótt ein kona sé á
fremsta bekk hjá báðum þessum
flokkum þá vantar mikið á. Hvar
er nú hin rómaða kænska
kvenna? Er Valgerður ekki búin
að ryðja brautina í nýrri dragt?
Hvar era aUar hinar?