Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 8
8
MIÐVKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Helsta viöskiptafréttablaö Rússlands:
Spáir borgarastríði
BiU Clinton Bandaríkjaforseti mun
i dag hitta kommúnistaleiðtogann
Gennadíj Zjúganov í Moskvu. Mikil
eftirvænting rikti fyrir fúndinn því
Zjúganov er nú talinn hafa pólitísk
örlög Rússlands í sínum höndum.
Helsta viðskiptafréttablað Rúss-
lands, Kommersant-Daily, skrifaði í
morgun að deilan milli Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta og neðri
deildar þingsins, þar sem kommún-
istar eru í meirihluta, gæti leitt til
stjómlagakreppu og jafhvel borgar-
arstríðs. Sagði í blaðinu að komm-
únistar væru reiðubúnir að hafha
Viktor Tsjemomyrdín þrisvar. Það
myndi hafa í for með sér þingrof.
Clinton mun einnig hitta borgar-
stjóra Moskvu, Juríj Luzjkov, og Al-
exander Lebed, héraðsstjóra í
Tveggja daga leiötogafundur Clintons Bandarikjaforseta og Jeltsíns
Rússlandsforseta hófst í gær. Símamynd Reuter.
Krasnojarsk. Talið er að þeir muni
báðir bjóða sig ffarn í næstu forseta-
kosningum.
í gær hvatti Clinton Rússa til að
halda ótrauðir áfram efnahagsum-
bótum þrátt fyrir þá kreppu sem
ríkti. Jeltsin lýsti því yfir að hvergi
yrði hvikað frá settu marki. Hann
lýsti því einnig yfir að hann myndi
ekki gefa eftir í bciráttu sinni fyrir
því að koma Tjsemomyrdín á ný í
embætti forsætisráðherra.
Jeltsín og Clinton snæddu saman
kvöldverð í gær og þeir munu ræð-
ast við aftur i dag. Fréttaskýrendur
segja Jeltsín hafa virst miklu ömgg-
ari með sig í gær en i síðustu viku
þegar hann lét ekki sjá sig í Kreml
í nokkra daga.
Reuter
^ Takiðþáttí \
krakkapakkaleik
Kjörís og DV!
Klippið út Tígra og límið á
þátttökuseðil sem fæst á næsta
sölustað Kjörls krakkapakka.
Sendið svo inn ásamt
strikamerkjum af
^ krakkapökkum. ^
Nöfn vinningshafa
birtast f DV
á miðvikudögum.
KLIPPTU ÚT'
1 +
1
+
ViSA
Grcldslssklhular rið sllra h«fi. Modelí 22*22
P ', u' 'WSB®8 20®o®®®
' allt að 36 mán.
Höfðaíuni 12 «105 Reykjavík • Sími 552-6200 & 552-5757 • Fax: 552-6208
Hlutabréf á Wall
Street ruku
aftur upp í verði
Hlutabréf á Wall Street hækk-
uðu mjög í verði í gær og endur-
heimtu um það bil helming þess
sem þau töpuðu á mánudag.
Dow Jones verðbréfavísitalan
hækkaði um 288 stig eða 3,8 pró-
sent.
Fjárfestar gerðu sér vonir í gær
um að það versta væri af staðið.
Sinn Fein segir
ofbeldi heyra
liðinni tíð
Sinn Fein, pólitískur armur
írska lýðveldishersins (IRA), lýsti
því yfir í gær að ofbeldi heyrði
liðinni tíð í baráttu lýðveldis-
sinna gegn breskum yfirráðum á
Norður-frlandi. Samtökin hafa
ekki áður hafnað vopnaðri bar-
áttu jafnafdráttarlaust.
Yfirlýsing Sinn Fein birtist á
sama tíma og bresk stjómvöld til-
kynntu um hertar aðgerðir gegn
skæruliðahópum.
Efnahagur í lagi
Efnahagslíf Færeyja er í góðum
gír um þessar mundir vegna hás
fiskverðs og aukinna fiskveiða.
Bondevik lofaður
Kjell Magne Bondevik, forsæt-
isráðherra Noregs, hefur fengið
mikið hrós fyrir
að gera sitt til
að ganga af
þeirri goðsögn
dauðri að þjóða-
leiðtogar geti
ekki átt við geð-
ræn vandamál
að stríða. Þetta
kemur meðal annars fram í skrif-
um danska blaðsins Ekstra Bladet
um veikindafrí Bondeviks vegna
þunglyndis.
Skjölin birt
Alríkisdómari í Arkansas sagði
í gær að hann ætlaði að birta
vitnisburð Clintons Bandaríkja-
forseta í Paulu Jones málinu og
önnur skjöl ef lögmenn þeirra
hreyfa ekki andmælum.
í sókn í austri
Uppreisnarmenn í lýðveldinu
Kongó era í sókn í austurhluta
landsins, þrátt fyrir áfóllin á vest-
urlandi.
Flýja óveður
Hundrað starfsmanna á olíu-
borpöllum í Mexíkóflóa hafa flúið
í land vegna yfirvofandi fellibyls.
Albright er svöl
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, visaði í
gær á bug gagn-
rýni fyrrum
háttsetts vopna-
eftirlitsmanns
SÞ á stefhu
Bandaríkjanna
gagnvart írak.
Hún sagði
manninn ekki
skilja stefnu stjórnvalda I Was-
hington.
Drengur kærður fyrir káf
Sex ára gamall drengur á Flór-
ída hefur verið ákærður fyrir
kynferðisglæp. Drengurinn gerði
sig sekan um að káfa á tíu ára
gamalli stúlku í skólavagni.
Drengurinn gerði þetta að áeggj-
an sér eldri pilta.
BRAUTARHOLTI SIMI 5800 800
-t