Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaaur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskiiur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Uppbygging þorskstofnsins
Frábærar aðstæður í hafinu eiga efalaust ríkan þátt í
að þorskklak í ár og í fyrra hefur tekist með eindæmum
vel. Hitt er jafnljóst að árangurinn skýtur sterkum
stoðum undir þá skoðun fiskifræðinga að til að tryggja
góða nýliðun þurfi stóran hrygningarstofn.
Um þetta hefur verið deilt langa hríð. í djúpri
niðursveiflu þorskstofnsins sem hófst upp úr 1991 héldu
margir fram að stærð hrygningarstofnsins væri ekki hin
krítíska stærð fyrir klakið. Því væri mögulegt að ganga
frekar á stofninn með aukinni veiði.
Þessu til staðfestingar var bent á að hjá öðrum
tegundum, einkum síld, væru skýlaus dæmi um afburða
nýliðun meðan hrygningarstofn var í algjöru lágmarki.
Fiskifræðingar gátu heldur ekki sýnt ótvíræð tengsl
milli klaks og hrygningarstofns þorsksins.
Reynsla síðustu ára virðist hins vegar taka af tvímæli
um að vemdarstefnan, sem fólst í að takmarka sókn
meðan hrygningarstofninn óx, hefur skilað sér.
Seiðaárgangur síðasta árs var góður. Árgangur þessa árs
er svo sá stærsti sem mælst hefur.
Nýliðun getur að sönnu heppnast vel þó að hrygning-
arstofninn sé lítill. Til að það gerist þarf hrygningin að
hitta á heppilegar aðstæður í sjónum. Þær eru ekki alltaf
fyrir hendi. Meiri líkur eru hins vegar á farsælu klaki og
góðri nýliðun ef stofninn er stór.
Þorskur á mismunandi aldri hrygnir á svolítið
mismunandi tíma. Lítill stofn byggist yfirleitt á örfáum
árgöngum, ef til vill aðeins einum eða tveimur, og er því
líklegur til að hrygna næstum allur á svipuðum tíma.
Hættan á að klakið misfarist eykst að sama skapi.
í stórum stofni er aldursdreifingin miklu víðfeðmari.
Hrygningin byggist því á mörgum árgöngum og dreifist
þarafleiðandi miklu jafnar yfir haustið. Hún er sömu-
leiðis líklegri til að dreifast landfræðilega yfir stærra
svæði en hjá litlum stofni.
Líkumar á að einhver hluti hrygningarinnar hitti á
kjöraðstæður eru þarafleiðandi meiri hjá stórum
þorskstofni en litlum. í annan stað sýna tölfræðileg gögn
að nýliðunin verður því betri sem meira er af gömlum
golþorski í hrygningunni.
Golþorskunum fjölgar hins vegar að jafnaði eftir því
sem aldursdreifmgin verður betri og stofninn stærri.
Þetta eru enn ein rökin fyrir því að takmarka veiðar
þegar stofninum hnignar. Það er að sönnu dýrkeypt fyrir
sjávarútveginn en á endanum borgar það sig ríkulega.
Tölfræðileg tengsl milli nýliðunar og stærðar
hrygningarstofns eru að sönnu ekki án tvímæla. Hitt fer
ekki á milli mála að hin líffræðilegu rök sem hér eru
talin styðja tilvist þeirra. Reynsla síðustu tveggja ára
leggst einnig á sömu sveif.
Málið er þó flóknara en virðist í fljótu bragði. Ef
þorskstofninn verður of stór er hætta á að hann leggist á
eigið ungviði. Þetta hefur gerst í Barentshafinu þegar
annað æti hefur brugðist. Hið hárfína einstigi sem þarf í
þessu tilliti að þræða er enn vísindalega óljóst.
íslendingar þurfa hins vegar ekki að kvíða því að hinir
afburða árgangar síðustu tveggja ára verði fómarlömb
svangra stórþorska. Árgangamir sem eru fyrir eru ekki
nógu stórir til að höggva veruleg skörð í raðir þeirra sem
nú em að koma fram.
Hin sterka nýliðun síðustu tveggja ára lofar mjög góðu
fyrir afkomu sjávarútvegs á íslandi næstu árin. Hún
styrkir sömuleiðis rökin sem lágu til grundvallar
núverandi fiskverndarstefnu.
Össur Skarphéðinsson
„Löggjöfin er nú komin og varð að ráði á Alþingi að gera sérstaka örnefnanefnd að umsagnaraðila um tillögur
að nafngiftum sveitarfélaga."
Nafngiftir
sveitarfélaga
Mikil umræða hefur
verið um nöfn sveitarfé-
laga undangengin ár og
ekkert lát er þar á. Það
er góðra gjalda vert, því
að hér er um stórt
menningarpólitískt mál
að ræða. Þess utan er
hér á ferðinni tilvalið
þrætuepli, sem stytt get-
ur mönnum stundir, en
einnig vakið til umhugs-
unar um íslenskt mál,
staðfræði og fleira
áhugavert. Æskilegt er
þó að stimpingar um
nöfn sveitarfélaga fái
farsælan endi og þörf er
á sæmilega skýrum regl-
um sem almenningur í
senn fær skilið og haft
sem haldreipi í leit að
brúklegum nöfnum.
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
alþingismaður
neyta með því að
taka upp heitin
byggð eða sveit. I
árslok 1995 var
staðan sú að í land-
inu var ein borg,
16 kaupstaðir, 12
bæir, 3 byggðir, 4
sveitir og 134
hreppar. Ef eitt-
hvað varð til að
rugla almenning í
ríminu um upp-
byggingu stjórn-
sýslu í landinu var
það þetta hlálega
nafnakraðak. Við
þetta bættust síðan
silkihúfuheiti
álíka sundurleit á
oddvita og fram-
Hlálegt nafnakraðak
Sameining sveitarfé-
laga sem nú er í tísku
hefur reynt mjög á ný-
smíði í nafngiftum. Um-
ræðan um heiti nýs
sveitarfélags hefur á
stundum verið mun
meiri og ákafari en um
forsendur sameiningarinnar. í
sveitarstjórnarlögum sem giltu
fram á þetta ár voru ákvæði þess
efnis að sveitarfélög skyldu bera
eitthvert heitanna hreppur, bær
eða kaupstaður sem síðari lið
heitis.
Þessu var viðhaldið við breyt-
ingu sveitarstjómarlaga árið 1986,
þótt rökin fyrir slíkri aðgreiningu
væru þá í raun úr gildi felld með
afnámi sýslufélaga. Réttarstaða
Reykjavíkurborgar og Mjóafjarð-
arhrepps hefur síðan verið hin
sama innan sveitarstjómarstigs-
ins. Fljótlega fóru menn að ganga
á svig við lögin með fulltingi ráðu-
„Eg skil ekki hvers vegna eigi að
þröngva endingum eins og -bær,
■byggð, -sveit eða -kaupstaður
upp á sveitarfélög og nóg komið
af allskyns ónefnum í skjóli
þeirrar stefnu.u
kvæmdastjóra sveitarfélaganna.
Þar skyldi rækilega haldið að-
greindum Jóni og séra Jóni.
Aukið svigrúm til nafngifta?
Hugrenningar af þessum toga
leiddu til þess að ég gerði fyrir
nokkrum ámm tillögu um að
sveitarfélög skuli ákveða sjálf
nafngift sina sem þó þarf að hljóta
staðfestingu félagsmálaráðuneytis
Einnig vildi ég kveða á um þá
meginstefnu að framkvæmda-
stjóri sveitarfélags nefnist sveitar-
stjóri og formaður sveitarstjómar
kallist oddviti. Tillögum þessum
var heldur vel tekið af þeim sem
veittu umsögn um frumvarpið og
þegar félagsmálaráðherra lét hefja
vinnu að frumvarpi til nýrra
sveitarstjórnarlaga var viðkom-
andi nefnd bent á að líta á tiRögur
mínar.
Löggjöfm er nú komin og varð
að ráði á Alþingi að gera sérstaka
ömefnanefnd að umsagnaraðila
um tillögur að nafngiftum sveitar-
félaga. Nýskipuð örnefnanefnd
hefur þegar sagt álit sitt á allmörg-
um hugmyndum og formaður
hennar, Ari Páll Kristinsson, rit-
aði fróðlega grein um viðhorf sín
og forsendur nefndarinnar í Morg-
unblaðið 29. ágúst 1998.
Smiðshöggið vantar
Ég get tekið undir margt af þvi
sem frá nefndinni hefur komið, en
þó finnst mér málið enn í öng-
stræti. Ég skil ekki hvers
vegna eigi að þröngva ending-
um eins og -bær, -byggð, -sveit
eða -kaupstaður upp á sveitar-
félög og nóg komið af allskyns
ónefnum í skjóli þeirrar
stefnu. Ég sé ekki að slíkt sé á
nokkurn hátt til glöggvunar
fyrir málnotendur heldur
þvert á móti fallið til að rugla
menn í ríminu um sveitar-
stjórnarstigið.
Mér líst hins vegar vel á þá hug-
mynd, sem örnefnanefnd hefur
viðrað, að bætt sé orðinu sveitarfé-
lag framan við aðalheiti. Þannig
yrði til Sveitarfélagiö Firðir, Sveit-
arfélagið Akureyri og Sveitarfélag-
ið Fljótsdalshreppur sem opinber
stjómsýsluheiti, sambærileg við
Lýðveldið ísland sem er formlegt
heiti íslenska ríkisins. Með þessu
væru menn lausir úr viðjum
ósmekklegra endinga og svigrúm
ykist til að gefa sveitarfélögum
góð og falleg nöfn. Eigum við ekki
að lögbjóða þessa stefnu?
Hjörleifur Guttormsson
Skoðanir annarra
Verslunin og Utflutningsráð
„Útflutningsráð íslands er opinber stofnun kostuð
að stærstum hluta af opinbem fé, með innheimtu
svokallaðs markaðsgjalds, en hefur aö mörgu leyti á
sér svip frjálsra hagsmunasamtaka. Verslunin greið-
ir helming markaðsgjaldsins en á hins vegar engan
fulltrúa í stjórn ráðsins og félagar í okkar samtökum
hafa ítrekað orðið varir við það að Útflutningsráð
hafl sniðgengið þá eða beinlínis unnið gegn þeirra
hagsmunum í samkeppni við hin stóru sölusamtök
... Starfi Útflutningsráð íslands eða sambærileg
stofnun áfram verður það að skilgreina mun betur
hlutverk sitt og setja sér skýrari reglur um sam-
skipti við önnur samtök atvinnurekenda ..."
Jón Ásbjörnsson í Mbl. 1. sept.
íslenskir litningar, íslenskt þjóöerni
„Nú er komið upp úr kafínu að genin í mannfólk-
inu er ein verðmætasta auðlindin og að við, aumur
almúginn, eigum ekki umráðarétt yfir skrokkunum
sem við hírumst í, fremur en önnur dýrmæti sem
stjórnvöld og almættið úthlutar sínum útvöldu. ís-
lenskt þjóðerni er ekki til, segja alþjóðasinnaðir
mannkynsfrelsarar, en íslenskir litningar eru sann-
arlega til, en það uppgötvaðist ekki fyrr en farið var
að meta þá til peninga og stofna hlutafélög til að sitja
á gróðanum."
Oddur Ólafsson í Degi 1. sept.
„Masterplan" fyrir samgöngukerfið
„Með því að bæta samgöngukerfið í landinu, leysum
við svo mörg vandamál í sambandi við byggð og ann-
að. Ef við hefðum haft vit á því fyrir mörgum árum að
gera „masterplan" fyrir samgöngur með nútímavega-
kerfi, þá hefði verið hægt að leysa mörg vandamál í
sovkallaðri dreifbýlisþróun. Samgöngubætumar
hefðu sjálfkrafa fært byggðimar saman, rétt eins og
flugsamgöngur hafa fært þjóðina saman. En hér hefur
alltaf skort framtíðaráætlanir. Við höfum líka alltaf
átt erfitt með að sjá hlutina í stóra samhengi. Til þess
að sjá hlutina í stærra samhengi þarf að stækka sjón-
deildarhringinn. Hér era áætlanir gerðar til alltof
skamms tíma, sem er pólitískt vandamál."
Gunnar Helgason í Mbl. 30. ágúst.