Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGIIR 2. SEPTEMBER 1998 Sjfcsssgág „Stundum leitar maður að samnefhara yfir verk leikársins - öðrum en þeim að þau séu skemmtileg og verðug viðfangsefni,“ seg- ir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri þegar hann kynnir leikárið 1998-9. „Og þá má orða það svo að við siglum nú inn í leikár ástar- innar. Öll verkin fjalla um ástina í öllum hennar ótrúlegustu og fiölbreytilegustu myndum. Um tilfinningaleg samskipti kynj- anna og átök milli þeirra. Ég gæti haldið langan fyrirlestur um hvert verk fyrir sig út frá þessum punkti, allt frá bróðurkærleikan- um í Bróður mínum ljónshjarta og yfir í kaldhamraðar nútímaástir í nýja breska verkinu Nær, þar sem ástin er orðin eins og hver önnur neysluvara. Þar hendir fólk ástvininum frá sér þegar það er búið að sjúga úr honum næringuna. í fyrra vorum við mikið með sorgina og dauðann, núna reynum við að rísa upp úr drunganum!" Ellefu frumsýningar á fiór- um leiksviðum, þar ætti að leynast eitthvað fyrir alla. Ný íslensk verk eru fiögur ef Sjálfstætt fólk er tvítalið en það verður flutt á tveimur heils kvölds sýningum þó að auðvitað sé það sem heild eitt verk. Sígild verk eru tvö og dramatísk nútímaverk einnig tvö. Svo er eitt gam- anleikrit, eitt bamaleikrit og einn söngleikur sem sætir sérstökum tíðindum vegna þess að hann er flunkunýr, var frumsýndur á frummál- inu í febrúar 1996. Solveig og Bjartur Miklabæjar-Sólveig er ís- lendingum hugstæð um þess- ar mundir. Ekki eru margir mánuðir síðan út kom sögu- leg skáldsaga um örlög henn- ar eftir Bjöm Th. Björnsson og nú hefur Ragnar Amalds skrifað leikrit um harmsögu- legar ástir hennar og séra Odds á Miklabæ sem heitir einfaldlega Solveig. Ekki hef- ur þó Ragnar leikgert sögu Bjöms því þeir vom báðir að vinna að efhinu á sama tíma, án þess að vita hvor af öðr- um, og taka það ólíkum tök- um. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir Solveigu og aðal- hlutverkin leika Þröstur Leó Gunnarsson og Vigdís Gunn- arsdóttir. Frumsýning verð- ur á stóra sviöinu 10. októ- ber. Kjartani Ragnarssyni og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur tókst eftirminnOega vel að skila Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur upp á stóra svið Þjóðleikhússins á síðasta leikári. í ár glíma þau við mun stærra og hættulegra verkefni, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Þau hafa tekið til bragðs að skipta verkinu í tvennt og verða fmmsýning- ar i febrúar. „Allt verkið er leikgert í tveim hlutum sem heita „Bjartur" og „Ásta Sóllilja" og þeir em alveg sjálfstæðir þannig að fólk getur lát- ið sér nægja að sjá annan - þó að við vonum að það geti ekki stillt sig um að sjá báða,“ segir Stefán. Sama leikmyndin eftir Axel Hallkel verður notuð í báðum sýningmn og sami leikarahópurinn þó að fólk leiki ekki endilega sömu hlutverk. Atli Heimir Sveins- son semur tónlistina. Tveir leikarar fá það hlutskipti að leika Bjart, íslendinginn sem býr í okkur öllum. í fyrra verkinu, Bjarti, leikur Ingvar E. Sig- urðsson hann, en í því seinna er hann leik- inn af Amari Jónssyni - sem sýndi hæfileika sína til þess i frábærum lestri á bókinni í út- varp sl. vetur. Margrét Vilhjálmsdóttir leik- ur Rósu, konu Bjarts, í fyrra verkinu og Steinunn Ólína leikur Ástu Sóllilju í því seinna. „Þetta hefur aldrei áður verið gert hér á landi," segir Stefán, „að eitt og sama verkið deilist svona á tvö kvöld undir sömu leik- stjóm. Og Kjartan leggur áherslu á sama konseptið að öllu verkinu." Fjórða íslenska verkið er gamanleikur eft- ir Ámmund Backman sem ffumsýndur verð- ur í október á Smíðaverkstæðinu, Maður í mislitum sokkum undir leikstjóm Sigurðar Sigurjónssonar. Nóra og Fedra Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður Brúðu- heimili Henriks Ibsens, eitthvert lifseigasta verk þessa norska stórmeistara. Ekkert leik- rit hefur umsjónarmaður menningarsíðu séð oftar og þó er það alltaf nýtt og óvænt. Auð- vitað fer Nóra alltaf að heiman - en hvers vegna, það getur verið breytilegt eftir áhersl- um í leikstjóm. Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri stýrir þessari sýningu, en uppsetn- ing hans á ViÚiöndinni eftir Ibsen vakti verðskuldaða athygli á næstsíðasta leikári. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Nóm og verður gaman að sjá hvernig tökum hún tekur hana. Elva kom á óvart með djúpri og sann- færandi túlkun sinni í erfiðu hlutverki í Óskastjömunni eftir Birgi Sigurðsson í vor, en það verk verður reyndar tekið upp aftur nú í haust. Þorvald, eiginmann Nóra, leikur Baltasar Kormákur, en Stefáni verður treyst til þess að hafa útfærsluna á þeim hjónum ekki eins svart-hvíta og útlit leikar- anna býður upp á. Stólpa- leikarar verða í kringum þau, Edda Heiðrún Back- man er vinkonan, Þröstur Leó Gunnarson leikur lækn- inn og Pálmi Gestsson leik- ur málafærslumanninn. Fedra eftir Jean Racine segir eina frægustu sögu leikbókmenntanna af óleyfi- legum ástum. Hún verður í fyrsta sinn sett upp á ís- lensku leiksviði i vor undir stjóm Sveins Einarssonar. Helgi Hálfdanarson þýddi verkið. A la Clinton Nútímaverkin tvö á litlu sviðunum eru Abel Snorko býr einn eftir Eric Emmanuel-Schmitt, einn fremsta samtímahöfund Frakka, sem Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir, og Nær, eða Closer, eftir breska leikskáldið Patrick Marber sem hefur sópað til sín verðlaunum í Bretlandi undanfarna mánuði. Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney er farsi haustsins á stóra sviðinu og fiallar um stjómmálamann með allt niður um sig. Ákveðið var með stuttum fyrirvara að taka þetta verk - sjálfsagt með hliðsjón var heims- málum en aðallega vegna þess að gamanleikarar hússins eru of góðir til að sitja verkefnalausir. Að vísu er Örn Árnason að leika í Gamansama harm- leiknum á litla sviðinu sem verður tekinn upp aftur í haust. Fyrsta frumsýning vetrarins verður 19. september á barnaleikriti ársins, Bróður mínum ljónshjarta, sem Viðar Eggertsson leikstýrir. Söngleikur ársins er svo RENT, sem Jonathan Larson samdi og sótti fyrir- myndina að efninu í óperuna La bohéme. Þetta er geysilega kröftugur rokksöngleik- ur, býsna ólíkur söngleikjunum sem hafa fitað leikhúskassana mest undanfarin ár, miskunnarlaus og íronískur, og tónlistin öflug. Leikstjóri er Baltasar Kormákur og frumsýning verður í apríl í hráu Héðins- húsi sem verður góður rammi utan um þessa nútímavesalinga í leiguhjöllum New York-borgar. Séra Oddur og Solveig á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þröstur Leó Gunnarsson og Vigdís Gunnarsdóttir í hlutverkum sínum. Hmenning ’ * Sögur Ástu Bókmenntaáhugamenn hafa eflaust_ ekki látið fram hjá sér fara aö Steinunn Ólafs- 1 dóttir leikkona er byrj- j uö að lesa smásögm- ' Ástu Sigurðardóttur í Víðsjá kl. 18.30 virka daga. Hún mun lesa allar sögurnar úr smásagna- safninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem kom út 1961. Ásta Sigurðardóttir er meðal merkustu rithöfunda íslendinga á þessari öld. Hún fæddist og ólst upp á Snæfellsnesi en kom til ReyKjavíkur á ung- lingsaldri. Eflaust vora það harkaleg umskiptin að koma úr einangraðri og afskekktri sveit í bæ sem ollu því hve sýn hennar á Reykjavík er sér- kennileg. Bærinn var lítill og lágreistur i alvör- unni en í sögum Ástu fær hann greinileg ein- kenni stórborgar. Húsin hækka og göturnar verða eins og gil milli háhýsanna; einmana- kennd persónanna er sár og firringin ailt að því áþreifanleg. Myndir Ástu gerðu líka sitt til að magna sérkenni sagnanna. Ritsafn Ástu var gefið út 1985 undir heitinu Sögur og ljóð. Þar var safnað saman efni sem hafði birst í tímaritum eftir að bókin hennar kom út og því sem til var í handritum. Rommí, Brecht og Dimmalimm Iðnó var opnað 13. maí í vor eins og menn minnast með ljóðadagskránni Únglíngnum í skóginum sem helguð var Halldóri Laxness. Síðan hafa verið margs kon- ar uppákomur þar, dansleik- ur, tónleikaröð, geysivinsælt leikhússport og leiksýningin Þjónn í súpunni meö meiru. Núna á föstudagskvöldið kl. 20.30 verður leikritíð Rommí eftir D.L. Coburn framsýnt I Iðnó með Erlingi Gíslasyni og Guðrúnu Ás- mundsdóttur í aðalhlutverk- um. Margir minnast þess j verks frá því fyrir um tuttugu árum þegar ; það gekk í Iðnó leikárum saman með Gísla i Halldórssyni og Sigríði Hagalín í hlutverkun- um. Það er eitt af vinsælustu leikritum sem i Leikfélag Reykjavikur setti upp í Iðnó. Leik- | stjóri er nú Magnús Geir Þórðarson sem | einnig er listrænn stjómandi Iðnó. I 12. september verður frumsýnt bamaleik- 1 ritið Dimmalimm, byggt á sögunni hugljúfu | eftir Mugg. Sýningin er fyrir yngstu áhorfendurna og verður um helgar í vetur. Um miðjan október verður frumsýnd sýn- ingin Til hinna óbomu eftir Bertold Brecht. Hún er byggð á ljóðum leikskáldsins og ævi- starfi en hann hefði oröið 100 ára nú í ár hefði hann lifaö. Lögin em flest eftir Kurt Weil, og : ljóðin veröa flutt í nýjum þýðingum Þorsteins Gylfasonar. Leikstjóri verðm- Helga Jónsdótt- ir. Sú nýbreytni verður tekin upp í Iðnó í vet- ur að setja á fót hádegisleikhús að erlendri fyrirmynd, og núna stendur yfir leikritasam- | keppni sem opin er öllum. Leikritin sem við- urkenningu hljóta verða flutt í hádegisleik- húsinu og gefst gestum kostur á að snæða há- degismat meðan þeir horfa á sýninguna. Gert er ráð fyrir að frumsýna fiögur stutt verk í hádegisleikhúsi Iðnó í vetur. Loks má geta þess að unnið er að undirbún- ! ingi kvikmyndaklúbbs en opnun hans hefur : veriö frestað vegna anna í húsinu. Pálína leikur Sólveigu Nú hefur vorið ráðin leikkona í hlutverk Sólveigar hans Péturs Gauts á Akureyri. Það var Pálína Jónsdóttir sem hreppti hnossið. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands vorið 1995 og hefur undanfarið ver- ið að leika í kvikmyndum, en leikhúsáhugafólki er hún eflaust minnisstæðust í hlut- verki Snæfríðar íslandssólar imgrar á sviði Borgarleik- hússins í frábærri leikgerð Bríetar Héðins- dóttur á íslandsklukkunni eftir Halldór Lax- ness. Pétur Gaut leikur Jakob Þór Einarsson, eins og áður hefur komið fram á menningar- síðu, en Sveinn Einarsson leikstýrir. Umsjón Silja Aðalsteinsdótör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.