Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Sverrir Hermannsson og Samtök um þjóöareign stofna Lýðræðisflokkinn: Sverrir fram I Reykjavík - og Hrafnkell A. Jónsson talinn líklegur á AustQörðum Vestfirðir Norðuriand Norðuriand eystra Bjarnásson ^inss^on B“0Sn Vesturland vestra : 4 ■.'1 ~ mL iJ ♦ _v3i \ Kristján **** Pétur Einarsson Gunnarsson J6n Sigurösson Reykjanes qfk Jí 3 Reykjavík C\ Austurland Zjé ml Hrafnkell A. Jónsson Sverrir Hermannsson Suðuriand Guömundur G. Þórarinsson i Báröur Grétar Már Halldórsson Jónsson Eggert Haukdal Óskakandidatar Lýðræðisflokksins tsa Sverrir Hermannsson boðar stofnun nýs fiokks á afmæli rússnesku byltingarinnar. Á fundi Sverris Hermannssonar og Samtaka um þjóðareign var í fyrrakvöld ákveðið að stofna Lýð- ræðisflokkinn formlega á afmæli rússnesku byltingarinnar þann 7. nóvember. Hinn nýi flokkur hefur samkvæmt heimildum DV þegar mótað stefnu í helstu málaflokkum og áformað er að Sverrir leggi upp í landsreisu í lok september áamt helstu forystumönnum. Byrjað verð- ur á Vesturlandi og öll kjördæmi heimsótt. Á herráðsfundi Sverris sátu stjórnarmenn Samtaka um þjóö- areign og Pétur Einarsson, fyrrver- andi flugmálastjóri. Samkvæmt staðfestum heimildum DV hyggst Sverrir Hermannsson vera efstur á lista flokksins i Reykja- vík en ekki á Vestfjörðum eins og áður hafði verið taliö. Þá er hug- myndin að Guðmundur G. Þórarins- son verði í næsta sæti þar eða meðal efstu manna. Áformað er að Bárður Halldórsson, varaformaður og tals- maður Samtaka um þjóðareign, verði efsti maður á Reykjanesi en auk hans er nefndur til sögunnar sem mögulegur frambjóðandi Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðumesjum. Hann hefur reyndar stutt Alþýðuflokkinn lengst af en segist tilbúinn að vinna með hverjum sem er í því skyni að af- nema kvótakerfiö. „Aðalatriðið í mínum huga er að vinna gegn kvót- anum og ég er tilbúinn í slaginn með hverjum sem er,“ segir Grétar Mar. Jón Sigurðsson efstur Á Vesturlandi ber það til tíðinda að Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Islenska jámblendifélagsins, er nefndur sem efsti maður. Jón er einn lykilmanna hins verðandi flokks og mun ásamt Sverri og Bárði Halldórs- syni halda í landsreisuna á haustdögum. Á Vestfjörðum er talið fullvist að Pétur Bjamason fari í fyrsta sætið. Hann klauf Framsóknarflokkinn við síðustu kosningar og var aðeins hársbreidd frá því að ná kjöri til Al- þingis. Talið er líklegt að við hliö hans verði Guðjón A. Kristjánsson, varaþingmaður sjálfstæðismanna og forseti Fannanna- og fiskimanna- sambands íslands. Talið er að með þeim tveimur yrði um gífurlega sterkt framboð að ræða. Aðspurður vildi Guðjón ekki staðfesta stuðning sinn við Sverri en sagði: „Ég skulda engum neitt í pólitík en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta mál,“ segir Guðjón. Á Vestfjörðum er ein- sýnt að járnkarlinn og ein helsta skrautfjöður sjálfstæðismanna und- anfama áratugi, Matthías Bjama- son, skipi heiðurssætið. Þá er nefnd til sögunnar Ragnheiður Ólafsdóttir á Þingeyri en hún er fyrrum vara- þingmaður Borgaraflokksins. Flugmálastjóri í slaginn Á Norðurlandi vestra era hug- myndir um að Pétur Einarsson, fyrr- um flugmála- stjóri, sitji í efsta sætinu. Pétur hefur fram að þessu verið kenndur við Framsóknar- flokkinn og hefur verið talinn i innsta kjarna stuðningsmanna Steingríms Her- mannssonar. Steingrímur skipaði Pétur á sínum tíma sem flugmála- stjóra sem gagnrýnt var. Frægt svar Steingríms var í þá vem að „menn ættu ekki að þurfa gjalda fyrir að vera framsóknarmenn". Auk Péturs er Sigurður Hansen, bóndi í Akra- hreppi, nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi. Óljósara er hvernig framboðsmál skipast á Norðurlandi eystra. Þar em þó nefndir til sögunnar Kristján Kristjánsson heimspekingur og Þór- ir Sigurðsson kennari. Þórir er bróð- ir Jóns Sigurðssonar, fyrrum við- skiptaráðherra. Loks er nefndur til sögunnar Sigbjöm Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, og fyrrverandi þingmaður Alþýðu- flokks. Á Austfjörðum er Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi varaþingmað- ur, talinn líklegur í efsta sætið. Hrafnkell er þungavigtarmaður í héraði og hefur um árabil verið í fremstu víglínu verkalýðshreyflng- arinnar. Við síðustu kosningar skip- aði hann heiðurssætið á lista Sjálf- stæðisflokksins. Hliðhollur Sverri „Ég er afskaplega hliðhollur Sverri og hans bardaga. Ég hef dreg- ið mig í hlé en maður skyldi aldrei segja aldrei," segir Hrafnkell að- spurður um það hvort hann hygði á framboð á vegum Lýðræðisflokksins. Kristinn Pétursson, fyrrum alþingis- maður Sjálfstæðisflokks, sem talinn haföi verið líklegur kandídat er tal- inn vera út úr myndinni. Vitað er að Einar Oddur Kristjánsson, alþingis- maður sjálfstæðismanna á Vestfjörð- um, sótti Kristin heim á Bakkafjörð í sumar og er talið að hann hafi feng- iö Kristin ofan af öllum vangaveltum um framboð á vegum Sverris. í Suðurlandskjördæmi er Stefán Erlendsson heimspekingur talinn líklegastur í oddvitastöðu. Auk hans er nefndur Eggert Haukdal, oddviti og fyrrum alþingismaður. Formaður Samtaka um þjóðareign, Jón Arason skipstjóri, býr í Þorlákshöfn og er talinn líklegur til að skipa eitt af efstu sætunum. Margir í gættinni Tekið skal fram að þeir sem nefnd- ir era til sögunnar hafa fæstir stað- fest framboð sitt eða stuðning við Sverri. Reyndar virðast margir standa í gættinni á flokki Sverris án þess að þora enn að stíga inn fyrir og vilja bíða og sjá hvaða hljómgrunn flokkurinn fær hjá almenningi. Því er við að búast að á næstu vikum hrökkvi einhverjir til baka og nýir menn komi inn. Menn hafa misjafn- ar skoðanir á þvi hvaða árangri framboð Sverris muni ná í kosning- um. Til era þeir sem spá 10 manna þingflokki en aðrir segja aðeins einn til þijá menn nást inn. Ófáir eru þeir sem halda því ffarn að flokkurinn verði aðeins bóla á borð við þau framboð sem sprottið hafa upp í gegnum tíðina. Sverrir er sjálfur hvergi banginn og boðar stórslag í kosningunum. Hann sagði við DV að úrval manna vildi leggja málstaðn- um liö og því engu að kvíða. Bogi í fréttirnar Bogi Ágústsson tekur aftur við starfi sínu sem fréttastjóri Sjón- varpsins um áramótin, en hann hefur gegnt öðru tíma- bundnu starfi innan stofhunar- innar undanfar- ið. Helgi H. Jónsson hefur verið fréttastjóri í stað Boga und- anfarna mánuði. Fjarðabyggð Örnefnanefhd hefur lagt til að nýja sveitarfélagið á Austfjörðum fái nafiiið Fjarðabyggð. Nefhdin telur að nööiin Austurríki og Firðir samræmist ekki íslenskum málvenjum. Austmiand sagði frá. Leitað að vatni Bæjarráð nýja sveitarfélagsins á Austfjörðum hefur heimilað allt að 13 milljóna króna lántöku í því skyni að afla meira vatns fjrir vatnsveituna á Eskifirði samkvæmt tillögu verkffæðistofunnar Hönnun og ráðgjöf og jarðfræðistofunnar Stapa. Orkustofnun styrkir verkefn- ið einnig með þremur milljónum króna. Austurland sagði frá. Sprengjuleit Til greina kemur að leita sér- staklega að skotfæmm og ósprungnum sprengjum á Reyðar- firði og gera þær óvirkar. í sum- ar fundu unglingar nokkuð af gömlum skotfærum og sprengju- brotum ffá breskum og banda- rískum hermönnum sem þar höfðu aðsetur á stríðsárunum. Austurland sagði ffá. Hótel á Reyðarfirði Ingi Gunnar Jóhannsson hljóm- listarmaður er annar tveggja manna sem hyggjast stækka hótel Búðareyri á Reyðarfirði úr 5 í 20 herbergi. Framkvæmdir við bygg- inguna verða boðnar út á næst- unni. Austurland sagði frá. Kaupir jarðir Hitaveita Reykavíkur hefur gert tilboð í finim jarðir eöa hluta þeirra í Ölfushreppi í Árnessýslu og eina jörð í Vatnsleysu- strandarhreppi til að tryggja orkuhagsmuni borgarinnar bæði hvað varðar virkjun á heitu vatni og framleiðslu raf- magns. Samtals nema tilboð borgarinnar ríftega 400 mUljón- um króna. Eigendur jarðanna munu þegar hafa samþykkt kauptilboðin. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Flutningur gagnrýndur Ákvörðun Guðmundar Bjamasonar umhverfisráðherra að flytja Land- mælingar úr Reykjavik til Akraness er harðlega gagn- rýnd í leiðara Landsbjargar, blaðs Lands- sambands björgunarsveita. Stjómvöld hafi þar ákveðið að kasta hundmð- um milljóna í flutninga stofnim- ar sem ekki hefur getað sinnt hlutverki sínu sökum fjárskorts. Á byrjunarreit Gengi hlutabréfa í íslenska járnblendifélaginu féU enn í gær en þá voru seld bréf í félaginu fyrir 1,6 miUjón króna á genginu 2,50 sem er það sama og kaup- endur í hlutafjárútboði rikisins þurftu að greiða bréf sín á i maí sl. Gengi bréfanna hefur nú lækkað um 16,7% á rúmum tveimur mánuðum. Viðskipta- vefur Visis sagði frá. -SÁ Ibúðarleyndarmál Athyglisvert dómsmál er nú höfðað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Búnaðarbankinn krefst þess að úr- skurður upplýsinganefndar um að veita Hauki Hólm, fréttamanni á Stöð tvö, gögn og upplýsingar um afnot íbúðar sem Búnaðarbankinn átti í London, verði ógiltur. Haukur þessi hefur verið að hnýsast í þessi íbúðarmál, eins og honum komi það eitthvað við. Eða almenningi, sem horflr á fréttir í Stöð tvö. Haukur hefur verið að plaga bankann með fyrirspumum um það hveijir hafi búið í þessari íbúð en bankinn hefur neitað hon- um um upplýsingamar á þeirri for- sendu að bæði viðskiptahagsmunir, bankaleynd og og persónuvemd komi í veg fyrir að bankinn geti veitt umbeðnar upplýsingar um það hveijir hafi búið í íbúðinni. Haukur segir að Búnaðarbankinn hafi verið opin- ber stofnun, í eigu ríkisins, og upplýsinganefnd hef- ur sömuleiðis komist að þeirri niðurstöðu að bank- anum sé skylt að upplýsa um afnotin af íbúðinni. En Búnaðarbankamenn era annarrar skoðunar eins og gefur að skilja. Hagsmunir bankans era í húfi, ef bankinn þarf að upplýsa hverjir búi í íbúð sem bankinn á í London. Það getur farið með orðstír bankans og rýrt traust hans, ef góðir menn og nákomnir bankanum, mega sitja undir því að sagt sé frá því að þeir hafi haft afnot af þessari íbúð. Ekki það að bankinn hafi neitt að fela, enda eru það engir nema traustir við- skiptavinir og máttarstólpar bankans sem hafa búið í þessari íbúð og svo kannske einhveijir þeim tengd- ir sem er auðvitað ekki mál almennings eða frétta- manna og málið snýst heldur ekki um það hverjir hafi búið í íbúðinni heldur þessi yfirgengilega frekja og forvitni fréttamanna og almúgans sem er með nefið ofan í rekstri banka sem þeim kemur ekkert við. Búnaðarbankinn var að vísu ríkisstofnun þangað til honum var breytt í hlutafélag í eigu ríkisins en bankanum hefur verið vel stjómað af mönnum sem hafa vit á bankarekstri og þeir hafa hugsað um bankann eins og þeirra eigin banka og þeir hafa stjórnað bankanum jafn vel og þeir ættu hann sjálf- ir og hvað er svo fólk að hnýsast í málefni bankans sem aldrei hefur nálægt rekstri bankans komið og hefur ekkert vit á bankamálum? íbúðin i London er ekki stór en hún var vel nýtt og þar bjuggu menn sem áttu mikið undir sér og dvöl þeirra í íbúðinni réð sköpum um afkomu Bún- aðarbankans enda mikið í húfi fyrir banka eins og Búnaðarbankann að hafa menn í íbúð í London þeg- ar stóra ákvarðanirnar era teknar. Þessir menn vilja ekki endilega láta það spyijast hversu mikil- vægir þeir era, enda hógværð og lítillæti einkenni góðra bankamanna og viðskiptavina þeirra, svo ekki sé talað um gesti bankans og vildarvini sem hafa gætt hagsmuna bankans meðan þeir bjuggu í London. Dagfari Fréttaljós Reynir Traustason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.