Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Síða 32
iMtrm
riðvwum
Jón Baldvin
Hannibalsson,
sendiherra í
Washington
[ffUK
förtrM, fS-nim
Sefur ekki
á fundum
George Bush, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, hélt því nýlega fram í
spjallþætti Davids Frost aö á sínum
tíma hefði öll íslenska sendinefndin
á leiðtogafundi
RÖSE dottað þeg-
ar fundur stóð
sem hæst. Þetta
var á þeim tíma
þegar Davíð
Oddsson var for-
sætisráðherra og
Jón Baldvin
Hannibalsson
gegndi starfi ut-
anríkisráðherra.
DV hafði sam-
band við þann síðarnefnda í gær-
kvöldi en hann gegnir nú starfi
sendiherra í Washington. „Ég hef
ekki hugmynd um hvað maðurinn
var að taia um,“ sagði Jón Baldvin.
„Það er svo einfalt. Ég er þekktur
fyrir annað en að sofa á fundum."
Á baksíðu DV í gær var stutt
spjall við Ólaf Davíðsson, ráðuneyt-
isstjóra í forsætisráðuneytinu, og
hann hafði ekki heldur vitað um
hvað Bush hafði verið að tala. Ætli
forsetinn fyrrverEmdi hafi tekið sér
skáldaleyfi? -SJ
Ögmundur Jónasson:
Kvótagróða
upptækan
Það á að gera allan kvótagróða
upptækan," sagði Ögmundur Jónas-
son alþingismaður aðspurður um
forsíðufrétt DV í
gær um kvóta-
brask þar sem lít-
ill plastbátur í
Grindavík var
viðkomustaður
kvótaviðskipta
fyrir hundruð
miiijóna króna.
Ögmundur
sagði að kvóta-
kerfið í heild
væri hrein ósvinna sem afnema
þyrfti þegar í stað. Þjóðin hljóti að
krefjast þess og sjá til þess að engin
ríkisstjóm komist hjá því að leið-
rétta þetta óréttlæti.
Nánar á bls. 2. -SÁ
Féll og höfuð-
kúpubrotnaöi
Fullorðinn maður slasaðist alvar-
lega þegar hann féll aftur fyrir sig á
tröppum húss í Brautarholti í gær-
kvöld. Maðurinn var fluttur á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar
' ^ kom í ljós að hann hafði höfuðkúpu-
brotnað. -RR
FRETTASKOTIÐ
MSIMINNSEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998
Ogmundur
Jonasson.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar, húseiganda og tryggingafélagsins Sjóvár-Almennra, Gunnar S. Björnsson, sem er t.h.
á myndinni, skoöa brunaskemmdir að Vatnsstíg 11 þar sem kveikt var í í þrígang nýlega. Reykjavíkurborg leigir hús-
næöiö fyrir skjólstæðinga Félagsmálastofnunar og húseigandi telur aö brunavarnir hússins séu aö fullu á ábyrgö
Reykjavíkurborgar. DV-mynd E. Ol.
Mikil öryggisgæsla í Eyjum vegna komu Keikós:
Tækifæri er til
að skaða Keikó
- segir lögreglufulltrúi - Qórða hótunin um að drepa Keikó
Miklar öryggisráðstafanir eru í
Vestmannaeyjum vegna komu hvals-
ins Keikós til bæjarins á morgun. Allt
tiltækt lið lögreglu í Vestmannaeyjum
verður á vakt auk fjölda
björgunarsveitarmanna og
annarra gæslumanna.
Fjölmiðlum barst í gær
fjórða bréfið þar sem hótað
er að drepa hvalinn Keikó.
Bréfritari segir m.a. í bréf-
inu: „Til eru margar aðferð-
ir við að fyrirkoma kvikind-
inu og verður einskis látið
ófreistað við að fullkomna það verk og
ekki væri verra ef það tækist í beinni
útsendingu." Bréfið er póstlagt í
Reykjavík 7. september sl.
„Við tökum þessi hótunarbréf mjög
alvarlega. Það verður góð öryggis-
gæsla hér í Eyjum. Við verðum með
allt lögreglulið á vakt auk fjölda ann-
arra gæslumanna. Það verður tekinn
ákvörðun í dag hvort aukalið lögreglu
úr Reykjavík verður sent til Eyja. Því
er ekki að neita að það
veldur okkur áhyggjum
að flutningabíllinn sem
flytur Keikó um bæinn
fer mjög hægt. Tækifærið
til að skaða Keikó er því
til staðar og því verða ör-
yggismál að vera í mjög
góðu lagi,“ segir Tryggvi
Ólafsson, lögreglufulltrúi
í Vestmanneyjum, aðspurður.
Lögreglan á Eskifirði yfirheyrði í
gær mann vegna grunsemda um að
hann hafi átt þátt í að senda hótunar-
bréfin. Honum var sleppt í gærkvöld
og var hreinsaður af öllum grun.
Komu Keikós til Vestmannaeyja er
beðið með mikilli eftirvæntingu víða
um heim. í Eyjum hefur spennan og
eftirvæntingin aukist síðustu daga.
Rúmlega 300 fjölmiðlamenn, langflest-
ir erlendir, eru staddir í Eyjum og
munu flytja reglulegar fréttir til allra
heimshoma af atburðinum.
C-17 flutningavél bandaríska hers-
ins mun hefja sig flugs með Keikó inn-
anborðs frá flugvellinum í Newport í
Oregon klukkan 18 að staðartíma í dag
sem er klukkan 1 í nótt að íslenskum
tíma. Sjö klukkustunda mismunur er
á Oregon og íslandi. Flugið tekur um
níu klukkustundh- og er áætlað að
Keikó lendi í Vestmannaeyjum klukk-
an 10 í fyrramálið. Á hádegi verður
Keikó fluttur í nýju heimskynni sín,
kvína í Klettsvík.
-RR
Guðmundur
Gunnarsson.
Rússadeilan á Selfossi:
Alltí
háalofti
„Það er allt í háalofti hér,“ sagði
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, í samtali
við DV í morgun
þar sem hann var
staddur austur á
Selfossi. Allt var
við það sama i
deilunni við rúss-
neska fyrirtækiö
Technoprom-Ex-
port og vinnu-
stöðvun íslenskra
starfsmanna við
Búrfellslínu hélt
áfram. „Þeir svíkja og pretta allt sem
að þeim snýr,“ sagði Guðmundur.
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Þórs, sagðist
í morgun eiga von á að málin skýrð-
ust eitthvað þegar kæmi fram á dag-
inn. Hún sagði að svör við kröfum
starfsmanna, sem bárust frá
Technoprom-Export í' gær, gætu
verið grundvöllur samkomulags
með ákveðnum breytingum og von-
ast væri til að hitta talsmenn fýrir-
tækisins í dag.til viðræðna. -SÁ
Keikó-frétta-
vefur á Vísi.is
Sérstakur fréttavefur á Vísi.is
verður helgaður heimkomu Keikós.
Fréttamenn DV og Vísis.is munu
vinna fréttir beint inn á vefinn frá
vettvangi í Vestmannaeyjum þar
sem undirbúningur fyrir komu
Keikós er í hámarki. Stöðugur
fréttaflutningur verður frá Vest-
mannaeyjum frá kl. 15.00 í dag, glæ-
nýjar myndir af vettvangi munu
birtast gestum Vísis.is um leið og
þær hafa verið teknar.
Á Keikó-fréttavef Vísis.is verður
einnig hægt að fylgjast með flutn-
ingi Keikós frá Oregon til Vest-
mannaeyja í beinni sjónvarpsút-
sendingu þegar þar að kemur.
í átökum
við þjóf
Maður slasaðist á hendi þegar hann
lenti í átökum við innbrotsþjóf í Ár-
bæjarhverfi í fyrrakvöld.
Maðurinn, sem var gestkomandi í
húsinu, var að fara i geymslu í kjall-
ara þegar hann varð var við innbrots-
þjófinn. Þjófurinn réðst að mannin-
um, sneri upp á handlegginn á honum
og hljóp síðan á brott. Maðurinn var
fluttur á slysadeild og kom þá í ljós að
hann hafði farið úr axlarlið. -RR
Veðrið á morgun:
Úrkomulaust
fyrir sunnan
og vestan
Á morgun verður áfram all-
hvöss og jafnvel hvöss norðanátt
um land allt. Rigning eða slydda
verður á Norður- og Austurlandi
og snjókoma til fjalla en áfram
úrkomulaust sunnanlands og
vestan. Fremur kalt verður á
landinu miðað við árstima.
Veðrið í dag er á bls. 53.
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-220 ný véi
(slenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgeröir, 6 stærðir
6, 9, 12, 18 mm borðar
Prentar í 4 línur
Aðeins kr. 10.925
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport