Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Síða 3
meömæl i g f n i Malt og rúgbrauð í sjoppunnl á Hlemml. Brauðiö er ekki með of miklu smjöri og osturinn er alltaf ferskur. Hlemmur stendur líka tyrir allt sem ungir Reykvík- ingar, komnir á nýjan bíl, hafa misst tengslin við. Að fólk hækkl hltann í kytrunnl slnnl. Taki til í skápunum og dragi fram mokka- jakkana. Þeir eru klassískir og standa fyr- ir sínu. Sérstaklega í góöærinu. Þá er ekkert vit í aö bera rikidæmiö utan á sér. Leitaöu uppi kvikmyndina The Klller Whale meö Richard Harris. Þar er hægt að sjá Keikó eins og hann er í alvörunni. Hann runkar sér að vísu ekki en myröir eins og geösjúklingurinn sem hann er. Leggöu hjóllnu og hlauptu. Þessi fjalia- hjól eru orðin svo létt og þægileg aö þú þrennir engu með því að hjóla. Þetta er allt í mjúkum gírum og hin eina sanna áreynsla felst í því að hlaupa upp brekk- urnar. Hafsteinn Þórólfsson er aö opna nýjan klúbb í bænum. Klúbb sem eflaust á eftir aö breyta íslensku skemmtanalífi svo aö um munar. Diskótæfur og diskótuddar munu vera alisráðandi á skemmtistaðnum Spotlight sem verður opnaður í gamia Ingólfskaffi í kvöld. Reykvíkingar jafnt sem íslendingar hafa áttað sig á að homma- og lesbíukúltúr er það sem koma skal. Vctrarhnd Valdimar Bjarnfreðsson Kaffibollinn er mitt Internet Foreldra sem skíra börnin sín eftir Isfólkinu Herskarar af Lífum, Þenglum, Heikirum og Gabríelum Jónas Kristjánsson Við Tjörnina missir fyrsta sætið 6 Sjálfstæðir menn Bjartir í miðri Reykjavík Hállgrímur Helgason skrifar um Þjóðminjasafnið Kaupir gripi þegar þeir koma á markað ■V. Hommar fundu upp diskótekið og klúbbana Súper- grúppan UNKLE Helmasíöa Charies Mansons. Á www.atwa.com getur fólk nálgast Ijóð og myndir þessa öölings sem fólk viröist seint ætla aö hætta að óttast. Á síðun- um má einnig sjá aö Man- son hefur fengiö áhuga á umhverfis- málum eins og fleiri og hefur á þeim málum öllum bæöi skoðan- ir og lausnir. En mestan áhuga hefur hann á sinni eigin lausn og megniö af vefnum er lagt undir endalaus- ar náöunarbeiönir þessa fræga skúrks sem var dæmdur fyrir hjartnær þrjátíu árum fyrir að fjarstýra fólki til aö myröa Sharon Tate og félaga hennar. Giuinar í Krossinum má fara að vara sig. Hommar og lesbíur eru að jarða hann. Þau eru ekki bara með sinn samkomusal, sína útvarpstöð og sinn skemmtistað heldur njóta þau meiri velvildar innan samfé- lagsins. Almenningur hefur áttað sig á öllu því góða sem komið hef- ur frá þessum hópi sem fyrir nokkru var útskúfaður sem ógeðs- lega syndugur kúltúr. „Hommar skemmta sér bara bet- ur. Þetta er ekkert flóknara en það. Við fundum upp diskótekið og klúbbastemninguna," segir Haf- steinn Þórólfsson sem hefur unnið baki brotnu að opnun nýjasta klúbbsins, Spotlight. Hvaö veröur um aó vera á opnun- inni í kvöld? „Það verður mjög lókal stemning til að byrja með. Samtökunum '78 er boðið í heild sinni ásamt MSC með- limum. En það er klúbbur sem í eru karlar í leðri. Síðan verður bara danstónlist fram eftir nóttu og brjál- að stuð.“ Er klúbburinn bara fyrir homma og lesbíur? „Nei. Staðurinn er hannaður með þarfir homma og lesbía í huga en það eru allir velkomnir. Við erum ekkert að loka hurðinni á neinn. Það hefur líka sýnt sig á Tuttugu og tveimur að þar skiptast samkyn- hneigðir og gagnkynhneigðir fiftí fif- tí en samt á sá staður að höfða til homma og lesbía. Það er bara svo margt breytt frá því fyrir nokkrum árum. Fólkið sem er á djamminu í dag er orðið miklu opnara og er ekki með sömu fóbíuna og var. Nú geta allir skemmt sér saman.“ Það er greinileg bylgja í gangi í skemmtanalífi Reykjavíkur. Útvarp- stöðin WMCA var opnuð fyrir skömmu og hefur verið að tæta upp í stemningunni. Hún spilar þétta diskósmelli og allt hið góða sem hommakúltúrinn hefur gefið af sér. Það er jafnvel stefnt að því að WMCA verði með beinar útsending- ar frá Spotlight. Hommakúltúrinn virðist því vera kominn á þann sess sem hann á heima. „Það er pottþétt mál að réttinda- þróunin er á góðu róli. Þetta er nátt- úrlega ekki búið en hommar og les- bíur geta horft fram til sífellt bjart- ari tíma.“ -MT Mike Paradenas, öðru nafni u-ziq, mun þeyta skífur á Kaffi Thomsen á sunnudagskvöld Tónlistin tapaði miklu ísland er inn. ísland er heitasti punktur veraldar. ísland þykir svo flott úti í heimi að það má ekki vera fullt nokkrar helgar á Kaffi Thomsen þá er búið að minnast á það í breska blaðinu Guardian. Við erum að lifa ótrúlega tíma. Skítt með nóbelinn eða óskarinn eða hvað það nú var. Nú er það Lhooq, Alda, Gus Gus og Björk. Um helg- ina er meira að segja enn einn skífuþeytirinn að koma til lands- ins. „Ég hef ekkert heyrt um að ís- land sé inn í dag. Enda elti ég ekk- ert bylgjurnar sem eru í gangi dag frá degi. Ég reyni bara að sinna minni tónlist og er hvort eð er hættur að sækja klúbbana. Hef varla stigið inn á klúbb síðan reifið drapst. Klúbbarnir misstu kraftinn þegar fólk hætti að nota ecstacy. Nú stendur það bara eins og þvörur og sýnir sig. Mikill hégómi í gangi í klúbbunum núna og tónlistin sem er spiiuð er orðin léleg. Diskótekar- arnir spila að sjálfsögðu bara það sem fólk vill heyra og fólkið er ekki að dansa. Þannig að danstónlistin er ekki eins mögnuð og þegar reif- in voru.“ Mike býr rétt fyrir utan Birmingham, fjarri skarkala stór- borgarinnar London. Þessa dagana er hann á flakki um heiminn með Björk nokkurrri Guðmundsdóttur og líkar vel. Mike er skífuþeytir og hljóðlistamaður sem notar raftækni sem tjáningartæki. Hvaö hefurðu veriö aö gera? „Síðasta platan mín, Lunatic Harness, kom út í fyrra og var svona samkrull. Allt tæknitónlist, að sjálfsögðu. En það má finna þama lög með breaktakti og hinar ýmsu tilraunir sem ég hef verið að gera. Ég vinn út frá frekar víðum hugtökum og er ekkert að festa mig niður á eitthvaö ákveðiö." Mike er búinn að vera í þessu nokkuð lengi. Hefur gefið út tíu plötur og því tekið þátt í þróuninni á tæknitónlist frá upphafi. Hann er ótrúlega þéttur plötusnúður og það verður því forvitnilegt að sjá hann þeyta skífur næstkomandi sunnu- dag. -MT u-ziq (leslst sem músík) er það sem þú sérð ekki. Englnn tilgangur í að sjá það sem er. Ofmetnir Islendingar - aðrir en Keikó 12-13 Gagnrýnandi af götunni Listamenn eru kolvitlausir aumingjar 14 Oddný Sturludóttir Gerir margt og hefur skoðanir á öllu 19 Saving Privat Ryan Spielberg er snillingur Manson-gengið Vafrar um Kringluna í leit að athygli Hvað er að gerast? Veitingahús ...................6 Popp..........................11 Klassík.......................13 Leikhús ......................13 Myndlist......................14 Sjónvarp...................15-18 Bfó...........................20 Hverjir voru hvar.............22 ^ Fókus fyigír dv á æ föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Manson-genginu. 11. september 1998 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.