Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Side 6
m a t u r
f Ó k U S 11. september 1998
Argentína ★★★
Barónsstíg Ua, s. 551 9555.
„Bæjarins besta steikhús hefur dalað. Dýr-
ustu og enn þá bestu nautasteikur landsins,
en ekki alveg eins innanfeitar og safarikar og
áður." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
Einar Ben ★★
Veltusundl 1. 5115090.
„Fremur þemahús en veitingahús og leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar
Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og
veröur þvl seint jafnvinsæll og Fashion Café
eða Planet Hollywood." Op/'ð 18-22.
Café Ópera ★
Lækjargötu 2, s. 522 9499
„Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu
og þar virðist vera takmarkaöur áhugi á mat-
reiðslu." Op/'ð frá 17.30 til 23.30.
Fiðlarinn á þakinu ★★★
Sklpagötu 14, Akureyri, s. 462 7100
„Matreiðslan stóð ekki undir háu verði en hún
hefur batnað. Þjónustan var alltaf góð en nú
er of mikiö treyst á lærlinga." Op/ð 12.30-14
og 18-22.
Hard Rock Café ★★
Krlnglunni, s. 568 9888
„Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir annað
en skyndibita ogvill ekki annað en skyndibita;
fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða ham-
borgara og daufa ímynd þess að vera úti að
borða." Op/ð 11.30-23.30.
Hótel Holt ★★★★★
Bergstaðastræti 37, s. 552 5700.
„Listasafniö á Hótel Holti berí matargerðarlist
af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara
saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti."
Op/ð 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30
og 18-22 fd. og Id.
Hótel Óðinsvé ★★
v/Óölnstorg, s. 552 5224.
„Stundum góður matur og stundum ekki, jafn-
vel í einni og sömu máltíð." Op/ð 12-15 og
18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id.
Ítalía ★★
Laugavegl 11, s. 552 4630.
„Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir
og gæðaþjónustan er hálfítölsk. Það, sem
tæpast hangir í Itðlskunni, er matreiðslan."
Op/ð 11:30-11:30.
Játvarður ★★★
Strandgötu 13, Akureyrl, 461 3050
„Skemmtilega hannaður staður með fínlegri
matreiðsiu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elsku-
legri þjónustu sem getur svarað spurningum
um matinn." Op/ð 11.30-14 og 18-22.
Lauga-ás ★★★★
Laugarásvegl 1, s. 553 1620.
„Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg-
ur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda
I kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferða-
menn utan af landi og frá útlöndum. Hér
koma hvorki uppar né ímyndarfræðing-
ar.“ Op/ð 11-22 og 11-21 um helgar.
Lækjarbrekka ★★
Bankastræti 2, s. 551 4430.
„Matreiðslan rambar út og suður, góð,
frambærileg eða vond eftir atvikum. Með
annarri hendinni eru gerðar forvitnilegar til-
raunir en með hinni er farið eftir verstu
hefðum." Op/'ð md.-mid. 11-23.30,
fid.-sd. 11-0.30.
Mirabelle ★★★
Smlðjustíg 6., s. 552 2333.
„Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir I
profiteroles og créme brulée. Mirabelle er
komin á gott skrið." Op/'ð 18-22.30.
Pasta Basta ★★★
Klapparstig 38, s. 561 3131
„Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af
góðum pöstum en Htt skólað og of uppá-
þrengjandi þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23
virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er
opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar.
La Primavera ★★★★
Austurstræti 9, s. 561 8555
„Sjálfstraust hússins er gott og næg inni-
stæða fyrir því." Op/ð 12,00-14,30 og 18,00-
22,30 virka daga og um helgar frá 18,00-
23,30.
Rauðará ★
Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
„Túrista-steikhús. Nautasteikin getur verið
góð, en hún getur llka verið óæt. Yfirþjónninn
er svo önnum kafinn við að vera kammó að
hann tekur ekki alvarlega ábendingar um að
nautakjöt sé skemmt." Op/'ð frá kl. 18 og fram
eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn.
Skólabrú ★★★
Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fln, vönduð og létt,
en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hóf-
söm." Op/Ö frá kl. 18 alla daga.
Smiðjan ★★★
Hafnarstrætl 92, Akureyrl, s. 462 1818
„Smiðjan hefur árum og sennilega árum sam-
an verið eini staðurinn á Akureyri þar sem er
þorandi að borða fisk." Op/'ð 18.00-22.00.
ITI.O JLJT 3. 3l
www.visir.is
Sagan um Isfólkið hefur hrifið marga Islendinga inn í ævintýralega
og spennandi veröld. Síðan bækurnar fóru að koma út hefur orðið
æ algengara að foreldrar láti börnin sín heita í höfuðið á ísfólkinu.
Sum þessara nafna eru harla óvenjuleg; Heikir, Líf, Þengill og Yrja.
Önnur, eins og Daníel, Alexander og Sunna, hafa rokið upp í vinsældum.
slenska Isfólki
ftstir liúcífers
Þegar fólk nennir að lesa sögu
sem er svo löng að hún fyllir
fjörutíu og sjö bækur hlýtur að
vera eitthvað varið í hana. Jafn-
vel þó hún fáist úti í sjoppu og
flokkist ekki undir heimsbók-
menntir (kannski einmitt vegna
þess). Sagan um ísfólkið hefur
verið lesin af fjölda fólks, aðallega
kvenna, sem hafa sogast inn í sög-
una og ekki getað hætt fyrr en að
öllum bókunum loknum.
Rafgul augu
Sagan fjcdlar um ætt eina sem
kennd er við ísfólkið, afkomendur
Þengils hins illa. Hann seldi Satan
sál sína fyrir mörgum öldum.
Bölvun hvílir þvi á ætt hans og
einn og einn afkomandi fæðist
bannfærður og á að ganga í þjón-
ustu kölska og vinna illvirki. Þeir
bannfærðu þekkjast á rafgulum
augum og yfirnáttúrulegum
krafti. Um 1500 fæðist einn bann-
færður, Þengill hinn góði, og þá
byrjar sagan. Hann reyndi að
vinna góð verk í stað vondra og
fjallar sagan um afkomendur
hans og baráttu þeirra við að tor-
tíma Þengli hinum illa sem lifir í
mörg hundruð ár, fjarri manna-
byggðum.
ísfólksæði
Þessi tilbúna ísfólksætt hefur
orðið svo mikill áhrifavaldur í lífl
svo margra að höfundurinn,
Margit Sandemo, hlýtur bara að
vera steinhissa. Á lesendur virð-
ist renna eitthvert æði og þeir
nefna jafnvel bömin sin eftir per-
sónum sögunnar.
Fyrsta bókin, Álagaijötrar, kom
út árið 1982. Eins
og línuritin sýna
hefur börnum
sem bera nöfn
sögupersónanna
fjölgað jafnt og
þétt síðan. Líf
er nafn sem
þekktist varla
áður en sú bók
kom út en
núna ber hjörð
stúlkubarna
nafnið, ýmist
sem aðal- eða
Forustan gefin eftir
Saga
4sfólkið hefur
göngu sína
Saga Líf ásamt mömmu sinni, Guölaugu Karlsdóttur,
og litla bróður, Sigþóri Andra.
Líf
Ein helsta ættmóðir (sfólksins. Fæddist
árið 1583 og var dóttir Siiju Arngrímsdótt-
ur og Þengils hins góða af ætt ísfólksins
en þau eru einar fyrstu persónur hinnar
löngu sögu. Líf var góð og greind, lifði
lengi og var virt af ættmennum sínum og
afkomendum.
Stúlkur sem
heita Líf
að fyrra nafni
Fæddar
fyrir ísfólkið: 1
Fæddar
eftir Isfólkið: 12
-ísfólkið hefur
göngu sína
millinafn. Einnig eru dæmi um að
stúlkur hafi látið breyta nafninu
sínu í Líf. Nafnið Yrja þekktist
ekki fyrr en eftir tíma ísfólksins
og nú bera það fimm stúlkur sem
aðalnafn. Sama máli gegnir um
karlmannsnafnið Heiki sem eng-
inn ber fyrr en eftir ísfólk. Þengill
er nafn sem tekur kipp á þessu
tímabili og svipaða sögu má segja
um nöfn eins og Gabríelu, Alex-
ander, Mikael, Daníel, Sögu og
Sunnu.
Saga Líf
Fjórtánda júlí árið 1996 fæddist
lífleg lítil stúlka sem síðar hlaut
nafnið Saga Líf. Hún er dóttir
Guðlaugar Karlsdóttur og Sig-
Orðið saga á sænsku þýðir ævintýri og
Saga lenti svo sannarlega í þeim. Hún var
með Ijósgræn augu og var „útvalin", hárið
kolsvart og féli í lokkum. Hún var áhyggju-
laus og hugrökk, tók öllu með virðugleika,
einstaklega góð í sér og með ríka kímni-
gáfu. Hún var eins og ævintýraprinsessa.
Átti í ástarsambandi við sjálfan Lúcífer og
eignaðist með honum tvíbura, annan
„bannfærðan". Saga fæddist árið 1836 og
dó 1861.
Stúlkur sem
heita Saga
að fyrra nafni
Fæddar
fyrir ísfólkið: 8
Fæddar
eftir Isfólkið: 62
Sunna
Silja fann hana í fangi látinnar móður sinn-
ar sem ógeðsleg pest hafði grandað árið
1581. Þá var Sunna þriggja ára. Fljótlega
kom í Ijós að hún var gædd yfirnáttúruleg-
um hæfileikum. í rauninni var hún undur-
falleg norn. Hún var villt en góð inn við
beinið. Tældi með göldrum hvern þann
karlmann sem hún girntist, fyrst fjórtán ára
gömul. Átti í ástarsambandi við sjálfan
skrattann. Eignaðist eina stúlku og dó árið
eftir, aðeins rúmlega tvítug.
Stúlkur sem
heita Sunna
að fyrra nafni
Fæddar
fyrir ísfólkið: 84
Fæddar
eftir ísfólkið: 303
þórs Sigþórssonar. Móðir henn-
ar játar að hafa heillast af nafninu
Líf þegar hún las fsfólkið sem
unglingur.
„Mér fannst þessar bækur rosa-
lega skemmtilegar og sökkti mér í
þær. Líf var yndisleg og góð per-
sóna úr einni af fyrstu bókunum
og ég ákvað að dóttir mln skyldi
bera það nafn. Sú ákvörðun
Hsfólkiö h
gongu si
Við Tjörnina ★★★★
Neistaflug hefur minnkað í eld-
húsi Tjarnarinnar við Templara-
sund. Þar fékk ég tæplega útvatnað-
an og þurran saltfísk að hætti þeirra
húsmæðra, sem elduðu í gamla daga
af því að þær urðu að elda.
En þar fékk ég líka ljúfan kola
pönnusteiktan, afar franskan, með
mildri tarragonsósu, stinnum hrís-
grjónum og kartöflum. Einnig
meyra og fínlega blálöngu með
mildri grænpiparsósu, gulrótarþráð-
um og baunum.
Bilunareinkenni sjást hér og þar.
Kryddblönduð og uppvafin bleikju-
flök í turni voru sniðug að sjá, en
þurr undir tönn. Aftur á móti var
ristaður smokkfiskur meyr og flnn,
með tómati, hæfilega litlu karríi og
ítölsku blaðsalati.
Tjörnin hefur að undanfómu gert
bezt í ýmsu öðra en físki. Stórir
furusveppir íslenzkir með hæfilega
litlum granaosti og madeirasósu
voru hápunktur máltíðarinnar, und-
ursamlegir í bragði. Grænmetisrétt-
ur dagsins var líka frábær, flnlegur
baunaréttur með mildri sósu og
góðu heildarsamræmi í bragði.
Matreiðsla kjöts hefur raunar
batnað við brottfór Rúnars. Lamba-
steik með döðlum og rauðvínssósu
var rósrauð og flnleg. Reyksoðinn
svartfugl var faliega upp settur 1
stjörnu ofan á eplasalati, með dopp-
um af piparrótarsósu og jarðarberj-
um í kring.
Auk þess að hafa fjarlægzt flsk
má segja um matreiðslu Tjarnarinn-
ar, að yflrleitt er hún næm eins og
var hjá Rúnari, en fínlegri og dauf-
ari að frönskum hætti. Undantekn-
ingar eru til, svo sem skemmtilega
indversk og mögnuð lime-karrí-
kókossúpa dagsins.
Eftirréttir eru fáir en góðir. Fyrst
er fræga að nefna gamla gúmmulað-
ið, súkkulaðitertu Rúnars. Bezt var
raunar loftkennd Grand Maraier
skyrkaka, notalega létt í maga. ísinn
var aftur á móti hversdagsleg
tvenna með súkkulaðisósu.
Fyrir rúmu ári var Tjörnin bezta
veitingahús landsins eftir að hafa í
nokkur ár skipzt á um að hafa for-
ustuna með Listasafninu á Holti. Nú
virðist Tjörnin endaniega hafa gefið
forustuna eftir og raunar annað sæt-
ið líka, gerir oftast vel, en ekki alitaf
og mistekst raunar stundum.
„Nú virðist Tjörnin endanlega hafa gefið forustuna eftir
og raunar annað sætið líka, gerir oftast vel, en ekki alltaf
og mistekst raunar stundum."
Bilunin er ekki bara í matnum.
Farið er að spara í fleiru en munn-
þurrkum í hádeginu. Settur var á
vaktina ungþjónn, sem hafði ekki
hugmynd um, hvað var í matnum
á matseðlinum. Síðan komu elsku-
legar þjónustustúlkur og björguðu
málum. En til eru staðir í bænum,
þar sem starfsfólk veit, hver pant-
aði hvað.
Verðlag hefur lengi verið fast á
Tjörninni. Þriréttað með kaffi
kostar 3.560 krónur og súpa og
réttur dagsins í hádeginu kosta
1.000 krónur.
Andrúmsloft afturhvarfs frá
hvimleiðum nútíma er ekki eins
notalegt og áður. Ég efast um, að
samræmdur litur blár á panil-
veggjum og undirdúkum þjóni aft-
urhvarfinu. Áður höfðu haldið
innreið sína samræmdar
ljósakrónur.
Jónas Kristjánsson